Óðinn - 01.05.1917, Síða 8
16
ÓÐINN
(Þau fara).
Hægra Augað: (víð Guii) Svo þú ætlar að eiga mig.
Vinstra Augað: Þú sagöist áðan ætla aö eiga mig.
Gull: Jeg skal meÖ ánægju eiga ykkur báðar (kyssir
þær).
(Eyrun sjást standa á hleri i dyrunum, sem eru hálí opnar. Peir
eru varir um sig og flóttalegir).
Hœgra Augað: Kystu mig einu sinni enn.
(Gull kyssir hana langan koss).
Vinslra Augað: Kystu mig eins lengi, elsku Gull.
(Gull kyssir báðar í einu).
Gull: Haldið þið ekki, að þið verðið leiðar á mjerV
Hœgra Augað: Nei, aldrei, aldrei. Það getur ómögu-
lega farið svo.
Gull: Jú, það hefur nokkrum sinnum atvikast, að
augu hafa uþþgeíist á því, að horfa á mig lengi einan.
(Hlær kuldalega).
Hœgra Aitgað: Mjer finst jeg mundi deyja, ef þú yfir-
gæfir mig.
Vinstra Augað: Jeg finn að jeg má aldrei lita af þjer,
elsku Gull.
Gtill: Ó, blessaðar dúfurnar, þið verðið nú að þola
það, að sjá af mjer stund og stund. Þið getið ekki æfin-
lega fylgt mjer.
Hægra Augað: Ó, segðu ekki neitt svona (grætur).
Vinstra Augað: Farðu aldrei frá okkur, elsku Gull
(grætu r).
(Vitið kemur inn dapur í bragði).
Gllll: (gengur fram á gólf — nemur staðar gegnt Vitinti). Pú
ert að tapa fje. Nær sem þú hugsar um annað en gull,
ert þú að tapa fje. Hjer er samningurinn (sýnir bókina).
Vilið: (varpar öndinni) Herra, Hárið og Viðkvæmnin eru
báðar veikar. Peim batnar ekki nema jeg hlynni að
þeim — hugsi um þær.
Gull: (biær) Nei. En þú átt ekki mcðalið sjálfur. Jeg
á það, en sleppi því ekki við alla. Mjer er ekki jafn-ant
um alla sjúklinga. — Viðkvæmnin og jeg erum sjaldan
samferða. Hún fer suður þegar jeg fer norður. Pú ert
í vafa, hvora leiðina þú átt að fara, vilt helst fara báð-
ar í einu, en getur það ekki. Það verður ekki á alt kos-
ið. En það sem mest er um vert í þessum lieimi: al-
mennings hylli — lotning og ást allra manna, gelur þú
öðlast án Hárs og Viðkvæinni, en ekki án gulls.
Vitíð: (þegir).
Gull: Án Hárs og Viðkvæmni getur þú skipað hvaða
hásæti í heimi sem er, en ekki án gulls. Vald yfir öðr-
um er ekki til án gulls. Ef þú ert án gulls, pótt þú
•hafir Hár og Viðkvæmni, ertu einskisvirtur. Það, sem
áskilur þjer tiltrú allra manna, er gull. Án gulls er mað-
urinn duft og aska.
Vilið: (þegir).
Gull: Þjcr verður varpað í fangelsi fyrir að stela ein-
um sokkum, ef þú hefur ekkert milli handanna annað
en sokkana. Gullið er lykill að náð, en ekki bænin.
Lögin eru altjend þeim megin sem gullið er, hvernig svo
sem þau hljóða. Jeg á alla dómstólana.
Vilið: (þegir).
Gull: Það er líka kjarni hinnar gullnu kenningar, að
án hárs og viðkvæmni geti maðurinn orðið sáluhólpinn,
en ekki án gulls (þegir andariak). Hvað er að gerast í
kring um þig? Eru menn að hugsa um listir, visindi,
hina bágstöddu og guð himnanna? (Hiærháit). Ekki mikið.
Vilsmunir og mannkostir eru virtir vetlugi og guði
himnanna er gleymt nema í lífsháska. Um hvað eru
menn að hugsa? Hverju gleyma menn aldrei?
Vitið: Kirkjurnar benda með turnum sínum á það,
að menn hugsi ekki að eins um gull.
Gull: Kirkjurnar segir þú (hristir höfuðið). Flestir söfn-
uðir eru myndaðir af mönnum, sem ekki hugsa um
annað en græða fje. Gull er þeirra guð, yfir þann guð
byggja þeir.
Vitið: Hvar er bróðurkærleikur, ef ekki innan safnaða?
Gull: Kærleikur safnaðarmanna er fólginn í því, að
láta hverir aðra njóta viðskifla.
Vitið: Víst er það kærleíkur og gott siðferði.
Gull: (hneigir sig djúpt) Skósmiðurinn gengur í söfnuð-
inn til að fá að bæta skóna prestsins og safnaðarins;
rakarinn til þess að fá að raka prestinn og söfnuðinn;
kaupmaðurinn til að tryggja sjer ábatasöm viðskifti.
Vítið: Gull, þetla, sem þú segir, er salt — gullsatt. Þú
ert sannleikans gullni postuli.
Gllll: Þetta hljóð vil jeg heyra (leggur hcndina á öxlina á
vitinu). Þelta er gullhljóð. Maður, sem er viðkvæmur, er
ekki heilbrigður. Þjer er að batna. Veikur þræll er ó-
nógur herra sínum. Mjer er ant um að þjer batni. Þeir
hafa allir átt bágt með að Josast við viðkvæmni sina.
Jeg skal hjálpa þjer. Fylg þú mjer, taktu við gullinu
þínu og vertu ríkur.
Vitið: Hvert á jeg að fylgja þjer?
Gull: Inn í steininn.
Vitið: Kemst jeg inn í steininn?
Giill: Jeg ópna, sje erindið ekki annað en sekja
gullið.
Vilið: Kemst jeg út aftur?
Gull: Já, en margir eru þeir sem geta hvergi annars-
staðar verið.
(Eyrun hverfa frá dyrunum. Gull leiðir Vitið út. Peir íara Augun
standa upp).
Hægra Augað: Guð minn góður! Nú er Gull horfinn.
Jeg er blind (þreifar fyrir sjer). Þetta drepur mig (æpir í ör-
vænling). OI
Vinstra Augað: Gull er horfinn! Gull er horfinn!
(fátmar). Jeg hef mist sjónina. (Hrópar) Hjálp! hjálp!
Tjaldið.
é
U r á 1 f a s ý n i n.
Lögum eftir Sigvalda Kaldalóns.
Heyr, vinur, ef ljósálfa leiki vilt sjá,
þeir lifandi rósum á braut þína strá,
og guðvefjar skrúði er gjöf, sem þjer ber,
minn göfgi og prúði, ó, þigg hana’ af mjer.
Glitrandi bogar um gullsaumuð tjöld
glóa við logann þann rauða í kvöld.
Svæfður frá hörmum jeg svif þá í dans
við söngva í örmum míns hjartkæra manns.
Halla.
Prentsmiðjan Gutenberg.