Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 25.02.1905, Side 2

Reykjavík - 25.02.1905, Side 2
38 KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. „HRINGURINN.11 Fundur Þriðjudaginn á venjul. stað og stund. „cfíeyfijavífi^. Þessa kaupendur í bænum, sem allir haí'a borgað blaðið, hafa útburðar- drengirnir ekki getað fundið: Arni Friðriksson, Asmundur Gíslason, Einar Gíslason (fyr: Hverfisg. 19), Guðmundur Egilsson trésm. Guðm. Guðmundsson (fyr: Laugav. 'áþ), Guðm. Ólafsson (fyr: Laugav. 78), Haraldur Jónsson (fyr á Grettisgötu), Jón Jónsson (fyr: Lauguv. 517), Ólafur Stephensen (Stefánsson?) Steingr. Torfason, Þorst. Teitsson (fyr: Efri-Vegamót). Þessir menn (eða þeir sem um þá vita) geri svo vel að gera aðvart á afgreiðslu- stofu bl. um núverandi heimilisfang, svo að blaðið verði borið reglulega til þeirra. Eaupendnm er blaðið borið reglu- lega, undir eins og út er komið, en auk þess dreift á heimili í bænum sömu tölu og áður (alls borin í bæinn um 1400); en kaupendur einir geta búist við að fá það reglulega (hinir á víxl, sína viku hver oft). Til að vera viss um að fá bl. reglulega, þarf ekki annað en vera áskrifandi (allir umburðardrengirnir hafa áskriftabækur). Engin fyrirframborgun er áskilin. Verðið er að eins 1 kr. um árið. Afgreiðsla Reykjavikur er i Bókaverzlun .Tóns Ólafssonar á Kyrkjutorgi (sunnan við kyrkjuna), opin kl. 10 3 og 4-7. Sigríður Ólafsson. 2., 3., 4 B. og 6. tölubl. af þ.á. „Rvik“ er keypt fyrir peninga á afgi-eiðslustofunni. „Reykjavík" kemur út tvisvar í næstu viku (Þriðjutlag og Laugardag). Auglýsingar verða að koma í síðasta lagi á hádegi daginn áður. Ýmsar fréttir, ritgerðir og auglýsingar verða að híða næsta blaðs (á Þriðjudaginn). Atvinimrógi horgemlinganna »Þjóðviljans« og »ísafoldar« um úthreiðslu »Reykja- víkur« skal verða svarað í næsta hlaði og liann hrakinn með full- um sönnunum. Þess nægir að. geta þangað til, að öll þeirra sögusögn hæði um útbreisðlu og kaupenda-tölu lilaðs- inser hdber lygi—ekkert annað en auvirðilegasti atvinnu-rögur. LTg)cbal annars! Úr ,,gatinu<( í „vatnið“. — Allir muna eftir þegar „ísaf“. fór að „flytja fjöll“ hér um árið, og flutti klettkamb með gati á vestan úr Snæfellsnessyslu austur í Skaftafellssýslu vestari og kallaði Dyrhóla- kamb. Henni var að vísu bent á, að kamburinn vestra lægi samhliða sjávar- ströndinni, en Dyrhólakambur gengi þvert út frá ströndinni, svo að gegn um Dyr- hólagatið blasti elcki land við. En það kom fyiir ekki, Hún stóð á sínu og hef- ir setið föst i Dyrhóla-gatinu síðan. En nú er hún vist losnuð úr „gatinu,“ því að hún er nyfallin „i vatnið“ — úti í Norogi. Yér skýrðum um dagimi frá þvi slysi, að stór klettur eða bjarg úr fjalli féll nið- ur í Loen-vatn í Noregi. — Til þess að láta minna á því bera, að hún hefði fregn- ina eit.ir „Reykjavík11 og jafnframt til að sýna lærdóm sinn, segir nú „ísaf.