Óðinn - 01.03.1910, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.03.1910, Blaðsíða 10
98 ÓÐINN Um Jónas Hallgrímsson Ilaft eftir Páli Melsted. Nú er sá tnaður látinn, sem best iiiundi Jónas Hallgríinsson, en það var Páll Melsted sagnfræð- ingur. Jeg átti oft tal við Pál, en sjaldan svo að hann mintist ekki á Jónas; hann unni Jónasi og mat hann svo mikils, að hann taldi óþarft að leyna brestum hans. »Skelfing var Jónas latur maður.« — »Jónas var dulur og þunglyndur, en ágætur í umgengni og óvenjulega glaðlyndur þegar svo bar undir«. Þetta eru óbreytt orð Páls. Páll sagði, að Jónas liefði lítið ort í skóla. Hannes Hafstein getur þess í æfisögu Jónasar, að Dr. Seheving hafi stundum fengið honum og nokkr- um öðrum piltum dæmisögur til að yrkja út af. Páll sagði mjer að þeir hefðu helst orðið til þess, Jónas, Búi Jónsson og Andrjes Hjaltalín. Hann sagði mjer líka að vísuna »Hóla hítur hörkuhál« hefði Jónas ort i skóla. Þeir voru sambýlismenn á Garði PállogJónas. Einu sinni kom Páll heim frá miðdegisverði og raulaði fyrir munni sjer: Nu lider Dagen saa jævnt og trindt, alt Maanen staar over Stevens Klint, over Stevens Klint. Jónas vatt sjer við og kvað: Nú hverfur sólin at' himinbaug, en lnimið vekur álf og draug, vekur álf og draug. Arið 1839 kom Gaimard til Haínar úr íslands- ferð sinni. Landar efndu til veislu og vildu fagna honuin sem hest. f’orgeir Guðmundsson fór á fund Jónasar og hað hann gera kvæði um Gaimard. Jónas tók því daullega og hjet engu góðu. En þegar Þorgeir var farinn, reis liann á fæt- ur og gekk um góll' raulandi; orti hann þá á skamri stundu 3 fyrstu erindin í kvæðinu »Þú stóðst á tindu Heklu hám«, Þegar þangað var komið, nam hann staðar og sagðist ekki geta meira. Gekk hann þá út í bæ og inn í matsölu- hús og fjekk sjer stafraþór1), en stafraþór vildi ekki glæða gáfuna og varð ekki meira um kveð- skapinn það kvöld. En að kvöldi næsta dags ') Páll sngöi íiö landar hci'ðu i þá daga linít þctta nnl'n á nauta- steik (Beuf). hafði Jónas lokið kvæðinu. »Hann gal ekkert með fyrirhöfn. Það kom yfir hann svona«, sagði Páll. Þegar jeg, sem þetla skrifa, var i skóla, raksl jeg á vísu eftir Jónas, sem ekki er í Ijóðmælum hans og er hún þó listaverk. Jeg fann þetta erindi með eigin hendi Jónas- ar á frenira skjólblaðinu í sljörnufræði Ursins, þeirri, sem Landsbókasafnið á. Þar er þetta ritað: »Til iierra Finns Magnússen. Gleðji pig guðsstjörnur sem gladdi tiest mig og mörgu sinni vegstjarnan fagra visku þinnar, ástjarðar ljúfasta ljós! J. Hallgrímsson«. 17/s 1910 G. fíjörnsson. i€ Til Björnstj. Björnsons. [Scnt 'in/a, cr frjettist aö B. lí. væri orðinn málhress og langaði til að geta i'ariö aö skrifaj. Eg með gleði' lief af þjer frjett, áfram batinn gengur. Harmi það mjer hefur ljett, heimsins besti drengur! Veit jeg að þú engan mann enn þá hefur svikið. En svo er Dauðinn - sviktu liann! Og sóma fyrir vikið! Enn um stund j)ú ýtum hjá ætlir að fá að lifa. Dauðanum liggur ekkert á, cf þú þarft að skrifa. Jón Olafsson. Kvistir heitir ljóðabók, sem nýlega er komin út eftir Sig. Júl. Jóhannesson lækni í Vesturheimi. Útgefandi cr hróðir höf., Jóh. Jóhannesson kaupmaður lijei; í Reykjavík. Margt af kvæðum Sigurðar er fallegt. Út- gáfan er hin vandaðasta og mynd höf. framan við. Andvökur. Þriðja bindi af kvæðasafni St. G. Ste])- hánssonar er nú fulíprentað. Tvö fyrri bindin komu út síðastl. ár. J Prentsmiðjan Gutcnbcrg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.