Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 3
55 Prentpappír og skrifpappír hefi ég birgðif af. Sel ódýrra að mun, eftir gæðum, en aðrir. Jón Ólafsson. Kópíu-presBur á 6 kr. 50 aura selur Jón Ólafsson. Kópíu-bækur algengar (500 bls.), 2 kr. 50 au. Jón Ólafsson. notendur landsins geti sölsað undir sig ineiri réttindi yfir landinu en þeim bera, og á þann hátt útilokað þá, er síðar taka sér bó'festu í bœnum, frá notkun landsins. Niðurl. næst. Heimsendanna milli. Rúmleysi í blaðinu heflr liamlað oss frá að geta urn tíðindi nýlega frá Noregi. Þar heflr um stund verið reynt bæði af Norðmanna hendi og Svía að semja um, að ríkin hættu að hafa sameiginlega konsúla (verzlunar-ríkisfulltrúa) í útlöndum, en hefðu hvort sína, og stæðu þeir undir stjórn hvors ríkisins um sig. — Sumum þótti þetta of skamtgengið, vildu fá aðskilnað líka nú þegar á stjórn utanríkismála. En aðrir töldu byggilegra að reyna þetta fyrst, °g fitja sig svo fram iengra, er þetta væri fengið. Enn bar það á milli við síðustu kosningar, að sumir vildu ekkise»;ya um þetta við Svía; sögðu Noreg eiga rétt á að skipa þessu máli út af fyrir sig; ef konungur staðfesti ekki lög um það, þá þyrfti að eins þijú stórþing að samþykkja það, og yrði það þá að iögum, hvort sem konungur staðfesti það eða ekki. Hitt varð þó ofan á, mest fyrir ötulan flutning skáldkonungsins fræga og skörungsins mikla, Bjornstjerne Björnsons, að mikill meiri hluti al- þýðu veitti þeim fylgi, er semja vildu við Svía um málið, enda var vitan- legt, að þáverandi stjórn Svía var til- loiðanleg tii samkomulags. Bjernson fór á undan kosningum um endi- angan Noreg og flutti ræður um málið. Hægri menn og nær helmingi vinstri manna fylgdu þessu, og þá myndaðist Hagerups-ráðaneytið (af hægri og vinstri). En er til kom, vildi þing Svía ekki fallast á það sem stjórn þeirra hafði að gengið, og urðu ráðaneytis-skifti f Svíþjoð. Varð svo ekkert úr sam- ningum. Bjei nson tók þá svo í streng, að fram- ar semdu Norðmenn ekki við Svia um þetta mál né önnur, utan eitt: algerðan aðskilnað beggja ríkjanna, og svo varnar-samband á eftir. Hann vildi láta konung kveða á, hvern af œtt sinni hann léti Norðmenn fá til konungs, 0g SVo vildi hann fá sam- bandi þvi sem nú er slitið að fullu. Hitt vildi hann ekki, að Norðmenn færu að samþykkja iög um þetta þrí- vegis og láta þau öðlast gndi hvort Sem konungur staðfesti eða ekki, þótt hann játaði að Norðmenn hefðu lagarétt tii þess. Eins og útTft st.æði, væri ekki til þess stofnandi, er til styrjaldar gæti leitt, og hvað sem laga-rétti liði, væri bezt að koma sér saman við Svía; það gæti aldrei á öðru staðið, en nokkurum tíma, að þeir sannfærðust um rétt Norðmanna. Hagerup og hægri flokkurinn er nú orðið samdóma vinstri mönnum um það, að sérstaka konsúla þurfi Nor- egur að fá og eigi rétt á að fá, og er það Bjornsson að þakka, að svo er komið. Nú hefir norska ráða- neytið sagt af sér völdum af því, að ekki urðu allir á eitt sáttir unr, hvern- ig nú skyldi í málið taka. En Óskar konungur hefir tekið sér þetta nærri, enda gerist gamall og lasinn, og hefir hann skipað Gústav son sinn, krón- prinz, til að vera ríkisstjóra i sinn stað. Gústav sonur hans er nú nýlof- aður bióðurdóttur Bretakonungs. Ágreiningurinn í stjórninni var um það, að Hagerup (og Sigurður Ibsen?) o. fl. vildu byrja að semja um að