Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.04.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 29.04.1905, Blaðsíða 3
Til manna út um landið. Þeir sem þurfa að panta sér breimlvín og annað áfengi, vindla og búsg'ög'ii, eru beðnir að muna eftir, að hvergi fást eins góð kaup á þessum vörum eins og hjá 15en. Þórai'inssyiii. Sent farnigjaldsfrítt með strandskipunum, nái pöntunin minst 6—10 kr. Svo að andatrúar-uppþotið þér virðist alt vcra amerískt auglýsingar-húmbúg á auvirðilegu gróðafyrirtæki aurasoltins út- gefanda. Liggur þar fiskur undir steini? Messías annar. Við Krist bar séra Einar H.jörleifsson sig saman í andatrúarfyrirlcstri sinum um daginn — „þótt auðvitað sé þar nokkuð ólíku saman að jafna“. Kristur kendi það, sem landar lians álitu villu og hindurvitni — eins og séra Einar. Kristur var spott- aður, svívirtur og ofsóttur af fáfróðum heimskingjum, sem þóttust vera vitringar — eins og séra Einar. En Kristur komst síðar til vegs og virðingar og menn tigna liann nú og trúa á hann — og eins má vænta að siðar fari um píslarvott og Messías andatrúarinnar, séra Einar. Heimsendanna milli. Síðustu útl. fréttir (til 16. þ. m.). Tveir nýir dannebrogs-riddarar: séra Magnús Andrésson á Gilsbakka og séra Þorv. .Tóns- son á ísafirði. Nýr dannebr.maður : Hallgr. Hallgrímsson á Rifkelsstöðum. Stríðið. Eloti Rúsa að nálgast Formosa. Erá Japan símað 16. þ. m., að búist sé við sjóorrustu »í nólt eða á morgium. Boström sagt af sér ráðherrastörfum í Svíþjóð. — Konstantín prinz lagt niður völd sem laudstjóri á Krít, af óánægju yfir að stórveldin vilja ekki láta að vilja þjóðárinnar (losa Krít alveg undan Tyrkj- um). TRe\>MavíU oq ðvenb. Nýtt veitingahús ætlar hr. Ein- ar Zoega að reisa í snmar við Aust- urstræti, rétt á móti Landsbankanum. „Kong Tryggve" fór til útlanda 17. þ. m. og með honum fjöldi far- þega: Hannes Hafstein ráðherra og frú hans, Einar Benediktsson sýslu- maður og fiú hans, P. Thorsteinsson kaupmaður og Borghildur dóttir hans, Olafur Björnsson stúdent, BjarniJóns- son snikkari og Jón sonur hans, Þorst. Þorsteinsson skipstjóri, Grön- feldt mjólk’irfræðingur og frú hans, P. Brynjólfsson Ijósmyndari, Björn Pétursson blikksmiður, Guðm. Ein- arsson steinsmiður, Páll Halldórsson fiskverkunarrnaður, úngfrú Kristín Gunniaugsdóttir, Easmus Elíasson snikkari, 48 skipbrotsmenn franskir, o. fl. „Laimi“ kom frá úti. á ákveðn- um tíma, heflr nú farið til Yestfjarða og fer hóðan 30. þ. m. til Austfjarða og þaðan út. Meðal farþega frá útl. var Ólafui’ Árnason kaupm. á Stokks- eyri, en að vestan Guðm. Eggerz málaflm., úr Stykkishólmi. Aasbcrg skipstjóri á „Laura" hefur nú farið 100 ferðir milli ís- lands og Danmerkur í þjónustu sam.- gufusk.fél. Til minningar um það verður h.onum haldið hér samsæti í kvöldoggefið gullúr. Hann heflr unn- ið sér hér almennar vinsældir. Ný- lega er hann orðinn riddari af Dbr. Straiidferðabátarnír fóru héðan á ákveðnum degi. Með Skálholti fór Páll Bjarnason sýslum., Guðj. Guð- l^ugsson alþm. o. fl. Eddurnar. Eins og áður heflr getið verið, er verið að prenta Sæ- mundar-Eddu á kostnað hr. Sigurðar Kristjánssonar. Próf. Finnur Jónsson hefir búið undir prentun. Finnur heflr nú og tilbúið handrit að nýrri útgáíu Snorra-Eddu, og kem- ur hún væntanlega út á sama for- lag (S. Kr.), þá er Sæm.