Reykjavík

Issue

Reykjavík - 29.04.1905, Page 2

Reykjavík - 29.04.1905, Page 2
86 KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við — Þakkarávörp eru að eins tekin í blaðið gegn borgun fyrir fram. — Smáleturs-auglýsingar, með fyrsta orði feitu, kosta 3 au. orðið (ekki yfir 15 stafi); minsta auglýsing "25 au. Þær yerður að borga fyrir fram. — Gjaldkerastörfum „Reykjavíkur11 gegnir (fyrir Sigfús Eymundsson) fyrst. um sinn bankabókari Olafur Daviðsson. Hittist til viðtals í Landsbankanum kl. 4—5 síðd. Blaðið má 'einnig borga í af- greiðslustofu þess. Heimsendauna milli. Rúslancl. 31. f. m. komu sam- an marskálkar aðalsstéttarinnar rús- nesku, og er það talin afturhalds- samasta samkunda í öllu Rúslandi. Þeir létu í ljósi, að eini vegurinn til viðreisnar landinu væri að kveðja þjóðkjörna fulltrúa á þing og fá því í hendur fjárforráð þjóðarinnnar. Ekki hefir þetta þó bitið á keisara fremur en annað. Þá er ráðherrar hans létu nýiega í ljós við hann, að nú væri ekki annað fyrir, en semja um frið, þá svaraði hann: „Ef égundir- skrifa friðarsamning með hægri hend- inni, verð ég samstundis með vinstri hendinni að skrifa nafn mitt undir að ég segi af mér keisaratign.“ — 28. f. m. féllu rúsnesk ríkis- skuldabréf niður í 85; daginn eftir í 83, og 30. f. m. í 82. — Parísar-fregnriti Bourse Gazette í Pétursborg segir, að það hafi kom- ið yfir menn eins og bruma úr heið- ríkju, er það vitnaðist, að franskir menn, sem eitthvað geta við sig sparað, keppist hver um annan, þótt leynt fari, að fá að vera með að lána Japönum fé. Við þetta má bæta því,segirParísar-fregnriti Times’, að franskir menn hafa þegar keypt undra-mikið af japönskum ríkisskulda- bréfum, og ef Japanar leituðu láns í Frakklandi, yrði að Hkindum fram boðið 20 sinnum meira fé, en þeir bæðu um. — Þá er Rúsakeisari vildi ekki hlíta ráði ráðgjafa sinna og ieita friðar- samninga, sagði Sakharoff hermála- ráðherra af sér, en Sukkomlinoff hershöfðingi var gerður hermálaráð- gjafi í staðinn. — Tilræði við keisarann. 3. þ. m. var tilraun gerð til að ráða Rúsakeisara bana, en henni varð af- stýrt. Keisari veitti þann dag áheyrn ýmsum herforingjum, og meðal ann- ara var maður í ofursta-búningi, er hleypt var inn; en verðirnir urðu þess varir, er hann gekk inn, að hann hafði ekkert sverð við hlið. Veittu honum því eítirför og náðu honum í því hann gekk inn úr dyrunum á salnum, þar sem keisari var inni. Þeir höfðu þegar hendur á honum, áður en hann komst fram til keisar- ans, og fundu á honum tvær sprengi- kúlur, er þeir náðu af honum áður en hann gat kastað þeim. — Kólera geisar í nágrenni Póturs- borgar og alt austan frá Moskóv. —- í Moskóv héldu læknar fund, og lýstu yfir því, að þeir tækju ekki þátt í neinum heilbrigðisnefndum, er settar yrðu til að sporna við kólerunni, og ekki mundu þeir heldur gera neitt til að framkvæma fyrirmæli slíkra nefnda, meðan stjórnarfar væri óbreytt í Rúslandi og ekkert rýmkað til um frelsi þjóðarinnar. — Stríðift. Það er nú komið á daginn, sem reyndar vitta mátti, að öll in stóru orð keisaians um að bjóða út í vor 400,000 hermanna af nýju á Rúslandi og senda austur, hafa verið hreystyrðin ein. Nú játar stjórn keisarans, að eins og ástandið só heima fyrir í Rúslandi, geti ekki komið til mála neitt stórútboð hers í ár. Er nú það minna úr orðið, að talað er um að tína saman lítilræði úr hverju héraði, alls einar 50 þús- undir af öllu Rúsiandi, og senda austur til liðs við Linievitsj, til viðbótar við þær 250,000 eða minna, sem ætla má að hann hafi nú af liði. Með þessu er honum svo ætlað að reyna að fara undan í flæmingi og „þreyta Japana“. En ekki telur Times gott að sjá, hversu það megi takast með svo iitlu liði. — Japanar búast við að hafa 1 milíón manna undir vopnum í Mandsjúrí fyrir haustið. — Eystrasalts-flotinn fyrsti og annar, undir forustu Rossjdestvenski’s aðmíráls, hélt austur um