Reykjavík - 22.10.1903, Blaðsíða 2
2
mála-ráðherra í stað Austen Gham-
herlains.
Enginn af þessum mönnum þykir
mæna upp yfir miðlungs-menn, og
er ráðaneytið talið miklu veikara en
áður — svo veikt, að mjög pykir tví-
sýnt, að pað lifi tólf mánuðina næstu.
En pyngsta áfallið fékk þó ráða-
^neytið 2. ]>. m., er hertoginn af
Devonshire sagði af sér völdum. —
Hann var íorseti leyndarráðsins (Lord
I*resident of the Council) og gekk
þvi næst forsætisráðgjafanum sjálf-
ran. Um hann er það einmælt, að
itann hafi verið sá maður í stjórn-
inni, síðan Chamberlain fór frá, er allir
bárumest traust til. Hann varfyrri
Mut ævinnar kunnur undir nafninu
Hartington lávarður, og var fylgis-
maður Gladstone’s, pá eins og Cham-
herlain. Telja menn víst, að með
honum hverfi margir af einingar-
fúníónista-)flokknum frá fylgi við
stjórnína í tollamálum, pví að hann
er verzlanfrelsis-maður, og fór frá
fyrir þá sök, að honum líkaði ekki
tollstefna sú, er Balfour kom fram
með í ræðu í Sheffield kvöldinu áður.
Serhía. Þar hefir orðið mikils-
verð breyting á, að því er ráða má
af „Glasgow Herald“ 6. þ. m. En af
því að blöð vantar inn í næstu daga
á undan, verða eigi séð tildrögin.
Pétur konungur hafði frá því hann
Tíom til ríkís í vör verið algerlega á
valdi bófa peirra, er myrtu fyrir-
rennara hans Alexander konung;
fremstu menn úr þeirra flokki hafði
liann orðið að hafa fyrir ráðgjafa o.
s. frv. Nú hefir hann tekið sér al-
gerlega nýtt ráðaneyti, og er Gruitch
hershöfðingi forsætisráðherra, en
Andra Nikolitch heitir utanríkis-ráð-
gjafinn, Nikola Nikolitch lögstjórnar-
ráðgjafi — alls eru þeir níu inir nýju
ráðgjafar, og eftir nöfnunum að dæma
er enginn þeirra meðal þeirra er fyr-
ir konungsmorðinu gengust. Sím-
skeytí frá Serbíu 5. þ. m. segir, að
flest blöð í landinu láti vel yfir inu
»ýja ráðaneyti, einkum hafi ráða-
neytisforsetinn almenningstraust á
sér, og sé það von manna, að núsé
Serbíu upp runnið nýtt og betra
tímabil.
Danmiirk. Ríkisþingið komsam-
an í dag — segir símskeyti frá Höfn
5. þ. m. Báðar málstofur endur-
kusu sömu forseta og varaforseta
sem áður. Fjárlögin vóru fram lögð
®g getið um, að stjómin mundi
leggja fram frv. um endurreisn Krist-
jánsborgar-hallar.
í Makedoníu íer fram sömu
hörmungunum sernj áður. Til dæmis
má þess geta, að samkv. símskeyti
irá Sofía 2. þ. m. segir frá því, að
28. f. m. hafi Tyrkir myrt hvert
kristið mannsbarn i borginni Mehomía
(Raslog), nema hvað einir 10 karl-
menn hafi komist undan á flótta.
*TaIið er, að inir kristnu borgarbúar
Jiafi verið um 3200. Bolgaría er sí-
felt að búa her sinn, en hefir enn
eigi þorað að leggja í stríð við Tyrki
til hjálpar löndum sínum í Make-
dóníu, enda hafa Bretar, Rúsar og
Austurríkismenn látið Bolgara vita,
að þeir ættu engrar liðveizlu von
hjá sér, ef þeir legðu í ófrið.
Japan. Yér gátum þess fyrir
nokkru, að samkomulag mundi á
komið milli Japana og Rúsa urn
Mandsjúrí, þannig, að Japanar skiftu
sér ekki af framferði Rúsa þar, ef
Rúsar létu Japana hlutlausa í Kóreu.
Nú má daglega lesa í rúsneskum
blöðum fregnir um það, að Japanar
sé sífelt að flytja herlið til Kóreu,
og síðast er þess getið að mikill
herskipafloti Japans liggi við Kóreu-
strendur og sé að setja þar herlið á
land.
