Óðinn - 01.05.1917, Blaðsíða 3
ÓÐINN
11
í Reykjavík; meðal annara lærði Þórarinn Þor-
láksson málari undirstöðuatriðin í þeirri lisl hjá
henni.
Heimili foreldra frú Þóru var eitt hið besta og
helsta heimili í Reykjavík. I’ar var oft gestkvæmt.
Heimsóttu biskup allir kennimenn, er þeir komu
til Reykjavíkur, og hinir merkustu útlendingar,
einkum Englendingar, sem komu lil Iandsins.
Ræði voru hjónin hjálpsöm við fátæklinga, ekki
síst biskupsfrúin; hafði hún þann sið, sem tíðkast
hafði á heimili foreldra hennar, að birgja sig vel
að vislum og útbýta þeim í kyrþei á velurna.
Minnist jeg þess eitt sinn, er jeg kom frá Kaup-
mannahöfn til Rej'kjavíkur á námsárum mínum,
að jeg hitti mann einn, Rrynjólf Brynjólfsson, sem
verið hafði vinnumaður hjá foreldrum mínum, en
hafði gerst sjómaður, er hann giftist, og álti heima
rjett hjá Reykjavík. Hann var þá farinn að heilsu
og kvaðst undanfarandi vetur hafa lifað mest-
rnegnis á því, sem biskupsfrúin liefði gefið sjer.
Hann hafði oft komið til biskupsfrúarinnar frá
móðir minni, á meðan hann var lijá foreldrum
mínuin.
Pjetur biskup vann mikið að því að efla prests-
ekknasjóðinn, sem hann hafði stofnað. Sjóður
þessi var Iíka efldur með því að stofna til basara
og lialda tombólur. En sú, sein álti mestan þátt í
því, var Póra dóltir hans. Hún var fjörug og
framtakssöm og hugmyndarík. Hún koin því fram
með margl lil hjálpar og endurbóta. Hún var
ráðagóð. Það var ekki laust við að sumum em-
bæltismönnum þætti hún brjóta upp á heldur
mörgu og raska friði þeirra; að minsta kosti sagði
einn þeirra 1895: »Maður hefur aldrei frið fyrir
Þóru biskups, en hún kemur sinu fram með þrá-
anum og lipurðinni«. Hún var áræðin og hirti
ekki um slíkt. Tókst henni því að koma ýmsu
góðu til leiðar.
1875 var reisf líkneski Thorvaldsens á Auslur-
velli og var það afhjúpað á afmælisdag lians 19.
nóvember. Þá stofnuðu heldri konur í Reykjavík
Thorvaldsensfjelagið, sem liefur unnið mjög mikið
gagn eins og kunnugt er, og stendur enn með
miklum blóma sökum ágætrar forstöðu og ókeypis
vinnu ýmsra merkiskvenna í Reykjavík. Frú Þóra
álti liugtnyndina til stofnunar þessa fjelags og
sluddi það af alefli, enda mintist Thorvafdsensfje-
lagið þess síðar með því að kjósa hana heiðurs-
fjelaga.
Þess er áður getið að margir úllendir ferðainenn
og sumir tignir komu í hús Pjelurs biskups.
Hann talaði frakknesku, en báðar dætur hans
ensku. Af enskum ferðabókum sjest, að mikið
þótti koma til snyrtilegrar framkomu biskupsfólks-
ins. 1878 fór Þóra til Skotlands og Englands og
dvaldi þar eilt ár. Hún naut þess þá, að hún
hafði kynst mörgum merkum Englendingum, sem
höfðu heimsótt föður liennar, og hve lipur og
fjörug og mentuð hún var sjálf. Einnig naut lnin
föður síns. Á Englandi haldasl gainlar venjur, og
biskupar eru þar metnir sem lávarðar eða meslu
höfðingjar landsins, eins og siður var fyr á öld-
um á Norðurlöndum, áður en siðabót Lúthers
kom til sögunnar: er fróðlegt að kynnast lifnað-
arháttum slikra manna, liíbýlum og venjum. Þóra
var þá boðin bæði til lávarða og auðmanna, og
dvaldi vikum saman á búgörðum þeirra og höll-
um bæði á Skotlandi og Englandi. Var þar oít
fjöldi gesta og kyntist hún þá mörgu heldra fólki.
Árið 1887 giftist Þóra Pjetursdóttir dr. Þorvaldi
Thoroddsen og eignuðust þau eina dóttur, er Sig-
riður hjet. Árið 1895 flultust þau hjónin búferlum
til Kaupmannahafnar. Þar tók frú Þóra framanaf
eins mikinn þátt í ýmsum kvenfjelögum og mál-
efnum kvenna eins og hún hafði áður gert í
Reykjavík. Þar var hún um nokkur ár kosin í
»Dansk Kvinderaad«, sem er nokkurs konar sam-
nefnd fyrir mörg kvennafjelög í Danmörku. Sama
sumarið sem frú Þóra flultist til Kaupmannahafnar
var þar mikil sýning, sem konur hjeldu. Hún var
ein af forstöðukonunum fyrir íslensku deildinni
og hafði hún mest fyrir því að safna munum á
íslandi til sýningarinnar; tókst það mjög vel, því
að hún var vinsæl meðal kvenna í Reykjavík.
Sýning þessi var einhver hin snotrasta íslensk
sýning, sem háð hefur verið; má lesa um hana
í 2. árgangi Eimreiðarinnar.
Árið 1886 gaf írú Þóra út ásamt tveimur frænd-
konum sínum »Leiðarvísi til að nema allar kven-
legar hannyrðir«. Frú Þóra var mesta listakona
til handanna, og hafði lagt svo mikla slund á að
kynna sjer gamlan útsaum, að tæplega hefur
nokkur íslensk kona aflað sjer jafnmikillar þekk-
ingar í þeim efnum sem hún. Hún ritaði um gull-
saum í »Vort Hjem«, stórt rit, sem frú Emma
Gad gaf út, og um heimilisiðnað í íslands lýsingu
þá, sem út var getin af Atlandshafseyjafjelaginu.
í mörg ár lagði hún stund á að kynna sjer sögu
gamals útsaums, einkum eftir að hún var flutt til
Kaupmannahafnar. Hún ferðaðist um Danmörk