Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.07.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 16.07.1904, Blaðsíða 3
125 N° 10 N° 10 N° 10 REVNifl waiiii*8 og þér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá öllum helztu kauþmönnum á íslandi og um allan heim. ====== N° 10 = N° 10 N° 10 fél.“ danska skip þess, en þau vóru 4: Geysir, Island, Norge, Thingvalla. „Geysir“ fórst svo fyrir nokkru; og nú er „Norge" farið. „Norge“ var 3200 tcns, og fór frá Khöfn 22. f. m. og til Christans- sand í Noregi; lagði svo þaðan af stað beinleiðis til New-York. Skips- höfn var 68 manns, en farþegar 700, og 214 af þeim vóru konur ogbörn. Skipið hélt svo sem leið liggur vest- ur um Pettlands-fjörð (sundið norðan við Skotland) og að morgni 27. sást vitinn á Ljóðhúsum (Butt of Lewis) á Suðureyjum (Hebrides). Var merki geflð til vitans, að alt geugi vel. Næsta morgun var regnúði, vind- ur enginn, en úfinn sjór, því að •stormur hafði þar biásið áður. Langt í hávestur af Ljóðhúsum stendur upp klettur úr hafinu, er Rockall heitir; suður og vestur af honum gengur rif í hafinu 5 mílna langf enskra (l1/^ sæmiiu danska), og brýtur þar víða á, er kvika er í sjó. Einn hlut.i rifs þessa er nefndur Elínar-boði (Helen’s lieef) og á þann boða sigldi „Norge“ ki. 71/., árdegis. Vélafii var þegar snúið og spyrnti skipinu aftur af rifinu ; en á það hafði komið svo stórt gat að framan, að féll íun sjór koiblár og fylti skipið og sökk það á þriðjungi stundar. 8 vóru bátar á skipinu: varð 7 af þeim komið fyrir borð, en úr einum slitnuðu tengsl, er hann hékk utan- borðs; brotnaði hann og var úr sög- unni. Sviplikt fór með annan bát til; en 5 bátar ails (ekki 4 að eins) komast klakklaust á sjó og vóru fólki fyltir. Fyrir megin fólksins var ekkert bátrúrn; flaut sumt af því á bjargh, irigum, en sumt varð á skip- inu og sökk með því, en hina, er umhverfis íiutu, sogaði niður og fór- ust þar. Kemur fyrir lítið að út- mála þær hörmungar og hroðasýn. Af bátunum (5, en ekki 4) er það skemst að segja, að 4 af þeim fundu ýmis skip næstu daga eftir, einn þeiita fanst 6 dögum eftir. Einum barg botnvörpuskipið „Sa)via“, er var á leið héðan frá íslandi, og flutti hann til Grimsby; öðrum barg skozkt skip, og inum þrlðja þýzkt skip, og flutti þá til Stornoway á Suðureyj- um. — 4. báfnum barg skozkt eim- skip nærri Suðureyjum og flutti þá 5. þ. m. til Aberdeen. Á sumum báta þessara höfðu menn verið mat- lausir 4 sólarhringa, en vatnslausir 3. Alls björguðust 148 menn á þessum 4 bátum, en af þeim dó 1 barn á leiðinni; tveir vóru, er síðast fréttist, dánir í landi, en einn orðinn vit- skertur. Svo brátt bar að slysið, að maigt af fólkinu var í nærkiæðum ekium. Svonastóð, er „Laura“ fór frá Leith, og var þá tnlið, að 620 (ekki 637) hefðu drukknað. En einn báturinn vai talinn farinn. En er „Laura“ kom til Færeyja, þá fréttist. að þangað var komin skipshöfnin af 5. bátnum; hafði norskt seglskip, er var á leið frá Skotlandi tíl Seyðisfjarðar, borgið þeim báti á 60° 33’ n. br. og 4° 9’ v. 1., ogvóru á'honum 19 manns, svo að aiis hefir tala þeirra er druMcnuðu verið 601. Gundei hét skipstjórinn á „Norge“. Hann kom til skila a 3. bátnum, er bjargaðist, og furðaði alla, og þeir er á hinum bátunum komust af, ætluðu ekki að trúa eignum augum, er þeir sáu hann, því að aliir höfðu þeir séð hann standa á stjórnpalli skipsins upp í axlir í sjó og síðast horft á liann sölckva með skipinu. — Hann