Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.02.1905, Blaðsíða 4

Reykjavík - 28.02.1905, Blaðsíða 4
rcglusemi, þá væru þeir mimii hluti þeirra fiem hér vífiru á þilskipuin. Að hafa á móti innflutningi útlendinga í landið, væri óréttlátt, bæði við landið og mennina. Vér færum til Noregs, Dan- merkur, Englands og Ameríku að leita oss atvinnu — og vér, sem það gerðum, vær- um yfirleitt ekkert úrhrak þjóðar vorrar — enginn amaðist við oss í þeim löndum, og oss mundi þykja það illa gert, ef vér mætt- um þvi. En ættum vér þá ekki að kann- ast við sama rétt annara að koma tilvor? Og meðan tala landsmanna hér á landi væri ekki !/10 þeirrar fólkstölu, er landið gæti framfleytt, ef það væri hagnýtt og auðsujipsprettur þess, þá væri ekki vert að amast við innflutningi útlendinga. Það væri fullyrt, að hér væri nægt af sjómönnum, enginn hörgull á þeim. En sér væri til efs að þetta væri rétt. Af hverju kæmi það þá, að árlega þyrfti að fá ofan úr sveitum og ráða hér á skip „land-krabba,“ sem ekki kynnu að halda á færi, því síður aí taka hendi til seglá eða stjórnar á skipi? Þetta væri skaði útgerðarmönnunum, og reyndust Norð- menn lakari en þessir „landkrabbar“ (sem engan veginn væru heldur fyrirmyndar- menn að reglusemi allir), þá væri óhætt um, að ekki mundu útgerðarmenn lengi gera sjálfum sér það tjón að ráða þá á skip. Norðmenn væru góðir fiskimenn, eins góðir og hávaði íslendinga, enda þótt þeir stæðu að baki sjómönnum uppöldum og vönum hér i Reykjavík og af Sel- tjarnarnesi, sem væru að líkindum fis ki- menn beztir í heimi, eins og ræðum. kvaðst hafa opinberl. sagt um þá áður fyrir fám árum. Og sem sjómenn stæðu Norð- menn íslendingnm ekki að baki, því að Norðm. væru taldir beztir sjómenn i heimi. Þrátt fyrir þetta væri að líkindum mót- spyrna sú, sem hér kæmi fram gegn ráð- ningu þessara 50 Norðmanna á gildum rök- um bygð — þegar menn að eins vildu halda sér við sönnuog réttu rökin — atvinnukeppnina. Það væri svo hvervetna, að einstaklingar, sem lifðu á að selja öðr- um vinnu sina, stæðu liver um sig marg- falt betur að vígi, en sá sem vinnuna kaupir? hann er jafnaðarlega efnaðri mað- ur og sjálfstæðari — hefir úr tilboðum að velja. Það er auðurinn og örbirgðin, sem þar mætast á hólmi. Verkmaðurinn á örðugt með að bjóða birginn, af þvi að hann er til neyddur að selja vinnu sina til að geta lifað. En það er svo í öll- um löndum, að verkmennirnir læra að mynda f é 1 a g s s k a p, til að verða sterkir. — Ef vér nú heimfærum þetta hér, þá geta útgerðarmenn vorir aflað sér sjóinanna frá Noregi, Færeyjum og hver veit hvað- an; en sjómennirnir geta ekki, fátækir eða efnalitlir fjölskyldumenn margir hverjir, leitað sér atviunu út um lönd. En þar sem bæði útgerðarmönnum og öllnm öðr- um kemur saman um, að kröfur sjómanna hér um laun fyrir vinnu síma, sé að öllu leyti sanngjöm (það eru einmitt sjómenn- irnirnir, sem halda fram bálfdrættis-kjör- unum), þá er von að sjómönnum sárni, cf þeir sjá atvinnu sinni teflt í voða með þvi að fara að rýra kaupið eða lækka. Og sé þessir Norðmonn ráðnir til að vinna fyrir lægra kaup, en hér tiðkast nú, þá er sýnt hvað setur. Þá eiga þeir að bind- ast félagsskap, svo að hver sjómaður skuld- bindi sig til að ráðast alls ekki á skip, þar