Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.02.1902, Blaðsíða 2

Reykjavík - 22.02.1902, Blaðsíða 2
t Landibókaufníð w opið daglega kl. 12—2, og til 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána, Landsakjalasafnlð oplð á Kd., Flmtud., Laug.d. kl. 12—1. Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 siðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Laugard., kl, II—12. UndsbankiwTopinn dagl. kl.JI—2. B.-stjórn við 12—I. Sifnunarsjóðurinn opinn^l/'Mánudag í mánuði, kl. 5—6. Landsháfðingjaskrifstofan ,opln 9—I0l/a, ll'/p—2, 4—7. Amtmannsskrlfstsfan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bsejarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7. Póststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kóssum 9-9. Basjarkassar tsemdirhelgaog rúmh. daga 7t/2 árd.,4 slðd, Afgrelðsla gufuskipafélagsins opín 8—12, 1—8. Bsejarstjórnarfundir I. og 3. Fimtudag hvers mánaðar. Fátsekranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslaeknirinn er að hitta heima dagl.fkl. 2—3. Tannlsekn. heima II—2. Frl-tannlaekn. l.og3. Mád. imánuði. Frílsekning á spítalanum Þriðjud. og Fðstud. II—I. fólk móður minnar, að það haíði ver- ið heldra fólk, sem hefði útskúfað henni, og þar fram eftir götunum. Nei, það hefir þú og maðurinn þinn aldrei gert. “ „Við sögðum þér það ekki. Þú gatst upp á þessu sjálf og við lof- uðum þér bara að trúa því. En við höfum aldrei sagt þér neitt sem ekki var satt. „En þú hlautst þó að sjá, að það var ekki hreinskilni að láta mig standa í þ»ssari trú, svo það er ó- hugsandi að ]>ú hefðir getað gert þetta. Það gdur því ekki verið satt. En því varstu þá að segja mér þetta? Nei, þú hefir ekki sagt mér það, mig hefir dreymt það. Auðvitað! Það er eins og ef einhver kæmi til heilbrigðs manns og segði honum að hann ætti að deyja eftir hálfa klukku- ■’4 stund. Skilurðu það «kki, að þet.ta er eins og að slíta upp með rótum alla mína umliðnu æfi og kasta henni á glæður? Ó, guð minn góður! Mér finnst heilinn í mér ætla að springa. Æ, því segirðu ekkert, elsku systir? Segðu mér, af hverju þú fanst upp á því að fara að segja mér þetta. Er það af því, að þú viljir ekki að ég giftist Mr. Bl. ? Nú, jæja, okki skal ég taka honum. Svona, nú geturðu sagt mér það“. „Rhoda mín, hvort sem þú hefðir nú ætlað að giftast Mr. Bl. ellegar ekki, þá var nú rétti tíminn kominn til að segja þér þetta — “ „Tíminn kominn ! Nú — rétti tím- inn er fyrir löngu liðinn. Hann var undir eins og ég var orðin talandi og skildi mælt mál. Þá hafði verið rétti tíminn til að segja mér annað eins og þetta, ef það væri satt, svo að ég hefði vaxið upp i meðvitund um það og reynt að bera það. En þetta er ekki satt. Hér býr eitthvað annað undir, sem kemur þér til að segja þetta. Hvað er komið yfir þig, systir mín? A ég ekki að senda eítir Dr. Olney? þú ert ekki með sjálfri þér. Pað hefir verið eitthvað cTortapiano JX&SS um. Útg. vísar á stijanda. óskast trö lítil her- CW l&igu bergi, eða eitt nokk- uð stórt herbergi — frá 14. Mai næstk. Útgef. vísar á. i meðalinu sem hann gaf þér. Já, það er það einmitt! Lof mér sjá framan í þig!“ Hún stökk upp úr stólnum og hljóp til systur sinnar, en Mrs. M. hrökk við og hnipraði sig saman í sófahorninu. Rhoda rak upp kaida- hlátur: „Þú heldur þó víst ekki ég ætii að gera þér neitt, systir? Æ, taktu þetta aft.ur! Taktu það aftur! Sko, ég krýp á kné fyrir þér“. Og hún kraup á góifið fyrir framan sóf- ann. „Nei, þú hefðir ekki getað ver- ið svona vond. Þú hefðir ekki getað lifað slíka lýgi sem þetta“. „í>að var lýgi — svartasta auð- virðilegasta ]ýgi“, svarað Mrs. M. stynjandi; „en mér var það aldr«i full-ljóst, að svo langt væri komið, að ég yrði að segja þér sannleikann — og svo gat ég það ekki.