segir sjálfur svo frá, að hann stóð á stjórnpalii, erskipiðtók að sökkva, hafi það svignað mjög, líklega af loftþrýstingi frá búlkanum; við þetta svignaði stjórnpallurinn og handriðsjárn þrýstust saman um ann- að lær hans, svo að hann varð þar fastur eins og tóa í boga og sökk svo með skipinu; en er það kendi grunns, gliðnuðu járnin frá, svo að hann losnaði, og skaut honum þá upp á yfirborð sjávar og gat synt til eins bátsins; þar vildu þeir st.jaka honum frá, er báturinn var áður drekkhlaðinn. Hann bað þá eigi svo gera, og kynni hann að geta orðið þeím til liðs; en er þeir kendu manninn, að þar var skipstjórinn, þá innbyrtu þeir hann, og segja þeir svo, að þeir megi þakka honum lif sitt, því að enginn annar var þar fær til skipstjórnar. Meöal farþegq, þeirra er af kom- ust, var einn íslendingur, Jóliann lijarnason að nafni, eftir þvi sem dönsk biöð herma. í bréfi frá Höfn hingað er hann nefndur Jóhann Gisli Bjarnason. (úr Vestmanneyum). Stvíðið. „Reykjavik“ gat þess síðast, að ný frézt hefði, að Japar hefðu nað þremur yztu virkjunum við Port Arthur, en að ensk blöð drægju efa á þá fregn, en vér töld- um hana ekki svo ólíklega. Það hefir hú staðreynzt, að fregnin er sönn, og að Japar hafa tekið siðan 4.virk- ið, og eru nú ekki nema 7 mílur enskar (ca. 1 ’/2 mílu danska) fiá borginni. Þeir hafa nú dregið urn- sátursherinn í þéttan hálfhring um þveran skaga, og sækir her þeirra suður eftir bæði austan og vestan á skaganum, 0g er nærri daglega sótt að virkjunum bæði á sjó og landí. Annare vita menn lítt um aðgerð- ir Japa, nema þá er þeir hafa háð orrustu, því að þess á milli geyma þeir þess vendilega að ekkert fregn- ist. Með engum her þeirra (hvorki \áð Port Arthur, með Oku hershöfð- ingja við Kaí-tsjá, né við Takusjá-her- inn) er neinum útlendum fregnrita ieyft að vera, nema við her Kuroki’s, og þar er þeim haldið i litlura hi ing, tvö kílómekur að gagnmáii, og vörð- ur um þá, og fá þeir engin skeyti burt að sonda, nema um afstaðnar orrustur. Frá Japa hernum milli orr- usta íréttist því ekkert, að kalla, nema það er hershöfðingjamir skýra frá sjálfir, og er það fátt. En það er annálað, að engin fregn, sem frá japönskum foringjum hefir komið í þessu stríði, hafi enn reynst ósönn. Stundum koma fregnir af hinu og þsssu með flóttamönnum eða með sjómönnum, er undir strendur koma, en misjafnlega reynast þær sannar. Þessi leynd, sem Japar hafa á öll- um sínum hreyfingum og gcrðum, hefir mjög stutt að sigursæld þeirra og til að veikja Rúsa. Þannig neyð- ast Rúsar nú til að dreifa njósnar- flokkum af liði sínu allþétt um 150 milna beiti, til að hafa nokkra vit- neskju af, hvar Japar sé, og verða þó misfróðir einatt, því að Japar hafa ýmis brögð í frammi til að villa þá um það, hvar herflokkar sínir sé. Frá Rúsa háifu koma oft fregnir um liitt og þetta, og reynast lang- flestar lygi. Þannig símuðu þeir út um heim allan á dögunum, að þeir hefðu tekið af Jöpum næsta dag aft- ur öli fjallskörðin austan brautar; en það reyndist svo rnikil lygi, að þeir liafa ekki reynt enn í dag að ná neinu þeirra. — Þá báru Rúsar það til baka, að Japar hefðu sökt fyrir sér nokkru skipi. En engu að síður er það nú fullsannað, að þeir sökktu, eins og vér gátum um síð- ast, fjórum skipum fyrir þeim. Það vóru vigskipin „Sevastopol" og „Pere- sviet,“ beitiskipið „Diana“ og annað beitiskip, er menn vita eigi nafn á enn. Aftur á móti er það rugl eitt, er hér hefir staðið í biaði um 5. skipið, sokkið við hafnarmynnið. Það er ekki annað en önnur saga um „Sevastopol.