Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 7

Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 7
ÓÐINN 47 sannast. En einu hafa þeir allir slept, sem þykja má torvcldast að trúa í frásðgninni um tilorðning Höfuð- lausnar, og það er hve fljótur eða seinn Egill muni verið hafa að yrkja hana. Að vísu er það satt, sem mælt er, að oftast sje fyr spurt hversu vel sje kveðið, heldur en hve lengi menn hati ljóð sín orl; en um Höfuðlausn þarf ekki að spyrja um hið fyrra atriði, því að öllum kemur saman um að hún sje staklega vet kveðin, jafn fornt kvæði sem hún er, enda engin forndrápa til vor komin miður heil og óskemd; og af runhendum kvæð- um er sú drápa langmerkust af þeim brotum, sem til eru frá fyrri tímum. Hjer er þvi efni til að spyrja síð- ari spurningarinnar, sem þeirrar, hvort Egill hafi ort drápuna alla og fest sjer í minni á einni hálfri nóttu, eins og sagan segir. Öll er sagan um þá ferð Egils fremur tortryggileg, og væri ekki kvæðið til, mundu margir nú á dögum hugsa að öll sú ferðasaga væri ætintýri eitt. En því fer nú fjarri að svo sje; en hitt er liklegt, að hjersjccins og allviða í sögu Egils, að margt liafi farist milli mála, atriði fallið úr minni, en önnur ný komið í staðinn, eða umskapast eftir öðrum sögnum. Svo mun og vera um fund þeirra Egils og Eiriks blóð- axar. Að Egill haíi komist á vald Eiríki, ort um hann drápuna og þegið lífsgrið að iaunum, það sannar fyrst drápan sjált og vísur þær, sem þar fylgja: »Kominn emk á jó íva«, »Esumka leitt, þótt ljótr of sje«. Par næst vísan, er hann kvað hjá Aðalsteini: »Svartbrúnum ijet sjónum«. Einnig getur hann þessa atburðar í visu þeirri, er hann kvað hjá Gyðu og Friðgeiri: »Urðumk leið in ljóta | landbeiðaðar reiði«. En best tekur Egill fram hið mikla öngþveiti sitt í Arinbjarnardrápu með hinni frægu vísu: »Vasa tunglskin trygt at líta«, og þó einkum þctta erindi: Hafðak endr Drók djarfhött ynglings burar, of dekkva skör, riks konungs, ljetk hersi reiði fengna. heim of sóttan. Pað er því enginn efi á meginatriðum frásögunnar og tilorðning drápunnar, En þau atriði, sem oss nú þykja óeðlilegust, finst mjer sem beinast liggi við að laga á þann hátt, sem hjer segir. Egill hefur ætlað sjer að sigla suður með Englandi, en mætt ofviðri nálægt Humbrumynni og þar brotið skip sitt, komist siðan huldu liöfði til Arinbjarnar. Nú segir sagan, að Arin- björn hafi óðara farið með Egil til konungs, túlkað þar mál hans og látið hann færa Eiríki höfuð sitt, þegið síðan grið til næsta dags, ort drápuna um nóttina og fært liana og flult konungi um daginn. Þctta mun ekki vera rjett. Egill mun hafa verið einhvern tíma, segjum 2 eða 3 daga, á iaun lijá Arinbirni áður en fundur þeirra Eiríks varð. A þeim tíma hefur Arinbjörn vandlega hugsað mál Egils, hvort hann skyldi hætta á að túlka mál hans við hin ofstopafullu konungshjón, ellegar reyna til að skjóta honum út úr ríki Eiríks á leið til Aðal- steins, sem ekki er ýkja-langur vegur. En tii vara hefur hann ráðið Agli til að hafa til drápu til iausnar sjer, ef þeir sæi ekki annað færi. Hugsa mætti og, að Arinbjörn hafi sætt því lagi að fylgja Agli þá til hallar Eiríks, er nokkrir mikilsháltar menn