Óðinn - 01.05.1917, Side 6
ÓÐINN
f’cssi mynd er hin síðasta, sem tekin var al' Símoni
heitnum Bjarnasyni Dalðskáldi, og var hún tekin skömmu
fyrir andlát hans, en hann andaðist í Bjarnastaðahlíð í
Vesturdal (Goðdölum að fornu) 9. mars 1916. Dó hann
úr slagi, sem var hið þriðja er hann hafði fengið. Hann
var fæddur 2. apríl 1844 og varð því nær 72 ára. í II.
árg. »Óðins« er mynd af honum, og þar sagt nokkuð frá
helstu æliatriðum hans.
Dagur er horfinn.
Dagur er horfinn úr dölum,
dimmgrátt er loftið alt,
næðir frá nípum fjalla
nístandi veðrið kalt.
Skörðóltur skýjabakki
skyggir á sjávarrönd — —
Undarleg hljóð jeg heyri
frá hafinu út við strönd. I
Eru það unnustans stunur
og óp — eða grálhljóð veik? — —
Eru það hæðnis hlátrar
hins, er jeg fældi og sveik?
Með trygðrof og lál í brjósli
tæmdi jeg naulna skál.
Því er 'mjer hrollur í hjarla
og heldimt í minni sál.
Þeitn eina, sem tállaust jeg unni,
aldan skolaði af kjöl. — — —
Eflaust er hinum hugfró
að liorfa á mina kvöl.
Á jeg að ganga til græðis
og gægjasl í báruhyl?
Jeg veit að þeir vilja mig íinna,
vald þeirra finn jeg og skil.
Annar mig feginn vill fela
í faðmi með ástarhót.
Hinn langar bein mín að hrjóta
í brimi við eggjagrjól.
Þei, þei! — Nú heyri jeg hljóðin. —
Jeg liraða mjer út að sæ.
Dimt er í öllum állum. —
Mig enginn sjer heiman frá bæ.
Púll J. Árdal.
Hinir höltu.
Sjónleiknr í 5 þáttum.
Eftir
Gullorm J. Guttormsson.
ANNAB PÁTTUR.
Bjálkahús troðið inosa — dyr til hægri liandar, glurgi til vinstri.
Stór hókaskápur fyrir galli. Itægra megin við bókasknpinn hangir
spegill. Nokkur málverk hanga á veggjúnum. Leguheltkur er undir
glugganum. Par silur Viðkvæmnin. Hárið situr á litlum stól hjá
legubekknum. Við gallinn silja i röð Fæturnir, Hendurnar, Augun,
Eyrun, Nefið og Munnuriun. Vinstra megin við borð, sem er ámiðju
gólli. situr Vilið. Gull slendur við dyrnar.
Kveld, Lampaljós logar á borðinu.
Viðkvœmnin: (með veikri rödd) Jeg mótmæli því að þú
bindist samningum við Gull, eftir að hafa svift mig
þeim rjetti að vera í ráðum mcð þjcr.
Vitið: (með þjósti) Láttu mig ráða, kona. Jeg hjelt að
jeg ætti ekki að húa við konuriki. (Við Gult) Hverjir eru
skilmálarnir?
Gull: (lekur gylta bók úr vasa sinum, blaðar) Viltu eignast
miliónir?
Vitið: Jeg vit verða ánægður (brosir).
Viðkvœmnin: Pú cignast aldrei nóg fje lil að verða
ánægður. Við getum ekki orðið samfcrða um þann veg,
sem þú velur. Ánægja er ekki til án viðkvæmni.
vilið: (byrstur) Þegiðu, kona (slær linefanum i borðið).
(Viökvæmnin liallar sjcr út af og grætur lágt).
Gull: Er ætlun þín að hætta að sækjast eftir gulli,
þegar þú ert loks ánægður orðinn?
Vilið: Já. Og jeg þarf ekki mikið gull til að verða
ánægður.