Reykjavík - 26.05.1904, Síða 3
95
Kaupið Schweizer-siM!
Biðjið um sýnishorn af nýjungnm vorum. af svörtu, hvítu eða mislitu.
Sérstaklega: Silki-Fouiard, hrásilki, Méssalines, Louisines,
Sveizer-ísaumssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au. og þar yfir
pr. metor.
Vér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn
kjósa sér, tolífritt og burðargjaldsfritt heim til manna.
Schweizer & Co., Luzern y 5 (Schweiz)
• Silki-útflytjendur — Kgl. hirðsalar.-
S E M E N T.
Ið alþ’ekta AALBORG PORTLAND SEMENT, sem alstað-
ar er viöurkent fyrir gæði, fæst eins og í fyrra í verzlun minni.
Fyrir nokkrm dögum kom stór skonnorta með sement og eru því
miklar birgðir af því.
Verðið er:
Þegar teknar eru 1— 5 tunnur . . . . kr. 8,50
- - 5—10 - .... - 8,25 hór í Rvík:
— — — 10 — og þar yfir — 8,00
en 1 krónu hærra fragtfrítt á þær hafnir, sem strandferðabátarnir koma.
Pantanir utan af iandi eru að eins afgreiddar gegn borgun fyrir fram.
JES ZIMSEN.
ir segja svo, að þeir geti haft meira
upp úr vinnu sinni á annan hátt.
En gerum nú samt að vatnið úr
brunnunum fáist fyrir þetta verð,
einar fötur eða 30 pottar á 4 aura,
og gerum að bæjarbúar framvegis
sætti sig við þau vandræði að kom-
ast af með 15 potta eða eina fötu
af vatni á mann á dag.
Ef 30 pottar kosta 4 aura, þá
kosta 15 pottar 2 aura.
Ef 10,000 manns verða í bænum,
þá verður eytt 10,000 sinnum 2
aurum í vatn á dag, en það eru 200
kr. Margföldum þetta með 365;
út kemur: 73,000 kr. á ári fyrir
vatnið úr brunnunum. Hvert heim-
ili borgar þá að meðaltali 10 aura
(í peningum, mat eða vinnu) á dag
fyrir vatn, eða 3(ilj2 kr. á ári, því
að hér hafa jafnan verið 5 manns i
heimili að meðaltali.
Þetta er afareinfaidur reikningur.
73,000 kr. á ári fyrir vatn úr brunn-
unum eða S&fz kr. á heimiii að
meðaitali. Það kann að þykjr und-
■arlega mikið.
En vatnið er lífsnauðsyn.
Og hvað kosta aðrar nauðsynjar
handa 10,000 manns?
10,000 ísiendingar eyða á ári
84,000 kr. í kaffi og kaffirót, 48,000
kr. í tóbak, 48,000 kr. í vínföng.
Sumir munu segja, að vatn sé
meiri lífsnauðsyn en kaffi, tóbak og
brennivín.
Þá er að nefna annað: 10,000 ís-
lendingar eyða í sykur 90,000 kr. á
ári og í útlenda matvöru
kornmat) 290,000 kr. á ári.
Alls þessa og margs fleira afla
bæjarbúar sér með vinnu sinni.
G. B.
Firðrita-samband
við útlönd.
„Fjallk." hafði um daginn langa
ritgerð meðferðis um þetta mál, sem
vert er að gera svolitlar athugasemdir
við.
Blaðið talar um „það sem farið
hefir á milli Marconi-fólagsins á eina
[á að vera: aðraj hlið og stjórnar
vorrar ogþingsáaðra [o: hina] hlið“
og þykist hafa „kynt sór“ þetta.
Sannleikurinn er, að blaðið hefir ekki
kynt sér þetta; þvi að annars hlyti
það að vita, að milli Marconi-félags-
ins og „stjórnar vorrar" hefir alls
ekkert farið — engin tilboð verið gerð
stjórn vorri af félaginu til þessa dags,
alls engin.
Svo segir blaðið, að af þessu (þ. e.
því, sem ekki hefir farið milli M.-fél.
„stjórnar vorrar“) sé það kunn-
ugt, að „dönsku milligöngufélagi í
Höfn“, sem þeir Arntzen og Warburg
stofnuðu, hafi verið boðið „loftskeyta-
samband mil’.i Skotlands og íslands,
og einnig milli kaupstaða [hve margra ?]
hér innanlands" fyrir eitthvað 1,350,-
000 kr. - Yæri nú þetta rétt hermt,
sem það mun ekki vera, þá værum
vér þó litlu fróðari eftir en áðurum
það, hvað oss mundi eiga að kosta
Blaðið telur, að „stjórn vor hljóti
j nú að gera sér ljóst, að því einu
boði sé sinnandi, er Marconifélagið í
Lundúnuin hefir gert, alþingi og stjórn
vorri í Kaupmannahöfn.“
Hér er að eins sá hængur á, að
Marconi-félagið hefir til þessa dags
ekkert — alls ekkert tilboð gert stjórn
vorri. Hvað blaðið annars kallar
„stjórn vora í Kaupmannahöfn", er
ekki gott að vita; á það að tákna
ráðherra íslands þá daga, sem hann
dvaldi í Höfn í vetur?
Þegar blaðið hefir sagt frá þessari
tilhæfulausu flugufregn um „Marconi-
félagið í Lundúnum", hverfur það alt
í einu aftur að „milligöngu-félaginu"
danska í Hötn. Og það félag var, að
blaðið segir, „fyrir sameinuð áhrif
ins stóra norræna [málsímafólags] og
innar svo kölluðu íslenzku stjórnar í
Höfn knúið til þess, að leita leyfis
um stofnun loftskeytasambandsins
hjá danska samgöngu-ráðaneytinu, í
stað þess að leita leyfis hjá íslenzka
ráðgjafanum." Og „niðurstaðan varð
sú, að danski ráðgjafinn, hr. Hage,
leyfði sór að neita leyfinu, og fyrir
þá sök varð danska félagið uppleyst"
[líklega samu sem: rofið].