frá Aðalsteini konungi voru þar, erstyðja kynnu mál Egils og vara Eirík við að leika hart vin konungs þeirra. Víst er það eftir sögunni, að sjálf Gunnhildur lagði hinn mesta varnað á, að Agli væri gefinn frestur, svo hann kæmist til Aðalsteins. Nú kann kvis hafa komið upp í borginni um skipreika Egils, og þá má geta til að Arinbirni hafi ekki þótt vera til setu boðið og flýtt fundi þeirra Egils og Eiríks, fylgt Agli inn í höllina og alt farið fram eins og sagan segir. Nóttina eftir hefur svo Egill »redigerað« drápu sina og »fest«. Og hafi hann ort hana fyr en þá nótt, eiga betur við orðin i 1. erindi Höfuðlausnar: »Hlóðk mærðar hlut munknarrar skut«. En þólt Egill nyti hinnar drengilegu hjálpar Arinbjarn- ar, virðist sem vinátta Egils við Aðalstein liafi orðið honum engu ódrýgri til lausnarinnar. Þess er nú gelið til af ýmsum sagnfræðingum, að Hákon Aðalsteinsfóstri hafi verið fóstraður af öðrum og minniháttar höfðingja með því nafni en Aðalsteini hinum sigursæla. En vorar sögur, og síst Egils, gefa engan grun eða efa um það efni, enda færa full rök fyrir frásögnum sínum. Margt mætti segja um ýkjurí Egils sögu, ogmáhvcr jafna þær, sem vill. En eflaust hefur Egill verið sjer- stakt mikilmenni sinnar tíðar — mikilmenni, sem allir virtu mikils — eða óttuðust. Munu snemma hafa mynd- ast sagnir og öfgar af honum og ættmönnum hans sem stökum lireystimönnum, en frægð skáldskaparins hefur Egill einn átt. Er vel skiljanlegt fyrir hverja sök svo fáir urðu til að leita á Egil hjer á landi; þarf ekki þar um að fjölyrða. Jeg hygg, eins og Guðbrandur Vigfús- son, að Egill hafi verið betri maður en sagan lýsir hon- um. Pví þótt hann hafi verið liefnigjarn í meira lagi, fjegjarn ekki siður og síngjarn, er því var að skifta, þá sýnir sagan tilsvarandi kosti hans: rjettsýni og framúr- skarandi vitsmuni og viljafestu að ná því og halda, er hann þóttist hafa heimild til eftir hugsunarhætti tímans. En það eru ljóð háns, sem langbest lýsa hinum siðgæð- islegu skoðunum hans, og þar tekur hann öllum forn- skáldum fram nema Sighvati, sem lifði nærfelt heilli öld síðar. Egill er vor eisti siðameistari. Hjá honum virðist liafa haldist í hendur djúp lifsspeki og brennandi tii- finningalif. Hversu gagntakandi eru ekki mörg ummælin í Sonatorrcki hans, svo og niðurlag drápunnar? En í Arinbjarnardrápu vildi hann lýsa fyrirmynd góðs og göfugs manns (á hans dögum), og liversu einkennilega og undireins meistaralega tókst honum það, þótt alt sje í brotum og óþjált efnið! Og þó tekur hann hvergi fram hreysti Arinbjarnar — aðal-mannkost þess tima. Honum nægði að kalla vin sinn »lieiþióaðan hverju ráði«, og »vin þjóðans | þanns vætki laug | í herskás | Hilmis garði«. Eflaust hafa samtíðarmenn Egils lítt skilið hið dýpsta í kvæðum Egils, enda eru það brot ein, sem til vor hafa borist af báðum bestu drápum hans. Höfund- ur Eglu (Snorri) gefur í skyn, að gaman hafi Agli þótt að segja frá stórvirkjum sínum utanlendis, og má vera að hin grobbkenda vísa: »Börðumk einn við átta ok við ellifu tysvar«, (sje hún rjett feðruð) minni á breyskleik hins gamla manns, enda koma lík drýgindi fram í síð-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.