Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 4

Reykjavík - 15.03.1905, Blaðsíða 4
56 demba allmiklum her á land við Possi' et-flóa, suður frá Wladivostok, og eru því víst í þann veginn að setjast um borgina bæði á sjó og landi. £20,000,000 eða 368 miljónir króna hefir ríkissjóður Japana tekið til láns nýlega; fékk það með sömu kjörum sem in fyrri lán og alt innanlands. Rúsar leituðu um sama leyti láns á Frakklandi; vildu fá £ 32,000,000 eða 576 milíónir króna. Það tókst þó ekki að sinni. En nefnd franskra bankamauna fór til Pétursborgar, til að taia við stjórnina þar, og var ekki aftur komin. En eininælt er, að þeir hafi tjáð henni, að meira en 2/3 af þessari upphæð væri engin tiltök að þeir fengju, og látið þá vita um leið, að frekari lána mættu þeir ekki vænta í Frakklandi næstu 5 árin; menn væru orðnir ófúsir í Frakkiandi að lána þeim meira fé um sinn, og staf- aði það ekki svo mjög af óförum þeirra í ófriðinum eystra, svo von- laust sem þar væri um sigur, sem af því, að öllum ægði ástandið heima í Rúslandi. Kúsland. Það er þaðan helzt að segja, að verkföll og óeirðir/hafa tekið sig upp aftur um land alt'. Keisari er sína stundina á hverri áttinni, og veit aldrei stundu lengur, hvað hann vill eða vili ekki; hvað hann þorir og hvað hann þorir ekki. Loks birti hann þó 3. þ. m. aug- lýsing til þjóðarinnar þess efnis, að hann ætlaði að kveðja þjóð- kjörna menn til þings, sér til ráða- neytis og aðstoðar, til að styrkja einveldið, því að af því gefi hann ekkert eftir. Sérstaklega var það fram tekið, að þingið mætti ekki ræða um fjármal ríkisins og ekki gera ann- að en leggja ráð í þeim málum, er fyrir það yrðu lögð. — Pobiedonoto- zeff, formaður heigu sýnódunnar, haíði einn samið auglýsing þessa, og eng- inn ráðgjafi verið til kvaddur. Því fór nú svo íjarri að þetta frið- aði alþýðu, er þetta birtist um morg- uninn, að það hafði alveg gagnstæð áhrif. Ráðgjafarnir urðu svo hræddir við afleiðingar þessarar flónskulegu auglýsingar, að þeir þutu aliir út til keisara og settu honum fyrir sjónir, að nauðsyn bæri til að gefa samdæg- urs út og birta annað bréf, er bætti úr auglýsingunni. Hann var tregur lengi, en lét þó loks tilleiðast, og flýttu þeir sér með það inn til borg- ar og settu það þegar í prentsmiðj- una og kom það út kl. 7 siðd. Enga trú hafa hygnustu menn á, að þetta hafi nein áhrif; segja það komi of seint og sé of smátækt. IRepkíapífc 0ð 0renð. Danskir húfræðingar eru að stofna til ferðar hingað til lands í sumar komandi. Forgöngu í því hefir „Landbrugskandidat-foreningen", og hefir skipað nefnd til að koma ferð- inni á; aðalmennirnir í nefndinni eru Vestermann, prófessor við Landbún aðarháskólann, og Fejlberg umsjónar- maður, sem mörgum íslendingum er kunnur. Ekki erænn víst, hve margir taka þátt í ferðinni. En ráðgert er, að þeir komi hingað til Reykjavíkur í Júní og ferðist hér um mánaðar- tíma, suður um Árnessýslu og svo að líkindum landveg norður um land. Kærleiki er grundvöllur alls hins góða. Ef þú vilt á honurn byggja, þá rík kærleika þínum að bjargar- lausum, konu og börnum Tómasar Halldórssonar skósmiðs, sem nú ligg- ur á' Landakotsspítala fyrir óheppi- legt s!ys. 0. Kong Trygve fór héðan til út- landa 7. þ. m. og með honum Þor- valdur