Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.01.1902, Blaðsíða 2

Reykjavík - 29.01.1902, Blaðsíða 2
9 nýja alþingiskuli koma samaníReykja- vík 26. Júlí þ*á. Jafnframt’-j:er”|það þó tekið fram í ávarpinu, að þótt telja megi inar samþyktu breytingar á stjórnarskipuninni mikilvægar um- bætur á stjórnarfari íslands, sé þó eigi fyllilega viðunandi íyrirkomulag á því fengið fyr en æðsta stjórn sérmála landsins sé liúsett í landinu sjálfu. Enn fremur er sú ósk látin í ljósi, að eigi skuli beðið| eftir því, hver niðurstaða verði á umræðum um stjórnarskipunarmálið, heldur þegar í stað skipaður sérstakur ráðgjafi fyr- ir ísland, er sé í Reykjavík meðan háð verður alþingi það, er í hönd fer, og geti samið sjálfur við fulltrúa þjóð- arinnar um þetta mál. • Oss hefir fundist mikið til um in- ar góðu óskir í Vorn garð og Vorrar konungsættar, er i ávarpinu standa. Oss hefir eigi getað þótt rétt vera, með því að skipa sérstakan ráðgjafa eins og farið er fram á í ávarpinu, að kveða að því leyti fyrirfram á um atriði þess stjórnarfyrirkomulags, er verið er að ræða um að koma á. Hins vegar er það og Vor ósk, ef ætla má, að með því verði fenginn endir á umræður um breytingar á stjórnar- skipun íslands, að verða við óskum Vorra kæru og trúu íslendinga um breytingar þær á stjórnarskránni, er farið er íram á, og þar á meðai sér- stakur íslands ráðgjafi, sem kunni íslenzka tungu og eigi sæti á alþingi. Megi gera ráð fyrir þessu, raunura Vér því mjög vel geta failist á það skipulag, sem farið er frain á í greindu frumvarpi um breytingar á stjórnar- skránni. En með því að svo er til ætlast í téðu frumvarpi, að stjórnar- ráð Vort fyrir ísland haldi áfram að vera í aðseturstað Vorum, og Oss hins vegar er kunnugt um það bæði af því, er stendur í ávarpinu, og af því, er annars staðar hefir komið fram opinberlega, að það er ósk margra Vorra kæru og trúu íslendinga, að stjórnarráðið verði flutt til Reykjavík- ur, þá höfum Vér, til þess að þetta mikilvæga atriði geti orðið hugleitt ítarlega af alþingi, ályktað, að leggja enn fremur fyrir þing það, er í hönd fet', frumvatp, er auk hinna annara breytingarákvæða fyrgreinds frumv. fer fram á, að ráðgjafi Vor fyrir ís- land skuli eigi að eins kunna íslenzka tungu og eiga sæti á alþingi, heldur og að stjórnarráð Vort fyrir ísland skuli hafa aðsetur í Reykjavík. fað kemur þá til alþingis kast.a, að láta uppi, hvort þessara frumvarpa láti betur að óskum Vorra kæru og trúu íslendinga og bindi betur enda á umræðnr um breytingar á stjórnar- skipun íslands. Og munum vér þá veita því af þess- um tveim framangreindu frumvörpum Vora konunglegu staðfesting, er sam- þykt verður af alþingi á þann hátt, er stjórnarskráin mælir fyrir. Jíró úilöndun^ Eftib Jón Ólanssoh. „Laura" kom á Laugardagsmorgun- inn og færði mikil tíðindi: tvenn stór- tíðindi, önnur, er varða ísland mest, en hin þau, er varða allan heiminn, og þó sérstaklega þýðingarmikil fyrir vort land flestum löndum fremur. Stjórnarskrár-málift. Boðskapur konungs, dags. lO.þ.m., kom nú með skipinu, og er hann prentaður hér að framan. Eins og menn sjá er efni hans það, að stjórn- in tjáir sig fúsa til að staðfesta frv. siðasta þings, ef það verði samþ. á ný á aukaþinginu í sumar. En til að verða við óskum þeim um innlenda stjórn, er fram kom í ávarpi efri deildar, og fram hafa komið einnig á annan hátt (fimmenningabréfið ?), kveðst hún og munu leggja nýtt stjórn- arfrumvarp fyrir þingið í sumar, sama efnis sem hitt frumvarpið, en þó með þeim mismun, að ráðgjafinn sé búsett- ur hér. Hann á engan yfirráðgjafa að hafa i Höfn, en fara á konungs fund og bera sjálfur fram málin fyrir konung í ríkisráðinu. í báðum aðalmálgögnum stjórnar- innar, „Dannebrog" (Alberti’s) og „Politikken" (Harup’s) er boðskapur- inn birtur 12. þ. m. með ummælum ritstjórnanna, er að efni til mega heita alveg in sömu. Þar er þess getið, að ísland eigi auðvitað að borga ráð- gjafakostnaðinn. En ef íslendingar skyldu óska að hafa umboðsmann ráð- gjafa i Höfn (ísl. skrifstofu eða afgr.