Reykjavík


Reykjavík - 09.11.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 09.11.1901, Blaðsíða 2
« Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2, og tll 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til ótlána. Landsskjalasafnlð opið á Wd., Flmtud., Laug.d. kl. 12—I. Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 slðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Laugard., kl. II—12. Landsbanklnn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn vlð 12—1. Sðfnunarsjóðurinn oplnn I. Mánudag I mánuði, kl. 5—6. Landshðfðingjaskrifstofan opin 9—IO!/2, l|l/2—2, 4—-7. Amtmannsskrifstefan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bæjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—-2, 4—7. Póststofan opln 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kðssum 9-9. Bæjarkassar tæmdlrhelgaog rdmh. daga 7l/s árd.,4 síðd. Afgreiðsla gufusklpafélagsins opln 8—12, 1—8. Bæjarstjórnarfundír I. og 3. Flmtudag hvers mánaðar. Fátækranefndarfundlr 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslæknlrinn er að hitta heima dagl.'kl. 2—3. Tannlækn. heirna II—2. Frí-tannlækn. l.og3. Mád. imánuii. Frllækning á spítalanum Þriðjud. og Fðstud. II—I, „Reykjavík'1 kemur út á Föstu- dögum (síðdegis). Auglýsingum sé skilað í síðasta lagi á Fimtudags- kvöldum. Með því það lieíir komist inn hjá sumum þeirra, er auglýsa, að ,Reykjayik‘ hafi að eins úthreiðslu liér um slóðir, þá skal það tekið fram, að blaðið ,Reykjayík‘ fer meira og minna í hycrn einasta lirepp á öllu landinu. Útgef. það í augunum á henni — ég get rakið það í luudarfari hennar — svo léttlynd, svo ábyrgðarlaus, svo veik fyrir öllu, sem viðkvæmt er og þægi- legt. Ekki gat hún nú neitað sér um þá ánægju, að ílögra um kring með þessu Bloomingdalefólki, hvernig sem ég bað hana. Hún getur aldrei séð afleiðingarnar fyrirfram; hún er augnabliksins barn — svona er alt blámanna-kyn. Ég held hún finni á einhvern óskiljanlegan hátt til skyld- leika síns víð þá; því er henni svo hlýtt til þeirra og þykir svo vænt um þá. Það er blóðið, sem óvitandi renn- ur tii skyldunnar. Nei, ég held alls ekki, að hún mundi segja honum frá því.“ „Um það sýnist mér þér eigið að láta hana alveg sjálfráða", sagði 01- ney. „Og láta hana lifa í lýginni! Ég veit alt of vel, hvað það hefir að þýða. “ „Gott er það ekki; en þó getur það til verið, sem verra er. Mór virðist, að svo geti atvik legið, að það verði réttast, að lifa í lýginni, eins og þér komist að orði, ef maður með því móti-----------“ „Aldt'ei!1' sagði Mrs. Meredith í á- kafa. „Éað er betra að deyja, að inyrða, heldur en að ljúga. Ég veit hvernig maður getur logíð, svo að maður verður að lifa eftir því, og verður svo að ljúga aftur þangað til lífið verður alt að einum lygavef, sem maður heidur áfram að vefa frá sólar- upprás til sólsetui s dag eftir dag. Ég hefi fengið svo nóg af þessu sjálf, að ég skal ekki styðja að því, að stofna öðrum í sama vanda. Ég ætla að segja Rhodu alt eins og er, og svo verður hún að segja mér, hvað hún ætlar að gera; og vilji hún ekki segja honum það sjálf, þá geri ég það. Ég vil ekki bera ábyrgð á framtíðinni, en það geri ég, ef hann verður leynd- ur þessu. Við þossu get ég ekki hiíft henni. Hún ■ er mitt eigið hold og blóð og ég ann henni eins heitt eins og hún væri mitt barn; en þó að hún væri mitt barn, þá yrði ég að gera þetta. Ég vildi heldur að hún dæi fyrir augunum á mér, heldur en að hún giftist manni, sem ekki þekti leyndarmál hennar." Hér æpti Mrs. Meredith hátt upp yfir sig, því að í sömu svipun var dyrunum lokið upp og Miss Aldgate kom hraðfara inn og skein af henni gleðin og ánægjan. yramh. úilöndurtþ Eftir Jón Ólafsson. Búa-stríðið. — Éað