Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 2
54 KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. „<J?eyRfavíR“. Gjaldkeri „Reykjavíkur" er Sig- fús Eymundsson bóksali. Hann tek- ur við borgun fyrir blaðið og auglýs- ingar. Afgreiðslustofan tekur og við borg- un fyrir blaðið og gefur kvittanir fyrir hönd gjaldkera. JJ^~ Smáleturs-augiýsincjar eru teknar fyrir 3 au. orðið (25 au. minst), ef fyrirfram er borgað. Þeim má koma til ritstjóra, eða á afgr.stofuna eða í prent- smiðjuna. I£aixj>eu<lvim er blaðið borið reglu- lega, undir eins og út er komið, en auk þess dreift á fjölmörg heimili i bænum. En kaupendur einir geta búist við að fá það reglulega (hinir á víxl, sina viku hver oft). Til að vera viss um að fá bl. regluiega, þarf ekki annað en vera áskrifandi (allir umburðardrengirnir hafa áskriftabækur). Engin fyrirframborgun er áskilin. Yerðið er að eins 1 kr. um árið. Afgreiðsla Reykjavíkur er í Bókaverzluu Jóns Ólafssonar á Kyrkjutorgi (sunnan við kyrkjuna), opin kl. 10—3 og 4—7. Sigriður Olafsson. 2., 3., 4 B. og 6. tölubl. af þ.á. „Rvík“ er keypt fyrir hátt verð á afgreiðslustofunni. Nsersveitamenn vitji „Reykjavíkur“ í afgreiðslustofuna á Kyrkjutorgi (búð .Tóns Ólafssonai-). Opin 10—3 og 4—7. II11 ítl iafar i hlutafél. „Reykjavík11, sem hafa enn ekki sótt ágóða sinn fyrir siðasta ár, eru beðn- ir að vitja hans sem fyrst til gjaldkera blaðsins Sigf. Eymundssonar. Erfðafestulöndin í Reykjavík. Eftir Ilttlldór Jónsson. Erfðafestumál Reykjavíkur hafa verið gerð að umtalsefni í biöðunum nú í vetur sökum þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar- innar, að breyting erfðafestulauda i bygg- ingarlóðir skuli því skilyrði bundin, að greitt sé í bæjarsjóð 20% af verði lóðar- innar. Ymsir eru óánægðir með ákvörðun þessa — að sjálfsögðu túneigendurnir aðallega — enda verið dregið í efa, að þessi ákvörðun hafi við lög að styðjast. Þetta getur ef til vill orðið dómstóla- mál, og fengið lausn sína á þaun hátt, en það sýnist nú vera tímabært, að skýra það að nokkru fyrir borgurum bæjarins. í þessu máii leikur alt á þvi, hve víð- tækan rétt erfðafestulanda-eigehdurnir hafa eignast yfir löndunum. Ýmsir virðast líta svo á, sem eigendurnir hafi eignast allan hinn sama rétt sem eigendur jarða, húsa, liesta, kúa og sauða í landinu hafa alment eftir landslögum yfir jörðum sínum, húsum, hestum, kúm og sauðum. En að réttur bæjarfélagsins sé að eins forkaupsréttur og afgj aldsréttur. Bæjarstjórnin álítur aftur á móti rétt bæjarfélagsins langt um víðtækari, og á- ítur sér því skyit, að láta ekki ganga úr greipum bæjarfélagsins yfir í hendur ein- stakra manna réttindi, sem eru að verða og eru þegar orðin mörg þúsund króna virði, og vaxa árlega að verðmæti. Til þess að skilja mál þetta til hlítar, þarf að kynna sér sögu þess. Saga kaupstaðarins Reykjavík hefst með „tilskipun um fríheit kaupstaðanna" 17.Nóv. 1786. Þar er sagt i 4. gr.: „þann part af landslóðinni, sem við þarf til sérhvers kaup- staðar, og aðrir eiga, má á vorn kostnað kaupa af eigendunum, og hinn, er vér eig- um, má allra-náðarsamlegast gefast til sömu þarfa, þegar fyrst er búið að mæla plázið og ákveða með gerð einni þar um.“ Og í 5. gr. segir svo: „Byggingastæð- unum skal gefins út skifta, á þann hátt, að þau séu eigi ofnærri hvert öðru, og að pláz nokkurt til lítils jurtagarðs geti, ef mögulegt er, fylgt sérhverju húsi.