slíta sambandinu við Svía, en Michel- sen o. fl. vildu að þingið samþykti þegar lög um, að Noregur hefði sér- staka konsúla, og það mál hefir þingið nú tekið fyrir, og gengur það sjálf- sagt fram. Konungur hefir beðið þá Hagerup að gegna störfum um hríð, og er talið að hann muni ætla að bíða úrslita málsins á þingi áður en hann kveður sér nýtt ráðaneyti. Stríðiö. Um 17. Febr. var talið. að Rúsar hefðu um 450,000 herliðs undir vopnum milii Sja-hó og Harbin og væri 280,000 af því sí-viðbúið á vígveili, en 170,000 varalið, flest í Múkden, til taks að styðja megin- herinn. Frá 19. til 22. f. m. varð talsverð orrusta við Tjin-ke-tsjen, þorp eitt, um 50 míl. SA frá Múkden og ámóta langt NA frá Ljá-yang. Þar höfðu Rúsar vígstöðvar og vel um sig bú- ið. Að kvöldi 22. róðu Japanar á aðalstöð Rúsa þar, en nótt skall á fyrri en yfir lyki, en næsta morgun hófst orrusta á ný og lauk svo, að um miðaftau flýðu Rúsar undan norð- ur; tóku Japanar 24 fanga; Jiðugt 200 Rúsar lágu dauðir á vigvelli, en um 1,800 særðust, og dóu ekki all- fáir af þeim síðar. Japanar náðu þar þrem fallbyssum. yfir 200 byss- um og yfir 100,000 hlöðnum skot- hylkjum. 17,000 Rúsar vóru í orr- ustu þessari. Unr 26. f. m. virðist hafa byrjað fyrst sú orrusta, er mest hefir enn oiðið í þessu stríði, og var henni eigi lokið enn 8. þ. m. síðdegis, er „Laura“ fór frá Leith, eftir því sem Edinborgar kvöldbiöð frá þeim degi segja. Þann 27. stóð skothríðin yfir alla fylkingar-línu beggja her- janna, en hún náði þá yfir 120 míl- ur enskar frá austri til vesturs. Þennan dag var orrustan hörðust austast. Þar stýrði Kuroki atlögu. Þennan dag og ina næstu á eftir hröktu Japanar vestur-arm Rúsa 10 mílur aftur á bak. Oku stýrði þar árásinni af Japana hálfu. En að aust- an hafði Kuroki hrakið þá 15 mílur aft.ur á bak. Sunnan að miðfylkingunni sótti Nodzu hershöfðingi Japana og hrakti þá einnig norður á við. Nú er frá þvi að segja, að Sín- verjar eiga járnbraut, er kemur sunn- an frá Peking og Tíen-tsín og iiggur norður að Sjín-ming ting vestan við landamæri Mandsjúrís, NW frá Múk- den. Sú braut er á valdi Sínverja og í þeirra hendi og er Sjín-ming-ting nyrzta endastöð brautarinnar. Rús- ar höfðu leyft sér að senda þangað hermenn, þótt það væri í sínversku landi, og vildu auðsjáanlega hafa hönd 1 bagga með, hvað flutt væri með brautinni. Nogi hershöfðingi, sá er vann Port Arthur, stýrði allmiklum her, er var allra-vestast af öllu liði Japana. Hann hélt liði til Sjín-ming ting og rak Rúsa burt þaðan; hélt svo liði sínu austur þaðan og kom austur að vestur- armi Rúsa-hers. Gerðu þeir Oku svo harða aðsókn að Rúsum dag eftir dag, að vestari armur Rúsa-hers hrökk allur undan og beygðist svo, að 'nann vissi síðast. í norður og suður. Síð- ast, er fregnir ná, var lið Japana einar 2 mílur enskar fyrir vestan Múkden og skutuáborginaíákafameð 11-þuml. fallbyssum. Sögðu svo Sínverjar, er þaðan flýðu, að bærinn hryndi rnjög og.brynni af skothríðinni. Mælt er, að Nogi, eða eitthvað af her hans, muni komið eigi allskamt norður fyrir Múkden, og muni ætla að reyna að ná \aldi á járnbrautinni þar; en Rús- ar hafa varðlið með henni fram. Aftur er sama sagt um austur-arm Rúsa-hers, að hann sé svo undan hrokkinn, að hann viti einnig í norð- ur og suður, og hrekist einlægt und- an Japönum vestur á við. Er ein- sætt, að það er