Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.10.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 22.10.1903, Blaðsíða 3
3 og gengi; sagði, að dansld plæginga- maðurinn hrósaði lieiin á hvert reipi; pað væri rétt fyrir mig að hittahann að máli. Nokkrum dögum síðar kom ég til séra Eiríks Briem; hann fór pá að segja mér frá plógunum; séra Þórhallur hafði sótt hann þann dag til að sjá hr. Jensen plægja með þeim. Hann var hriflnn yflr plóg- unum og plægingunni. Séra Eiríkur er ekki, eins og helzt til margirhér, hræddur við alt amerískt; þvert á móti segir hann, að það sem hann hafl séð eða reynt af áhöldum það- an, standi öllu öðru framar. Hann sagði sama við mig sem Björn hafði sagt, að ég skyldi tala sjálfur við hr. Jensen og heyra álit hans. Ég lét ekld þurfa að segja mér þetta í þriðja sinn. Því að satt að segja langaði' mig til að geta stutt að því, að hr. Stefán B. Jónsson fengi dálitla viðréttingu á þeim ó- Yerðskuldaða hnjóði, sem plógar hans liöfðu orðið fyrir. Sannleikurinn í þessu máli á skil- ið að fá að koma í ljós. Það er landinu til tjóns, að óverðskulduð tortrygni sé vakin á hér óþektum verkfærum, sem eru betri en þau er hér eru tíðkuð. Það er fram- fara-spillir. Og það er eins skaðlegt og rangt, að sá sem reynir að leiða inn ný og betri áhöld, sé gerður tor- tryggilegur að ósekju. Svo í morgun (Miðvikud.) lagði ég upp á dagmálum og suður í gróðrar- stöð. Á leiðinni hitti ég séra Þór- hall, sem stóð í garðshliðinu á Lauf- ási og bauð mér að koma með sér ofan á völl þar og sjá nýja plægingu. Ég sagði honum að ég væri á leið- inni til að hitta sjálfan plæginga- manninn og spyrja hann spjömnum úr. Hjá séra Þórhalli sá ég, hve prýðilega hr. Jensen ristir ofan af með ameríska plóginum, sem sker jarð- vegínn af í jöfnum strengjum 7—8 þml. breiðum og 2—2J/2 þykkum (á að gezka eftir sjónhendingu). Lolcs kom ég suður í „stöð“ og hitti hr. Jensen. Hann sýndi mér plógana alla, og var hann að láta ungling, sem var að læra hjá hon- um, plægja með einum þeirra. Piógarnir eru fjórir: Prairie Chief, Canton Clijiper, Canton Scotcli Clipper og lioot Gronnd Plow. Ég spurði hr. Jensen, hvernig honum líkuðu þessir amerísku plógar, og svaraði hann: „ágætlega". Ég sá þar Ólafsdals-pióg og spurði, hvernig hann væri. Hann sagði þetta væri miðplógurinn, ekki sá elzti; en yngsta Ólafsdals-pióginn hafði hann líka og hafði reynt. „Hvernig er hann?“ spurði ég. „Jú, það er svona eins og góður, gamall danskur bónda- plógur. Siík verkfæri á að geyma á forngripa-söfnum.“ — „Erþá ekki gott að plægja með honum?“ -— „O-jú, eins og dönskum plógum hér um bil.“ — „Eru þeir þá ekki góðir ?“ —-„O-jú! Þeir eru enn notaðir víða i Danmörku, en eru að hverfa fyrir amerisku plógunum, sem hvervetna ryðja sér til rúms.“ — „Þér takið þá þessa amerísku plóga hér fram yflr aðra plóga, sem hér eru tíl?“ — „Mér dettur ekki í hug að nota aðra.“ — í hverju iiggur það?“ — „Það er miklu betra að vinna með þeim; þeir vinna betur; og þeir eru miklu betur' smíðaðir og úr betra efni og því endingarbetri.