Reykjavík

Issue

Reykjavík - 20.05.1905, Page 2

Reykjavík - 20.05.1905, Page 2
102 KR. KRISTJÁNSSQN, SkóIaTÍ)röustíg 4, smíðar manna bezt hnsgögn og gerir við AfgreiðslusSofa „Reykjavíkur“ er nú á Laufásvegi 5. Telefónar „Reykjavíkur11 eru: Hr. 29. Afgreiðslustofan (og ritstjórinm Laufásv. 5. 80. Ritstjórinn (Landsbókasafnið). Telefóu prentsmiðjunnar er Nr. 71. — Xaupendur í bænum, sem ekki fá blaðið með skilum, gera oss greiða með því að láta afgreiðslustofuna vita það sem fyrst. — Þeir kaupendur, sem bafa skift um bústað, eru beðnir að gera aðvart i afgreiðslustofuna (Laufásvegi 5). Heimsendanua mtlU. Aberdeen-lilöð frá 11. þ. m. fengum vér í gærkvöldi. Enn engin orrusta orðin á sjó eða landi; en herirnir beggja, Jap- ana og Rúsa, standa nú svo and- spænis hvor öðrum við Guntzul- ing, að búist var nœstu daga við orrustu þar, ef til vill ámóta mik- illi eins og við Múkden. — Undir úrslitum liennar eru forlög Hai’- bin’s komin. — Nebogatotf aðmíráll er nú komínn austur með þriðja rús- neska flotann oa hefir sameinast Rosjdestvenski. Er nú floti Rúsa oiðinn svo sterkur, sem hann getur frekast búist við að verða. Er nú um tvent að tefla fyrir Rosjdestvenski: annaðhvort að leggja nú þegar til orrustu, eða að reyna að sleppa orrustulaust til Vladivostok. Ið síðara er talið óráðlegt, því að þótt það tækist, þá yrði hann þar inniluktur, er Japanar sækja að borginni á sjó og landi. Þykir einsætt að Japanar ættu þá auð- veldara en í fyira að beita þar sömu tökum sem við Port Ar- thur —því fremur sem Vladivo- stok er varnaminni. Að leggja þegar til orrustu og reyna að láta til skarar skríða, er talið vænlegast fyrir Rosjdest- venski, því fremur sem síðasti ílotinn kvað hafa hrein skip, og skipin í fyrri flotunum nú tals- vert hreinsuð. Er svo sagt, að því lengur sem hann di'agi oiTustu úr þessu og komi lengra austur, því ver standi liann vígi. — Rús- ar hafa helmingi fleiri stór víg- skip, og' höfum vér áður skýrt frá tölu skipanna hjá hvorum um sig. En Japanar hafa fleiri af in- um næststærstu og minni skipum. Alls hafa Rúsar nú 23 herskip, samtals 192,570 tons, með 13,336 manns á. Þeir hafa 61 fallbyssu af stærsta tæi og 670 smáar fall- byssur. Japanar hafa 31 herskip, sam- tals 203,850 tons, með 15,073 manna áhöfn; 68 fallbyssur af stærsta tæi, 313 meðalstórar og 492 smáar fallbyssur. Marconi-félags-bréfið 3. Sept,. 1904. Hr. Einar Hjörleifsson sagði í rit- síma-pésa sínum síðastl. viku, að Marconi-félagið hefði í þessu bréfl „gefið sterklega í skyn“, að það „væri samnings-atriði, hvort það færði sig ekki til muna niður“ með tilboð sín. Ég birti nú stadfest eftirrit af frumbréfinu, og staöfesta þýðing á því á íslenzku. Hver maður getur nú gengið úr skugga um, hvor okkar hr. E. H. segir satt um efni bréfsins. Bréfið er svo hljóðandi: Marconi’s wireless Telegraph Company Ltd. 18. Finch Lane London, E. C., 3rd September 1904. His Excellency the Minister for Ice- land, — Islands Ministerium Kontor Slotsholmsgade, 10 Copenhagen. Your Excellency, In sending you the enclosed quo- tations for wireless communication we desire to emphasize the fact that wre see no difficulty in establishing com- munication between: Langanaes, Raudanupr, Giogur Taae, Akwreyre, Vatns-Fiord, Skutuls-Fiord. Having regard, however, to the difficulty of transporting men and material to these somewhat inaccess- ible places,. and to the interruptions of the work which may be caused by storms and weather conditions, it is very difficult to