Óðinn - 01.10.1910, Side 2

Óðinn - 01.10.1910, Side 2
50 ÓÐINN kenslunni og afnámi grískukenslu í skólanum, og var lengi þjarkað um þá breytingu á þinginu áður hún næði fram að ganga. Frá 1896—1908 var hann gjaldkeri og full- trúi hjer á landi fyrir kaupfjelagaumboðsm. og stórkaupmann L. Zöllner. Halldór Briem 2. aðst.bókavörður við landsbókasafnið. Auk aðalbókavarðar eru við landsbókasafn- ið, síðan það fluttist í nýja húsið, tveir að- Halldór Briem. stoðarbókaverðir. 1. aðstoðarbókavörður er Jón Jónsson sagnfræðingur og liefur »Óðinn« áður ílutt mynd af honum og grein um bann (í desember 1906). En hinn er Halldór Briem, er áður hafði lengi verið kennari við Möðruvallaskólann og síðan við gagnfræðaskólann á Akureyri. Halldór Briem er fæddur á Espihóli í Eyja- firði 5. sept. 1852. Foreldrar hans voru Eggert sýslumaður Briem og kona hans Ingibjörg Eiríks- dóttir Sverrissonar. Halldór útskrifaðist úr latínu- skólanum í Reykjavík 1871 og úr prestaskólanum 1875. Sumarið eftir fór hann til Ameríku og var túlkur með stórum hóp íslendinga, er þá flutti vestur og settist að í Nýja íslandi. Halldór dvaldi svo vestra til vors 1877, en kom þá heim, og þó ekki til langdvalar, því um liaustið fór hann vest- ur aftur og settist þá að í Nýja íslandi. Þar var })á nýbyrjað fyrsta blað Vestur-íslendinga. Það lijet »Framfari«, og varð nú Halldór ritstjóri þess í ársbyrjun 1878 og hjelt því starfi til janúarloka 1880. Bá stóð yfir trúmáladeilan fyrsta meðal Vestur-íslendinga, um kenningar »Norsku synó- dunnar« svo kölluðu, er átti sjer ötulan formæl- anda meðal íslendinga þar sem var síra Páll Þor- láksson. En Halldór var lienni andvígur og fylgdi frjálslegri trúmálastefnu, er síra Jón Bjarnason hjelt þá uppi gegn síra Páli. Varð svo Halldór vorið 1880 prestur þess safnaðar í Nýja-íslandi, sem hneigðist að kenningum þeirra síra Jóns, og var prestvígður af síra Jóni Bjarnasyni á Gimli í Nýja-íslandi 21. mars 1880. Þarna var hann eitt ár prestur, en fluttisl til Minnesota vorið 1881. Gegndi liann þar prestsverkum, og svo víðar hjá söfnuðum íslendinga vestra, það ár og fram á hið næsta, en í ágúst 1882 lijelt hann alfarinn að vest- an og heim á leið aftur. Hann hafði þá fengið veitingu fyrir kennara- embælti við Möðruvallaskólann og tók hann við því þá um liaustið. Var svo kennari við Möðru- vallaskólann upp frá því, þar til hann var lagður niður, eða fluttur til Akureyrar, og síðan við gagn- fræðaskólann á Akureyri þar til í fyrra, er hann varð 2. aðstoðarbókavörður við landsbókasafnið. Hann hefur samið kenslubækur í sumum þeirra námsgreina, sem hann kendi á Möðruvöllum og Akureyri, og leikrit liefur hann samið, er sýnd liafa verið þar nyrðra, og liefur eitt af þeim verið gefið út lijer í Reykjavík, »Ingimundur gamli«. Halldór kvæntist í Ameríku þarlendri konu, er Susan heitir f. Taylor og er bróðurdóttir og fósturdóttir Taylors ]>ess, er var leiðbeinandi ís- lendinga á frumhýlingsái um þeirra vestra. H. Landsbókasafnið. Hjer í blaðinu eru tvær myndir þaðan, önnur aí lnisinu sjálfu, liin af lestrarsalnum. Húsið er bæði lallegt liús og vel vandað. Upp- drátturinn er gerður af dönskuin húsgerðameislara, Magdahl Nielsen, og sagði liann fyrir um alt, er að byggingunni laut, en liafði hjer fyrir sína hönd annan húsgerðameistara, Fr. Kjörboe, er hafði yfir-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.