Reykjavík


Reykjavík - 05.07.1901, Blaðsíða 3

Reykjavík - 05.07.1901, Blaðsíða 3
3 byggingarmeistari og dr. Grossmann. allir þrír Oddfellow-félagar. „Ceres“ fór á Miðvikud. vestur um land til útlanda. Með skipinu fóru meðalannara: Konsúl Jak. Havsteen, frú hans og sonur, skólapiltar margir, meðal annara: Halld. Jónasson, Guð- m. Bárðarson og Þorgrímur Krisfjáns- son; líkafór húsfreyja Jakobína Torfa- dóttir (til ísafj.), Margrót Pálsdóttir o.fl. JÞjóðhátíðina (2. Ágúst) biður nú formaður Stúdentafólagsins (Bjarni Jónsson) öll félög bæjarins að fara að hugsa um sem fyrst, á sama hátt og áður (kjósa menn í hátiðarnefnd). iÐjarfí feflf. Ensk lögreglusaga eftir Dick Donovan. Framh. Það varð kyrð á í tjaldbúðunum um sinn, en stundu seinna skall á ólátastormur, eins og við höfðum bú- ist við. Hvassviðrið var voðalegt og nokkur tjöld slitnuðu upp og féllu; hestarnir gerðust óróir, hneggjuðu og stundu og svo tók að hella niður rign- ingu eins og heit væri úr fötu. Flest tjöldin fóru meira eða minna úr lagi, nema stóra tjaldið þeirra Winters; það var svo vel fest að enginn hvirf- ilbilur hefði getað slitið það upp ; það var úr vatnsheldum dúk og ræsi grafin umhverfis, svo að vatninu veitti frá. Þó skalf það og titraði fyrir storm- inum og hengilampinn í miðju tjald- inu dinglaði fram og aftui. Gegnum. tjalddúkinn mátti við ljósbirtuna sjá skugga af manni, sem gekk um inni í tjaldinu. Með annari hendinni þreif hann flösku, sem stóð þar á borði, og með hinni hendinni helti hann vökva úr litlu lyfjaglasi í flöskuna og setti hana svo aftur á borðið. Þetta sá ég í gegnum tjalddúkinn og skildi hvað um var að vera. Við höfuðlagið á rújni Winters stóð lítið borð og á því stóðu lyfin, sem hann átti að taka inn ásamt fleiri smámunum. Winter svaf, en Delaporte læddist hægt og lævíslega að borðinu í þeirri trú að ekkert mannlegt auga sæi til sín, og helti eitri í lyfið, sem hann átti að taka inn. Hann hafði um langa tíð verið að gefa honum smá- skamta af eitrinu, en þessa nótt æti- aði hann að gefa honum svo stóra inntöku að hrifi til fulls. Þossu, sem nú hefi óg frá sagt, vor- um við Budd báðir sjónarvottar að, og það gekk svo fram af Budd, að hann var alveg frá sér numinn af viðbjóði. Ég stóð grafkyr enn um sinn, þar til er ég sá, að Delaporte var háttaður; þá skreið ég á fjórum fótum inn í tjaldið, en Budd húkti við innganginn til að vera til taks, ef óg þyrfti á hjálp hans að halda. Frh. --<N\" - Hengiisvísur. Læg! Ntpoleon var herkæn hetja. Eg var á ferð í fögru veðri en fótgangandi’ um sumarnótt á nýjum skóm úr skozku leðri, er skakkir reyndar gengust fljótt, því hraun og klungur hreppir sá, er Hengilsbrún vill efstu ná og heiminn sjá þeim himnastóli frá. Ég þangað kom um miðjan morgun, en mörgu strax fyr’ augað brá, sem hvergi’ í Vík fyr’ háa borgun úr hæstu turnum Jíta má, því suðurnesin sá ég öll og Safarmýri’ og Eyjafjöll Og Hólavöll og Herðubreið sem mjöll. Ég sá þar líka’ yfir klettaklungur um KerlingafjöU og Sprengisand, og Stórasjó og Stafholtstungur, en Strútinn bar við Norðurland. Ég Skjaldbreið sá og Skessuból og Skrúðinn gamla’ og Tindastól sem háan hól þar hinzt við norðurpól. Og þótt ég færi’ um veröld víða ég veit ég sæi’ ei fegri hring, og þótt ég ætti’ um loft að líða á léttum vængjum alt um kring, mér hyrfi aldrei hengillinn, því hann er bezti vinur minn með hrafnsvart skinn og himnatoppinn sinn. Á honum uppi’ er holt að búa og heilnæmt loft, en þó er bezt að þar fær enginn þreytu’ eða lúa. og þar kem’r aldrei bráðapest. Af bakteríum finst þar fátt, þær fljúga’ ekki svo skolli hátt, en missa mátt af mæði’ og falla brátt. Þar fuliar eru af öli tjarnir syo alt af má fá nýjan bjór; þar verpa’ og fuglar, einkum arnir, en arður þeirra’ er sjaldan stór, og hænsnabú má hafa þar í helgum friði alstaðar því sjóarar ei sjá þar „pútturnar" Þar hveralindir heitar renna, er hita loft og fjallaból, þær kveikja hvorki kaf né brenna sem keldurnar hjá Arnarhól, er fylla alt með funa’ og reyk og fuðra upp við barnaleik svo kemst á ltreik hver kerling hölt og veik. Eg trúi’ ei því, sem kennir kverið um karlinn ramia’ hann Nimroð minn og held því fram, hann hafi verið á Hengiinum með turninn sinn, en mæðst af striti þá og þyrst, og þamhað öl af hjartans lyst en minnið mist svo málið trufláðist. Á vorin lóan litla syngur í lofti dýrðar óðinn sinn; ég tel það upp á tíu fingur, hún tóni lof um Hengilinn. — Ef Frelsisherinn findi’ upp á að fara þangað mætti sjá hann um sig slá með „Amen!“ „Hallelújá!“ Plausor. íBœjarsfjórnarfundur. 4. Júlí. 1. Formaður las upp bréf frá skóla- nefndinni þess efnis, að komið yrði á Skemtiferð Gf.-Templara. Þeir sem ætla að vera með til Kolla- fjarðar verða að hafa keypt bílæti fyrir kl. 4 (síðd.) á Laugardag, því þá verð- ur að gera út um, hvort farið verð- ur eða ekki, ef veður leyfir. cSíýtt! Alveg óheyrt hér á landi áður; fyrir 26 krónur eru til sölu hjá nndir- skrifuðum Silfur-Ankerúr í 15 stein- um með gyltum röndum og með krónómeter-ballance. Úrin ern mjög góð og með ábyrgð. C. PorMaísson úfsmiður. cTamlpappa þann, sem ég hefi áður selt á 6 kr. 50 aura, sel ég hér eftir fyrst um sinn á 6 kr. rúlluna, en að eínS gegn peningum út í hönd. SIGFÚS EYMUNDSSON. Komið sem fyrst með Ullar- sendingar, sem eiga að fara til „SILKEBORG KLÆDEFABRIK“ Júlímánuði. 'Pcdóimar Qtfssan, HANZKAR yfir 2 0 s o r t i r eru nýkomnir í verzlun _ c3óns Pórðarsonar.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.