“ 21. þ. m. frá slysi þessu, að það hafi orðið „á Lóum“ í Noregi. Hún hefir einhvern tíma lesið Heimskringlu og séð þar nefnda sveit, er Lóar heitir. En nú vill svo slysalega til, að sveit sú er uppi í Guð- brandsdölum; ekkert vatn þar með þvi nafni, heldur Óttu-vatn eitt (er áin Ótta rennur í og úr); og hefði þá bjargskriðan átt að falla þar!!! En Loen-vatn, þar sem slysið vildi til, heitir Lóði í fornritum, og liggur norðar- lega i Björgvinar-umdæmi. Norðan við Brimangur skerst Norðfjörður austur i landið, og inn frá botni hans er Lóði, þar sem slysið varð, og liggur frá NV. til SA., Hrafnafjöll vestan við það sunnan ti), og úr þeim féll bjargskriðan; en Nesdalur, þorpið, sem fórst, var við suðurenda vatns- ins. Eftirleiðis þarf enginn að vera í vand- ræðum með ísl. orðtæki, er jafngildi danska orðtæbinu: „afAsken i Ilden.“ Það verð- ur hér eftir á voru máli: „úr gatinu í vatnið." Heimsendanna millC Próf í iögism við háskólann hafa tek- ið: Einar Jónsson frá Staðarhrauni og Halldór .Júlíusson frá Klömbrum, báðir með 2. einkunn. Fyrri hluta lagaprófs hefir Bjarni Jóns- son frá Unnarholti tekið með 2. einkunn. ■Landshornanna milli. Mannalát. 16. Des. síðastl. andaðist á Þingeyri i Dýrafirði Þórdís Ólaf-Jóttir, kona Ólafs skipst.jóra Péturssonar, t'. 1840. 24. Des. síðastl. andaðist á .Höfða i Grunnavikurhreppi Jón bóndi Yagnsson, f. 10. Des. 1831. Frá Ameriku urðu samferða Sveini agent Brynjólfssyni 5 fslendingar, sem ætl- uðu upp til Austurlands og skildu við skipið í Pæreyjum. Meðal þessara inanna var Stefán bóndi í Möðrudal á Pjöllum. Hafði hann farið vestur kynnisför síðast,- liðið vor og ferðast í sumar sem leið um flestar nýlendur íslendinga vestra. Scandia strönduð. Hún .strandaði við Garðskaga kvöldið 21. þ. m., var á leið frá Noregi með timbur og kol. Veður hafði verið dimt þegar hún rakst á, hríðar- él. Menn komust allir lífs af nema mat- sveinninn, norskur maður. Hann dó að sögn af slagi, þegar skipið rakst a, og höfðu skipverjar skilið við hann örendan þegar þeir fóru í land; ætluðu að sækja líkið síðar. Þegar þeir,‘komu aftur að strandinu, var skipið alt brotið og likið sokkið í sjó. — Skipbrotsmennirnir eru enn í Keflavík. Látin er 4. þ. m. eftir langa sjúkdóms- legu Matthiltíur Ólafsdóttir húsfreyja í Vik í Mýrdal, kona Halldórs umboðsmanns Jónssonar, — en dóttir Olafs umboðs- manns og alþingismanns, er lengi bjó á Höfðabrekku, Pálssonar prófasts i Plörgs- dal. — rúmlnga 53 ára að aldri (fædd á Hörgslandi 11. Okt. 1851). Valinkunn gæða og merkiskona. TRe^ÞIavíÞ ðven£>. Þilskipaábyrgðarfélagið liélt aðal- lund 11. þ, m. 66 þilskip eru nú í á- byrgð félagsins. Nýir félagsmenn höfðu næst-undanfarið ár greitt inngöngueýri fyrir 13 skip. Ekkert skjp hafði félagið mist á árinu, að eins orðið að borga smáviðgerð- ir, og þær þó fáar. Hagur félagsins þvi góður nú. 1903 strönduðu fjögnr af skipum félags- ins og kostuðu þau ábyrgðarsjóðinn 32,000 kr. Það ár varð hann einnig að