Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 26.05.1904, Síða 4

Reykjavík - 26.05.1904, Síða 4
96 Væri ekki myndarlegra að slá upp nýjum bekkjum þar aftur? Fólk unni þvi mjög að sitja þar í góðu veðri. Vór vonum að bæjarstjórnin hugsi til þessa sem allra fyrst, svo að menn geti tylt sér niður hjá Thor- valdsen, þegar vorbi-agur er á veðri. V atnsyeitumálið. Borgarafund- ur kvað eiga að verða um það mál einhverntíma bráðum. En hvar og hvenœr — það er leyndarmál bæjar- stjórnarinnar enn. „ísafold" kom út í dag, en flutti enga auglýsing til bæjarbúa um þetta. „Reykjavík", eina biaðið, sem hvert lesandi mannsbarn í bænum les, flytur enga auglýsing um það heldur, og bendir það á, að bæjarstjórnina iðri nú eftir, að hún samþykti að halda borgarafund, og viiji láta sem fæsta verða vara við hann, því að þótt hún kosti 10 til 20 sinnum meiru upp á að prenta og festa upp götu-auglýsingar, þá les slíkar aug- lýsingar í bezta lagi ekki 25. hver maður í bænum. En af því vér viljum styðja gott mál, þá viljum vér skora á bæjar- búa, sem á gangi eru, að skyggnast sem vandlegast eftir fram með stræt- unum næstu daga og reyna að upp- götva fundarboðið. Svo vonum vér þeir fjölmenni á fundinn, taki vel eftir þeim röksemd- um, sem þar verða frambornar, hug- leiði þær hleypidómalaust, og kom- ist þá að þeirri niðurstöðu, aðvatns- veitumálinu beri að sinna, eins og það nú horfir við. Skemtilegra hefði það verið, að bæjarstjórnin hefði birt fyrir fram í biaði eða blöðum þá tillögu, eða þær tillögur, sem hún ætlar að ieggja fyrir fundinn. Þá hefðí hugleiðingar manna og umræður haft ákveðnara svið að binda sig við. Vill hún ekki gera það á götu- auglýsingunum væntanlegu ? --<m ■ o * --- Leiðréttingar. X Signrlaug Eyjúlfsdóttir bjó að Nesjum í Grafningi 30 ár, en ekki 50, sem er prentvilia á 72. bls., 4. dálki „Rvikur" þ. á. X í afla s k ý r s 1 u vorri (88. bls., 3. dálki) hafa orðið þær prentvillur, að afli skipa Péturs Sigurðssonar (á Sel- tjarnarnesi), Jes Zimsen og N. Bjarna- sens (í Rvík) er talin 500 of lágt hver. En aflahæð eins skips er og skakt taiin, „Árni Hannesson o. fl. 1 skip, 13500“ á að vera: „Á. H. . . . 20500“. — Verður þá samtalan á Reykjavíkur- skipunum 599500. Annars má þess geta, að tölurnar eru ekki nákvæmar, heldur tek- nar eftir þeim upplýsingum, er kost- ur var á að fá. Það er hr. konsúli Th. Thorsteinsson, sem safnað hefir kýrslunum og látið oss í té. Hann á þökk skilda fyrir viðleitni sina að safna þessu ár effir ár, en hitt er í eðli sínu, að eigi er auðið að ábyrgjast aliar tölur nákvæmlega léttar. En naumast mun þó yfirleitt svo miklu skaltka, að eigi gefi skýrsl- urnar nokkurneginn rétta hugmynd um aflahæðina og samanburð ár- anna. Hitt er annað mál, að full þörf væri á, að setja hér fiski-umsjónar- mann, er hvert skip væri s k y 11 til að gefa upp aflahæð sína, hvert sinn er það kemur inn. Nákvæmlega réttar skýrslur um svo mikisverðan atvinnuveg eru bráð nauðsynlegar bæði fyrir verzlunina og rekstur sjálfs atvinnuvegarins. — Norðmenn hafa slíka umsjónarmenn, og flytja norsk blöð daglega skýrslur þeirra á vertíð hverri. Skipun Landsbanka-bókarans. Sá lögspekingur „ísafoidar", er nefnir sig „Andvara", ritar í gær grein um þetta í blaðið, og heldur þ ví fram: 1. að gæziustjórar bankans hafi mælt með ónefndum manni, að honum yrði v-eitt þessi sýslan, en framkvæmdarstjórinn með öðrum manni. 2. að ráðherrann hafi í veiting- unni farið eftir tillögu framkv,- stjórans, en ekki gæzlustjóranna, 3. að ráðherrann hafi með þessu brotið skipulagslög Landsbank- ans, óvirt gæzlustjórana með ^ví að fylgja ekki þeirra tillögu, og traðkað rétti þess manns, er átti að fá sýslanina. Hvort „Andv.“ hermir rótt í l.og 2. tölulið er oss ókunnugt um. Yér höldum enga njósnarmenn til 'að hnýsast í fundargerðir bankastjórnar- innar né í skjöl á skrifstofum stjórn- arráðsins. Yór höfum ekki heldur spurzt fyrir um það atriði, af því að það stendur á alls engu í máli þessu. Hitt viljum vér benda á, að þ ó a ð það væri dagsatt, sem sagt er undir tölulið 1. og 2. hér að fram- an, þá er það ósannindi ein og vitleyaa, sem ráðherranum er gefið að sök undir tölul. 3. Það er ni. fölsuð tilvitnun, er „Andv.