sem neinn maður er á ráðinn með lægri kjörum, en þeir ákvoða að lægst megi vera. — Og þessu væri sjómönnum hér innanhandar að koma á, ef þeir værn nógu félagslyndir og einbeittir. En gæta yrðu þeir þess, að spenna ekki bogann of hátt, svo að þeir eyddu útveginum. En á þvi virtist engin hætta eftir því að dæma, hve sanngjarnlega þeir litu á málið og töluðu um það. Síðar yar upplýst, að þessu yrði ekki við komið nú, með því að Iangflestir væru 'nu'ráðnir áf. [En það ætti aðgeraihiríha til í þetta sinn. Næsta haust má koma samtökum á]. Sigurður Sigurðss. hafði enga trú á inn- flutningi neinna útlendinga hingað, og sá ekki að þetta tiltæki, að fá hingað norska sjóménn, gæti á neiná hátt aukið vinnu- kraft til sveita. Ef hér væri fólksskortur, gæti verið nokkur ástæða, en sér væri ekki kunnugt að svo væri; heldur væri t.ilgangurinn að auka framboð á vinnu, til að lækka kaupið. Var samdóma J Ó. um félagsskap sjómanna. Rangt hefði verið af útgerðarmönnum að fara með þetta á bak við Bárufélagið. Rúmið leyfir ekki að geta ítarlega um umræður. Vér höfum ekki greint frá ræðum hvers einstaks af ræðumönnum sjó- manna; margir töluðu í líka átt í aðalefn- inu. En morg einstök atriði komu fyrir í ræðum sumra, sem vóru fróðleg í sjálfu sér, þó að þau snertu að eins óbeinlínis aðalmálið. Þannig var t. a. m. minst á, hve mjög farmannalögin væru mishaldin í ýmsum greinum, eu sjómenn kærðu það þó aldrei, til að forðast úlfúð. Fæðið tekið til dæmis, og væri sjómönnum þó sízt vanþörf á ó- skemdu _fæði. — Óþarfur mannfjöldi (25—2S- 30) á 8umum skipum, og væri nær að jafna töluna, en að sækja útlend- inga. — Upplýst, að sumir stærri útgerð- armenn hér sendu smala upp um sveitir, til að smala á skip sín óvönum sveitamönn- um, er ekkert kuin.a til fiskiveiða eða sigl- inga — og borga svo smölum þessum 5 kr. fyrir hvern landkrabba, sem ánetjaðist hjá þeim. — J. Ó. ritstj. hafði vakið þá spurn- ing, hvort það væri ekki óhagfelt, að allir skipsmenn væru ekki ráðnir fyrir allan fiskitímann (1. Marz til Sept.-loka), og svör- uðu því ýmsir og allir á einn veg, að það væri ið mesta óhagræði öllum; menn sem ráðnir væru fyrir allau útivistartímann væru sjómenn, hinir óvanir sveitamenn. . Sumir tóku sérstakl. fram, hvert afla- tjón að því væri, að verða að sigla hing- að til mannaskifta hvort heldur 14. Maí eða um Jónsmessu, og Þ. E. vakti máls á, hver skaði það einatt væri, að verða að sigla til Rvíkur hvert sinn er skip væri hlaðið, t. d. norðan frá Skagatá eða austan af Langanes-flóa, og eyða í það ferðalag vikum af dýrmætum tima, í stað þess að geta lagt aflann upp til verkunar eða selt hann á næstu höfu og huldið svo víðstöðulaust afram að afla rneira. Þetta er að eins fátt eina afmörgufróð- legu og nytsömu, er fram var tekið. En hér neyðir rúmið oss til að enda. Landshornanna milli. Ofsa-veður var á Austurlandi 8. þ. m. með snjókomu og frosti. Smá skemdir urðu þá á húsum og bryggjum á Seyðis- firði. En aðfaranótt 14. f. m. gekk í hláku með ofsastorini frá suðvestri og kvað hafa verið eitthvert hið mesta hvassveður sem menn muua þar. Urðu þá töluverðir skað- ar á Seyðisfirði: Sóttvarnarhúsið fauk og þak tók af töðu-hlöðu og skemdist og tap- aðist töluvert af heyinu; járnþök fuku af fleiri húsum