Reykjavík - 19.04.1902, Side 2
t
Landsbókasafnlí er opið daglega kl. 12—2, #g tll 3 i
Minud., Miðv.d. og Laugard., til útlina,
Landsskjalasafnlð #plð á þrd., Fimtud., Laug.d. kl. 12—I.
Nittúrugrlpasafnlð er «pið i Sunnud., kl. 2—3 siðd.
Forngripasafnið er opið i Miðv.d. og Laugard., kl. II—12.
Landsbankinn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn vlð 12—I.
Sifnunarsjóðurinn oplnn I. Minudag í minuði, kl. 5—6.
Landshifðingjaskrifstofan opln 9—101/j, l|!/a—2, 4—7.
Amtmannsskrifstefan opin dagl. kl. 10—2, 4—7.
Bajarfógetaskrlfstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7.
Póststofanopin 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kóssum 9-9.
Bajarkassar tæmdlr rúmh. daga 7i/a írd., 4 siðd,, #n i
Sunnud. 7f/3 írd. að elns.
Afgr#Hsla gufuskipafólagsins opin 8—12, I—8.
Baejarstjórnarfundir I. og 3. Fimtudag hvers mínaðar.
Fitakranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers min.
Héraðslaknirinn er að hltta heima dagl. kl. 2—3.
Tannlækn. heima II—2. Fri-tannlækn. I. og3. Mid. Iminuðl.
Frllakning i spítalanum Þrlðjud. og Fóstsd. II—I.
Guðsþjónustan hafði byrjað með
söng og bæn. Prédikarinn söng sjálf-
ur með fólkinu og svo byrjaði hann
á ræðu sinni. Rhodu leiddist og hún
fór að litast um. Alt saman svart,
hrafnsvart; á stöku stöðum hár eða
skegg, meira og minna grátt eða
hvitt fyrir hærum, og svo þessi stóra
hvíta í augunum, sem jafnan ber svo
mikið á hjá blámönnum. En bún-
ingur all-margra var ljós, ekki sizt
hattarnir kvennfólksins, og fyrir það
sýndist sjálft fólkið enn þá svartara.
Hún sá alls konar andlit, sum ung og
glaðleg, sum sorgbitin, sum ellileg,
sum ógeðsleg, svo að þau mintu hana
á skriðdýr og skorkvikindi; sumir
voru hrafnsvartir á hörund, aðrir dökk-
gráir, sumir dökkgulir, sum ljósgulir;
og ljósustu kynblendingarnir þóttu
henni leiðinlegastir, þvi að hún fann,
að hún var næst í ætt við þá; en
allir fundust henni þeir andstyggileg-
ir. Sumt gamla fólkið tók undir með
ræðumanninum og svaraði honnm
með hátíðlegum róm mitt í ræðu hans.
Gömul kona, sem sat á sama bekk
og þær Rhoda, var alt af að smá-
ljúka upp skoltunum eins og stein-
býtur og taka undir við prestinn á
þessa leið: „Já, það er víst og satt!“
„Lofaður sé guð og hans heilaga orð!“
„Dýrð sé guði í upphæðum!“
Mikill hiti var um kvöldið, og þeg-
ar kyrkjan fyltist, þá fyltist og loítið
af þessum einkennilega daun, sem
leggur af blámönnum, einkum þá er
þeir svitna. Hún varð hálf magndofa
við þetta, og veslings blámanna-kyn-
slóðin, sem skaparinn heflr gert all-
ófélega í vorum augum, inna hvítu
manna, varð henni enn andstyggilegri
en áður; hún hálf-ærðist af ótta við
það, að þessi kynflokkur skyidi geta
krafist nokkurra ættar-tengsla við
hana. ,Já“, hugsaði hún með sjálfri
sér; „ég hefði barið þá líka eins og
aðrir. Þetta eru dýr. Þeir eru akki
til annars skapaðir en að vera ánauð-
ugir þrælar. “ En er hún svo lygndi
aftur augunum og hlýddi á hinn mjúka
málróm þeirra, þá vóru það önnur
skilningarvit, en sjónin, sem höfðu
áhrif á hana, og þau yfirbuguðu hana
sto að andstygðin hvarf. Og meðan
hún var í þessu skapi, fór hún að
taka eftir rödd og orðum ræðumanns-
ins; hún var djúp, en hljómmild, og
nú tók hún eftir máli hans.
„Já, vinir mínir“, heyrði hún hann
segja; „þér verðið að byrja á því, að
gera manneskju gott, ef þið óskið að
geta elskað hana, eins og Kristur
elskaði oss, þegar hann dó fyrir oss.