borga við- gcrð á átta skipum, sem löskuðust ineira og minna. Við byrjun ársins 1904 voru ekki eftir í fastasjóði félagsins nema 10,200 kr., en við árslokin var sjóðurinn orðinn 25,000 kr. Varasjóður við ársbyrjun 28- 670 kr., en við árslok 32,000 kr. Við árs- lok á þá fálagið alls í sjöði 57,000 kr. og er það 6000 kr. meira én noklcru sinni áður. Af 66 skipum, sem vátrygð eru, eru 33 í fyrsta flokki og virt á 471.400 kr., en tekin í ábyrgð fyrir 328,500 kr.; í öðrum flokki eru 33, virt á 292,000 kr., en vá- trygðfyrir 210,770, kr. Samtals eruþá. skipin 66, virt á 764,300 kr., en vátrygð fyrir 539,270 kr. Samþykt va’-, eftir nokkrar umræður og mótmæli, að taka gufubátinn „Reykjavik“ i ábyrgð, því útlend ábyrgðarfélög höfðu ekki viljað ábyrgjast hann á vetrarferðun- um. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri endur- kosinn i stjórn félags. Ag. Flygenring kaupm. og Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjðri endurkosnir endurskoðunarmenn. Aðalvirðingamenn kosnir slcipstjórarnir Þorsteinn Þorsteinsson, Runólfur Ólafsson og Edílon Grímsson. Dáinn er 19. þ. m. á Landakotsspítal- anura Pilippus Pilippusson óðalsbóndi frá Gufunesi, f. 27. Sept. 1852. Banameinið var krabbamein í innyflunum og liafði hann legið nokkrar vikur á spítalanum þungt, haldinn. ,Kong Trygwe1 kom frá útlöndum á Blánudagskvöldið með fullfermi af vörum og 28 farþega; þar á meðal kaupm. Gísla. Helgason, Fil. Ámundason og Vald. Otte- sen, trésmiðina Jóh. Reykdal, Einar Bjarna- son, Jón Olafsson og Basmussen, dansk- an; Jón Auðunn Jónsson fiskimatsmann frá Isafirði, Pál Halldórsson skósmið. D. Davíðsson ljósmyndara; frú Önnu Bjarna- son. Prá Ameriku kom Sveinn Brynjólfs- son agent og ungfrú Kristín Jónsdóttir. Tveir smiðir enskir komu til Ásg. Sig- urðssonar kaupm. Frá Vestm.eyjum kom Hallgr. Hallgrímsson fjárkláðalæknir; hafði verið að baða í eyjunum. Bæjarbryggijan. Á bæjarstjórnar- fundi 16. þ. m. fór hafnarnefndin þess á leit, að bæjarbryggjan yrði stækkuð, bæði breikkuð og lengd. Bæjarstjórnin fól hafnarnefndinni að útvega áætlun um hvað kost.a mundi: 1. að breikka bryggjuna um 9 álnir. 2. að breikka og lengja bryggjuna um 9 álnir. 3. að breikka hana og lengja um 9 álnir og hækka hana að framanverðu um 2 álnir. Slökkviliðið. Poringjar eru skipaðir í brunabjargliðinu: Guðjón Sigurðsson úr- smiður og Jón Magnússon frá Skuld, í stað Ólafs Rósenkranz og Guðlaugs Torfason- ar; í húsrifrildi eru skipaðir trésmiðirnir: Magnús Blöndal og Guðm. Jakobsson í stað Jóns Sveinssonar og Sigurðar Árna- sonar; við slökkvidælu nr. 1: Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Páll Stefáns- son verzlunarm. í stað Jes Zimsens og Guðm. Sigurðssonar; við slökkvidælu nr. 3 Jóhannes Hjartarson skipstjóri í stað Einars Árnasonar; við slökkvidælu nr. 4: Nik. Bjarnason verzlunarst.j. í stað Andr. Bjaruasonar. —• Ráðgerð bygging á nýju slökkvitólahúsi. Púðurkerling sprakk