Malacca- sund fram hjá Singapore 8. þ. m. Það voru 47 skip alls, og ætla menn að verið hafi 37 her'skip og 10 kola- skip og önnur flutningaskip. Flotinn fór hægt, hafði 5 mílna ferð, en 12 njósnar-herskip japönsk fóru spölkorn á undan. Flotinn héit austur til Anamba-eyja, sem Hollendingar eiga; þær eru á að gizka um 120 enskar mílur norður og austur frá Singapore. Hollendingar vilja ógjarnan styggja Japana, og sendu þeir því þegar her- flota á stað frá Borneo, til að skora á Rúsa að halda áfram leiðar sinnar og liggja ekki fyrir akkerum í land- heigi við Anamba-eyjar. Misjafnt er til getið, hversu Rosj- destvenski muni ætla að haga ferð sinni. Um það ber flestum saman, að skip hans sé svo iiia á sig komin, að hann só lítt fær til orrustu, fyrri en hann hefir gert við þau og hreins- að þau. Ætla sumir, að hann muni reyna að ná til Saigon, sem er hafnar- borg sunnan til á Annam, en það land eiga Frakkar; muni hann reyna að hreinsa þar skip sín og gera við þau. En það væri ótvírætt brot á hlutleysi, ef Frakkar leyfðu það, og því telja flestir ólíklegt að hann taki þetta ráð. Ætla því margir, að hann muni reyna að komast austur úr Sínlandshafl austur um Brasilíu-sund, en svo nefnast sundin milii Suiu- eyjanna, er liggja milli Borneo og Filippus-eyja; þaðan austur í Kyrra- haf og sigla svo fyrir austan Filippus- eyjar og reyna að ná norður til Vladivostok. En Japanar hafa her- skip a verði í öllum sundum, er austur liggja. En aðalfloti þeirra var á suðurleið frá Hong-Long, er síðast, fréttist (12. þ. m.). Fyrirlestur um spíritismann hélt Einar ritstjóri Hjörleifsson á Þriðju- daginn var. Fyrirlesturinn var prýðilega fiuttur og lót vel í eyrum sem varnarræða, en að efni tíl var hann mjög bágborinn. Ræðumaðurinn kómst iítið sem ekkert inn á in „dularfullu fyrirbrigði“ spíritism- ans, en sagði frá tveimur vitrunum fram- liðiuna eftir bók A n g e r s um „Persónu- leik mannsins og ódauðleika hans.“ Af annari sögunni var ekki liægt að draga neina ályktun um ódauðleikann og hin sagan var sem sönnunargagn tnjög vafa- söm. Hún var um mann, er átti að hafa séð systur Sína látna birtast sér, þó ekki í líkklæðunum né eins og liðið lík, heldur eÍDs og hún var í fullu fjöri, en með blett, rispu eða skeinu hægra megin á' nefinu, er hún fékk af móður sinni, er hún var kistulögð og enginn átti að hafa vitað um nema móðirin. Þetta er sönnunargagnið sem á að vera. Stúlkan birtist ekki eins og hún lá í kistunni, nema að því er þessa rispu snertir. Og rispu þessa nefnir sögu- maður og faðir hans og Einar í fyrirlestr- inum rispu, blett, eða skeinu, svo ekki er nú merkið ákveðið. Faðir og bróðir sögu- manns votta að hann jafnharðau hafi snúið heim, því maðurinn var á ferð, og sagt frá þessum fyrirburði. Það kom mjög á móður hans, er hann sagði frá rispunni, og lét hún í Ijós, að enginn hefði getað vitað um liana nema hún. En sag- an greinir alls eklci frá, að hún hafi verið ein um að kistuleggja og að enginn annar hafi getað séð blettinn eða rispuna. Og móðirin skýrði ekki frá því undir eiðstil- boð né heldur sögumaðurinn, að hann hefði ekki getað fengið neina vitneskju um rispuna. Svona er sönnunargagnið; á þessu ætlaði ræðumaður að leyfilegt væri að byggja trúna á ódauðleika sálarinnar. Sér er hver skarpskygmn. Fyrirlesturinn var hálfgert trúar- og kristniboð, með hnút.um og slettum í garð þeirra manna, er leyfa sér og hafa íull- næga ástæðu til að efast um vizku og „vísindi11 þeirra spiritista. Ræðumaður komst ekki einu orði inn á in „dularfullu fyrirbrigði11 sjálf, er hann svo nefnir, hvað þá heldur að hann segði svo frá þeim, eða reyndi að skýra þau svo, sem honum eðii- lega bar að gera. Honum bar þá fyrst að skýra frá inum ýmsu fyrirbrigðum og lýsa þeim vel og nákvæmlega. Svo átti hann að spyrja að orsökunum að þeim, og það er enginn vafi á, að það má sýna fram á eðlilegar orsakir að flestum þessum