Alþýðublaðið - 18.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ með niðnrsettu verði hjá .T ó h. Nor ðí j ör ð. er blað jafnaðarmanna, geiinn út á Akureyri. Kemur út vikulega í nokkru stærra broti en .Visir* Ritstjóri er Halldór Frlðjónsson 'V' erkamaðurinn er bezt ritaður1 allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað Allir Norðlendingar, vfðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar blöð! Gerist áskrifendur frá nýjári á jtjgreiðslu yilþýðubl Alþýdublaðið er ödýrasta, íjðlbreyttasta 09 bezta dagblað landsins. Kanp ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. R a,f gey mar til sölu, ódýrt. Gjörum við og hlöðum geyma fyrir sanngjarnt verð. H.f. Rafmagnsf. Hiti &. Ljós. Vónarstræti 8, Reykjavík. ' Fanney fæst hjá Arsæli og Sigurjóni, bæði ö 1 bundin og einstök 3. 4- og 5. hefti (I. og 2. uppseld). Ódýpast gert við prímusa og eldDúsáhöld á Bergstaðastr. t uppi Abyggileg vinnal Alþbl. er blað allrar alþýðu. Rust|óri og ábyrgdarmaður: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London'. Æflntýri. ) Noa Noah var formaður sjómanna hennar, á Miele hafði hann verið bátsmaður. „Hvert ætlar þú?“ spurði Sheldon undrandi. „Viaburi! Þú ferð hverEÍl“ „Til Guvutu — strax," svaraði hún. „En eg leyfi það ekki.“ „Já, en einmitt þess vegna geri eg það. Þú hefir einu sinni áður sagt það sama; og eg þoli það ekki.“ „Þolir hvað ekki ?“ Hann var steinhissa á reiði henn- ar. „Ef eg á nokkurn hátt hefi móðgað þig —“ „Viaburi, sæktu Noa Noahl" skipaði hún. Þjónninn fór strax af stað. „Viaburil Verðir þú ekki kyr, mola eg á þér haus- inn! Og heyrðu mér nú, ungfrú Lackland, eg krefst þess, að þú gefir mér skýringu. Hvers vegna á eg þessa meðferð skilið ?“ „Þú hefir vogað þér-------þú hefir vogað þér--------“ Orðin köfnuðu 1 hálsí hennar og hún gat ekki haldið áfram. Sheldon var vandræðin sjálf uppmáluð. „Eg hlýt að játa, að eg botna ekkert í þessu," sagði hann. „Bara að þú vildir tala greinilega." „Eins greinilega eins og þú sagðir við mig, að þú vildir ekki leyfa mér að fara til Guvutu." „En, var það þá svo rangt gért af mér?" „Þú hefir engan rétt til þess — enginn maður hefir Jeyfi til að segja mér, hvað hann leyfir, eða leyfir ekki Eg er það gömul, að eg þarf engan meðráðamann, og eg hefi ekki farið hálfa leið umhverfis hnöttinn til þess að finna hann hér á Salomonseyjunum." „Heiðarlegur maður er verndari sérhverrar konu." „En eg er ekki eins og sérhver kona — skilurðu það nú. Viltu lofa mér að senda þjón þinn til Noa Noah? Eg vil láta hann setja hvalabátinn á flot. Eða á eg að ara sjálf?" Þau voru bæði staðin á fætur; hún var eldrjóð í fram- an og augun Ieiftruðu, hann var hissa, leiður. á þessu og hálfhræddur. Svertinginn stóð eins og staur, og léxt ekki veita gerðum þessara undarlegu hvítu manna hinn minsta gaum. Hann var að dreyma með opnum augum um dálítið skógarþorp í fjallshlfð á Malaita: reikurinn upp úr stráþökunum var eins og grár veggur í baksýn. „Sllk heimskupör getur þú þó ekki —“ byrjaði hann. „Nú byrjarðu afturl" hrópaði hún. „Eg sagði það ekki þanuig, og þú veist mjög vel, að eg átti ekki við það.“ Hann talaði nú hægt og há- tíðlega. „Og hvað því viðvíkur að leyfa — það er bara talsmáti, sem maður notar. Auðvitað er eg ekki forráða- maður þinn. Og víst máttu fara til Guvutu, ef þig lystir." Hann langaði til að segja: „Eða til fjandans," en hélt áfram: „En mér félli það illa, það er ,alt og sumt. Og eg vænti þess að þú fyrirgefir mér, hafi eg sagt eitthvað, sem hefir sært þig. Þú verður að gæta þess, að eg er Englendingur." Jóhanna brosti og settist aftur. „Eg hefi kannske verið of uppstökk," mælti hún. „En þú ættir bara að vita i hve harðri baráttu eg hefi átt til að verja sjálfstæði mitt. Það er min veika hlið, að þurfa að leita til karlmannanna um hvað eg eigi að gerá. — Viaburil Veitu kyr í eldúsinu. Kallaðu ekki á Noa Noah. — Og segðu inér nú, Sheldon, hvað eg á til bragðs að taka? Þú vilt ékki hafa mig hér, og þó virðist ekki í annað hús að venda fyr^r mig." „Þú gerir mér rangt til. Mér hefir orðið það tilheilla að þú strandaðir hér. Eg var svo einmana og veikur. Eg held áreiðanlega ekki, að eg hefði komist af, ef þú hefðir ekki komið. En það er ékki aðalatriðið. Ef eg hugsaði að eins um sjálfan mig — þá væri eg mjög hnugginn yfir því, að þú færir. En nú hugsa eg ekki um mig, eg hugsa um þig. Sko til, það — það er tæp- lega sæmandi. Já, ef eg væri kvæntur — ef hér væri einhver hvít kona — én, eins og þetta er, er------“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.