- stofu), þá sé Danir fúsir að borga kostnaðinn við hana. Þráðlaus firðriíun yfir þwert Atlantshaf! Kraftawerk Marconis. 11. Og 12. Desember 1901 verða án efa minrdsstæðir merkidagar í fram- farasögu heimsins. Á þessum dögum tókst Marconi, hugvitsmanninum í- talska, að koma þráðtaust rafmagns■ skeytuni milli Poldhu í Cornwell á Eng- landi og Newfoundland í Ameríku — þvert yfir att Atlantshaf! Þetta mun láta nærri að sé fylli- lega tíu sinnum lengri vegur, en frá ís- landi til Færeyja eða þaðan til Skotlands. Annan dag eftir sendi landsstjór- inn í Newfoundland Bretastjórn sím- skeyti um þetta, og annað til Ját- varðar Bretakonungs, sem lagt hefir mikla hugð á þetta mál. En sjálfur sendi Marconi Ítala-Uonungi skeyti um þetta afreksverk. — Sama dag sendi fregnriti Lundúna-Times blaði sínu skýrslu Marconi’s, og flaug hún síðan út um allan heim. Edison var tor- tryggur, fyrst er hann heyrði fregn- ina. En er hann hafði lesið skýrslu Marconi’s sjálfs, varð hánn mjög glað- ur og telur þetta þýðingarmesta af- rek rafmagnsfræðinnar til þessa dags. Á leiðinni vestur yfir Atlantshaf sendi Marconi stöðinni í Poldhu skeyti frá skipinu, þegar það var komið 225 mílur (enskar) frá landi, og gekk það ágætlega. Þetta er meiri fjarlægð en frá íslandi til Færeyja (en þaðan er miklu styttra til Hjaltlands). Auðvitað var skeytið milli Poldhu og Newfoundland, ákaflega einfalt; það var fólgið í því að endurtaka hvað eftir annað bókstaf úr síma-stafrofi Morse’s. Merkin voru dauf, en þó svo skýr, að vel mátti greina og eigi var auðið um að villast. Viðtökustöð- in i New Foundland var svo gerð, að Marconi sendi flugdreka með viðtöku- þráðinn viðtengdan 400 fet upp frá jörðu. Þetta olli þvi, að merkin urðu daufari, en ef föst stöng hefði verið, þvi að drekinn gat eigi borið nema örmjóan þráð. En með digrari þræði (sem hafa má á stöng eða stöpli) verð- ur rafmagnsaflið meira og skeyti því skýrari. Marconi kvaðst og geta aukið að mun aflið á sendistöðinni í Cornwall, og eigi kvaðst hann efa, að innan 4 mánaða gæti hann sent alls konar skeyti fyrir almenning yfir Atlants- haf. En 16. s. m. kom til sögunnar fé- lag eitt, er heitir Anglo-American Tele- gravh Company. Það hefir ritsíma til Newfoundland, og hefir 50 ára einka- leyfi til að senda firðrita skeyti þang- að og þaðan ; en þó eru nú 2 ár að eins eftir af einkaleyfis-tímanum. Þetta félag tilkynti nú Marconi, að hann yrði að hætta við tilraunir sínar þegar í stað, og hafa sig á burt. með öll á- höld sin tafarlaust, eða sæta málsókn ella. — Auðvitað hefði fél. ekki unn- ið þetta mál, meðan M. ekki rekur neina samkeppni við þá, en fæst að eins við visindalegar tilraunir. En tiltæki félagsins sýnir, hve hrætt það hefir verið við árangurinn af tilraun- unum. M. kaus að eiga ekki í deil- um við félagið (sem reyndar fór að bjóða honum samninga, þegar öll blöð allra þjóða veltu skömmum yfir það fyrir smásálarskapinn), heldur fór hann yfir til Nova Scotia (Nýja Skotlands); þar var ekkert einkaleyfi í vegi. Ca- nadastjórn bauð honum ókeypis land fyrir stöð sína, og alt hagræði er hún mætti í té iáta. Marconi þá það og flytur nú tæki sín þangað frá New- foundlandi og setur þar stöð. En Ca- nadastjórn ætlar að setja á sinn kostn- að aðra stöð á Safala-ev (Sable Is- land), er liggur langt í hafi úti, til að stytta leiðina. Flutningur þessi og aukin vegalengd tefja auðvitað nokk- urn tíma fyrir M.; en hann er nú kom- inn yfir tii Englands, til að endur- bæta stöð sína þar, en aðstoðarmenn hans eru eftir vestra til að sjá um stöðina þar. „Times“ fiytur langa ritstjórnar- grein um þennanmerkisatburð21.Dec., er hann hefir fengið álit Edison’s og annara merkra manna, er skyn bera á málið, og telur blaðið engin tví- mæli á, að hér sé aðalþrautin leyst. Það sem eftir sé, að auka afl áhald- anna, svo merkin verði skýrari, sé svo tiltölulega vandaminna, að þess geti nú ekki verið nema stutt að bíða,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.