“ Japar hafa nýlega mist beitiskip, ekkí í orrustu þó, heldur rakst á sprengivél í Talienvan-fióa. Það var eizta og minsta beitiskipið í fiota þeirra. — VladivostoJc-flotinn hefir enn verið úti á sveimi — sumir scgja sökt tveim flutninga-skipum — og kom hann í augsýn Kamimura að- mírál og hans flota í Kóreu sundi í 10 miina fjariægð. Kamírúra elti hann og dró saman, unz 5 mílur vóru á milli, en þá slöktu Rusar ljós öii á skipum sínum og dró þá undan í þoku og stefndu norður. En Kamí- mura mátti eigi of langt elta þá norður, því að honum er um fram alt boðið að gæta þess, að hinir sleppi ekki suður sundin. En in minni skip sín nokkur lætur hann elta þá og njósna um þá. — Síðustu dagana í f. m. hófust rigningarnar í Suður-Mandsjúri. Þær nmnu stunda fram undir miðjan Ág., en þá fer að þorna, og ýegir verða góðir á 10 —12 dögum; þá hefst ofsahita-tið. Jarðvegur við Múkden og þar suður af or deigulmókendur «g svo þykkur, að leðjan hleðst á fætur mönnum, svo eð enginn kemst úr sporum. Sléttur eru miklar þar um svæði, og við Ljá-jang var sem yfir eitt stöðuvatn að sjá margar mílur umhverfis. í herbúðum Rúsa gátu margir menn hvergi sezt niður á þurran blett, og eld fengu þeir.ein- att ekki kveikt 12—14 stundir sam- fieyTt — ekkert eldsneyti nema hrá- blautur viður nýhöggvinn. Suður við Port Arthur segja menn að atsókninni verði þó fram haldið slirdiuiauft á krdi (g sjó, og kemur öllum saman um, að ekki sé nú nema um örfáar vikur að tefla, unz úti er um Port Arthur. Sumir spá að ekki líði til þess margir dagar. I.andshornaTma miUi. Yeðrátta vii ðist vera in bezta og blíðasta um alt iand, árgæzka til lands gg sjávar. Sláttur byrjaði í fyrsta lagi á Norðuriandi, á stöku stað 20.-25. f. m. Með „Skálhoiti" sama að frétta úr ölium áttum. Mislingarnir hafa breiðst frá N.- ísafjarðarsýslu út til tveggja bæja í Steingrímsfirði í Strandas., en þeir báðir verið sóttkvíaðir. Stjórnarráð- ið heflr boðið að rannsaka, hver bor- ið hafi sýkina, svo að refsað verði þeim er brotið liafa samferðabannið eða logið til aiduis síns. Að Galtará, Gufudalssveit, Bstrs., kváðu misling- arnir og komnir, eu þar ekki einu sinni hirt um að gera lækni aðvart. 1Re\>fejav>ík oq orenfc. Bókm. fél. hélt fund 8. þ. m. Þar var samþ. i e. hij. svol. till. frá stjórninni: „Fundurinn samþykkiraðfela stjórn- inni, að koma í framkvæmd ákvörð- unum síðasta aðalfundar um útkomu „Skírnis, tímarits ins íslenzka bók- mentafélags“ frá næstu áramótum, þótt eigi sé komið samþykki Hafnar- deildarinnar, og skyldi samþykki henn- ar eigi fást, að halda þó fyrirtækinu áfram eigi að síður, þó svo, að beinn kostnaður við það fari eigi 1000 kr. tram úr því, er útgáfa Skírnis og Timaritsins hefir áður kostað." Nefnd kosin til að yfirfara handrit um islenzk þjóðlög eftir séra Bjarna Þorsteinsson (Björn Kristjánsson, sr. Jón Helgason, Jón Jónsson sagnfr.). — Heiðursfélagí var Jón Borgfirðing. ur gerður (verið 50 ár félagi). — Síð- an var kosin ný stjórn: forseti Krist- ján assessor Jónsson, ritari Pálmi Pálsson, gjaidkeri Geir Zoéga kenn- ari, bókav. M. Hansen. (Yaramenn: Stgr. Thorst., Jón Helgas., Halld. Jónss., Sig. Kristj.). Endurskoðunar. menn Sighv. Bjarnason og Hannes Þorsteinsson (ondurk.). t forlákur Guðmundsson, fyrr- nm alþingis maður, andaðist í dag að

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.