Óðinn - 01.09.1913, Síða 2

Óðinn - 01.09.1913, Síða 2
42 ÓÐINN hann veilingu fyrir því frá fardögum 1875. En ýms atvik, öskufallið á Fijófsdalshjeraði o. fl. rjeðu því, að hann komst ekki austur fyr en að á- liðnu sumri (póstskipið, scm ílutti liann, fór fram hjá Djúpavogi til Khafnar) og fór ekki að húa í Bjarnanesi fyr en vorið 1876. Kom hann þangað með tvær hendur tómar, en efnaðist svo á fyrstu árunum, er hann var mannfár og árferði gott, að hann taldi fram 18 hndr. lausafjár vorið 1879. 1876 var hann seltur til að gegna prófasts- störfum í Austur-Skaftafellssýslu, en skipaður pró- fastur ári síðar, og hefur því nú liaft þau störf á hcndi í rúm 37 ár, og jafnlengi verið umboðsmað- ur Bjarnanessumboðs. 21. apríl vorið 1880 kvæntist hann Margrjeti dóttur Sigurðar prófasts Gunnarssonar á Hallorms- stað. Hún var besti kvenkostur, stjórnsöm og heimilisrækin, og færði honum líka talsverð efni. Næsta ár lagði liann fram mikinn koslnað til húsagerðar, og varð fyrir allmiklum hnekki fellis- vorið 1882. En mestu skifti það, að kona hans þjáðist lengi af þungri vanheilsu og varð að dvelja í Khöfn sjer til heilsubótar veturinn 1883—84. Þann vetur tók Jón prófastur að stunda rit- slörf, er hann sat einn heima, og samdi þá fyrst grein, er kom út í Timariti Bmfjel. 1884: »Um Fljótsdælu hina meiri«, en hafði ekki áður rilað annað en nokkrar blaðagreinar (helst í »Norðling« Skafta Jósepssonar). Vorið 1883 hafði hann ferð- ast til Reykjavíkur og dvalið þar um hrið með Birni M. Ólsen, frænda sínum; kyntist hann þá gagnrýni á fornsögum nokkuð meira en áður og eignaðist rit G. Storms prófessors: »Kritiske Bi- drag til Vikingetidens Historie«. Kria 1878. Ritaði hann eftir það í Tímarit Bm.fjel. (1889—1890) »Rannsóknir í fornsögu NorðurIanda«, og las einn- ig um þær mundir doktorsritgerð E. Jessens: »Un- dersögelser til nordisk 01dhislorie«, og rit Joh. Steenstrups prófessors: »Normannerne« (Kh. 1876 —1882) og annað fleira þess konar, er hann fjekk yfir komist. Vorið 1885 var hann kosinn alþing- ismaður fyrir Austur-Skaflafellssýslu og sat á þingi það sumar, en var eigi endurkosinn 1886 og hafði því betri tíma til ritstarfa næstu árin. fJó hafði hann í Bjarnanesi, auk embættis síns, ýmis almenn störf á hendi, póstafgreiðslu o. fl., sein talsvert ó- næði fylgdi. Og með því að prestakallið var nokkuð erfitt og einatt torsótt yfirferðar sökum jökulvatna, þá sótli hann um Stafafell, er það losnaði 1890, og fiultist þangað vorið 1891. IJar er sókn lítil og oftast auðvelt yfirferðar. En hann hafði að eins verið þar 2 ár, er hann varð aftur alþingismaður, og hjelt hann nú þingmenskunni til aldamóta. Hann var i fjárlaganefnd neðri deild- ar árin 1893, 1895 og 1899, en 1897 var sjera Einar Jónsson kosinn í nefndina í hans stað með Jitlum atkv.mun. Meðan hann var í síðustu þingförinni andað- ist kona hans, 30. júní 1899, úr bráðri lungna- bólgu. Höfðu þau eignast 2 börn: andvana fædda stúlku (f. 14. júní 1881) og son, er Sigurður heitir (f. 22. mars 1885) og stjórnar nú búi föður síns. I. júní 1900 kvæntist Jón prófastur í annað sinn og gekk að eiga Guðlaugu Vigfúsdóttur frá Arn- heiðarslöðmn, ágætiskonu, sem staðið hefur trú- lega við hlið manns síns siðan, en ekki hefur þeim orðið barna auðið. Á þessum árum komu út eftir liann nokkrar greinar í Tímar. Bm.fjel. (1897 — 98: »Nokkrar athuganir við íslendingasögu I—III.) og Archiv for nordisk Filologi (X. b. og eftir það við og við), og 1897 fjekk hann fyrst verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar fyrir alllanga litgerð »Um íslcnsk mannanöfn«, er var síðar prentuð í Safni lil sögu ís- lands III. b. Vorið 1301 fjekk hann i annað sinn verðlaun af sjóði J. S. fyrir rit »Um leifar nor- rænna goðsagna og goðhetjusagna í íslenskum fornaldarsögum, æfinlýrum og alþýðusögum«, en óprentað er það rit enn. Mörg ár voru þá liðin síðan hann fór að safna til þriðja ritsins, sem hann fjekk verðlaun fyrir síðastliðinn vetur: »Um herferðir víkinga frá Norðurlöndum«, og dvaldi liann í Reykjavík rúman mánaðar tíma sumarið 1912 til þess að ganga frá henni. í Skirni 1912 kom út ritgerð eftir hann um Göngu-Hrólf, rituð 1911, er Gönguhrólfs var minsl í Frakklandi. Jón prófaslur hefur flest sumur komið til Reykjavíkur, eftir að hann varð þingmaður í síð- ara skiftið (1893), og þólt hann hafi ávalt haft fáar tómstundir til að skygnast í fágætar fræði- bækur, þá kveðst hann jafnan liafa ritað hjá sjer það, sem hann hefur fundið og honum þótt að einhverju leyti eftirtektar vert í heimildarritum fræðigreina sinna, en þær snerta helst norrænar goðsögur, goðhetjusögur og víkingasögur fram á II. öld, og kveðst hann lítið hafa farið út fyrir takmörk þeirra, enda sje þar nóg af gáturn, sem óráðnar sjeu, eða eigi fullráðnar, en hinsvegar sú

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.