Sendiherra Japana í Lundúnum,
Hayasjí barún, var spurður um þetta
2. þ. m., og gaf hann lítið út á, en
sagði, að Japanar hefðu haft lengi
herlið í Kóreu til að gæta ritsímanna
í landinu. Þetta lið þyrfti oft að
skifta um, og mundu liðsendingar
þær, er um væri talað, ekki vera
annað en nýtt lið, er kæmi í stað
ins gamla. Rúsar hefðu aldrei haft
á móti, að Japanar hefðu lið þar til
að gæta ritsímanna í landinu, enda
mundu Japanar halda þeim hætti
fram, hvað sem Rúsar segðu, og
hvort sem Kóreu-stjórn líkaði það
betur eða ver. En er hann varspurð-
ur um, hvort Japanstjórn hefði neit-
að að flytja setulið sitt burt úr Kór-
eu fyrri en Rúsar flyttu sitt setulið
burt úr Mandsjúrí, þá kvað hann
Kóreu hafa þá þýðingu fyrir Japan,
að stjórn sín mundi halda þar setu-
liði, hvað sem aðrar þjóðir gerðu
annarstaðar.
Er af þessu að ráða, að Japanar
sé að leggja Kóreu undir sig þeg-
jandi og hljóðalaust.
Til ritstjóra „Fjallkonunnar".
(Niðurl.).
Þér segið, herra ritstjóri, í svari
yðar: „Hr. G. E. hefir gert sór mik-
ið far um að reyna að troða því
inn í almenning, að legukostnaður í
Landakotsspítalanum sé sanngjarn og
ekki dýr. Um þetta atriði höfum
vér enn sem komið er ekkert sagt.
Vór höfum hvorki sagt hann sann-
gjarnan né ósanngjarnan".
Ég hefi einungis leyft mér að skýra
málið svo satt og rétt sem óg vissi;
en þér reynið stöðugt til að troða
því inn í almenning, að það sé óver-
andi á St. Jósefs spítala kostnaðar-
ins vegna. Þér reynið eftir mætti
að fæla fátæklingana frá að leggjast
inn á spítalann, til þess þar að fá
bót meina sinna, þrátt fyrir það þó
þér vitið að hjúkrunin er góð, lækn-
amir snillingar og kostnaðurinn svo
lítill sem unt er, þegar ekki er um
neinn opinberan styrk að ræða.
Það er satt, ég hafði nærri gleymt
því að minnast á þessa 3 liði, sem
þér eruð alt af að endurtaka og sem þér
segið að ég ekki leitist við’ að færa
neinar sannanir í móti.
a. „Að menn verði hvort þeir vilja
eða ekki, að sætta sig við Landa-
kotsspítalann. “
Jð sama má segja alstaðar þar sem
einungis er einn spítali, að menn
verði hvort þeir vilji eða ekki að
sætta sig þann eina spítala.
Og þanniger það t. d. með Holds-
veikisspítalann að hinir holdsveiku
verða að sætta sig við hann hvort
sem þeir vilja eða ekki.
b. „Að dvöl þar ineð læknishjálp
og öllu meðtöldu só fátækum og
snauðum mönnum ómöguleg." Ég
spyr: Hversvegna ómöguleg? Yegna
kostnaðarins ? Ég þykist vera búinn
að sýna fram á það, að kostnaður-
inn á Landakotsspítalanum er hvað
einstaklingana snertir mjög svipaður
því sem hann var á sjúkrahúsi Reykja-
víkur. En taki maður með í reikn-
inginn hjúkrun þá er systurnar hafa
veitt bláfátækum ókeypis, þá verður
annað uppi á teningnum; og því skil
ég ekki þann ómögulegleika sem rit-
stjórinn er að burðast með og reyna
að troða inn í almenning, að það
só frágangsök kostnaðarins vegna að
vera á St. Jósefs spítala.
c. „Að vér getum og eigum að
koma okkur upp spítala fyrir Suður-
land með fríplássum fyrir fátæka
menn.“
Yið erum fáir og smáir og vona
að þór, herra ritstjóri, sem þingmað-
ur séuð ekki spentir fyrir að eyða
landsfó eða almannafé að óþörfu.