í vikunni sem leið í höndum tveggja smádrengja, sem hún hafði verið gefin fyrir leikfang, og tólc af öðrum vísifingur og fromsta köggul af þumalfingt'i, en af hinum fremstn kögglana af þrem fingrum. — Ætti þetta að verða mönnum til viðvörunar. Perwie kom frá útlöndum í gærmorgun. Með henni komu 60 norskir sjómenn, ráðnir til 2 útgerðamanna hér og 2 utanbæjar. Mótorbátar. Af því auglýsing hr. Bjarna Þorkelsson- ar í „Þjóðólfi“ í Jan. um mótorbáta fer út fyrir hans verksvið, að því leyti sem haun er að glefsa í „Dan,“ þá skal það fram tekið, sem hér fer á eftir: Herra Bjarna Þorkelssyni hefir að vísn verið gefinn kostur á að verða útsölumað- ur að „Dan,“ en það var eftir að hann þar um hafði marg-skrifað bæði verksmið- junni og mér og sérstakl. eftir að bréf hans 10. Ág. barst mér í hendur, þar sem hann rneðal annars segist hér eftir ætla a& halda sér að „Dan“ . . . að hann vænti þess að geta komist í varanlegt samband við „Dan“ . . . að hann strax og' samningar séu komnir á, byrji án frekari umhugsunar að útbreiða „Dan“ . . . og að „Dan“-mótor sá sem liann hafi sctt i s i n n e i g i n b á t, „gjöri það bl'ilíaut,“ og að aldrei hafi það minsta að honum orðið. Þetta eru nú meðmæli, sem segja sex, og sé ekki að mai'ka, hvað Bjarni hér segir, þá er ekki fremur að marka, hvað hann fleiprar um aðra mótora. En það lítur út fyrir að vera eðlisfar lians að hringla sannfæringu sinni eins og kvörnum. Á t v e i m missirum er hanu þannig búinn að mæla með mótorum frá þ r e m verk- smiðjum, og hver um sig er beztur í það og það skiftið sem n a n n mælir með hon- um. Slíkur hringlandi gjörir Bjarna ekki að neinum tilkvæmdarmanni (autoritet) í „mótorfaginu.“ Það er ýmislegt fleira í bréfum Bjarna til min og hr. P. Jörgen- sen, sem sýnir, hve maðurinu er fastur á svellinu. Það eru til meðmæli hundrað saman frá sjómönnum o. fl. um það, hve vel „Dan“ liafi reynst; en þrátt fyrir það leggur sú verksmiðja, og allar aðrar, sem nokkuð treysta sér, mikla áherzlu á að koma mótorum sínum á sýningar, og afleið- ingar af því, hve víða „Dan“ hefir sýnt sína mótora — og ætíð fengið verðlauu — eru þær, að „Dan“ hefir unnið sér nafn og viðskiftavini ekki að eíns á Norður- löndum, heldur víðsvegar út um Evrópu. Hr. Bjarni segir að a 11 s e n g i n verk- smiðja búi til mótora þá sem hann er að hæla fyrir, hve léttir séu — og veigalitlir, hefir honum víst gleymst að bæta við. En þetta er víst einhver rit- eða hugsunar- villa, því hann segir á öðrum stað að hr. Mollerup búi þá til. 0g það mun satt, að búi liann til 7 h. a. mótora, sem vega að eins 750 ® — þá er hann eflaust einn um það, þvi að engri annari verksmiðju dettur vist i hug að búa til svo litla og veigalitla mótora. Það hafa verið gerðar tilraunir í Danmörku og víðar með þessa alt of lóttbygðu steinolíu-mótora, en reynsl- an hefir kent mönnum að víkja frá þeim

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.