og rúður brotnuðu viða. Slldarafli var um áramótin allgóður á Fáskrúðsfirði og og 31. Des. segir „Austri" hlaðafla á Norðfirði. Maður varð úti miili Steingrimsfjarð- ar og Reykhólasveitar seint í Janúar, Ragnar Jónason, vinnumaður frá Hólma- vík í Steingrimafirði. Norsku sjómennirnir í Reykjavík. Þeir komu upp með »Perwie« 49 af þessum 50 norsku sjómönnum, sem hingað vóru ráðnir (einn varð eftir í Færeyjum?). Peir kvað hafa verið ráðn- ir upp á kaup, er algengt var í Nor- egi, eða vel það, og fengið fria ferð hingað, en þeim sagt af ráðanda, að þetta væri hæsta kaup, er á Islandi gerðist. En þeir vóru vist ckki komn- ir langt upp af bryggjunum hér, er þeir fréttu, að þeim hefði verið rangt skýrt frá, og að hér væri íslendingar alment ráðnir upp á betri kjör. Petta mun þegar hafa vakið óánægju meðal þeirra. Nokkrir þeirra, ekki allfáir, höfðu skvett einhverju áfengi i sig þenn- an fyrsta dag, og var það ekki tiltöku- mál um sjómenn nýkonma af skipsfjöl í ókunnu landi; því síður, er þar við bættist óánægja þeirra yfir að þykjast tældir til að ráðast fyrir of lágt kaup. Og svo hættist þar ofan á, að íslenzk- ir sjómenn, tveir bræður einkum, höfðu að sögn lagt sig mjög i framkróka um að gera mennina fulla. Pess ber að geta, að ekki vóru það Bárufélagsmeð- limir, er þetta léku. Ærsl talsverð liöfðu einhverjir af þessum drukknu Norðmönnum gert, og vóru 8 þeirra settir í varðhald um nóttina og slept svo aftur næsta morg- un með einhverja litla sekt (fyrir ó- skunda á strætunum). Ærsl þessi segja þeir sem bezt um vissu, að haíi verið fult svo mikið ís- lendingum að kenna; götustrákar og fullorðnir menn vóru sífelt í þvögu utan um þá sem drukknir vóru og gerðu sitt til að trylla þá og æra. Er það vansi þjóð vorri að geta ekki séð útlendinga í friði, þótt ölvaðir sé. Hins vegar ættu Norðmennirnir að gæta þess að gera ekki sér og þjóð sinni vansa með óreglu eða illum lát- um hér. íslendingar bera svo hlýtt þel til Norðmanna, náfrænda sinna, að livorugir ættu að gera neitt til að spilla því. Pað vita allir íslendingar, sem til Noregs hafa komið eða dvalið þar, hversu Islendingar eru þar bornir á höndum cins og bræður, og það þótt vér höfum því miður sent þangað stund- um misjafna sauði, er ekki liafa verið þjóð vorri til sóma. Látum þvi frændur vora, sem hing- að vitja, mæta ofurlitlum hluta af því bróðurþeli og umburðarlyndi, sem landar vorir hafa jafnan átt að fagna í Noregi. íæktiislist og reynsla ieikmanna. Það kemur öllum saman um, að læknis- list vorra tíma sé í miklum blóma, að vís- indin hafi nú náð hámarki sínu bæði í haudlækningum og lyfjagjörð. Það er því talsverðrar eftirtektar vert, að lælcnar nú, einn eftir annan, grípa til ýmissa þeirra meðala, er leikmenn nefna „húsmeðul.11 En því gjöra læknarnir þetta? Af því þeir hafa hvað eftir annað rekið sig á ýmsa kvilla, sem öll læknisvizka þeirra verður að gefast upp við, en ein- hver ofur einföld lyfjasamsetning hefir aft,- ur á móti læknað að fullu, — og fram hjá þessu hafa inir læknisfróðu menn ekki viljað ganga. Af þessu mega leikmenn læra, að góð- um og gömlum ráðum, gefnum með greind go hyggindum, eftir því sem reynslan og þekkingin hafa í Ijós leitt, er alls ekki hafnandi, , . Eitt af þessum húsmeðulum er