Óðinn - 01.09.1919, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.09.1919, Blaðsíða 1
OÐINN 6. BLAi) SEPXEMBE R 1S*1S> XV. ÁR Jón Ólafsson framkvæmdarstjóri, er Óðinn flytur hjer mynd af, er fæddur að Efra- Sumarliðabæ í Holtum í Rangárvallasýslu 16. okt. 1869, sonur Ólafs bónda Þórðarsonar, er þar bjó lengi (f 1898 í Rvík) og Guðlaugar Þórðardóttur konu hans (enn á lífi í Rvík). Jón var sjötta barnið af fjórtán, er þau hjón eignuðust, en ellefu komust upp. Ekki var Jón settur til menta í æsku, og yfirleitt var lítið um mentun í Holtunum um þær mundir. Þó mun einn barna- kennari hafa verið þar á rjátli á vetrum, en aldrei kom hann á heimili Efri-Sumarliðabæjar- hjónanna í kensluerindum. Kendu þau hjónin börnum sínum sjálf það, sem títt var að börn næmi undir fermingu. Jón var fremur þroskalítill í æsku, svo að ekki þótti tiltæki- legt að láta hann fara að heiman fyr en hann var kominn á 16. ár. Var hann þá sendur til Stokks- eyrar, og skyldi beita og fá hálfan hlut. En þótt vann væri ekki stór vexti, reyndist hann svo lagvirkur og harðger, að þegar næsta vetur rjeðst hann upp á fullan hlut, og reri síðar á Stokkseyri hverja vetrarvertíð um langt skeið, en var heima aðra tíma árs við búsýslu. Vorið 1892 átti hann enn að koma heim að vanda, en fjekk því breytt og leit- aði suður til Reykjavíkur, og rjeðst þar á þilskip hjá Geir Zoéga kaupmanni, er um það skeið og lengi síðan var konungur þilskipaútvegs sunnan- lands. Kaup var eigi hátt um þessar mundir, og mundi þykja smáræði nú; en Jón þótti afla í besta lagi, er hann hafði eftir vorið 72 kr. í vör- um og trosfisk á fimm hesta. Eftir þetta var Jón jafnan á skútu á vorin, stundum bæði vor og sumar, en reri á Stokkseyri Jón OlafssonJframkvæmdarstjóri. á vetrum, og 1896 gerðist hann þar formaður á skipi, er átti ívar kaupmaður Sigurðsson. En á skip ívars rjeðust alveg dæmalausir ónytjungar. Er mjer þetta mjög minnisstætt fyrir þá sök, að jeg reri á Stokkseyri um þessar mundir og sá skips- höfn Jóns, enda heyrði jeg menn draga spott mikið að formenskubraski hans, og töldu honum sæmra að vera kyr í góðu skiprúmi. Sumir rjeðu honum að fresta for- menskunni, uns betra fólk fengist. Jón Ijet hjer um tala hvern það, er vildi, en fór sínu fram; taldi sig og eigi eiga óvísari fisk í sjónum en aðra formenn. Þetta fór sem ólíklegt mundi þykja, að Jón liskaði í góðu meðallagi, enda sótti hann sjó sem væri hann kappmentur; en hitt er satt, að oft lenti hann seint á kvöld- um, því ógreitt sóttist lyiddum hans róðurinn. Aðra vertíð var Jón enn formaður þar, hafði nú dugandi fólk og fiskaði í besta lagi; en 1897 Ijet hann af for- mensku og fluttist alfarinn til Reykjavíkur, því þangað höfðu foreldrar hans flutst árið áður, og hefur hann jafnan síðan átt heima í Rvík. — Jón var nú á þilskip- um öllum stundum, er þau gengu, og löngum með Marteini Teitssyni, er vera þótti fyrir flestum for- mönnum urn stjórnsemi alla og sjómensku. Var það og mjög að áeggjan hans, að Jón gekk á sjó- mannaskólann, en þar lauk hann prófi 1899 með góðri fyrstu einkunn, og varð þá þegar formaður á þilskipi, er áltu þeir Helgi og Geir Zoéga, og stýrði því lengi síðan, uns hann og nokkrir menn aðrir keyptu kútter, er þeir kölluðu Hafstein. Tók Jón þá við þessu skipi og stýrði þvi, þar til hann hætti sjómensku 1911. Aflasæll var Jón mjög, svo eigi munu aðrir hafa fiskað betur á útvegi Geirs, honuin samtíða; bar það einkum til, að hann aflaði vænni fiskjar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.