estimate the cost of establishing the communication. We know what the cost of the wireless apparatus will be, but we cannot estimate closely the cost of convey- ing it to the places in question, and of erecting it. We, have therefor had to quote a price which is some sort of protection against contingencies, and we have quoted a higher price for the inland w'ork if taken alone than for the inland work as part of the general scheme which includes the Iceland — Scotland connection. \Ve can estimatc accurately what the cost of the Icelantl —- Scotland connection will be, and know practic- ally before we begin the work, what profit we shall make out of the contract. With an assured profit on a certain part of the contract you will under- stand that we can take a larger risk on the other part. I have the honour to he, Your Excellency’s obedient Servant, Marconi’s wireless Telegraph Co. Ltd. H. Cuthbert Hall, Mnnaging Director. Rétt eftirrit staðfestir Kl. Jónsson. Marconi’s þráðlausa firðritunarfélag, takm., 18 Finch Lane, London, E. C., 3. Sept. 1904. Hans Excellence ráðherra íslands, Islands Ministerium Kontor Slotsholmsgade 10. Kaupmannahöfn. Tigni herra. Um leið og vér sendum yður inn- lagða áætlunarreikninga fyrir þráðlausu sambandi, viljuni vér leggja áherzlu á það atriði, að vér sjáum engin tor- merki á að koma á sambandi niilli: Langaness, Rauðanúps, Gjögurtáar, Akureyrar, Vatnsfjarðar, Skutulsljarðar. En er vér lítum á torveldleikann á að flytja menn og verkefni til þessara staða, sem nokkrir örðugleikar eru á að komast til, og á þíér verktafir, sem fyrir geta komið af stormum og veðr- áttufari, þá er mjög torvelt að meta kostnaðinn við að koma sambandinu á. Vér vitum, hvað þráðlausu áhöldin muni kosta, en vér getum ekki metið nákvæmlega, hvað kosta muni að flytja þau til staða þeirra,~ sem um er að ræða, og setja þau þar upp. Vér höf- um því orðið að tiltaka verðið þannig, að oss sé að nokkru borgið fyrir ó- fyrirséðum atvikum, og vér höfum reiknað hærra verð fvrir starfið innan- lands, ef það er tekið eitt út af fvrir sig, heldur en fyrir starfið innanlands sem einn hluta af öllu fyrirtækinu, sem innibindur sambandið milli íslands og Skotlands. Vér getum metið nákvæmlega, hver kostnaðurinn verður við sambandið milli íslands og Skotlands, og vitum í raun réttri, áður envérbyrjum á starf- inu, hvern ágóða vér. munum hafa á þeim samningi. En þegar vér eigum oss trygðan ágóða á tilteknum hluta samningsins, þá munuð þér skilja, að vér getum lagt meira á hættu við hinn hluta hans. Eg tel mér sæmd að vera, tigni lierra, Yðar hlýðinn þjónn, * Marconis þráðlausa firðritunarfélag, . takm. H. Cuthbert Hall framkvæmdarstjóri. Rétt þýðing samkvæmt mér sýndu staðfestu eftirriti af frumbréfinu. G. T. Zoéga • * * ¥ * Hvar í þessu bréfi er það nú „gefið sterklega í skynu, að félagið kunni að „fcera sig tll muna niður?“ í þessum línum, sem í bréfinu eru, stendur það hvergi, og t:l að lesa það mílU línanna, þarf sterkari skáldskapargáfu en menn eru alment, gæddir. Þvert á móti gefur félagið í skyn með ótvíræðum orðum í bréfinu, að þó að það þekki ekki til um flutn- ingskostnaðinn og hafi því ætlað sér heldur ríflega fyrir hann, þá búist það þó við svo miklurn vísum arði að sainbandinu landa milli, að það hafi hagað boði sínu svo, að það taki á sig nokkuð af áhættunni við þann hlut kostnaðarins, sem því var ekki fullkunnugt um. „Sterklega44 er ekkert gefið hér í skyn; só annars nokkuð „gefið í skyn“ í bréfinu, annað