-Eddu er lokið. Ný-dánip. 1G. þ. m. bráðkvödd ung- frú Sigríðnr IngJtíldsdóttir, á Lamba- stöðum. — 18. þ. m. frú Sigríður Ski'da- dóttir (Thorarensens), húsfreyja Jóns Árnasonar frá Garðsauka. — 21. p. m. Geir Bachmann vcrzlunarm. (lungna- bólga. — 27. p. m. Porgerður fíunn- laugsdóttir Clausen, ekkj a M. A. Cl. kaupm. i Keflavík og Hafnarflrði. Ritsíma-málið ætla stjórnaifjendur auðsjáanlega að gera að aðal-árásarefní gegn ráðherr- anum, og spara til þess enga lygi, rángfærslu nó fölsun, enda kvað rit stjóri annars púkablaðsins hafa leitað frétta af framliðnum merkismanni, spurt hann um stjórnarskrárbreyting- una, undirskriftina o. fl., en engin svör fengið, unz „andinn" ioks trúði honum fyiir þvi, að ritsímamálið yrði ráðherranum að fótakefli !! Svo gengur sagan að minsta kosti. Vér seljum ekki dýrara en vér keypt- um. Það er líka harla viturlegt, að ætla að velja tii aðal-árásarefnis það mál, sem ráðherrann heflr unnið bezt verk og þarfast! En hvað gerir það ? Þar sem aðfinningar á sannleika bygð- ar brestur aigerlega, þá er ekki ann- að en að byggja á eintómum upp- spuna og iygi. Á þeim varningi er ekki skortur 1 málgögnum stjórnfjenda. Næstu viku kemur út rétt og sönn skýrsla um þetta mál, þar sem hvert einasta atriði af ósanninda og rang- ærslu samsetningi stjórnfjenda verð- ur hrakið. Því fjölyrðum vér ekki frek- ara uin málið í dag. Þar sprakk blaðran. Séra Einar Hjörleifsson, anda trúboði og klerkur andatrúarsafnað- arins hér, hélt ræðu langa „fyrir fólkið“ nýverið. Fyrst talaði séra Einar fögur orð um trú og siðgæði. Þegar hann nefndi siðgæðið, fór sessunautur minn að raula: „Kindarlega kveinar . . .“ Ég þaggaði niður í honum. Svo fór klerkurinn að tala um trú sina á „guð almáttugan." Þá mint- ist ég þess, að ég hafði setið á fundi í íslendingafólagi veturinn 1885—86 og heyrt sama manninn halda þar ræðu, eða „fyrirlestur" um guð, og var þá annað hljóð í strokknum, því að hann hélt því þá fram, að enginn guð gæti verið til, nema það væri þá ill vera, bófl, fantur, og fór ýms- urn háðungarorðum bæði um guð, og þá mentunarlausu fáfræðisbjálfa, sem væru svo einfaldir að trúa á tilveru guðs. Það virðist fylgja séra Einari fast, hve mörgum stakkaskift- um sem hann annars tekur, að hann verður að kalla þá alla mentunar- lausa fáfræðisbjána, sem ekki játa hverri óhæfu og fjarstæðu, sem hann heldur fram það og það skiftið. En hvað um það: batnandi manni er bezt að lifa, hugsaði ég — ef þetta eru þá annað en látalæti. En svo íór séra Einar að tala um sína „djúpu sannleiksþrá" og „heitu saunleiksást", — og þá skellihló ég upphátt og ýmsir fleiri. Við gátum ekki látið vera að minnast þess, hverja atvinnu maðurinn rekur daglega sér til lífsuppeldis. Ýmsir menn berja sjer á brjóst, er þeir leggja mikið við, en séra Einar strauk hendinni niður brjóstið og magann, eins og maður, sem kennir kveisu-stings,þegar hann minnt- ist á sannleiksást sína. Var það ekki von? Ritstjóri „Fjallkonunnar" og sann- /ei/isást!!! Landi. Pað talar fyrir síg sjálft. Hér með lýsi ég því yfir, eftir að mér hefir geíist kostur á að sjá vottorð það, er ég fékk