fyr- irbrigðum, or spíritistum þykja svo dular- full. Og þó einstaka fyrirbrigði sé enn sem komið er, hvorlci svik né sjálfsblekk- ing og ekki sé e n n þ á hægt að skýra þau á eðlilegan hátt, er ekki loku fyrir skotið, að þau stafi samt af eðlilegum ástæð- um þessa heims, en ekki annars heims or- sökum. Fyrst þegar menn eru gengnir úr skugga um þetta, hafa menn vísindalega séð leyfi til að leita að orsökunum ann- ars heims, en fyr ekki._ Það var auðheyrt á allri framsetning ræðumanns, að hanu bar ekki mikið skyn á vísÍDdalega Og rökrétta framsetningu né heldur á sönnunargildi einstakra stað- reynda. Fyrirlesturinn varð því að mestu leyti lap eftir öðrum og þá einkum ýms- um prestum. Ed það er að fara í geitar- hús og leita ullar að leita til þeirra í sálarfræðilegum efnum. Það var auð- heyrt, að ræðumaður notaði sömu aðferð- ina og flestir viðvaningar á vísindabraut- inni, að hann reyndi að hengja sig í nöfn hinna og þessara visindamanna eins og t. d. Wallace, en nú er maður þessi, þrátt fyrir hina visindalegu verðleika sínaT orðinn hálfgeggjaður, eins og þeir vita sem þekkja og lýsir sér í því, að helztu vísindamenn nú á Englandi alltaf eru að1 mótmæla getgátum hans, t. d. út. af síð- asta riti hans „Maus plase in universe.“ Eg gat ekki varist þess að brosa, þegar ræðumaður lýsti því hátíðlega yfir, að spíritisminn væri langmesta og markverð- asta hreyfingin í andans heimi nú á síðarí tímum, þar sem hún vitanlega í öllum löndum er, og það að verðleikum, fyrir litin af öllum þorra samvizkusamra vísinda- manna. Ræðumaður ætti að hugsa betur um o r s a k i r n a r að hinum „dularfullu“ fyrirbrigðum áður en hann talar næst. Annars kynni hann, eins og hann sjálfur komst svo fagurlega (!) að orði, að þurfa. — „að kyngja grantnura. sem hann sjálf- ur hefir spýtt i.“ Aiulitor. Eftir vanda. —:o:— HaIaröfu-l)löðin(Ísaf.-Fjallk.-Þjóðvilj.) eru ápreifanlega málgögn lyginnar. 22. f. m. stóð í »ísaf.«: »Z)r. Valtýr er ná genginn úr Hafnarnejndinni.v. Og svo beit hvert málgagnið hans í skottið á öðru og fluttu fregnina: Valtýr er genginn úr sýningar-nefndinni. Ilvort Yaltýr hefir logið pessu í mál- tól sín, eða pau logið pví upp sjálf- krafa, skulum vér alvcg ósagt láta. Kn hæfulaus lygi er pað. Í0. p. m. var Dr. Yaltýr enn í sýn- ingarncfndinni og engin lírsögn frá hon- urn komin. Þetta er enn eitt af púsund dæmum upp á ráðvendni og sannsögli pessara blaða. Petta er eftir vanda. Amerískt húmbúg. — :o: — Ameríkumenn kunna að gera húmbúg, og þeir eru svo séðir, að vandi er að sjá við þeim, að þeir t. d. narri sér ekki út alveg ókeypis auglýsmgu, með því að koma mönnum til að tula un sig. Hr. Eihar Hjörleifsson hefir lært af Mr. Barnum, en hanu gerir betur Hann kræl- ir sér ekki að eins út ókeypis auglýsingu, heldur lætur fólkið borga sér peninga — 70—80 kr. á kveldi — fyrir að birta þvi auglýsing um gróðafyrirtæki sitt. Hann kvað nefnilega hafa tekið saman eða þýtt bók um andatrú, sem verið er að prenta í ísafoldar-prentholu. Til að auglýsa bókina sem bezt, undirbýr liann jarðveginn fyrst með dáleiðslu-tilraunum og uppvakningar-kukli eða svipa-særingunu Dálítið er talað um þetta í bænum — en ekki nóg. Þá fer „ísafold11 á stað roeð „dularfull fyrirbrigði“, fáranlegan hjátrúar- samsetning, som hún gefur út fyrir „vís- indalegar rannsóknir11. Þá fara önnur blöð. að gera gys að flóuskunni. Nú skortir ekki umtal í bænum — og verður sjálf- sagt út um alt land. Þá er jarðvegurinn undirbúinn fyrir 25 aura „fyrirlestur11 um andatrú, sem ekk- ert verður nema narr, því að neina lýsing á „fyrirbrigðunum“, „vÍ8Índa“-rannsóknum Einars, fengu menn ekki — að eins ádrátt um að fá það í annað sinn, fyrir aðra 25 aura. Með þessu er bókin auglýst, og búist við hún renni út eins og súrt smjör á ver- tíðinni, er hún kemur út eftir allan þennan. undirbúning.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.