prófastur Jónsson á ísafirði, Pétur A. Ólafsson verzlunarstj. á Patreksfirði, Sveinn Sigfússon kaupm., Bjarni Eyjólfsson ljósmyndari, skip- brotsmennirnir 6 af Scandia o. fl. „Ceres“ kom 12. þ. m. frá út löndum og Austfjörðum og með henni fjöldi farþegja að auslan; þar á meðal: I. M. Hansen konsúll og Stefán Stein- holt kaupm. af Seyðisfirði, Ólafur Pétursson útvegsbóndi á Hánefsstaða- eyrum, Jón Benediktsson útvegsbóndi úr Mjóafirði, Sigurður Jónsson bóndi á Brimnesi í Seyðisfirði og kona hans. Þeir Stefán kaupm. Steinholt og Ól- afur Pétursson eru að kaupa hór mótorbáta til fiskiveiða og er sagt, að um 20 mótorbátar eigi að ganga til fiskjar úr Seyðisfirði í sumar. „Nanna,“ aukaskip frá Thorefóiag- inu, kom 13. þ. m. frá útlöndum með fullfermi af vörum. „Laura“ kom 13. þ. m. frá út- löndum og með henni um 20 farþegar; þar á meðal kaupmennirnir Th. Thor- steinsson, P. J. Thorsteinsson (Bíldu- dal), Jón Brynjólfsson og Jónatan Þor- steinsson. Skagafjarðarsýsla er veitt frá 1. Maí þ. á. Páli Yidalin Bjarnasyni yfirróttarmálafærslumanni. <Wt)ebal annars! —:o:— Skipaskrána í siðasta bl. eigum vér að þakka hr. Kr. Zimsen, sem hefir sýnt oss þá góðvild bæði í fyrra og í ár að láta „Rvík“ slíka skrá í té. íslcnzka sýningin í Höfn. Nú þarf ekki að berja því við, að ísi. munir verði sýndir saman við muni frá Grænlandi og Yestureyjum Dana, þar sem sýningin verður alvog í sér- stöku liúsi, sem einvörðungu er reist handa henni. Það er heild- kaupmaður og útgerðarstjóri hr. Thor E. Tulinius, sem hefir sýnt það rausnarbragð af sér, að láta reisa ísienzku sýningunni sérstakt hús á sinn kostnað. Landshoruanna tnilU. ♦ — :o: — Mótorbátur á að koma í sumar á Lagarfljót til flutninga. Hlutafólag í Héraði hefir samið um kaup á bát- num fyrir 3300 kr. og á hann að verða 31 fet á lengd, bera 60 tunn- ur og hafa 6 hesta afl. Vörugeymsluhús er ráðgert að byggja við fljótið hjá Egilsstöðum á Völlum og annað hjá Brekku í Fljóts- dal. Oröið úti. Mennirnir, sem frá segir í síðasta blaði að orðið hafi úti á Fljótsdalshéraði, vóru báðir frá Hauksstöðum á Jökuldal og hétu Pétur Jónsson og Sigmar Hallgríms- son, hinn síðarnefndi unglingur á 13. ári. EldsYOÖi. 20. Jan. síðastl. brann verzlunarhús Gríms kaupm. Laxdals á Vopnafirði, en það var eign pönt- unarféiags Vopnfirðinga og. leigt Lax- dal. Ennfremur brann þar fiskiskúr með miklu af fiski. llúsin og vörur vátrygt, en munir ýmsir og matvæli óvátrygt. Scllijótsós. Þar eru nú á tveim síðustu árunum komin upp 2 vöru- geymsluhús, annað bygt af verzlun Þorst. Jónssonar í Borgarfirði, hitt af „Framtíðar-“verzluninni á Seyðisfirði. Gufuskip hafa flutt þangað vörurnar og er látið alivel af skipalegunni. Þetta er austast á Héraðssöndum og hét ósinn fyrrum Una-ós, kendur við Una danska landnámsmann. Mannalát. Nýlega er dáinn Ste- fán bóndi Árnason í Gagnstöð í Hjalta- staðaþinghá, 87 ára. 26. Jan. andaðist Eiríkur Einars- son óðalsbóndi í Bót í Hróarstungu, um sjötugt. 