Reykjavík


Reykjavík - 15.11.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 15.11.1901, Blaðsíða 2
1 Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2, og til 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána. Landsskjaiasafníð opið á Þrd., Fimtud., Laug.d. kl. 12—I. Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 siðd. Forngrlpasafnið er opið á Mlðv.d. og Laugard., kl. 11—12. Landsbankinn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn við 12—I. Sðfnunarsjóðurinn oplnn I. Mánudag I mánuðl, kl. 5—6. Landshðfðingjaskrifstofan opin 9—101/2, l|l/2—2, 4—7. Amtmannsskrifstefan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bæjarfógetaskrifstofan opln dagl. kl. 9—2, 4—7. Póststofan opln 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kðssum 9-9. Bæjarkassar tæmdlrhelgaog rúmh. daga 71 /2 árd.,4 sfðd. Afgreiísla gufuskipafélagsins opln 8—12, 1—8. Bæjarstjórnarfundir I. og 3. Flmtudag hvers mánaðar. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslæknlrinn 'er að hltta heima dagl.'/kl. 2—3. Tannlækn. heima II—2. Frl-tannlækn. l.og3. Mád. fmánuli. Frllækning á spftalanum Þrlðjud. og Fðstud. II—I. „Reykjavík11 kemur út » Fðctu- dögum (siðdegis). Auglýsingum sé skilað í síðasta lagi ú Fimtudags- kvöldum. Með Jví það liefir komlst inn hjá sumum þeirra, er auglýsa, að ,Reykjayík‘ haíi að eins úthreiðsiu hér um slóðir, j>á skal ]>að tekið fram, að hlaðið ,Iteykjarík‘ fer meira og minna í hyern einasta hrepp á öllu landinu. Útgef. að ég íeldi ástarhug til. Hann er svo sem tuttugu þumlungar á hæð, og fæturnir átján þumiunga langir, svo að hann er alla eina í iaginu, eins og latínskt upphafsell; og þegar hann gengur, litla krýlið, þá getur hann ekki lypt upp þessum stóru fótum, heldur dregur þá eftir gólfinu, en þó svo hljóðlega, að það er eins og mús læðist. Ég ætla alt af að kaiia hann músina; hann er svo örlítill og lítur svo greindarlega út. Hann er svo inndæll! Ó, hve mig langar til að eiga hann! Er það nú ekki synd og skömm, dr. Olney, að við skulum ekki geta keypt þá, eins og við gerðum áður? Jæja, verið þið sæl, ég má ekki bíða lengur/ ír»»k. Leikhúsið. Leikhúsið hefir byrjað veturinn með „ Silfurbrú ð kau pinu “ eftir frú Emma Gad. — Frú Gad hefir nú 9 um fertugt, og er gift yfirhöfuðs- manni Gad í sjóher Dana. Hún er dóttir Kalkier’s heildsala, en norsk í móðurætt, náskyld þeim frændum skáldinu A. Munch og sagnfræðingn • um merka P. A. Munch. Frú Gad hefir samið mörg leikrit, öll góð, og þó hefir hvert um sig jafnan þótt taka inum eldri fram. Leikar hennar hafa allir verið leiknir, sumir á kgl. leikhúsinu, sumir á öðrum leikhúsum. „Silfurbrúðkaup- ið“ hefir verið leikið ár eft.ir ár á Dagmarleikhúsinu, enda er það talinn einhver hennar bezti leikur. Það er ekki ofsögunú sagt, að þetta er bezti leikurinn, sem Leikfól. hér hefir leikið.*) Auðvit.að býst óg ekki við, að leikurinn faili ómentaðri hlut áhorfendanna í Reykjavík í geð, og mentaðan sjónleikasmekk skortir hávaða fólks hér, sem von til er. Til þess að falla fólki hér alment í geð, verður sjónleikur að vera for- vitni-æsandi garnaflækja ósennilegra viðburða, heizt krydduð með meir og minna afkáralegum andhælislátum og skrípaskap. Alvariegar sálarlífs- lýsingar eru miklum hluta áheyrenda hér moldviðri. — Éessi leikur hefir nú ekki til að bera flókna viðburða- rás, og heldur ekki neinar sálarlífs- baráttur. En hann sýnir skoplega ranghverfu kvennfrelsishreyfingarinn- ar, og ©instrengingslegar öfgar ,,hanzka“-siðfræðinnar**), sem telur hvern karlmann óverðan og óhæfan til hjúskapar, nema hann hafi verið eins holdlega engilhreinn að líferni eins og saklausasta fermingar-stúlka á kyrkjugólfi. En það gys, sero gert er að öfgunum og einstrengingsskapn- um, er svo græskulaust, að enginn getur sagt, að hér só skopast að