Óðinn - 01.09.1919, Side 5
ÓÐINN
45
Oddgeir Ottesen á Ytra-Hólmi.
Oddgeir Ottesen var fæddur að Munaðarhóli
undir Jökli 28. marts 1857. Faðir hans var Pjetur
dbrm. Lárusson Oddssonar nótariuss á Þingeyrum
(sem Ottesens nafnið er dregið af), er var hálf-
bróðir Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar prests á
Höskuldsstöðum. Er ætt sú komin frá Einari pró-
fasti í Heydölum, föður Odds biskups. Móðir Odd-
geirs, en kona Pjelurs dbrm.,
var Guðný Jónsdóttir í Bár
(d. 1837) Jónssonar í Rima-
bæ. Er sá ættbálkur mikill,
sem föðurætt Odgeirs, og
verður rakinn til hinna
merkustu manna landsins.
Þriggja ára flutlist Oddgeir
með foreldrum sínum að
Ytra-Hólmi, er þau keyptu
af Þórunni ekkjufrú Step-
hensen. Var Pjetur gamli
sjósóknari mikill, og vandi
sonu sína á sjómensku og
önnur vinnubrögð. Þá var
ekki siður að kosta til
mentunar annara en þeirra,
er ganga skyldu embættis-
veginn. Oddgeir var fremur
beilsutæpur, og varð því að
hætta við sjómensku, en
stofnaði verslun á Ytra-
Hólmi um 1885. Blómgaðist
verslunin vel, og verslaði
þar fjöldi sveitabænda úr
Borgarfirði og víðar að, jafnvel úr Dalasýslu. Þótti
gott að skifta við Ottesen; mælt og vegið ráðvand-
lega, viðmótið alúðlegt og hógvært, og gisting og
ágætisbeini boðin og velkomin öllum, er þiggja
vildu. Ekki var vínið eða glysvara í litlu búðinni
á Hólmi til að freista manna, ekkert nema helsta
nauðsynjavara. En samt græddi eigandinn svo, að
hann var talinn með efnuðustu mönnum hjeraðs-
ins. Var mælt, að Bryde, sem Oddgeir skifti við,
hefði fundist til um það, að Ottesen var altaf
skuldlaus við hann; en það gekk misjafnlega til
fyrir öðrum i þá daga. Því fór þó fjærri að Odd-
geir væri dýrseldari eða borgaði miður en aðrir
kaupmenn. Munurinn var að eins sá, að hann
forðaðist allan óþarfa tilkostnað, og vann sjálfur
mest alt að versluninni sem við þurfti. Með lipurð
og lægni kom Oddgeir því lagi á, að skiftavinir
hans ekki söfnuðu skuldum frá ári til árs, ef ekki
voru sjerstakar ástæður til þess. Mun hann því
litlu fje hafa tapað á lánum. Hygg jeg að þessi
verslunarregla hans hafi átt góðan þátt í því, að
verslunarskuldir hafa ekki þekkst hjá Borgflrðing-
um um alllangt skeið.
Einu sinni ljet einn kunningi Oddgeirs í Ijósi,
að sjer þætti búðin hans lítil. »Ó já«, var svarið,
»en Thomsensbúð var líka
einu sinni lítil, en þá var
þar verslað«.
Oddgeir var ekki af því
tægi, að vilja sýnast, heldur
að vera. Gætinn var hann í
fjármálum, sem í öllu öðru;
ekki fljótur að lofa því, er
engi rak nauður til, en veitti
hann ádrátt, voru efndirnar
vissar. Var furða, hve hann
mundi oft eftir smávægilegu,
er hann var beðinn að útvega,
jafnmikið sem hann þó oft
hafði að hugsa. Síðari árin
hætti hann verslun að mestu,
en bjó búi sínu á föðurleifð
sinni. Lengi var Oddgeir odd-
viti í sveit sinni, hreppstjóri
og sýslunefndarmaður um
fjölda ára til dauðadags. Ekki
ljet hann mikið til sín taka
i sýslunefnd, en hyggindi hans
og hagsýni duldust ekki. Hófs-
maður var liann um alla
hluti, áreiðanlegur og tryggur vinum sínum og
sæmdarmaður í hvívetna. Oddgeir las mikið ís-
lensk fræði og var vel heima í sögu landsins, enda
hafði hann gott minni, en litt hjelt hann fróðleik
sínum á lofti, og vissi meira en hann ljet uppi í
taii stundum. Árið 1887 kvæntist Oddgeir Sigur-
björgu frá Efstabæ Sigurðardóttur Vigfússonar,
ágætiskonu, er lifir hann ásamt tveim sonum
þeirra, Pjetri alþingismanni og Morten stud. med.
Lengi æfinnar mun Oddgeir hafa kent hjarta-
sjúkleika, sem heldur var að ágerast síðustu árin,
svo að hann lá stundum rúmfastur; varð bana-
mein hans heilablóðfall, og andaðist hann 7. nóv.
síðastl. ár. Er með honum til moldar genginn
einn af merkustu mönnum Borgfirðinga.
Oddgoir Oltesen.