Og, kærir vinir, ef vorir hvítu bræð-
ur vildu skilja það — og þeir eru að
læra að skilja það —, að ef þeir
vildu hjálpa oss ofurlítiö meira, þá
þyrftu þeir ekki að hata oss eins
mikið, ó, hversu mikið væri þá unnið!“
„Amen! Kærleikurinn orkar öllu“,
heyrði hún kerlinguna með steinbíts-
munninn segja; en Rhodu hrylti nú
ekki við henni, af því að hún sá hana
ekki. En þessar undirtektir úr „stein-
bítnum" örvuðu mælsku prédikarans,
svo að hann hélt áfram:
„Ég held þetta sé eirfl vegurinn til
að komast í gegn um mótlæti h6ims-
ins og harma. Þú getur ekki harist
í gegn um, ekki stolist i gegn um,
ekki logið þig í gegn um ; en þú get-
ur elskað þig í gegn um þett.a alt.
Og hvernig áttu að fara að geta elsk-
að þig í gegn um? Með því að
hjálpa öðrum. Já, það er rétta laið-
in. Avalt er einhver, sem þaifnast
hjálpar þinnar; og því segi ég yður
það, allir, iem sorgþreyttir eruð, og
þarfnist hjálpar í raunum yðar, að
al-t, sem þér þurfið að gera, er að
hjálpa öðrum. Minnist þessa, þegar
offur-skálin verður nú borin um með-
al yðar. Háskóli vor þarfnast hjálpar,
og hver sem hjálpar háskóla vorum,
hjálpar sjálfum sér. Vérum skulum
nú biðja !“
Þetta var nokkuð slungin heim-
færsla á kærleiks-kenningunni, en
Rhoda fann ekki til þess, hve klunna-
lega þessu var fyrir komið. Þegar
offur-skálin kom til hennar, helti hún
í hana öllu, sem í pyngju hennar
var, seðlum, silfri og tveim gullpen-
ingum, sem hún átti þar enn eftir
ferðina.
Gamla konan, sem með henni var,
þagnaði í miðju sálmversi, þegar hún
sá það, og mælti: „Guð blessi þig
fyrir þetta! Hann hjálpar þeim, sem
ekki geta hjálpað sér sjálfir."
„Já, þetta er eini vegurinn", hugs-
aði Rhoda. Ég get þolað þá, ef ég
get elskað þá, og get elskað þá, ef ég
reyni að hjálpa þeim. Ég vona þeim
verði lið að peningunum."
En hún þorði ekki að Ijúka upp
augunum og horfa á þá; hún var
hrædd um að þessi ófríðu andlit
mundu herðahjarta sitt aftur, og svo
sat hún enn og lygndi augunum aft-
ur, og hlýddi á inar mjúku bænar-
raddir. Svona sat hún og gleymdi
sjálfri sér, þar til alt var úti. fá
ýtti gamla konan við henni og hún
hrökk upp eins og úr leiðslu.
En undir eins og hún kom út á
strætið, setti að henni hræðslu, svo
hún bað gömlu konuna að fylgja sér
heim á hótelið, og gerði hún það fús-
lega.
En Rhoda var svo annars hugar á
leiðinr.i, að hún veitti gömlu konunni
enga eftirtekt. „Já“, hugsaði hún
með sér, „það fyrsta, sem ég verð að
gera, er að fyrirgefa föðursystur minni,
og segja henni það, að ég skilji hana,
og skilji, hve þungt henni hlýtur að
falla þetta. En hvernig á ég að byrja?
JÚ, ég verð að byrja á að vera henni
góð og gera eitthvað fyrir hana. En
hvernig á ég að fara að því þegar ég
hata hana? — Því að það geri ég —
ég hata hana! Éetta er alt henni að
kenna.“
Og svo fór hún að hlaupa við fót,
svo gamla konan gat varla fylgt henni,
og það var alt af að brjótast óljóst í
huga hennar, að hún hefði ekki verið
sú sama, sem hún var, ef frænka
hennar hefði sagt henni þetta áður,
löngu áður, meðan hún var enn sak-
laust- barn.
Og það var ekki kærleiki og fyrir-
gefning, sem bjó i huga hennar, þeg-
ar hún kom þjótandi inn í stofuna
og að sófanum, þar sem föðursystir
hennar lá.
Vaknaðu, frænka! Hvernig ferðu
að geta sofið, þegar þú sér, að ég ér
að ganga af vitinu. Nú er enginn
tími til að sofa. Vaknaðu!“
Rafljóslampinn fyrir utan gluggann
kastaði skærri, tunglbleíkri birtu inn í
herbei gið og rétt á andlitið á Mrs. Mere-
dith. Það var nábleikt; Rhoda hrökk
frá og kom þá auga á tóma lyfjaglas-
ið á gólfinu. Hún tók það upp og
þaut með það út að glugganum.
Framh.
Sumarmála-rumba.
Lag: Höfðingjasiðina höfum við.
Með sumrinu held ég menn vakni’ í Vik
af vetrardvala í „pólitík";
nú hafa þeir fjörug funda-höld
og finnast, í Iðnó sérhvert kvöld
og ræða þar margt um ráðgjafann
og ráðgast við Lárus sýslumann
um það hvern kjósa eigi’ á þing
annan en Valtýing,