háleitri viðleitni og góðu siðferði. Og „spilling“ þeirra manna, sem meykerlingar hamast í gegn, er ekki annað en saklaus lífsgleði og smá- vægilegt gjálífi. Og mennirnir, sem sakaðir eru um þetta gjálífi, eru svo vandaðir og virðingarverðii- menn, að enginn getur sagt, að hér sé neinu lasta-líferni bót mælt. Yiðræðurnar eru fullar af hnyttinni fyndni, svo að það er engu síður nauðsynlegt, að beita eyrum en augum, til að njóta þess sem í leiknum er. Aðalpersónur leiksins eru: Selby, verksmiðju-eigandi, (hr. Árni Eiriks- son), frú hans (ungfr. Gunnþ. Hall- dórsd.); Poula dóttir þeirra (frú Stefa- nía Guðmundsóttir); frk. Enudsgaard, systir frú Selby, gömul meykerling, kvenfrelsispoltuli og dygða-valkirja (ungfr. Þuríður Sigurðard.); tvœr aðr■ ar dygða-skjaldmayjar ; Engelsoe stúd entsrola (Guðm. Magnússon), Fransen læknir (Friðfinnur Guðjónsson), Hother sonur hans (Helgi Helgason verzlm.); Maihiesen prestur (Stef. Runólfsson); sauma-stúlka, þjónn og vinnustúlka. — Aðalefnið er, að Selby, sem er mesti sæmdarmaður og reglumaður, *) Ég tala hér ekki um „Milli bardag- anna“, því að hvorki hafði félagið nægi- lega stórt leiksvið n,é næg leikáhöld til að Býna hann, enda leikendurnir ekki leikn- um vaxnir yfirleitt (og áhorfendurnir marg- ir hvcrjir því síður). **) Svo nefnd eftir leikriti Björnson’s : „Hanzki" (1882). hefir orðið það á tveim dögum á undan silfur-brúðkaups-deginum, að gera sér glaðan dag útj með nokkr- um vinum sínum og kunningjum (annavs ekki slíku vanur); hafa þeir boi ðað góðan miðdegisverð og orðið góðgiaðír, og á hejmleiðinni finnur einn þeirra upp á því, að vilja fara inn á söngmeyja-skytning, og Selby og læknirinn (sem annais neytir lílils víns) láta.tiJleiðast. Par rekast þeir á kunningja sián ketídán, sem kemur til þeirra og býður þeim og nokkrum sðngmeyjum (þær eru nú nefndar svo hvað sem mey-dómnum líður) kampavín; þeir drekka þa-r nokkur glös og fa-ra svo, Selby er orðinn æði-kendur, rekur sig á ljóskers-stöng og hruílar sig á enni. Sér til friðar heima þykist hann hafa brugðið sér út fyrir borg, að vitja gamallar konu sjúkrar,. er verið hafi á heimili hans í æsku, og kveðst hafa dottið á leið- inni og hruflað síg. Kveldið eftir frétta þær syscur, frú Selby og frk. Knudsgaard, hvar Selby hafi verið ltveldið fyrir, og frk. Kn. útmálar það svo fyrir systur sinni, að mað- urinn hennar hljóti að vera gerspilltur hræsnari og henni otrur, hann, sem sitji inni á skytningum og drekki kampavín með söng-mel-lum; æsir hún hana svo upp, 'að húii or nærri búin að koma henni tiL að hlaupa frá manninum og skilja við hann á sjálfan silfurbrúðkaups-morguninn. Læknirinn er sú persóna i leiknum, sem manni þykir iang-mest varið í, enda einna bezt leikinn. Ekki þarf þess að geta, að þær frú Stefanía og Gunnþórunn leika prýðisvel að vanda. Llother er og vel leikinn. Guðmund- ur Magnússon hefir loksins í Engelsoe fundið hlutverk, sem honum tekst vel að leysa af hendi. Puríður leikur kerlingar-foxið prýðilega. Árni Eiríks- son leikur nú aldrei illa; venjulega mjög vel; en í þetta sinn finst, mér sá galli á, að þótt hann haldi vel samræm- inu í hlutverki sínu, eins og hann hefir tekið ]>að, þá virðist mór auðsætt, að .hann hafi ekki tekið l>að rótt. Hann gerir Selby alt of örvasa eða hrum- legan (þeir eiga að vera jafnaldrar læknirinn og hann), og svo gerir hann o/'-mikla rolu úr honum ; það fjör og fyndni, sem auðsjáanlega á að vera í honum, kemur ekki nóg fram í leikn- um, þótt orðiri, sem hann segir, gefi allvíða tilefni tií. — Út á látbragð og limaburð prestsins var ekkert veru- legt að setja, en sá stprgalli var á, að áheyrendur heyrð.u varla nokkurt orð af því, sem hann, átti að segja; hann talaði ajt of lágt, og alt of ó- skýrt. — Um hina leikendurna ekk-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.