Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 3
ÓÐINN 27 Árni Eggertssan. miljónum talið. Ekki er því þó til að dreiía hjer, sem sagt er um suma auðmenn nær og fjær, að miður sje fengið; ekki einu sinni svo talið af mótstöðumönnum hans. Svo frábærlega drengi- legur og viðskiftahreinn er maðurinn. Yíirleitt er Arna borið alveg óvanalega gotl orð af almenningi. Skal þvi og viðbætt af mjer, að þann orðstír á hann, og það alveg skrumlaust eftir minni þekkingu á honum, sem nú skiftir árum. Er það skjótsagt, að jeg hef aldrei þekt hreinlyndari og drengilegri mann í lnig og hegð- un en hann. I3ess utan brjóstgóður við bágstadda, framlagagóður til opinberra samskota; en þó eink- um alveg óþreytandi hjálparhella vinum sínum og vandamönnum, og allra manna ættræknastur, þeirra sem jeg hef kynst. Má vel segja, sje óhlutdrægt á litið, að liann sje í mjög mörgu sönn fyrirmynd landa hjer, að minsta kosli í því tvennu, sem eru aðalþættirnir í öllu fari manna: manndáð og mannkostir; er þá að vísu mikið sagt, en þó óvíst að ofmælt sje. Hvað aftur snertir skoðanir hans í einstökum málum, má ýmsu þar um gegna; en lundarfar hans er að hugsa fljótt og fram- kvæma fljólt, meðfram sjálfsagt mótað af lifs- slöðu hans á liðnum árum og áhrifum af fram- sóknarliug hjerlendrar þjóðar. Annars má segja að lundarfar Árna Eggertssonar yfirleitt felist í þeim þremur orðum: örlyndur, glaðlyndur, veg- lyndur. Árni kvæntist ungur Oddnýju Jakobsdóltur, ættaðri frá Húsavík, góðri konu og gervilegri, er jafnan hefur verið eiginmanni sínum liinn ötulasti hvatamaður á framsóknarbraut hans. Hafa þau eignast mörg börn og mannvænleg, sem enn eru á ungum aldri. Að endingu skal það sagt, að það er bæði ætlun mín og von, að æfiafrek Árna Eggerts- sonar sjeu, það sem komið er, að eins í byrjun og bernsku; en hið mesta og merkasla eins og ónutnið land í hyllingum i fjarska. P. B. H. Nokkur kvæði cftir Theódór Jakobsson og Jakob Jóh. Smára. Myndir. I. Himinauðnin andar kalt og ljett yfir bláu, draumaskæru hjarni. Líkt og vögguvísa yfir barni vindur hvíslar lágt við svartan klett. Fölvir skuggar niðrí djúpum dal draga sig að myrkum bæjaþústum, eins og yfir fornum frægðarrúslum llökti svipir kringum gleymdan val. Skefur mjöll um vatnsins öiduís: Armar rjettir hátt frá jörð til bæna. Brostin augu auðra vaka mæna upp á stapa, er sorgarhvítur rís. Uppi hallast aleinn fram á staf ísgrár risi, starir niðrí dalinn. — Mynd úr steini — manna augum falinn. Máninn vefur hann í silfurtraf.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.