Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1905, Blaðsíða 1

Reykjavík - 21.01.1905, Blaðsíða 1
tjtgefandi: hlctafélagib „RF.yKJAVÍK“ Ábyrgðarmaður: Jón Ólapsson. Afgreiðslumaður: Gubm. Gamalíblsson. Arg. ^60 tbl. minst) kostar með burðar- ejii 1 kr. (erlendis 1 kr. 60 aura.— 2 sh. — 50 cts). Afgreiðsla: Hafnarstræti 16: Útbreiddasta blað landsins. Bezta f p é 11 a b I a ð i ð. — U p p I a g 3100. Laugardaginn 21. Janúar. 1905. 4, A. tölublað. STOR EÝMKUNÁR ÚTSALA í .EDINBORO' byrjar þ. 20. þ. m. og verður þar selt með óvanalega ]águ niðursettu verði ALLS K0NAR VEFNAÐARVARA 0. FL til þess að losast við hinar eldri vörur og fá húsrúm fyrir hinar nýju vejnaðarvörubirgðir, sem von er á í marzmánuði, og verða sýndar og seldar í hinni stóru nýju vefnaðarvörubúð verzlunarinnar. / ýísgeir Sigurðsson. VI. árgangur. Landvarnar-gleði. Þá er „Vestu“-pósturinn var op- naður í gærmorgun, þá gerðist fagn- aður mikili cg gleðilæti í herbúðum ísafoldar og Landvarnar bandaliðsins. Andlitin breikkuðu um kvartél og Ijómuðu eins og solir. Og hver var orsökin? Blað eitt, all-ómerkilegt, í Kaup- mannahöfn heitir „Extrabladet" og fór að koma út í fyrra sem skríl- útgáfa af „Politiken". Síðan um Nýjár -er það alveg laust við hana og kem- ur út sem sjálfstætt kvöldbiað. í þessu blaði stóð 12. þ. m., að „mitt í inum fjörugu umræðum fólksþingsins í dag“ hafl háðfugl einn -spurt, hvort íslands-ráðherrann hefði líka sótt um lausn. „Þá varð mönn- um skemt, því að allir vita, að Haf- stein er sem stendur úti á íslandi ■og heflr ekki hugboð um, að hann er ekki lengur ráðherra. Að hr. Deuntzer hafl þó sótt um lausn fyr- ir hann líka, það er full-áreiðanlegt“. Þeir sem hefðu nú lesið það sem stóð í næsta dálki á undan, rétt sam- .síða, hefðu getað séð, að þennan dag vóru alls engar umrœður í fólksþing- inu. Það kom saman þann dag sem íyrirfarandi daga, og á dagskrá stóð: „skýrsla frá forseta". Forseti skýrði frá, að hann hefði enga skýrslu að gefa, og ákvað fund næsta dag með sömu dagskrá. Þetta er að eins til að vera til taks, þá er skýrsla kem- ur um myndun nýja ráðaneytisins. Sagan er blátt áfram lygasaga til skemtunar „fyrir fólkið". Deuntzer hefir ekki sótt um lausn fyrir hr. Hafstein, og hann er kyrr íslands- ráðherra sem áður, eins og vita mátti. Hann hefði auðvitað verið sá eini maður í þessum bæ, sem hlaut að fá tilkynning um, ef annað hefði verið. En Landvarnar-gosarnir trúðu þess- -ari einfaldlegu fregn. Og ættjarðarást þeirra lýsti sér þá .á einkennilegan hátt sem gleði yflr ..því, að ísland hefði verið svikið og tælt af Dönum! En þeim varð þetta skammgóður ■vermir. Það fregnaðist brátt, að ís- land var ósvikið og ótælt. við Lindargötu (Helga- staðirj með kálgörðum og aðgang að sjó (vör til uppsáturs) fæst til leigu fyrir sanngjarnt verð frá 14. Mai næstkomandi. Menn serriji við Þorv. Þorvarðsson prentara. IRe^fcjavífc oö örent). Skólavörðuhæð. Milli 40 og 50 ný hús eru í vetur bygð norðan í Skólavörðuhæðinni. Ný gata er lögð þar, samhliða Grettisgötu, og heitir Njálsgata. Flest eru þessi nýju hús smá. Sæmundar-Edda. Hana ætlarnú Sigurður Kristjánsson bóksali að gefa út og sér Finnur Jónsson prófessor i Khöfn um útgáfuna. Bokin verður pfsntuð hér, en prófarkirnar sendar til Khafnar. Tjarnarbrekka. Síðastliðið ár keyptu þeir hana í félagi Björn