“ Af Rentukammerbréfum 6. Júní 1787 og 19. Apríl 1788 sést, að in umgetna „mæl- ing p]ázins“ og „gerðar-ákvæði“ liafa fram farið fyrir Reykjavikur-kaupstað. Með Rentukammerbréfi 13. Sept. 1791 er ennfremur lagt fyrir amtmann Suður- amtsins að gera nauðsynlegar og lögmæt- ar ráðstafanir til að hálf jörðin Reykjavík með hjáleigum sé afhent til kaupstaðar- lóðar, og að inir' fyrstu notendur landsins geti ekki sölsað undir sig meiri réttindi yfir landinu en þeim bera, og á þann hátt útilokað þá, er síðar taka sér bólfestu í bænum, frá notkun landsins. Þessar íyrirskipanir hafa verið fram- kvæmdar 22. og 23. Maí og 1. Júní 1792, sbr. bréf Rentuk. 26. Apríl 1800. Bæjarfélagið eignast þannig að gjöf og í þeim tilgangi, að borgarar bæjarins geti fengið byggingarstæði ókeypis eftir þörf- um — mest alt svæði það, er miðbærinn og austurbærinn standa nú á, vestan frá Hlíðarhúsum austur að Rauðará, og til- heyrandi útjörð suður að Skildinganesi og Fossvogi. 1835 kaupir bærinn Hlíðarhús og Ána- naust af Helgafellskirkju og miklu síðar Laugarnes og Klepp, Rauðará, Selin, Bú- staði og Eiði. Talsvert af landi, því er bærinn hafði eignast að gjöf, var í rækt að meiru eða minna leyti. Grasbýlin vóru mörg og liöfðu túnbletti, svo sem var Hólavöllur, Hólakot, Melshús, Melkot, Skálholtskot, Stöðlakot o. fl. Bærinn þurfti ekki á öllu þessu landi að halda til bygginga þegar í stað, og munu því ábúendurnir hjáleignanna og aðrir, þeir er höfðu afnot túnblettanna, þá er eigendaskiftin urðu, hafa haldið áfram að nota þá, en goldið afgjöld sín í bæjar- sjóð. En blettirnir losnuðu úr ábúð smátt og smátt, og tók þá bæjarstjórnin upp á þvi, að bjóða þá upp, og selja þá á leigu hæstbjóðendum — þeim sem hæst árgjald buðu — til þess að gera þá sem arðsam- asta fyrir bæjarsjóð, meðan bærinn þurfti ekki á þeim að halda til bygginga. Framan af voru þeir ekki seldir á leigu til lengri tíma í senn en 25 ára. Það er fyrst 1851 að tveir túnblettir eru seldir á leigu til 50 ára. í þessu efni er bréf innan- ríkis-stjórnarráðsins dags. 26. Apríl 1852 einkar fræðandi, og set eg það því hér í lauslegri þýðingu; hljóðar það svo: „Af bréfi hr. stiftamtmannsins dags. 1. f. m. ásamt fylgiskjölum hefir stjórnarráðið orðið þess áskynja, að bæjarstjórn Reykja- víkur hefir á síðastliðnu hausti afsalað sett- um skólakennara Gísla Magnússyni blett af óræktuðu landi bæjarins til leigulausra afnota i 50 ár, og auk þess afsalað Bern- höft bakara til afnota í jafnmörg ár ann- an blett, sumpart ræktaðan og sumpart óræktaðan, gegn 4 R.dl. árgjaldi, — og ennfremur, að bæjarfógetinn í Reykjavík hefir sem formaður bæjarstjórnarinnar sent hér að lútandi samninga, er bæjarstjórnin hefir búið til 24. Nóv. f. á., og lagt til, að þeir eftir atvikum fái staðfestingu. Hr. stiftamtmaðurinn getur þess nú, að áður hafi það verið venja, að láta ekki slik afsöl gilda fy.rir lengri tíma en 25 ár, og hafi hann því útvegað umsögn og á- stæður bæjarstjórnarinnar fyrir því, að nú er brugðið út af venjunni; hefir þá komið í ljós, að bæjarstjórnin hafði ekki verið öll á eitt sátt í þessu máli; einn af fulltrúun- um hafði tjáð sig mótfallinn leigulausu afsali lil lengri tíma en 25 ára, en meiri hluti þeirra hafði fært þær ástæður fyrir andstæðri skoðun sinni, að umræddir blett- ir væru lakara land en það, er áður hafði lcigt verið til 25 ára, og að sem stæði fengist enginn til að taka bletti þessa til ræktunar til styttri tíma en 50 ára. Hr. stiftamtmaðurinn hefir nú látið í Ijósi þá skoðun sína, að yfir höfuð sé tími þessi of langur, með því að bærinn fari stöðugt vaxandi, og af því að nú þegar sé orðinn tilfinnanlegur skortur á byggingar- lóðum, megi vafalaust vænta þess, að inn- an fárra ára muni bera nauðsyn til að út- vísa byggingarlóðir í blettum þeim, sem hér er um að ræða. En af þvi að bæjar- stjórnin hafi afsalað hlutaðeigandi mönn- um blettina áður en málið kom til amtsins, og þeir því hafi i þessu trausti unnið nú þegar talsvert að jarðabótum á þeim, álit- ur hr. stiftamtmaðurinn harðneskjulegt, að láta þá hafa til einskis unnið, og leggur því til,- að afsal blettanna fái staðfestingu gegn þvi, að eigendurnír séu skyldugir til að leyfa útmæling byggingarlóða á blett- unum, þá er bæjarstjórnin álitur þess þörf, gegn endurgjaldi cftir mati óvilhallra manna.