Hvað fríplássum viðvíkur, þá eru
þau ekki svo óumflýjanlega nauðsyn-
leg, á hvaða spítala sem er. Sveitarút-
svörin okkar, eins og alstaðar ann-
arsstaðar, ganga til að hjálpa hinum
fátæku og ekki sizt hinum fátækustu
— hinum veiku. —
12/9 — 03.
Gun. Einarsson.
[Misprentast hefir í 48. bl., 4. dálki,
í þessari grein: „2550 kr.“ fyrir:
„3550 kr.“]
Búnaðar-verkfæri.
Amerísku plógarnir og
Ólafsdals-plógurinn,
Sannleikurinn sigrar.
Uppreisn fyrir St. 15. Jónsson.
Verk-kunnátta og hEeypidómar.
Það eru nú víst ein þrjú ár eða
meira síðan Búnaðarfélag íslands
keypti 4 plóga ameríska af hr. Stef
áni B. Jónssyni, sem verzlar hér með
amerísk búnaðarverkfæri, smíðatól o.
fl. áhöld.
Þegar plógarnir komu, var hr. J.
.1. búfræðingur fenginn til að reyna þá..
Hr. J. J. er að líkindum sá búfræð-
ingur hér um slóðir, sem kann lang-
bezt að verkum í sinni grein, bæði
piægingu og öðru — með þeim verk-
færum, sem Jiann hefir lært að nota.
Arangurinn af 'reynslu hans var
sá, að plógarnir þessir frá Stefáni
væri óhafandi að öllu hér fyrir vora
hesta og vorn jarðveg. Hann reyndi
tvo plógana; en einn var ekki svo
mikið sem tekin úr umbúðunum,
því að auðsætt þótti á honum að hann
væri ait of þungur og óhæfilegur.
Hr. J. J. lét reynslu sína í Ijós í
blöðunum. Stefán svaraði og reyndi
að verja plóga sína. En því var ekki
sint. Fáir efuðust víst um, að bú-
fræðingurinn hefði rótt, og Stefán
væri bara að gylla varning sinn, þótt
hann væri annaðhvort fánýtur i sjálfu
sér eða ætti að minsta kosti ekki
við hér. (Það er ótrúlega kröftugt.
töfra-orð þetta oft um áhöld eða að-
ferðir, að það „eigi ekki við hér“!).
Stefán hafði skömmina af þessu
öllu saman, og án efa traust-spjöll
hjá þeim öllum, sem ekki þéktu hann.
Að minsta kosti man ég að einn vinur
minn í stjórn Búnaðarfélagsins spurði
mig um, hvort óg þekti ekki þennan
Stefán B. Jónsson, og hvort hann
mundi ekki vera „húmbúgisti, óáreið-
anlegur.“ Ég sagði þá, sem ég hefi
sagt oft Yð marga aðra, að ég þekti
Stefán vel bæði áður en hann fór
vestur (hann hafði verið heimilis-
maður hjá mér missiristíma), meðan
hann var vestra og eins síðan, og
að ég vildi leggja drengskap minn að-
veði fyrir því, að hann væri vandað-
maður, sem óg vissi, að ekki mundi
víss vitandi eða viljandi rangt gera
— vandaður í öllum viðskiftum, og.
auk þess greindur maður og hugvits-
samur.
Rétt er að geta þess, að Stefáni
var aldrei ger kostur á að vera við,.
er plógarnir vóru reyndir.
Svo er nú ekki meira um plóga
þessa að segja um hríð. Þeir lágn
þarna ónotaðir og óhreyfðir ár eftir
ár. Búnaðarfólagið borgaði auðvitað-
Stefáni plógana, en hefir víst litið-
svo á, að þeim peningum, sem það
hafði varið í plógana þessa, vært
blátt áfram fleygt í sjóinn.
En svo á síðast liðnum vetri ritar
félagið hór Landbúnaðarfélaginu
danska og biður það senda sór upp-
svo góðan og vanan plægingamann,
sem það geti beztan fengið, til að
plægja lrér og kenna plægingu. Svo-
fókk það upp í vor danskan mann
hr. Julius Jensen. Og það er víst
enginn efi á, að hann er svo fær og;
kunnandi maður í sínu verki, sem
frekast verður á kosið. Hann er ung-
ur maður og greindur.
Fyrir eitthvað hálfurn mánuði gat
hr. Björn Jensson þess við mig, að
nú væru plógarnir hans vinar míns^
Stefáns B. Jónssonar að komast í veg.