Óðinn - 01.09.1919, Blaðsíða 2
42
ÓÐINN
en flestir aðrir, sjer i lagi vor og sumar. Fyrir
þessar sakir hafði Geir hinar mestu mætur á Jóni,
og vildi fyrir engan mun láta hann frá sjer fara.
Jón þótti vera ágætur sjómaður, ráðsvinnur og
ákveðinn, manna skjótastur að sjá, hvað best hent-
aði, og áræðinn eftir því, fámáll lengstum og jafn-
lyndur, og breytti lítt skapi, hvað sem að höndum
bar; var hann því mjög vel til yfirmanns fallinn,
enda vinsæll af hásetum sínum, og voru þeir
margir bjá honum árum saman, einkum þeir, er
heldur kusu hálfdrætti en kaup og »premíu«. En
sagður var hann nokkuð strangur við stýrimenn
sína, og hentast þótti, að þeir brigðu eigi tii muna
út af fyrirmælum hans.
Árið 1905 eða 1906 var fiskiveiðafjelagið »Alli-
ance« stofnað i Rvík, og var Jón, að því er jeg
hygg, hvatamaður þess fyrirtækis. Voru stofnendur
allir skipstjórar, að Thor Jensen kaupmanni undan-
skildum. — Nú getur nálega hver sem vill stofnað
botnvörpufjelag og fengið fje til, en fyrir 10—12
árum var það ekkert auðveldisverk. Botnvörpunga-
útgerð mátti heita óþekt hjer á landi, og það, er
reynt hafði verið í því efni, mjög gert af rasanda
ráði, enda þótti sýnt, að botnvörpungaútgerð væri
eigi íslendinga meðfæri, þótt allir mættu sjá, að
erlendir fiskimenn mokuðu upp afla á fiskimið-
um vorum. í annan stað var hvergi nærri að
þvi hlaupið, að fá fje til botnvörpungskaupa,
og er það til marks, að þá er þeim fjelögum
hafði tekist að pína út 15 þúsund kr. lán í
Landsbankanum til fyrirtækis þessa, mælti annar
gæslustjórinn; »t*essa peninga sjáum við aldrei
framar«.
En eigi hefur spá hins vísa gæslustjóra rætst,
sem betur fór, og í ársbyrjun 1907 kom hingað
»Jón Forseti«, fyrsti botnvörpungurinn, sem smið-
aður var handa íslendingum, og hefur fjelagið
siðan dafnað mætavel, enda mun langt síðan það
borgaði krónurnar, sem gæslustjórinn spáði svo
hraklega fyrir. Hefur Jón og fjelagar hans fært
landsbúum heim sanninn um, að græða megi á
botnvörpungaútgerð, og eiga þvi allir, og eigi síst
hvatamaðurinn, þakkir skilið fyrir að hafa þorað
að leggja fram »vit og strit« og fje, til þess að
hrinda þessu þjóðnytjafyrirtæki af stað. Hafa þeir
með því svift sloðunum undan ýmsum fornum
kenningum og hjegiljum um fátækt íslendinga og
getuleysi, er allar höfðu alist upp og magnast á
margra alda sulti og kúgun landslýðsins.
Jón Ólafsson hefur verið í stjórn »Alliance« síðan
fjelagið var stofnað, og árið 1911 hætti hann sjó-
mensku með öllu og gerðist nokkru siðar fram-
kvæmdarstjóri fjelagsins, og hefur verið það síðan.
Störf Jóns eru eðlilega einkum tengd við sjóinn
og sjávarútveginn. Hefur hann verið í hafnarnefnd,
í stjórn Fiskifjelags íslands, Öldunnar, hlutafje-
lagsins Kol og Salt, Bræðings o. fl. fjelaga. Bæjar-
málefni, að öðru leyti, hefur hann og látið til sín
taka; var lengi í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur,
og nú bæjarfulltrúi síðast. Hins vegar hefur hann
ekki allmjög látið taka til sín landsmálin, en af
viðræðum verður þess skjótt vart, að einnig þessi
mál hefur hann hugsað mikið, og eindregið
fylt flokk þeirra manna, er fyrst vildu gera
hina íslensku þjóð efnalega sjálfstæða, áður en
hin póliliska sjálfstæðisbarátta væri hafin fyrir
alvöru.
Fyrir því hefur honum fundist sem hinir áköfustu
sjálfstæðismenn færu mjög geistir og rasandi, og
sýnist oss hinum eldri mönnum, sumum að minsta
kosti, sem þar hafi hann að vísu haft mikið til
síns máls, því að víst mun það mála sannast, að
lítið verði úr pólitisku sjálfstæði þeirrar þjóðar,
sem ekki getur staðið á eigin fótum efnalega; og
sje það satt, að þjóðunum sje svipað farið og ein-
staklingunum, þá mun Jón hafa rjelt fyrir sjer í
þessu, enda mun það ekki nauða-algengt, að fult
persónulegt frelsi eigi samleið með algerðu efna-
leysi. Jón er maður hæglátur og orðfár löngum,
nokkuð seintekinn og enginn flysjungur, kapp-
samur og fylginn sjer um áhugamál sín og þá lítt
væginn slundum þeim, er i móti standa, en þó
jafnan stiltur; gerhugull á alt það, er hann fæst
við, vinfastur og tillögugóður, og þykir gott til
hans ráða að leita. Hann er maður mjög vinsæll
og nýtur almenns trausts og virðingar allra, er
þekkja hann. Hann kvæntist 1904 í*óru Halldórs-
dóttur frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi, og eiga
þau fjögur börn. Eru þau hjón mjög gestrisin og
góð heim að sækja, og ber því margan gest að
garði. Þau eru og hjálpsöm við fátæka og miðla
óspart af efnum þeim, er þau hafa aflað sjer með
atorku og hagsýni. Ættum við marga slíka menn,
sem Jón Ólafsson er, mundi margl fara öðruvísi
og betur á þessu landi, en nú gerist.
Sveitabóndi.
SL