hr. sýslu- manni Lárusi H. Bjarnason 12. September 1903, að ég undirskrif- aði téð vottorð með frjálsum og fúsum vilja nefndan dag; og aftur- kalla hér með vottorð það, er séra Helgi Árnason í Ólafsvík fékk mig til að undirskrifa í flýti 4. f. m. og síðan hefir verið prentað í heimildarleysi mínu í Fjallkonunni. p. t. Stykkishólmi 18. Aþríl 1905. Guðm. Helgason hreppstjóri. * * * Vitundarvottar að því, að hrepp- stjóriGuðm.Helgasoní Knarrartungu ytri hafi skrifað uhdir vöttorð þetta með fúsum vilja og allsgáður, er- um við undirritaðir sýslunefndar- menn. Kristján Porleifsson, P. A. Bergmann. Hermann og Hólaskóli. (Yfirlýsing.) Ég er or&ínn þess áskynja, að ritsljórarnir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson eru í virðulegum blöð- um sínum gagnteknir „heilagri hrœði“ (sbr. lofræðu séra Friðriks Berg- manns í „Eimreiðinni" um einn „þjóðarfrömuð"!) út af því, að Her- mann alþingismaður Jónasson á Þing- eyrum var nýlega skipaður ráðsmað- ur á Laugarnesspítalanum, og hefir þessi bræði þeirra knúið þá til að ráðast ekki eingöngu á Jónas Jónas- sen landlækni og mig, heldur einnig á Hermann Jónasson, sem eigi hefir unnið annað til saka, en að sækja um sýslanina og hljóta hana. Mér kemur eigi til hugar að hrekja allan þvætting þeirra og ósannindi um þetta mál né verja gerðir mínar hér að lútandi gagnvart þvílíkum mönnum, sem þeir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson eru, en hitt finn ég mér skylt, að segja það sem satt er um frammistöðu Hermanns Jónassonar sem skólustjóra og bú- stjóra á Hólum. Hann var þar 8 ár og á þeim sama tíma, að síðasta árinu undan- teknu, var ég amtmaður yflr Norð- ur- og Austuramtinu og forseti amtsráðsins, sem hafði á hendi yfir- umsjónina með skólastofnuninni. — Það er vitnisburður minn um Her- mann Jónasson, að frammistaða hans öil var sem bezt mátti vera; skól- inn og skólahúsið var í bióma und- ir forstöðu hans, og hann skilaði öllu af sér í bezta standi. Þetta er fleirum kunnugt en mér, en hitt hlýtur að vera öllum mönnum Ijóst, af hvaða toga lastmæli þessara heið- ursmanna eru spunnin. Reykjavík, 15. dag Aprílm. 1005. J. Havsteen. 5 Skálavörðusiíg 5 Fást nú liíandi rósir í pottuin^ ]'álinag;roiiiar, Tiiuja. Giá- lyng-. Taxrós- ir. Illóm og blöð. Mikið úrval af Iákkrönzum frá 0,50—12,0«. Tækifæriskort nokkur hund- ruð nýkomin, þará meðal mikið af fcriningarkortnni. Svanl. Benediktsdóttir. Framfarafélagið. Pundur í Bárubúð næsta Sunnud. kl. '6 síðd. Umræðuefni: Kaupféiag. Heiðruðum bræðrum og systrum í st. Vorblómið—Akurliljan á Akranesi votta ég hér með mitt inmlegasta hjartans þakk- læti fyrir kærleilcsríka umönnun og hlut- tekningu i veikindum mínum næstl. vetur í Ijarveru mannsins míns, en þó einkum og sér í lagí inum heiðruðu hjónum Ásm. Þórðarsyni og konu hans Olínu Bjarna- dóttur. Einnig Æ. T. Guðm. Guðmunds- syni og inum ótrauða og ötuia lækni Ó. Finsen, er með stakri alúð hjúkraði már á tíma neyðarinnar. Þessum öllum og mörg- um fleirum bið ég algóðan guð að launa þá er þeim liggur mest á. Hann einn þekkir og veit in kærleiksríku hjörtu. Halldóra Guðlaugsdóttir. Jón Jónsson. Tjarnarhúsum á Sumardaginn fyrsta 1905.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.