Og síðar í greininni er sagt, að
Danir [o: samgönguráðgjafinn danski]
hafi neitað millilandafélaginu um rétt
til þess, að stofna hraðskeyta sam-
baud við ísland á sinn kostnað.
Hór virðist vera alveg fáránlegur
misskilningur og rangherma hrær-
grautur hjá blaðinu — alveg botnlaus.
Um einkaleyfi til að halda uppi
firðritun um svo og svo langt ára-
bil milli íslands og Danmerkur með
styrk af fé frá rikisþingi Dana er
skiljanlegt að félagið hafi snúið sér
til samgöngumála-ráðgjafa Dana. ís-
lands ráðheira hefir ekki vald yfir
því fó, sem ríkisþingið veitir. Og
um þetta gat danski ráðgjafinn neitað.
Hefðí félagið hinsvegar viljað stofna
firðritasamband milli íslands og Skot-
lands t. d., á sinn kostnað, þá þurfti
það eklci að leita Kyfis til dansks
ráðgjafa um það, og hvað slæmur
sem hr. Alberti kann að vera, hefði
honum víst aldrei dottið í hug að
reyna að „knýja" félagið til þess að
leita til hr. Hage um það. Hann hefði
án efa bent því á, að ísland fengi sér-
stakan ráðherra 1. Febr. 1904, og
að langsnjallast væri fyrir félagið að
snúa sér til hans. Og honum (ráð-
herra vorum nú) hefði aldrei komið
til hugar að banna félaginu að reisa
hér á landi firðritastöð, eina eða
fleiri, eða svo margar sem það lang
aði til. Og ekki þurfti það leyfi
að sækja til hans eða Dana stjórnar,
til að reisa stöðina í Skotlandi.
Og ef félagið vildi fá fjárveiting
frá alþingi og ætlaði sér alls ekki
sjálft að gera neitt á sinn kostnað,
heldur selja oss áhöldin, þá átti það
auðvitað erindi við íslands ráðherra,
en engan danskan ráðgjafa. En fé-
lagið hefir alls ekki snúið sér til ráð-
herra vors með neítt tilboð, hvorki
um þetta né annað.
„Fjallkonan" þarf líka aðkomavið
í lögfræðinni og kenna mönnum, að
„þetta mál“ (firðritasamband við út-
lönd) teljist til „samgöngumála“, en
þau sé „sérstakleg málefni íslands'1
samkvæmt stöðulögunum 1871.
Fallega væri það gert af blaðinu
að nefna oss þá grein og þann grein-
arlið, sem þetta stcndur í, í stöðu-
lögunum. Vér höfum ekki getað
fundið það í þeim. Þar er að eins
nefnt meðal sérmála vorra (í 3. gr.
6. lið) „vegir og póstgöngur á íslandi.“
„Samgöngumál" eru ekki nefnd á
nafn. Ef blaðið vill telja firðritun undir
„póstgöngur,“ þá eru það að eins póst-
göngur á íslandi, sem eru sérmál, en
ekki póstgöngur millí Isl. og útlanda.
Samkv. 6. gr. á ríkissjóður Dana einn
(en ekki landssjóður) að kosta „póst-
ferðir milli Danmerkur og íslands."
Auðvitað kemur þetta alt málinu,
eins og það nú liggur fyrir, rnjög
lítið við; en vér gátum ekki buudist
þess að sýna, hvernig „Fjallk." fer
að „lesa“ lög og kenna.
Auðvitað kemur aldrei til mála,
að Dana-stjórn geti meinað oss að
koma á og halda uppi á vorn kost-
nað firðrita-sambandi við Skotland,
Iljaltland eða England. — En nokk-
urt tilhoð um slíkt samband hefir
stjörn vor enn ekki fengið frá Mar-
coni-félaginu, hvað sem verða kann;
um það er oss full kunnugt.
Vér vonum og óskum eins fastlega
og fremst má verða, að sem fyrst
takist að koma firðrita-sarabandi á
við útlönd. En vegurinn til að greiða
fyrir því er ekki sá að vera að flytja
ósannan tilbúning um málið.
amnirjs!
—o—
25. Mai
Tliorvaldsens-inyntlin á Austur-
velli stendur á sementsteypu-stétt;
þar ofan á eru höggnir steinar und-
ir granítstöplinum, er myndin stend-
ur á. — Þessir steinar eru farnir að
ganga sundur um samskeytin. Sömu-
leiðis steinarnir, sem járngirðingin
umhverfis myndina stendur á. Þetta
kemur auðsjáanlega af því, að vatn
rennur milli steinanna og frýs þar.
Enn fremur eru steinarnir undir
járngrindunum farnir að ganga á
misvíxl, og er það auðvitað af frosti
í jörðunni, sem þeir liggja á.
Við þetta þyrfti að gera sem fyrst,
áður en meiri spjöll verða að. Mundi
ekki sjálfsagt að sementa samkomu
steinanna, svo að vatn gæti eigi
runnið inn á milli þeirra og frosið?
Umhverfis járngrindurnar, er kring-
ja um stöpulinn undir myndinni,
hafa til þessa verið trébekkir til að
sitja á. Nú eru þeir fúnaðiYger-
samlega burt, svo að þar er ekki
flís eftir.
samband þetta — því að ís-
(aðallega' land er ekki sama sem „danskt milli-
göngufélag í Höfn.“