en það sem sagt er þar berum orðum, þá er það helzt það, að niðurfærslu „til“ nokk- urra „mun»“ sé alls ekki að vænta, því að flutningskostnaður áhalda er þó hverfandi brot úr kostnaðinum öllum. Af þessu eina dæmi upp á ráðvendni hr. E. H. í meðferð á sannleikanum, má marka, hve trúanlegt sé annað, sem hann segir. Þar er alt á eina bókina lært. J. Ól . Prestskosningin á Eyrarbakka. í 12. tölubl. Reykjavíkur 4. Marz síðastl. er grein af Eyrarbakka um prestskosning- una síðastl. ár og vildi ég, að því er nefnd grein snertir mig, fara um hana nokkrum orðum til að leiðrétta missagnir greinar- höfundarins. Sannleikurinn er sá, að í prestskosningarmáli þessu eru það nokkrir Goöd-templarar á Eyrarbakka og Stokks- eyri, sem valdið hafa öllum æsingum, sem kunna að hafa verið i því máli. Það voru þeirísem „agiteruðu“ fyrir séra Zophoníasi, méðal annars með því, er þeir sáu sitt ó- vœnna með að hann myndi hafa nægilegt fylgi, að fá söfnuðinn til að afsala sér kosningarréttinum og láta stiftsyfirvöldin velja prestinn, væntandi þess, að þau veldu elzta prestinn, nfi séra Z Að sóra Jónas fékk ekki fleiri atkv. en raun varð á, kom einnig einungis af „agit,ation“ nefndra Tomplara. Kjósendur, sem ekki voru inn- limaðir þessari „klikku,“ sáu fram á, að ef að þeir dreifðu sér við kosninguna, þá myndi „klikkan11 fá vilja sínum framgongt, að gera kosninguna ólögmæta; og með því sá orðasveimur hafði gengið (uppkominn á Bakkanum) að brjósttæring væri eða hefði verið á heimili lians, þá söfnuðust menn fremur að því að kjósa séra Stefán. — Að séra Stefán afsalaði sér brauðinu, or eftir minni skoðun eingöngu þessum lát- lausu æsingum og ófriði að kenna, sem nefnd „klikka“ hefir haldið áfram í þessu máli frá þvi fyrsta til þess síðasta. — Svo segir greínarhöfundurinn, að ég við næstu kosningar ætli mér einn að ráða því, hver verði prestur hér; af hverju hann dregur það, er ekki gott að vita, því að af umræddri prestskosningu hafði ég ekki meiri afskifti en það, að ég koill ekki á kjörfundinn til að greiða atkvœði. Hvað viðvíkur áskoruninni til hr. cand. theol. Gísla Skúlasonar, þá sýna þessi 150 nöfnT sem greinarhöf. segir að verið hafi á henni, að minnsta kosti það, að ég hefi þar ekki verið einn; annars get ég frætt greinarhöf. á því, að það hefir engin „agitat,ion“ verið í frammi höfð af mér í þvi máli. Ég hefi að eins gengist fyrir því, að kjósendur gætu látið í Ijósi vilja sinn i þvi máli, og að séð yrði, hvort hann hcfði fylgi safnað- arins, og tel ég mér sæmd i þvi að hafa leit.að eftir vilja almennings í því máli, þar sem það nú er fram komið við nýafstaðna kosniugu, að nefndur candidat G. Skúla- son hefir íengið mikinn meiri hluta atkvæða án „agitationar“ af minni hálfu og þrátt fyrir megnan mótróður af hálfu áðurnefndr- ar „klikku“, sem útlit er fyrir að alt vilji niðurrífa, sem ekki er uppfundið í sjálfrar hennar heila. — Eg er sannfærður um, að þar sem hr. Grísli Skúlason er fáum vér einmitt mikilhæfan mentamann, sem er svo sjálfstæður að vera ekki verkfæri í neinni „klikku“ eins og greinarhöf. kemst að orði. Stokksoyri 1. Maí 1905. Ólafur Árnason. Leiðrétting við „ísaf.“ í 20. tölubl. „ísafoldar“ er skýrsla frá aðalfundi „Jarðræktarfélags Reykjavikur,“ sem haldinn var 11. þ. m., en með því að skýrsla þessi er ekki að öllu leyti rétt, vil ég leyfa mér að leiðrótta það sem er misliermt í henni. í fundarskýrslu „ísafoldar11 stendur með- al annars þessi klausa:

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.