“ Stjórnarráðið fór nú hér að tillögum stiftamtmanns og staðfesti samningana með þeim skilmálum sem hann tók til. Samkvæmt bæjarstjórnar-reglugerðinni 27. Nóv. 1846 24. gr. hafði bæjarstjómin ekki vald til á sitt eindæmi að afsala sér neinum af fasteignum kaupstaðarins, og samskonar ákvæði er síðar tekið upp í 19. gr. bæjarstjórnartilskipunarinnar 20. April 1872, sem nú gildir. Bæði af Rentukammerbréfum frá 13. Sept. 1791 og þessu bréfi innanríkisstjórn- arráðsins 26. Apríl 1852 er auðsætt, hve stjórnin hefir látið sér ant um, að engar þær ráðstafanir væru gerðar með land bæjarins, sem komið gætu í bága við frjáls not þess til byggingarlóða handa íbúum bæjarins og þeirra sem til bæjarins vildu flytja. En vöxtur bæjarins fór nokkuð hægt og bitandi fyrri hluta 19. aldarinnar: 1801 var íbúatalan 307 1835 — — — 639 1840 — — — 890 1845 — — — 961 1850 — — — 1149 Bæjarstjórnin leit því svo á, að ekki mundi bráðlega þurfa á öllum þessum tún- blottum að halda til bygginga„ en vildi á hinn bóginn gera þá sem mest arðberandi fyrir bæjarsjóð. Hún sá það i hendi sér, að því lengri tíma sem menn fengju tún- in til afnota, því hærra árgjald mundu menn bjóða í þau. Hún tók því upp á því laust fyrir 1860, að bjóða túnin upp til leigu um ótakmarkaðan tíma, — selja þau á erfðafestu sem kallað er. Um slíka sölu er fyrst talað í bréfi dóms- málastjórnarinnar dags. 26. Febr. 1859, og set ég því hér aðalinntak bréfsins. Dómsmálastjórnin skýrir þar frá, að stift- amtmaðurinn hafi með bréfi sínu dags. 18. Nóvember 1158 sent bréf bæjarfógetans í Reykjavík, þar sem hann leitar samþykkis til. að bærinn selji á uppboði þoim, er hæst árgjald býður, túnin í austanverðum bænum, Skálholtskots-tún og Stöðlakots- tún. Túnunum muni skift verða niður í hæfilega stóra bletti; en kaupendum skuli verða gert að skyldu, að Iáta blettina af hendi, eða parta af þeim, þá er bærinn þarf á þeim að halda til byggingalóða; en við það afnám skuli árgjaldið lækka hæfi- lega. Og stiftamtmaðurinn bætir við, að einuig væri nauðsynlegt að gera það að skilyrði, að bærinn hafi forkaupsrétt að túnblettunum, meðal annars sökum þess, að bænum geti ekki staðið á sama, hverj- ir verði eigendur blettanna og hvernig eignarrétturinn verði notaðux-. Dómsmálastjórnin felst nú á, að þetta fyrirkomulag sé haft og þessir allir skil- málar settir, en ákveður í viðbót, að óvil- hallir menn skuli meta, hve mikið árgjald- ið skuli lækka, þá er tekið er af túnun- um til bygginga. En síðan bætir stjórnin við, að hún vilji skjóta því til stiftamt- mannsins og'bæjarstjórnarinnar, að taka til íhugunar, hvort eigi mundi gagnlegra fyr- ir bæinn, að ákveða í eitt skifti fyrir öll það svæði, er álíta mætti nægilegt til bygg- inga, enda þótt bærinn stækkaðí mjög á komandi tímum, — en selja svo það land til fullrar eignar, sem ætla mætti að bær- inn þyrfti aldrei á að halda til bygginga. Það lægi sem sé í augum uppi, að svoua takmarkað afsal blettanna, sem nú væri hugsunin að viðhafa, hlyti að verða þess valdandi, að árgjaldsboðin yrðu mjög mik- ið lægri, heldur en þau yrðu, ef túnblett- irnir væru seldir til fullrar eignar