20. Jan. andaðist á Seyðisfirði Jón- ína Jónsdóttir kona Tryggva Guð- mundssonar, barnakennara og bæjar- fulltrúa. t Carl Danicl Tulinius, kaup- maður, norsk-sænskur konsúll, R. St. O., andaðist á Eskifirði 16. f. m.; hafði verið heilsubilaður in síðari ár, en sérstaklega síðan hann á síðastl. sumri misti konu sína; því að honum félst mjög þungt um það. C. D. T. var fæddur 1. Sept. 1835 í Slósvík (Pelworm); var faðir hans læknir þar. Hann var ungur til verzl- unarnáms settur og 1859 kom hann út til íslands til Djúpavogs (ekki Beru- fjarðar, því að þar hefir aldrei verzl- un verið). Var hann þar verzlunar- þjónn við 0rum & Wulfss verzlun hátt á 2. ár, en síðan verzlunarstjóri sömu eigenda á Eskifirði. 1862 var honum sagt upp þeirri stöðu og ann- ar maður sendur til að taka við af honum. Hann brá sér þá til Hafnar haustið 1862 og keypti verzluniua. tlafði hann til tryggingar láni því, er hann þurfti . að taka, fasteign, er tengdafaðir hans hafði lóð honum. En svo fátækur og peningalaus sagð- ist. hann hafa verið þá að öðru leyti, að hann hefði orðið að fá til láns ný föt hjá skraddara í Höfn, til að koma svo vel búinn, sem hann vildi, upp til þess manns í Höfn, sem hann fékk lán sitt hjá. Brosti hann stund- um að því síðar, er hann mintist á þetta. Hann kom því upp um vor- ið sem eigandi verzlunarinnar og rak hana jafnan siðan, þar til er hann seidi Þórarni syni sínum hana fyrir 2 árum. 1859 kvæntist hann Guðrúnu, dótt- ur merkisprófastsins séra Þórarins Erlendssonar á Hofi í Álftafirði; vóru þau mjög jafngömul, fædd sama árið (hún 9. Apríl). Þeim hjónum varð 7 barna auðið og eru 4 þeirra enn á lífi: Þórarinn (Thor E. Tulinius) í Khöfn, forstjóri Thore félagsins; Axel sýslum. á Eskifirði; bankastjóra-frú Axelína Petersen í Skive (Danm.), og Otto kanpmaður á Akureyri. Carl D. Tulinius var gáfumaður mikill, og með allra-bezt mentuðu kaupmönnum þessalands; hafði bæði fengið gott uppeldi, enda las jafnan sér til fróðleiks alla ævi. Atorka hans og framtakssemi var frábær, bæði í verzlun og fleiru. Hann gerði fyrstur hafsliipabryggju á Aust- urlandi, og hann gerði mikið að silf- urbergsnámi og jók því álit og verð á heimsmarkaði; en byrjað hafði það annar maður á undan honum (H. H. Svendsen, verzlunarstj. á Eskifirði). Hapn var fyrsti maður, sem flutti saltfisk út af Austurlandi og kendi mönnum að verka saltfisk; hann var víst og einna fyrstur manna til að taka upp eftir Norðmönnum síldveiðar og láta tóma íslendinga stunda þær. Hann var frumkvöðull að barnaskóla- stofnun á Eskifirði og gaf þar fé til, eins og hann yfir höfuð geiði til alira þarflegra fyrirtækja, því að hann unni öllum framförum og var óspar á fé sínu til gagnsemdar. Gestrisnara heimili mun hvergi hafa til verið á íslandi, og það ekki fyrir höfðingja eina eða heldri menn, eins og sumstaðar brennur við. Góðgerða- semi þeirra hjóna og hjáipsemi við fátæka menn var frábær og einatt stórhöfðingleg, enda vóru þau hjón samhent mjög i því sem öðru góðu. Heimilislífið var fyrirmynd hjá þeim og uppeldi barnanna, enda vóru þau öli hvers manns hugljúfar á heimilinu. Tulinius var tilkomu-mikill maður að sjá og góðlegur jafnt sem gáfu- legur. Glaðlyndur og skemtinn. Öll börnin á heimilinu vóru látin tala íslenzku við foreldra sína sem aðra, enda skoðaði C. D. T. sig sem ís- lending. Orðheldni hans var viðbrugðið, og trygð og vinfesta vóru honum eðlis- dygðir. Útför hans var 1. þ. m. og fjöl- menn mjög. Prentsmiðjan Gutenberg. Pappírinn frá Jóni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.