“ færir til úr reglugj. bank- ans (8. Apr. 1894, 8. gr.): „Banka- stjórarnir útkljá í sameiningu þau málefni, sem varða bankann, en gi’eini þá á, ræður atkvæðafjöldi".— Hér er klipt aftan af oghættímiðju máli; greinin er lengri; hún segir enn fremur: „getur þá hver þeirra heimtað ágreiningsatkvæði sitt ritað í gerðabók, og skrifa bankastjórarnir allir undir það sem bókað er. Ekki þarf framkvæmdarstjóri þóað framkvæma ákvörð- u n g æ z 1 u s t j ó r a n n a, þegar hann álítur, að bankinn geti haft tjón af henni; en aldrei má liann framkvæma neitt hað er báðir gæzlustjórarnir hafa neitað að leggja samþykki sitt á.“ S v o n a hljóðar greinin ö 11. Hún sýnir, að [gæzlustjórarnir til sam- ans báðir tveir eru jafn-valdháir framkvæmdarstjóranum. Ilann hefir r é 11 til að n e i t a a ð f r a m- kvæma ákvörðun þeirra. 23. gr. bankalaganna segir: „Lands- höfðingi [nú: ráðherra íslands] skip- ar bókara og féhirði bankans og víkur þeim frá, hvorttveggja eftir tillögum forstjórnarinnar. Aðra sýslunarmenn skipar forstjórnin“. Með öðrum orðum: bankastjórnin veitir sjálf hinar sýslanirnar, en bókara og féhirðis sýslanirnar veitir [lagdshöfðingi, nú:] ráðherrann. Um veiting þeirra, hefir bankastjórnin að eins tillögurétt. Tiilögurnar -eru til ieiðbeiningar fyrir veitingarvald- ið, en binda það ekki. Annars væri t i 11 ö g u-rétturinn gerður að veitingar-valdi. Að þetta só rótt skilið, er auðsætt af orðum sjálfrar greinarinnar. Annars væri enginn munnur á skipun þessara tveggja starfsmanna (bókara, fóhirðis) og ann- ara starfsmanna bankans, og þá væri málsgreinin: „aðrar sýslan- ir skipar forstjórnin" hrein vit- leysa. Þó að því „Andv.“ segði satt frá um „tillögurnar", þá hefði ráðherr- ann samt farið aiveg lögrótt að, þótt hann veitti sýslanina þeim umsæk- janda, er hann áieit færastan . Og að hr. Ól. Davíðsson sé fær- astur þeirra, er um var að ræða, ef- ar trauðlega neinn, er þekkir hann jafnvel og þá — að þeim alveg ólöst- uðum. Á svona lausum ósanninda-sandi byggja Bakkabræðra-blöðin sakargiftir sínar gegn stjórninni. Veðai9*athuganir í Reykjavík, eftir Sigríbi Björnsdóttur. 1904 Maí. Loftvog millim. Hiti (C.) -4-» ÉB S-t *o a> ;> fab cð a cn Úrkoma millim. Fö 2078 748,0 11,7 E 1 10 17,7 2 750.7 8,0 ENE 1 9 9 748,0 6,7 NE 2 10 Ld 21.8 751.7 10,8 SE 1 9 5,0 2 754,4 8,6 SE 1 5 9 755,0 6,7 SK 1 8 Sd 22. 8 757,1 11,8 W 1 9 1,9 2 752,4 8,6 E 2 10 9 745,7 7.1 NE 2 10 Má 23. 8 743.0 12,2 NE 2 9 0,5 2 744.0 9,6 NE 1 10 9 743,7 8,7 NE 1 10 Þr 24.8 748,7 11,3 ENE 1 6 9,7 2 750,0 11,1 E 1 5 9 7.7 E 1 7 Mi 25. 8 749.3 10,0 SE 1 9 1,3 2 747.0 6.4 E 1 5 9 748.8 7.8 NE 1 10 Fi 26. 8 748.6 8,7 NE 1 8 5,0 2 749,2 9,2 NE 1 10 9 Kynleg’ lífseigja. „Þess kváðu vera mörg dæmi, að maður hefir flutt kvæði eða rit- að erfðaskrásína með blóði sínu, e f t i r a ð hann hafði rist sig á kvið, eða höggvið af sór höfuð sjálfur". [„ísafold", XXXI, 33, 131. bls., 2. dlk. 8—4. 1. a. n.] r Agæta, reykta, norska Síld selur C. Hertervig. Hestapössun. Heiðruðum bæjarbúum gefst hér með til vitundar, að í Kópavogi verða hestar teknir til vöktunar frá 7. Júni til 1. Október næstkomandi. Jafn- hliða verða 2 vanir hestadrengir til að færa og sækja hestana, á hvaða tima sem er, í víst port, sem auglýst verður seinna. Kópavogi, 25. Maí 1904. Ijelgi Sigurðsson. Hjá Helga Sigurðssyni á Njáls- götu eru 2—3 samiiggjandi góð her- bergi til leigu fyrir einhleypa, eða „fainiliu" nú þegar. YOTTORÐ. Eg undirritaður, sem í mörg ár hefi þjáðst mjög af sjósótt og árang- urslaust leitað ýmsra lækna, get vott- að það, að eg hefi reynt Kína-lífs- elixír sem ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð 2. Febr. 1897. Guðjón Jónsson. Iíína lífs-elixírinn fæst hjáflest- um kaupmönnum á íslandi, ántoll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður, að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að VFP~- standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerkiá flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Valdemar Pet- ersen, Fredrikshavn, Danmark. til Fríkirkjunnar veiti eg móttöku í Þing- holtstræti 3. ^rinbj. Sveinbjarnarson. Prentari: Porv. Þorvarðsson, Pappírinu frá Jóni Ólafssyní,

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.