og frjálsra umráða. Það verður þó ekki séð, að bæjarstjórn eða stiftamtmaður hafi gert neinar ráðstaf- anir til að koma í framkvæmd þessari uppá- stungu dómsmálastjórnarinnar, en bæjar- stjórnin notaði ið fengna leyfi, partaði in umræddu tún í austurbænum í hæfilega stóra bletti, og seldi þá síðan á erfðafestu. Aðalatriðin í söluskilmálum túnbletta þessara eru þannig: a. Reykjavikur-bæ áskilst forkaupsrétt- ur að túninu i hvert skifti scm eigandi þess vill selja öðrum það. b. Ef þörf skyldi verða á íyrir Reykja- vikurbæ, að láta útvisa byggingarstæði á því selda túni, skal eigandi skyldur að sleppa svo miklu af því, sem þarf, mót af- slætti í afgjaldinu eftir óvilhallra manna mati, en byggingarnefndin skal skera úr,, hvort þörf sé á slíkri útvísun á túninu og, hve mikið skuli af því taka í hvert skifti. c. Ársgjaldið greiðist til bæjarsjóðsins- innan útgöngu ársins fyrir hvert ár. Reyk- javíkur bæjarsjóður á sama rétt til áfall- innar leigu eður ársgjalds eins og lands- drottinn að lögum á til afgjalds af jörð- sinni og hvílir gjaldið á túninu sem stöð- ug eignarbyrði; hafi eigandi ekki greitt ársgjaldið innan Marz-mánaðar loka, fyrir ið umliðna ár, fellur túnið aftur til bæjar- ’sjóðsins án þess að kaupandi hafi rétt til endurgjalds fyrir verð þess. Síðan eru túnin í vestanverðum bænum einnig seld á erfðafestu á sama hátt og með sömu skilmálum að heita má, — lítið eitt aukin til nánari skýringar á réttind- unum. í „Tíðindum um stjórnarmálefni íslands“ I. bindi bls. 574—6 eru skilmál- arnir prentaðir, þá er heimildar stjórnar- innar var leitað (og hún fékst) til að selja Melkotstún 7. Maí 1860. Þessir skilmálar eru þannig öllum augljósir. In umrædda aukning skilmálanna hljóðar þannig: „og skal kaupandi skyldur að hirða og rækta ið selda tún, svo að það sé nægilegt veð fyrir afgjaldinu; svo skal hann og skyldur að leita samþykkis bæjarstjórnarinnar, ef' hann vill nota sér það öðru vísi en rækta það sem tún; geri hann það ekki fellur bletturinn aftur til bæjarsjóðs án endur- gjalds.“ Með sömu skilmálum eru siðan seld á erfðafestu, samkvæmt leyfi dómsmálastjórn- arinnar í bréfi dags 15. Ág. 1868, þessi 6- tún: 1. Parturinn nr. 2 af Hlíðarhúsatúni, 2. „ - 3 - „ 3. Ullarstofutún. 4. Hólakots- eða Byskupsstofu-tún, 5. Melshúsatún (Melkotstún) og 6. sefítak í tjarnarendanum, og loks er með bréfi dómsmálastjórnarinnar dags. 15. April 1869 leyft að selja á erfða- festu túnblettinn nr. 4. á Hlíðarhúsa- lóðinni. Saga þessa máls ber það nú glöggloga með sér, að bæjarstjórn Reykjavíkur hvorki hcftr afsalað sér, né hefir á löglegan hátt getað afsalað frá bæjarfélaginu í hendur eínstakra manna annan óskertan rétt til túnanna en ræktunarréttinn. Veðsetningar- rétturinn og sölurétturinn eru takmarkaðir, þar sem það ákvæði er i skilmálunum, að „árgjaldið skuli hvíla á túninu sem stöðug eignarbyrði11 og „Reykjavíkurbæ áskilst forkaupsréttur11 og „túneigendur cru skyld- ugir til að leita samþykkis bæjarstjórnar- innar, ef þeir vilja not.a sér það öðru vísi en rækta það sem tún..“ Útvisunarrétturinn til bygginga er jafn- an áskilinn óskertur í höndum Bæjarstjórn- ar; stjórnin gætir þess jafnan vandlega, að bæjarfélagið missi ekki þann rétt í hend- ur einstakra manna, jafnt þá er túnin eru afsöluð til 50 ára notkunar eða um ótil- tekinn tíma, því að það væri brot á til- skipuninni 17. Nóv. 1786, sem ákveður, að „byggingarstæðunum skuli gefins útskifta,“ enda brýnir bréf rentukammersins 13. Sept. 1791 það fyrir amtmanni Suðuramtsins, að reisa skorður við því, að inir fyrstu

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.