Ó- lafsson augnlæknir, Eggert Briem skrifstofustjóri og Páll sál. Briem. Ætluðu þeir að reisa þar íbúðarhús, hver fyrir si-g. Talað hefir verið um, að bærinn legði veg meðfram brekk- unni, niður við tjörnina, og yrði sá vegur framhald Tjarnargötu. Áætl- að hefir verið, að sá vegur mundi kosta 4-5000 kr., og á bæjarstjórn- arfundi 5. þ. m. buðu eigendur brekk- unnar að leggja fram 800 kr. af þeim kostnaði, en bæjarstjórnin vildi ekki ganga að því boði og ekki ráð- ast í að leggja veginn að svo stöddu. En á þessum fundi var byggingar- nefnd falið, að láta afmarka tjörnina með greinilegum merkjum og, að leggja síðan fyrir bæjarstjórnina til lögu um skemtistíg kring um tjörnina. „\ölundnr“. Á bæjarstjórnár- fundi 5. þ, m. var samþ. að afsala trésmiðafél. „Yölundi“ því af Klapp- arlóð, er bærinn hefir nú keypt af landsjóði fyrir 12,000 kr. Félaginu er heimilt að nota strandlengjuna og fjöruna framundan lóðinni og gera þar lendingarstað og önnur mann- virki, sem með þarf til uppskipunar, gegn leigu, en bærinn borgar þau mannvirki síðan, eftiróvilhallramanna mati, ef hann telur sér hag að þeim, þegar hann tekur ströndina til al- menDingsnota. Skaftafellssýsla er veitt Björg- vin Vigfússyni umboðsmanni á Hall- ormsstað. Héraðslæknlr í Hróarstunguhér- aði er nú skipaður Þorv. Pálsson læknaskólakandídat, nú settur læknir í Keflavík. Sigurður Thoroddsen hefir feng- ið veitingu fyrir kennaraembætti því við lærðaskólann, sem hann var settur til að þjóna í haust, er leið. Hr. J. Ziuisen kaupm. er skip- aður hollenzkur konsúll hér. Austfirðinga-samsæti. 40—50 Austfirðingar hér í bænum héldu sér samsæti í Iðnaðarmannahúsinu 14. þ. m. Snæddu fyrst kvöldverð þar og síðan dansað á eftir, en nokkrir spiluðu. Jón-Ólafsson ritstj. mælti fyrir minni Austfirðinga við borðið, og var síðan kveðin Austfirðinga- ríma. Hún var á þessa leið: Gerum oss nú glaðan dag, gumar teitir, drósir slyngar, kveðum oss til kæti brag, kátir jafnan Austfirðingar. Enginn komast mun í mát, magi neins ei þarf að springa, heilmikið þótt hér sé át. Hvað er það fyrir Austfirðinga ? Þó að vel sé þetta veitt, þurt er ketið Sunnlendinga. Öðruvísi fanst mér feitt feita ketið Austfirðinga. Ef hér væri’ af Austfjörðum ein, eða íleiri, sauðarbringa og magáls-biti’ á borðunum, brún þá léttist Austfirðinga. Hér er æska, hér er fjör, hér eru fríðar sólir hringa; eftir glaðværð fýlu-för fer ei neinn til Austfirðinga. Hurðin er í hálfa gátt — heyra mega Reykvingar að vér berum höfuð hátt hér sem jafnan Austfirðingar. Bergi nú úr bollunum blessað kaffið liljur hringa, en karlmenn súpi’ á kollunum — kneyfum minni Austfirðinga! • * * Um kl. 4 var samsætinu slitið og luku allir upp einum munni, að aldrei hefðu menu .-kemt sér betur og fólk verið jafn-Katara. Dáinn er hér í bænum 6. þ. m. frú Guðrún Teitsdóttir, kona Snæ- bjarnar Þorvaldssonar fyrrum kaup- manns, 54 ára. Tvær dætur þeirra hjóna eru á lífi: Sigríður, kona Þórarins Þorlákssonar málara og Ingileif, kona Jóns Jónssonar sagn- fræðings. Trúlofuð eru Ásgeir Gunnlaugs- son vei-ziunarmaður og úngfrú Ing- unn Ólafsdóttir frá Mýrarhúsum. ,Yesta, fer beina leið til Kaupmannahafnar Miðvikudaginn 25. Janúar, kl. 6 síðd., og tekur farþega og flutning þangað. Rvík. 20. Jan. 1905. C. Zimsen, afgreiðslum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.