Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 07.01.1904, Qupperneq 1

Reykjavík - 07.01.1904, Qupperneq 1
TTtgefandi: hltttafélageb „Reykjavík" Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson. Gjaldkerí og afgreiðslumaður: Bbn. S. Þórarinsson. IfvCpkjavtk. Arg. (60 tbl. minst) kostar með burðar- ejii 1 kr. (erlendis 1 kr. 60 au. — 2 sh. — 60 cts). Afgreiðsla: Lauoaveoi 7. PRÉTTABLA Ð — VERZLUNARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ — AU6LÝSINGABLAÐ. V, árgangur. Fimtudaginn 7. Janúar 1904. 1. tölubiað ALT FÆST ; THOWISENS MAGASÍNl. ~^Bg ð|na og elðavélar selur KRISTJÁN ^ORGRÍMSSON. Legsteinar ísl. nfníjp og ELLAV'ÉLAR frá Bornholm ávait til sölu hjá Jul og Omai Schau. Sömuleiðis eldfastur leir, og Cement f smásölu. Godthaab Y erzlunin g ’p "n U (D cd cö Tl O Ö r Verzlunin GODTHAAB er ávalt birg af flestum nauðsynjavörum, flest öllu til húsbygglnga, báta- og þilskipaút- gerðar, sem selst með venjulega lágu verði. Yandaðar vörur. Lágt verð. fvergi betra að verzla en i verzl. GODTHÁÁB. L 'J Q o crt- sa P CT <í CD '“5 P p uiunjzjeyv qaaq'ipor) Orgelspil, cnsku og dönsku kennir vel hæfur maður. — Mála- eða miðdagsmatur tekinn sem Mörci hús af ýmsri gerð á góð- ...■ilá.... um stöðum í bænum til sölu. — Semja má við snikkara borgun, ef vill. Fjeldsted. Lindargötu 13. Bað fæst — þegar ekki skortir vatn — í húsi S. B. Jónssonar við Laugaveg, sé um það samið fyrir fram. Bjarna jfónsson, — 3] Vegamótum, Rvík. Regnkápur alveg nýjar, Regnhiíjar, Sönguslajir, Hálslín og fleira af þessháttar hvergi betra en hjá lj. ytnðersen 8 Ssn. Aðalstræti 16- Penna-dráttmyndir: Eftir Sœunni. [Brot úr sögu]. I. Pétur Smátt-og-stórt. Húsið var allstórt timburhús tví- gólfað, ekki sérlega vandað, 'og stóð við Hlíðarhúsastíg; þar heitir nú Vesturgata. Iðjusamur og hagsýnn snikkari, sem lét sér umhugað um að nota vel vetrartímann, þegar minst var að gera fyrir aðra, hafði reist það einn vetur með lærlingum sínum. Það var gert úr innviðum og borðum úr gömlu húsi, sem selt hafði verið til niðurrifningar, og svo bætt við hálffúnu og alblautu grá- geitartimbri, sem var, úrgangur er norskur timbursali seldi fyrir lítið að áliðnu sumri, til að losna við það. Eigandinn ætlaði sér ekki að búa í því sjálfur, heldur leigja það, og vandaði svo smíðið eftir því — alveg efninu samboðið. Undir húsinu var kjallari. Hann var vel manngengur, 7 fet frá gólfi til lofts, og var helmingur hans gerð- ur til íbúðar fátækri fjölskyldu, eld- húshoia og þrjú lítil herbergi. Hinum enda kjallarans var skift í tvö her- bergi, annað þiljað, er vissí út að götunni, og hafði skóari þar verk- stofu sína; hitt herbergið var óþiljað og leigði það maður vel miðaldra, sem hót Pétur, og var kallaður Pét- ur „Smátt-og- stórt.“ Það nafn hafði hann fengið af því, að hann gerði við alla hluti, smáa og stóra, gaml- ar lóða-klukkur, saumavélar og brot- nar regnhlifar, brýndi hnífa og skæri, spengdi leirílát, girti tunnur ogþétti, smíðaði vatnsgrindur, klipti hár, og skóarinn sagði að hann bætti skó- garma, sem enginn almennilegur skóari viidí virða viðlits eða leggja sig niður við. Pétur Smátt-og-stórt hafði aldrei kvænst, var sívinnandi, síkátur, en græddi þó aldrei fó. Ekki var hann þó drykkjumaður né.lifði í neinu bílífi. Hann matreiddi sér sjálfur og eldaði sjaldan; át oftast kaldmeti. En kaffi drakk hann oft mjólkurlaust með steinsykri, og hit- aði það sjálfur. Hann svaf í einu horninu á verkstofu sinni og hafði gert sér skýligrind fyrír framan rúm- ið. Það vóru t\ær trógrindur, önn- ur jafnlöng rúminu, en hin alin meira en rúmbreiddin, og vóru fastar saman á hjörum. Á grindur- nar hafðí hann strengt striga og olíu- málað svo; því Pétur var málari líka. Margir sóttu til Péturs aðgerðir, bæði efnafólk og fátæklingar. Hann gerði sór heldur engan mannamun, vann jafnt fyrir alla — og vann vel, því að hann hafði verið talsverður hagleiksmaður að upplagi, en enga handiðn hafði hann lært, Fínu frúr- nar sendu til Péturs Smátc-ogstórt með alt, sem bilaði í búri eða eld* húsi, því að hann gerði fult svo vel við flest þessháttar eins og nokkur „lærður" handiðnamaður, hann var líka fljótur til og áreiðanlegur, og svo var hann allra manna ódýrastur á verk síu. Flestar borguðu þær honum sam- stundis. Aldrei var honum boðið neitt í eldhúsi, en oftast boðið kaffi. inni i stofu. Pétur átti reikningsbók allstóra, sem hann hafði bundið sér sjálfurúr skrifpappír, og í haua skrifaði hann alt það sem honum var ekki borgað. En aldrei sendi hann neinum reikn- ing samt, nema hann væri beðinn um; en þá stóð líka alt ávalt hsima rétt. En ef einhver frúin eða ein- hver efnamaður borgaði Pétri ekki í tvö ár, þá var henni eða honum ekki til neins að senda til Péturs; hann „hafði, því miður, engan tíma“, eða hann „gat það með engu móti sem stendur". Og svona stóð einlægt á upp frá því, nema munað væri eftir að borga skuldina. Þá hafði Pétur tíma aftur eftir það. Þessu höföu menn tekið eftir, og af því leiddi það, að allir efnamenn borguðu Pétri. Nokkrir \.nu þeir, og ekki allfáir, sem Pétur vann fyrir og skrifaði hjá þeim það sem þeir borguðu ekki, krafði þá þó aldrei og var viðlátinn fyrir þá eftir sem áður, hvað langur tími sem leið svo, að þeir borguðu. honum ekki. En við borguninni tók hann, ef hún kom. — Þetta vórumenn, sem vóru efnalitlir eða áttu við þröngan hag að búa, en þó ekki blá- fátækir eða alsnauðir. Þá var enn inn þriðji flokkur manna, fátæklingar, sem ekkert áttu. Pétur vann líka fyrir þá; en þeirra skuldir skrifaði hann hvergi, og hann afsakaði sig aldrei með tímaleysi, þegar þeir báðu hann' um eitthvað. Og enn hafði Pétur Smátt-og-stórt einn flokk skiftavina, ekld fámennan; það vóru börnin. Ef bilaði flugdreki, brúða fótbrotnaði, drag för undan barnasleða — þá var segin saga að íara til Póturs, sem alt bætti og gerði við fyrir börnin fyrir ekki neitt. Og;

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.