Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.08.1903, Blaðsíða 4

Reykjavík - 20.08.1903, Blaðsíða 4
4 fer héðan um 27. þ. m. til Skotlands og Hafnar; kemur við í Þórshöfn á Færeyjum. — í fyrra dag kom eimsk. „Mi- chael Sars“, fiskirannsókna og haf- könnunar skip norsku stjórnariunar. Fór aftur í morgun. Tíðarfarið hefir enn sem áður verið gott, sífeldir þurkar og hrein- viðri, oftast sólskin; en yfirleitt kalt samt, einkum þá er vindur er á norðan. Aðfaranótt Þriðjudags var hér næturfrost. Á Mánudagsnóttina hafði snjóað hér ofan í mið fjöll, en tók fljótt upp aftur. Alþingi. í>ingmaimaf‘ruinvörp. IJm lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskiveiðar á þilskipum — að allir sjómenn á þilskipum skuli skyld- ir að greiða í vátryggingarsjóð, er stendur undir yfirumsjón landsstjórn- arinnar, 15 aura á viku um vetrar- vertíðina, en 10 au. um vor- og sumarvertíð, meðan þeir eru á skip- inu; en útgerðarmaður greiðir frá sjálfum sér helming móts við gjald allra skipverja. Ef nú sjómaður deyr af slysförum á því tímabili, sem hann er vátrygður fyrir, þá greiðir vátryggingarsjóður eftirlátnum vandamönnum 100 kr. á ári um næstu 4 ár. Flm. Sig. Jensson. Um viðauka við lög um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 — að sér- stök deild verði stofnuð við lands- bankann í Rvík, ef ekki verður af stofnun hins fyrirhugaða hlutafélags- banka, og má deildin gefa út alt að cinni millíón kr. í seðlum, er greið- ist handhafa með gullmynt, ef kraf- ist er. Flm. Tr. G., L. H. Bjarna- son, H. Hafstein, H. Þorsteinsson. Um löggilding verzlunarstaðar við Heiði á Langanesi í N.-Þingeyjar- sýslu. Flm. Á. Jónsson. Um heimild til að kaupa lönd til skógarfriðunar og skóggræðslu. (Fjár- laganefnd). Um viðauka við lög nr. 6, 12. jan. 1900 um fjölgun og viðhald þjóðvega. Um breyting á 1. gr. í lögum nr. 24 frá 2. okt. 1891. Árslaun bók- arans við landsbankann ákveðin 3500 kr. frá 1. jan. 1904. (Banka- nefndin). Um landsdóm. Flm. H. Hafstein, L. H. Bjarnason og Herm. Jónasson. Um dánarskýrslur. (Líkskoðunar- nefndin). Um heimild til lántöku fyrir lands- sjóð — að landsstjórnin megi taka alt að 500 þús. kr. bráðabyrgðalán handa landssjóði, gegn tryggingu í tekjum hans eða eignum. Fallin íTumvörp. Um líkskoðun (n. d.). Um breyting á 6. gr. laga um vegi 13. apr. 1895 (e. d.). Um að undirbúa nýtt jarðamat (n. d.). Um skifti á jörðunni Árbakka í Yindælishreppi í Húnavatnssýslu og jörðunni Yztagili i Engihlíðarhreppi í sömu sýslu (n. d.). Um afnám Maríu og Péturslamba (e. d.). Lög. Um heilbrigðissamþyktir fyrir, bæja og sveitafélög. Um löggilding verzlunarstaðar á Grenivík við Eyjafjörð. Nefndarkosningar. Ferðakostnað&rnefnd: Guðj. Guð- laugsson, Guðl. Guðmundsson, Gutt. Vigfússon, Kl. Jónsson, Ól. Briem. Kirkjumálanefnd í n. d.: Þórhall- ur Bjarnarson, St. Stefánsson, L. H. Bjarnason, M. Andrésson, Guðl. Guð- mundsson. Nefnd til að dæma um rit til verðlauna af gjöf Jóns Sigurðssonar, kosin af sameinuðu þingi: E. Briem, M. Stephensen, landshöfðingi, Björn Ólsen, rektor. Stgr. Thorsteinsson, sem áður var í nefndinni, hlaut 15 atkv. og Hallgr. Sveinsson jafnmörg. feikið verður á Þriðjud. 25. þ. m., kl. 8 síðd. í Iðnó, af skipsmönnum á enska her- skipinu „Bellona, “gaman-söngleikur á ensku: Cinderella or The Lost Slipper. Agóðann gefa leikendur fá- tæklingum i Reykjavík. Bílætasala auglýst á götunum. Handsápur s v o s c ín: Bóraxsápa — Tjörusápa Karbólsápan hvíta — Aseptinsápa. In ágæta, alþekta K i n o s o 1- s á p a á 25 aura. Ó0 aura pakkarnir eftirspurðu. 