“ Ég spurði hann, hvort hann hefði plægt áður í Danmörku með þessum amerísku plógum. Já, hann var vanur amerískum plógum, en hafði ekki haft einmitt pióga frá þessari verksmiðju. Þess er sízt getið í neinu rírðar- skyni við hr. Torfa Bjarnason, að þessir amerísku plógar taki fram plógi hans. Fáir menn hafa unnið landi sínu meira gagn en hann, og ekki er honum sök á því gefandi, að hann hefir ekki átt kost á ný- lega að kynna sér beztu verkfæri í útlöndum. Hefðu þessir plógar verið til, þegar hann kom til Ameríku, eða verið til í Skotlandi, er hann var þar, hefði hann án efa tekið þá upp. Og engum væri enn betur til trúandi, en honum, þótt nú sé gam- all orðinn, að kunna að meta þá og taka þá upp, ef hann sæi þá og reyndi. Og þó að hr. Jóni Jónatanssyni tækist ekki betur, en raun er á orð- inn með að reyna og nota amerísku plógana, þá er ekki vert að kasta of þungum steini á bann fyrir það. Hann piægir afbragðsvel með þeim plógum, sem hann heflr lært að nota, og hann er snillingur í öilum verkum sinum. Eftir engan búfræðing annan liggur jafn-mikið og jafn-vel unnið verk á jafn-stuttum tíma að allra dómi. Hann stýrir í Brautarholti því fyrir- myndarlegasta búi, sem til er hér á landi. Það var smjör frá honum, sem fyrir fékst í sumar 1 kr. fyrir pd. í Englandi sömu vikuna sem fín- asta danskt herragarðs-smjör stóð í 1 kr. 5 au. Að honum mistókst svona með amerísku plógana, hefir sjálfsagt kom- ið af því, að hann heflr ekki kunnað með þá að fara, ekki kunnað tök á þeim, þótt hann kunni vel að beita því verkfæri, sem hann hefir lært með að fara, Þetta má meðal annars ráða af því, að hann heflr reynt plógana alveg eins og þeir komu úr umbúð- unum; en í því ástandi segir hr. Jen- sen sig furði ekki, þótt enginn gæti hnikað þeim með hestum vorum. Það þarf að færa til hluti á plógun- um („stilla plógana af“) eftir því, til þvers þeir eru notaðir og hverju fyrir há er beitt. Plógum þessum er nokkuð sitt hátt- að hverjum. Prairie Chief er sériega vel iagaður til að rista ofan af; hann er skera-breiður og gott að stýra hon- um. — Canton Clipper er einkum tii að brjóta upp jörð; skerinn er mjórri en á Irairie Chief og ekki eins létt að stýra homun. — Canton Scotch Clipper er einkar-hentugur til að djúp-plægja; með honum sáégplægt. — Eoot Ground Flow mætti víst kalla botn-pióg. Hann er ætiaður til að losa upp jarðveginn undir eigin- legri piægingu eða fyrir neðan hana. Skerinn er örmjór. Jensen sagðist ekki hafanotað hann hér né prófað, því að á honum þyrfti ekki að halda. við þann ja.rðveg, sem hér væri við að fást í þessu bygðarlagi. Hann ætti að nota helzt þar sem jarðvegur væri leirkendur og fastur (harður) í sér. Ég spurði hr. Jensen, hvað hann væri fljótur að plægja með þessum plógum. Hann sagði mér, að hvort sem væri að rista ofan af eða djúp- plægja, þá væri létt að plægja 100 □ faðma á klukkust., ef maður hefði fjóra hesta til afnota, tvo og tvo í einu á víxl til hvíidar. Þetta miðað við vora smáu, þróttlitlu útigangs- hesta. Eftir því mætti plægja dags- sláttuna á 9 klst. Ég hefl nú _ minst á þetta pióga- mál svo sem ég álít nægilegt að sinni. Ég held ég hafl varla farið til muna rangt með neitt í því. Að minsta kosti er það ekki með vilja gert, ef svo er, sem ég hygg varla munu reynast. Skyldi samt svo vera af vanþekking minni eða misskilningi, skal mór vera ljúft að leiðrétta það. Ég hefl ekkert vit á jarðyrkju né jarðyrkju-verkfærum. Það væri því hlægilegt af mér að dæma um slíka hluti — blindur um lit — eða ætiast til að nokkur tæki mark á slíku, ef ég bæri það við. En mér skildist, að hér hefði ver- ið rangt dæmt um verkfæri og manni gert rangt, Því hefl ég reynt að láta þann mann, er vit hafði á, koma mér í skilning um, hvað rétt væri í málinu. Og það hefi ég reynt að hafa rétt eftir, til að gera með því þarfa-verk og réttlætis-verk. Hafi mér tekist það, þá er til- ganginum náð. Með þessu er úttalað um þetta mál frá minni hálfu að sinni. En ég vona von bráðara að geta minst á tvö mál önnur, þessu ekki ails-óskyld. J. Ó. C;TÁ> c~bal annars! Stundvísi. Engri dygð erum vér íslendingar gersneyddari en stundvís- inni. Ef eitthvað á að vera eða gera hjá oss á ákveðinni stund, þá má eiga víst, að það verður elcki gert á þeirri stund. Ég man altaf eftir Jósefl gamla með neflð. Hann var Húnvetningur og vesturfari. Járnbrautarlestin stað næmdist á stöðinni og inn í vagn- ana var hrópað, að hér yrði viðstaða í 20 mínútur til snæðings. Aliir þyrptust út úr vögnunum og rudd- ust inn í matsöiuskáiann á stöð- inni. Fólkið var margt og „þröng á þingi;“ sumir komust siðar að mat- borðinu en aðrir; Jósef einn með þeim síðustu; hann var jafnan síð- astur til allra góðra hluta og gagn- samlegra. Þegar 5 mínútur vóru eftir af viðstöðutimanum, var blásið til brottfarar fyrsta sinn. Þá fóru allir að hypja sig út úr borðealnum og um borð í vagnana. Þá er 2 mínútur vóru eftir, var blásið í annað sinu. Þá flýttu þeir síðustu sér út, nema Jósef; hann sat og hámaði í sig sem óðast. Þá kallar einhver til hans: „Jósef, flýttu þór! Komdu undir eins. Lestin er að fara.“ —- „Og aldrei skal ég trúa því, að hel- vítin verði svo líðilegir að fara á undan manni áður en maður er bú- inn að borða," sagði Jósef og sat sem fastast. — Tveim mínútum á eftir var biásið í þriðja og síðasta sinn og á sama augnabiiki var lestin á stað. — Jósef varð þar eftir. Hann kom fram meðal landa viku eða hálf- um mánuði síðar, sendur sem önnur óskilakind. Hann skildi engan og og enginn hann. Honum þótti sín ævi ekki sem bezt verið hafa. Á Þriðjudögum eiga auglýsingar í „Reykjavík" að koma í prentsmiðj- una eða til ritstjórans. í síðasta iagi á Miðkudags-hádegi. En augiýsendur vorir,. og þar á meðal kaupmennirnir, koma á hverri viku með auglýsingar eftir þann á- kveðna tíma — stundum eftir að- blaðið er komið í piessuna. Með þessu baka þeir prentsmiðjunni og ritstjóranum óþoiandi tímatöf. Mér er tíminn peningar, hvort sem auglýsendurnir trúa því eða ekki, og því vil ég vinsamlega biðja þá,. að koma með auglýsingar sínar í ákveöna tíð, en búast ekki við, eins og Jósef Húnvetningur, að alt af sé beðié eftir sér. . p. Ó. Polyglotta. Islenzka: Ég drekk nú svona dag og nótt með degi hverjum rúman pott; og þó það öðrum þyki ijótt, þá þykir mér það skratti gott. (Páll Ólafsson). Danska: Nu Dag og Nat jeg drikker trygt I Degnet saadan godt en Pot; Det synes mange meget stygt, Men mig det smager Pokkers godt. Pýzka: Bei Nacht und Tag ich trinke wohl Ailtaglich einen Pot constant; Wohl scheint es andern sehr frivoi, Mir schmeckt es aber brilliant. Enska: I’m always drinking every day And others find ’tis vicious; But I dou’t care what others say, It always tastes delicious.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.