or nú komið á þriðja árið, sem þetta stríð hefir staðið, og það er ekki fyrirsjáanlegt enn, hve lengi það muni standa. Nú fer í hönd sumartíðin þar syðra, með rigningum og aurbleytum, og er það ekki þægasti tími Bretum. Hverja viku birta Bretar skrá yfir, hve marga Búa þeir hafi drepið, sært, tekið til fanga, eða hve m argir hafi gefist upp og gengið sór á hönd. En hætt er við, að þær tölur sé ekki sem áreið- anlegastar. Búar gera Bretum af og tii ýmsar skærum og er óhætt að trúa, að af þeim er ekki ýkt í frétt- unum þar sunnan að, sem allar koma frá Bretlandi — Bretum t.ekur nú mjög að leiðast þófið. — Nefnd manna í Hollandi er að reyna að koma á sam- tökum þar, í Belgíu, á Frakklandi og Éýzkalandi, um að forðast verzlun við Breta og vöruflutning á brezkum skipum, unz Búar sé frjálsir á ný. Danmörk. — Ríkisþingið var sett 8. f. m. og gerði konungur það sjálf- ur og las upp ræðu til kingsins. Var honum vel fagnað, enda hafði hann ekki sjálfur sett þingið siðan 1884. Sérstaklega gat konungur þess, að nú mundi fram verða lagt frv. um endurbætur á dómaskipuninni samkv. heitorði grundvallarlaganna (sem óefnt hefir verið undir stjórn hægri manna í 53 ár). Munu Danir nú án efa lögleiða kviðdóma, og er þá við að búast, að sú réttarbót komi bráðlega á dagskrá hér á landi einnig. Einnig boðaði hann frumvörp um betri skip- un landvarna og um réttarbót í skatta- málum. Sínland. — Stjórnin þar eraðsemja við Rúsa um að selja þeim 5 stór herskip (beitiskip). Sínlandskeisari hefir nýlega gefið út nokkur ný lagaboð, er mikilli at- hygli sæta: fyrst bannar hann strang- lega að selja embætti; í annan stað eru öll in fornu embættispróf af num- in; enn fremnr býður hann, að í hverju fylki skuli stofna háskóla, og í hverju amti lærða skóla og alþýðuskóla. Þetta er ið fyrsta skólaskipulag, sem á kemst i Sínlandi. Þessu líkum um- bótum reyndi keisari að koma á 1898, en þá þoldu afturhaldsseggir þjóðar- innar það ekki; en nú játa flestir, að annaðhvort só nú að hlýða þessu, eða Sínverjaveldi standi ekki 10 árin til. Enn er þó óséð, hverjir menn verða til þessa valdir að koma þessu í framkvæmd. — Sínverska keisarahirðin lagði 9. f. m. upp frá Sí-ngan-fú áleiðis til Peking. En keisara-fólkið verður að fara hægt yfir, svo samboðið sé tign þess, og mun ferðin standa yfir 2—3 mánuði og kosta 13,000,000 taels (hvor taél = 5 kr. 35 au.). — Sínverska stjórnin hefir nú af- hent stórveidunum skuldabréf sín fyrir 450,000,000 taéls, sem er upphæð skaðabótanna. Afganistan. - Emírinn þar and- aðist 3. f. m. Sonur hans tók ríki eftir hann. Bandaríkin. — í síðustu viku f. m. átti að lifláta Czolgosz, morðingja McKinley’s. Það verður gert með raf- magnsstraumi, því að svo skal öllum iiflátsdómum fullnægja i New York ríki samkvæmt lögurn ríkisins. En eigi er sú aðferð í lögum annarstað- ar í Ameríku. — Á hverju ári þreyta Bandaríkja- menn og Bretar kappsiglingu og eru verðlaunin dýrlegur silfurbikar, er nefndur er Ameríkubikarinn. Sú þjóð- in, er betur hefir, fær bikarinn, eða heldur honum, ef hún hafði hann áð- ur. Nú hafa Ameríkumenn haldið honum í mörg ár, en Bretum þykir sárt og sækja fast að vinna hann aft- ur. Síðast þreyttu þeir þetta kapp í f. m. og fór sem fyrri, að Ameríku- menn höfðu betur, og var þótt eigi mikið í milli. — Eins og ég hefi áður um getið er alt heldur að friðast á Filippseyj- um síðan herstjórn var þar af létt. Éó urðu Bandaríkjamenn fyrir þvi fyrir skemstu, að Filippingar réðu á herflokk einn óvaran (með svikum) og drápu 48 manns, en 24 komust undan. — Mc Kinley forseti hafði gert erfða- skrá áður en hann dó og arfleitt konu sína að aleigu sinni, nema hvað syst-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.