Kína> lífs-elixír herra Waldemars Peter- sens, og hefir hann þegar fyrir löngu hér á landi, sem annarstaðar vítt um heim, áunnið sér almenna hylli og þykir eitt hið helzta og bezta meltingar- og heilbrigðis- lyf. En ástæðan til þess, að vér skýrum frá þessu einmitt nú, er sú, að við heimsókn herra Waldemars Petersens hér fyrir skömmu, höfðum vér tækifæri til þess að sannfærast um, að úti í inum stóra heimi hefir elixir hans hvervetna hlotið cinróma hrós og þykir ágætislyf fyrir magann, með því það gerir meltinguna reglubundnari og varnar því að óregla komi á líflærin, en færir likamanum þar að auki ýmis efni, sem hann má ekki án vera, en fær að ems lítið af í inni daglegu fæðu. Til sönnunar þessu sýndi hr. W. Peter- sen oss ekki að eins yfirlýsing frá inu konunglega danska heilbrigðisráði, sem vottar, að í Kina-lífs-elixírinu séu að eins þau efni, sem gagnleg séu fyrir heilsu manna, heldur lagði hann einnig fram ó- teljandi vottorð frá efnafróðum mönnum og fólki af öllum stéttum mannfélagsins, sem sönnuðu, að elixírið hefir læknandi áhrif á meltinguna og líffærin i heild sinni. Loks sýndi hann oss, að elixírið, sem er hans cigin uppfundning, hefir verið sæmt gullmedalíum, mcðal annars á sýningum í París, Amsterdam, Andverpen, Chicago, Briissel og London. Sem Biðustu og ef til vill ekki ómerkustu sönnun fyrir ágæti elixírsins, sýndi hann oss, að í Daumörku er bindmdismönnum heimilt að neyta þess, meðal annars af þeirri ástæðu. að í því er ekki meiri vínandi en venjulegt er að hafa í meðulum og matarsafa til að verja hann skemdum. Eins og áður er sagt er elixirið eigin- uppfundning hr. W. Petersens. Það er og honum að þakka, að nú hefir tekist, í þar til gerðum vélum, að fá lyfið sterkara en áður, svo að elixírið, þrátt fyrir hækk- aðan toll, er orðið ódýrara en það yar fyrrum, þegar það var tilbúið i Danmörku. Sannleikurinn er sá, að aukningin á styrkleik lyfsíns vegur fyllilega á möti verðhækkun þeirri sem af tollinum hlýtur að stafa. Það eru meðmælin sem ganga mann frá manni, er valdið hafa inni stórmiklu útbreiðslu á bitter hr. Waldemars' Peter- sens, — valdið sigurlör lians yfir stór svæði jarðhnattarins, án fyrirhafnar frá framleiðandans Iiálfu. Almenningur hefír komist að raun um, að bitter hans er ágætis húsmeðal. sem kemur í veg fyrir mikið af sjúkdómum með því að það gefur líkamanum meira mótstöðuafl, ver yfir höfuð heilbrigðina og eykur hana. Verksvið hr. Waldemars PotersOtlS er þó viðtækara en þetta. í Kaupmanna- höfn rekur hann stóra vínsölu, sem er í miklu áliti, og hefir söludeildir í flestum bæjum út um alla Danmörk og sjálfstæð verzlunarhús muð vöruforða í Bordeaux, Oporto og Barcelona. En þrátt fyrir þessi umfangsmiklu viðskifti hefir hann samt som áður getað komist yfir að leysa tvö mjög svo vandasöm verk efni, en það eru stofnun eimingarverkstofu fyrir kryddlög og ávaxtasafa-verkstofu. Þessi störf og stofnanir hafa áunnið sér mikið álit, í Danmörk. En að nafn Walde- mars Petersens er orðið svo víðfrægt og vel metið, sem það nú er, það er þó iyrst og fremst Kína-Iífs-elixírinu að þakka, sem hvervetna er orðið vinsælt og ómiss- andi húsmeðal. Islendingur. PrentBmiðjan Gutenborg. Pappirmn frá J6ni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.