“ „Æ, nei, nei! Æ, taktu ekki sjálfa þig frá mér“, sagði Rhoda og stakk andlitinu undir vangann á systur sinni. Það setti að h#nni ákafan grát. „Ó, á ég þá aldrei að vakna af þessum illa draumi? Á ég aldrei að fá þig aftur, systir mín? Þú varst sú eina manneskja í veröldinni, sem ég hafði að halla mér að, og nú ef þú hefir ekki verið sú, sem ég hugsaði þú værir, svo sönn og svo góð, þá hef eg ekki einu sinni þig framar“. Og svo setti aftur að henni þungan grát. „Já, víst hefir þetta alt saman verið rangt“, sagði Mrs. M. með þur- um augum og þurum sting fyrir brjóstinu, sem henni alls ekki lótti við að tala. „Ég hefi ekki lifað nokkurn dag, ekki nokkra stund, sem ég hefi ekki fundið til þess, og ég hefi alt af beðið guð að iýsa mér, svo ég gæti séð, hvað skylda mín væri að gera og beðið um styrk til að gera það sem rétt or. Það veit guð, að ég hefði glöð viljað bera þetta fyrir þig. Ég hefi borið það öll þessi ár, og sektina og þögnina með. Það er þó dáiítið, en það er ekkert í samanburði við það sem þú tekur út nú. Ég veit það —“ (Frh.) ^(r fiöfuðsfaðnum. Tölu um fsland og Ameriku flutt.i hr. St. B. Jónsson kaupmaður á Úriðjudaginn í Iðnaðármanna-húsinu. Mæltist honum mjög vel, og var gerður inn bezti rómur að máli hans. Hann bar saman ýmis bjargræðis- skilyrði hér og í Manitoba. Unni hann Ameríku sannmælis í öllu og landgæðum hennar; en áleit, að ís- landi væri aiment eigi unnað sann- mælis, því að það hefði stórmikla kosti til að bera til lands og sjávar. Éað væri ekki landinu að kenna, held- ur mönnunum, að mönnum liði hér ekki miklu betur, en þeim gerir. Hann fór ýkjulaust í alt. Fiskiskipin er nú í óðaönn verið að útbúa. Á Fimtudaginn fór fyrsta skipið út til fiskjar. Éað heitir „Kristó- fer“, eign Guðm. Ólafssonar í Nýja- bæ á Seltjarnarnesi; skipstj. Björn Ólafsson frá Nýjabæ. Fiskalii góður í Miðnessjó, þegar gefur, og hafa menn aflað þar vel á opin skip, en langt að sækja. Trúlofuð eru Björn Ólafsson skip- stj. íNýjabæ og Yalgerður Guðmunds- dóttir í Nesi við Seltjörn. íiocjargfjórnarfundur. 2. Jan. 1. Bæjarstjórnin vildi eiga neyta forkaupsréttar á erfðafestutúni Borv. Thoroddsens dr. (Miðvelli og Suðurv.), er Halld. Jónsson tilkynti, að hann hefði umboð til að aelja fyrir hönd doktorsins. — 2. Visað til v*ganefnd- ar beiðni um vatnspóst á Frostastaða- brunninn. — B. Ekki sint beiðni um niðurfserslu aukaútsvars Björns Jóns- sonar í B.st.str. — 4. Aukaútsvar Guðrúnar Jónsdóttur Steinabæ, lá kr., felt burtu eftir beiðni hennar, —ð. Ein- ar Gunnarsson endurskoðandi og Oarl Finsen verziunarmaður sækja um 200 kr. styrk úr bæjarsjóði til að semja og út gefa skrá yfir íbúa Reykjavík- ur (eldri en 18 ára), stöðu þeirra og heimili. Frestað. — 6. Guðbj. Torfa- dóttur veitt ókeypis kensla, það sem eftir er af kenslutímanum, fyrir son sinn í barnaskólanum. — 7. Bæjarstj. vildi eigi nota forkaupsrétt á Norður- mýrarbletti nr. 2, er Gísli Borbjörns- son vill selja fyrir 2000 kr. — 8. B.- stj. vildi ekki nota forkaupsrétt að Norðurmýri (Litlalandi), er Jóh. Nor- dal vill selja f. 500 kr. — 9. Leyft að ljá Framf.fél. 3 gamla bekki og 1 —2 gömul borð til afnota við lestrar- stofu sína. Hluttekningin. Þungur og eyðilegur blær hvíldi yfir öllu í húsinu. Gamall og merk- ur öldungur hafði nýlega háð dauða- stríð sitt og vandamenn og vinir hins látna syrgðu. Gleðiefni var, að kval- irnar voru sigraðar og stunurnar höfðu þagnað. En hversu fegnir sem hlut- aðeigendur eru dauðanum hefir hann þó einatt ótta og sársauka í för með sér. Síðasta hvílurúm hins látna var borið af nokkrum mönnum inn í hús- ið. Sársaukinn og óttinn óx hjá »yrgj-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.