Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 2
26 ÓÐINN vcstanhafs um tuttugu ára skeið. Fyrstu árin hjer vestra bar ekki mikið á honum, því að bæði kom hann hingað efnalítill, eins og fleiri islenskir vest- urfarar, og í annan stað er hann einkar yfirlætis- laus og óhlutdeilinn. En sakir fráhærrar atorku hans og mannkosta hefur hann bæði getið hjer auð fjár og álit. Hann mun nú vera orðinn einn hinna efnuðustu íslendinga í Winnipeg, og er í mikl- um metum hafður að maklegleikum. Sveinn er liæglátur maður og ekki fasmikill hversdaglega, en ágætlega fylginn sjer og afburðadrjúgur hver- vetna þar, sem hann beitir sjer á annað borð. Það verður honum þeim mun hægra, sein hann er prjðilega mentaður, þó að hann sje óskóla- genginn, og gætinn og hygginn greindarmaður. Sveini hefur orðið gott til vina, en ekki er hann allra þó. Hann er vinavandur, en trölltryggur sín- um vinum, ráðhollur og góðgjarn. Hann er sæmd- armaður mesti á alla Iund. Sveinn er meðalmaður á hæð, en manna þreknastur, herðamikill og þykkur undir hönd, limaður vel og karhnannlegur á velli, fremur hold- ugur hin síðari árin og Htið eitt lotinn í lierðum. Hann er fríður maður og vel farinn í andliti, dökkhærður, bláeygur og snareygur og svipurinn tilkomumikill og drengilegur. í*au Sveinn konsúll og Þórdis kona lians eiga 5 sonu á lííi, alla hina mannvænlegustu. S. Björnsson. III. Árni Eggertsson er Borgfirðingur; vel ættaður. í annan ættlegg kominn af Böðvarsætt svo nefndri; smiðir natnkendir flestir og búmenn, hnellnir á vöxt og heilsugóðir: Bjarni á Reykhólum, Gísli Böðvarsson, — Böðvar yngri og eldri, listasmiðir. í hinn legginn sonarsonur Jóns Árnasonar stúdents og sýslumanns á Leirá; voru þeir frændur drengir góðir, listgefnir menn og búmenn ágætir: Jón um- boðsmaður í Vík, Ilalldór í Vík, Jónas i Sólheima- lungu o. fl. Um Árna Eggertsson má segja það, sem sagt var um einn af mestu mönnum þjóðar vorrar á fyrri öldum, Jón biskup Arason, að hann var af göfugum ættum, en fátæku foreldri. Árni kom ungur vestur, um fermingu; með óslökkvandi fræðslu- og frama-þrá undir eins í æsku. En varð að vinna fyrir sjer strax hálfvax- inn unglingur, og naut skólatilsagnar af mjög skornum skamti, — og eingöngu fyrir eigin afrek: óþrotlega staðfestu, kjark og einbeitni. Náði þó með þroskaaldri talsverðri mentun, og komst í hærilega stöðu liðlega tvítugur. En liugurinn sótti hærra. Hann hafði mjög brátt gefið sig við kirkjumálum, sem voru helstu mál landa lijer, og náð undir eins þar miklu áliti. En með þroskaaldri fór hann einnig að gefa sig við innlendum landsmálum, liæði rikis- og borgar-málum. Varð það til þess, að hann, þá að eins rúmlega þrítugur, hlaut þann veg, að vcra kjörinn í borgarráð Winnipeg-Iiorgar; er hann annar íslendingurinn, sem þann frama liefur hlotið. í horgarráðinu kvað að honum meira en nokkrum öðrum manni, að frátöldum borgarstjóranum ein- um, sem og var skörungur. En mjög spilti það samvinnu að þeim lenli saman í einu liöfuðmáli, og urðu ósáttir af; en borgarsljórnin greindist i tvo flokka, annar með Árna, hinn með Aslulown (borgarstjóranum). Dró það til þess, að Ashdown lagði sig frain við næstu kosningar að bola Árna frá, og tókst það. Síðan þá liefur Árni ekki boðið sig fram til opinberra starfa; en þó gefið sig mjög við öllum meiri háttar málum. Hefur hvervetna kveðið að honuin öðrum freniur; svo að fáir eða engir eru áhrifameiri meðal íslendinga hjer en liann. En á hinn bóginn er liann og í mjög miklu áliti hjá innlendum merkismönnum mörg- um; er það þó að eins að verðugu; því mikið er í manninn spunnið, og einkum er hann prýðisvel til allrar forustu fallinn. Síst er því enn sjeð fyrir endann á framsóknarbraut Árna, þótt ekki sinni hann neinu opinberu staríi sem stendur; því hann má' enn ungur teljasl: innan við fertugt. Um sama leyti og Árni fór að gefa sig af alvöru við opinberum landsmálum hjer, tók hann að leggja fyrir sig þá atvinnugrein, sem hann hefur fengist við jafnan síðan: landsölu innan borgar. Hefur sú atvinna verið ein hin arðbesla hjer í borg nú um alllangt tíinabil, önnur en lög- menska. En það sýnir framsóknarkapp og at- orku mannsins, að fyrir ekki alls löngu síðan hafði hann sterkan liug á að taka það starf, lög- menskuna, frá grunni; en það er bæði torsótt leið og seinfarin, svo að til fullrar lilítar sje; enda fyrirljet hann þá ætlun áður til mikils kæmi. En í annan stað hefur Árni hafist svo handa í at- vinnugrein sinni, að liann mun nú auðugastur landa vorra hjer, að einum, ef til vill, undanskild- um; væri það mjög mikið fje í krónum, sem hann hefur aflað á þeim tæpum áratug, síðan hann tók að fást við sjálfstæða atvinnu, — og efalaust í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.