10 aura stykkin livítu, þægilegu, og margar aðrar tegundir. Enn fremur mjög mikið úrval af Ilmvötnum hjá [—43. C. ZÍMSEN. TvíÁtllOcflll* brúkaður til sölu_ fyrir að eins 50 kr. Ritstj. ávísar HOLLENZKIR YINDLAR cru alstaðar í miklu áliti. Mikið úrvai og gott verð á þeim hjá [—43. C. ZIMSEN, 65tnljóskerin. Þeir er vilja taka að sér kveik- ing og hirðing götuljóskera bæjarins A komandi vetri geri svo vel og snúL sér annað hvort til undirskrifaðs eða. landritara Jóns Magnússonar fyrir Mánudag 24. þ. m. Rvík 14. Ágúst 1903 Sig. Thoroddsen. 6ullhrtngur tapast 4 Böfc J um bæjanns merkt- ur: Ragnheiður; fkmandi skili mófc. góðum fundariaunum í Ingólfsstr. 6 Rvík. Síðustu fregnir. í H e k I u segja menn, að heyrist drunur nú, og óttast menn að á gos viti. 3|l0rlt0rm og eidhús óskast ilUIUKiyi til leigu sem fyrst, ekki mjög afsíðis. Tilboð sendist í Prentsmiðju Reykjavíkur. TEKEX, KAFFIBRAUÐ, SYLTETAU og niðursoðnir ávextir hjá [-43. C, ZIMSEN. 2-3 herbergi, ásamt eldhúsi, forst. oggeymslu- plássi eru til leigu. Semjið við Ásm. Gestsson. Laugaveg 10. Heil íbúð á efralofti með oiiu tilheyrandi í húsi ANDÉSAR ANDRÉS- SONAR verzlunarmanns, er til leigu frá 1. Október næstkomandi. Lysthafendur snúi sér til sama. Smíðastofa fæat til lcigu í Lækjargötu 12, íbúðir í Þingh.stræti, og til kaups húsið nr. 29 á Laugavegi Lárus Beneriiktson, Lækjarg 12. £il leign frá 1. Október tvö góð herbergi ásamt eldhúsi og geymsluplássi, í Lindargötu 7 a. Vottorft. Síðast liðin þrjú ár hefir kona mín þjáðst af magakvefi og taugaveiklun, og batnaði henni ekkert við margí- trekaða læknishjálp; en við það að nota Kína-Lífs-Elixír Yaldemar Petersens heíir henni stórum batnað, og ég er sannfærður um, að henni hefði albatnað, ef efnahagur minn hefði leyft lienni að halda á- fram að nota þetta lyf. Sandvík, 1. Marz 1903. Eiríkur Kunólfsson. Neytendumir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfra sín vegna, að þeir fái inn ekta Kína lífs-elixír með merkjunum á miðanum, Kínverja með glas í hendi og firma nafninu WaldemarPetersen, Frederiks- havn- og * grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafist hærra verðs fyrir hann en 1 krónu 50 au., eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrif- stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen, Ódýr kensla ÍÉróTos rcikningi o. fl.) á komandi vetri hjá Jóni Jónssyni, Klappar- Stíg 9. Nýr lax fæst daglega í RIFIN og DUGLEG kona. óskast í hús eitt í Þingholts- stræti til þess að sækja vatn, og hirða og mjólka eina kú. Ritstjóri þessa blaðs vísar á. Tilsjómanna á íslandi. Á fiskirannsóknarskipinu „Thor“ voru í vor er leið merktir allmargir skarkolar (Rödspetter) á Skjálf- andaflóa og þeim slept þar. Morkið er tvöfaldur hnappur úr beini oglát- úni og brent á hann númer og staf- irnir Da (— Danmörk). Ef íslenzkir sjómenn skyldu fá þann- ig merkta skarkola, eru þeir beðnir að koma þeim í heilu liki til næsta sýslumanns, er lætur mæla þá, hirðir merkin og borgar 1 krónu fyrir hverfc, merki þeim, er með fiskinn kemur. Joh. Schmidt mag. scient. Utanáskrift: FiskeriundersögelsecftB Köbenhavn Ö. Þetta eru önnnr blöð beðin að» tafcfk upp til birtingar. l*eir sem verða fyrir yattskll- um á „Reykjavík,“ eru. beðuir að láta afg'rciðsluiHaiin blaðsins vita seui fyrst. Þeir sem skulda fyrir smá-aug. lýsingar, er staðið hafa í blaðinu, eru beðnir að borga þeer serrt fyrst, svo ekki þurfi að elta eíns og fjallólm dýr. Þeir sem ekki hafa horgað „Reykjavík“ IV. ór, eru vinsam- legast beðnir að gera það við fyrsta tækifæri. Pbentsmibja Reykjavíkdk. Pappíríim frá Jóni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.