tilgangur Japana, að reyna að ná höndum saman fyrir norðan Rúsa og ná járnbrautinni þar. En hvorirtveggju munu mjög þreytt- ir hafa orðuir verið eftir 10 daga lát- lausan bardaga að kalla má. Fyrir Rúsum bætist það ofan á, að sagf var að talsvert af liði þeirra hefði 7. þ. m. varla bragðað mat í tvo sólar- hringa. Það er nokkurn veginn áreiðanlegt, að Japanar höfðu unnið orrustu þessa að kalla. Það eina, sem óvíst var um leikslokin, var það, hvort það af meginher Rúsa, sem uppi stendur, fái dregið undan á flótta norður til Tíen-lín eða Harbin, eða hvort Jap- anar hafi þrótt til að kvía þá að norðan og ná brautinni frá þeim. Mikið er af mannfalli látið í þess- ari orrustu, en engar reiður er enn að henda á neinum tölum í þá átt. Síðast er sagt, að Nogi hafi verið að halda með her norður með Ljá-fijóti, og mætti þá ætla að hann hugsaði um að taka brautina norðan við Tien-lien. Úr Mukden voru sagðir flúnir norð- ur allir embættismenn og sjúkir menn og flest fólk annað en hermenn; en þeir brenna nú þar vistabúr og ann- að, er þeir treystast eigi að flytja, og er auðsætt á því, að Mukden hefir verið að því kominn að falla alveg í hendur Japana. — Þriðja flotann höfðu Rúsar sent af stað úr Eystrasalti austur, en ekki ægilegau þó, eitt vígskip, þrjú beiti- skip og eitthvað af smærri skipum. — 15 stór eimskip vóru Rúsar að semja um að leigja af Hamborgarlín- unni og kaupa nokkur önnur. Áttu þau öll að flytja kol og vistir flota þeirra, sem er á leið austur. En í byrjun þ. m. kom það upp úr kafi, að Rúsar gengu frá kaupunum og leigunni, og er það talinu vís vottur þess, að þeir muri nú, eftir síðustu ófarirnar eystra, einráðnir i að kulla allan sinn hörmulega flota heim aftur. — Eins og áður hefir getið verið, halda Japanar Yladivostok í varðkví. Hafa þó nýlega aukið varðkvíunar- flotann með stóru herskipi og 20 tundurskipum. Innan árs ætla Jap- anar að hafa smíðað sér nýjan tund- urskipa-flota, sem næst jafnstóranþeim er þeir áttu i byrjun stríðsins. Öll eiga þau skip að vera 380 tons á stærð, hvert um sig, og hafa 29 mílna; hraða. Hvert skip á að hata tvö tundurskeyta-hol (tubes) auk venju- legs vopnabúnaðar. — 10 tundur- skip hafa þeir þegar full smíðað og mannað og eru þau komin í flot- ann. — 27. f. m. var 3. Eystrasalts- floti Rúsa ekki kominn iengra en að Cherbourg á Frakklandi. — Ósatt er það nú staðhæft að sé með öllu, að Rúsakeisari hafi á- vítað Gripenberg hershöfðingja. Hitt er og kórvilla í meira lagi, er „ísaf.“ flytur í gær, að hann hafi sett.ur verið í varðhald. Hitt er áreiðanlegra, að hann var sendur um hæl að kalla austur í1 Mandsjúrí aftur og látinn taka við yfirforustu annarar aðal-her- deildarinnar þar. En afleiðingin af ferð hans til Pétursborgar nú að verða sú, að kveðja á Kuropat-kin heim aftur, þ. e. setja hann frá herstjórn'. — Svo segja sumar fregnir, en ó- víst hve áreiðanlegar, að floti frá Jap- önum sé nú kominn suður í Indlands- haf, og muni því mega við búast tíð- indum þaðan. — Sjóliðið á Eystrasaltsflota Rúsa in- um fyrsta kvað vera hugdauft mjög og ófúst að halda áfram austur síð- an er uppgjöf Port Arthur íréttist. Ýmis af kolaskipunum þýzku og ensku, er flotanum fylgdu, hafa nú ýmist snúið aftur eða neitað að halda aust- ar en í Indlands-haf. — Japanar kváðu nú vera að

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.