Óðinn - 01.03.1910, Blaðsíða 6
94
() Ð I N N
Sitt af hverju.
Ljóðmæl i
eftir
Sigurjón Friðjónsson.
Kalda-Kinn.
tíerst mjer enn frá Köldu-Kinn
kvikur vatna glaumur.
ítök mörg í anda minn
á sá þungi straumur.
Insl mjer festi í unga sál
óm frá strengjum þínum.
Og hœða þinna huliðsmál
liuga tengdist mínum.
Pegni lík, er þjóðir flýr
og þrá og harma duldi:
Ekkaþungi undir býr,
ofar þögn og kuldi.
Jökul-hjarn við himinbug
heyir kuldagaman;
neðar hrönn og liengi-fhig
hafa gœlur saman. —
Oft af snild þú vígi ver,
völd hvers fjanda þrotna:
Öldur lofts og lagar þjer
leggjast að og brotna.
Alt, sem komst þinn efsta stig,
óm af hœðum sótti.
Alt, sem stígur yfir þig,
eykst að stœrð og þrótti.
Auðnir vetrar, ógnir jels,
alt í söng þjer hnígur.
Úr baði hverju hríða’ og hels
hrein á svip þú stigur.
Eins og bíðir auðnuþyrst
eftir degi’, er hlýnar,
björtum morgni fagna fyrst
fjalla-brúnir þínar. —
Pegar hríð þig lirammi slœr
og herðir strengja-róminn,
man jeg: áltu tíðir tvœr
og tök að skifta um hljóminn.
Sól og blær úr mjúkri moltl
mörg þjer gullin unnu.
Sjaldan lia/a frjórri fold
faðmað geislar sunnu.
Enginn hreinni geisla-glóð
grœnum trygði hlíðum.
Enginn flutti fegri Ijóð
fjallablœvi þýðum.
Enginn fegri orða slað
á við kvöldið rauða.
— Fár af líkri kyngi kvað
kvœði lifs og dauða.
Morgunsól.
Rennur sól frá sœvi;
sveit í skini Ijómar.
Blær í laufi leikur.
Ljóð í runni hljómar.
Elfur Kinnar óma,
undir björgin laka.
Glóir á og glymur:
Gott er nú að vaka.
Yfir Tjörness teigum
tindrar sól og rennur,
kastar neista í Krákinn,
Kinnar veldi brennur.
Glait er fram í gljúfrum,
glymja slrengir Braga.
Rennur sól og rennur,
roðar grœna haga.
Veðrabrigði.
Sól skein. Sá til ránar.
Sund hló. Kyr jeg undi.
Ljóð óx. Lyftist flœði.
Ljek önd. Rauk á söndum.
Hjörð rann. Hlíðar brunnu.
Hó barst. Glóði skógur.
Foss lxnje. — Fátt jeg vissi.
Fugl söng. — Kvað í dröngum.
Stund leið. Slyrmdi' um tinda.
Storð brá. Tók í sjáinn.
Ský þaut. Skygði’ nm bœi.
Skjól þvarr. Ljet í kjarri.
Hríð kom. Hátt slje ftœði.