Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.08.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 05.08.1905, Blaðsíða 3
REYKJAY ÍK 149 ár ÍQmum umbúða-kössum; en 7 manna nefnd uar til nefnd, til undirbúnings nœSta det/i. Nœsta dat/ var pó enginn rœðnstóll reistur otj varð• ekki úr. fundinum nndir berum himni. En pað bar til pess, að gárunginn Plausflr hafði logið pví i Skúla, hð 38 'tdpingismenn hefðu keypt upp allar skamnÝiujssur i bœnum, 5-hleyp- ur og 7-hlcijpur, og hefðu sumir marg- ar, og œtluðu peir áð skjóta Mippreistar- menninatt niður eins og rjúpur. Skúli fann pá einhver missmíði d bárujárns- plötuuni, sem hann bar á botninum pann dag, otg varð skelkaður. Sendi hann orð generalmun vg velferðarnefndinni, og varð pá svo hljótt meðal peirra, að Itver heyrði annars hjartslátt. Var pví horfið frá pví háska-ráði að hafa fnnd- inn undir berum himni, en liitt tekið ráðs, er öruggara pótti, að skríða inn i Bárubúð og Itvsa að sér inni-dyrumim. Par fékk Haga-Fúsi eitt petta munn- rœpukast, sem hann á vtmda fgrir, eins og »íst«< bcr sorgtegastan vottinn um. Pvotglaði hann mikla löngu-vitlegsu nm loftsíma, sœsima og landsima, rafmagn, kostnað og margt annað, sem htmn botnaði ekkert í sjálfur, pvi siður nokkur tmnar. Dœmdi blindur um lit. Par nœst hélt Jón barnakennari Jónas- son í Hafnarfrði fyrirlestur í stjórnrélti og lagðist djúipt, svo sem pess mcmns er vttndi. Pessar tillögur til álijktunar vóru born- ar uj)j) í umrœðulok: a) Bændafundurinn í Reykjavík skov- ar alvarlega á Alþingi, að afstýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn innar íslenzku þjóðar stendur af því, að íorsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf ís- lands ráðherrans. b) Bændafundurinn í Reykjavík skor- ar á Alþingi mjög alvarlega, að hafna algerlega ritsíma-samningi þeim er ráðherra íslands gerði síðastliðið haust við stóra nonæna ritsíma fólagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn, að sinna tilboðum lot'tskeýtafélaga um loftskeyta- sambaud milli ísjands og útlanda og innanlánds, eða fresta málinu að öðrum kosti, því að skaðlausu, og iáta ijúfa þing og efna til nýrra kosninga". Úr þeim 5 sýslum: Mýra, Borgarfj,. Kj. og Gullbr., Árness, Rangárvalla, vóru tilnefndir sinn maður úr hverri, til að flytja ráðherranum þessar á- lyktanir, sern generalinn hafði samið og margir fundarmenn höfðu tjáð sig snmþykka og engið risið á móti. Ráðhenann var á þingfundi um þetta leyti, en tjáði sig fúsan til að veita þeim viðtal í stjórnarhúsinu á skrifstofu sinni kl. 3. Alþingi ætluðu þeir að færa þetta í skriflegu skjaii, en af því að Alþingi getur þingsköpum samkvæmt ekki tekið við neinu málefni, nema þing- rnaður einhver flytji það, þá varð að fleygja þessu á skrifstofuna, því að enginn þingmaður hefir enn fengist til að ftytja það. Þá voru kosnir f 2 sendimenn úr Árnessýslu (kusu sig sjálfir) til að skora á Hannes ritstj. Þorsteinsson að greiða í ritsímaináiinu atkvæði gegn sannfæring sinni, eða leggja þegar niður þingmensku. Einhverjir Borgfirningar vóru kosnir til að gera sóra Þórhalli sömu skil; Rangæingar til að gera þau þeim Magnúsi Steph- ensen og séra Eggerti, og svo Mýra- menn nokkrir til að heimsækja séra Magnús Andrésson í sömu erindum, „ef á þarf að halda“ sagði generalinn. Til Hantiesar .er oss sagt að þeir hafi komið allir 12, en hann er mað- ur mannglöggur og vakti qthygli þeirra á, að enginn þeirra væri kjós- andi sinn, en er unr það væri að ræða að leggja niður þingntensku, þá gæti hann um það mál ekki tekið neitt. tillit til vilja þeirra manna, er ekki hefðu kosið sig. Áþekk svör er mælt þeir hafi fengið, er heimsóttu M. St. og sóra.E. P. Ég hefi ekki frétt um, hver svör séra Þórhallur gaf sendlunum til sín, og ekki heldur séra Magnús Andrés- son, ef einhverjir hafa gert honum heimsókn. Einkennilegt var það um þá „sendi- menn“ aust.an úr sýslunum, að ekki einn af þeim hafði verið kjósandi þess þingmanns er hann heimsótti og skor aði á að leggja niður þingmensku, og enginn þeirra gat sýnt umboð frá neinum þeirra kjósenda, er þingmenn- ina höfðu kosið. Nú er í annan stað að segja frá heimsókninni til ráðherrans. Á nórti róttu komu bændurnir aðkomnu á- samt talsverðu af götusti-ákum og inum lélegri bæjarskríl saman við Bárubúð, og þótti bændum mörgum sá félagsskapur ékki sem virðuíegast- ur. Nú átti að leggja upp í prósessíu upp að stjórnarhúsi og fimm manna nefndin að ganga í broddi fylkingar. En er til kom, vantaði á nefndina halann, því að Þórður í Hala hafði orðið krankur og kom ekki til móts- ins. En generalinn sagði ófært að nefndin færi svona hala-klipt á fund ráðherrans, og festi því Sigurð í Helli aftan í nefndina. Ið landsjóðs-launaða lúðraféiag þeytti hornin á leiðinni. Þá er að hiiðinu kom við lækinn, gengu nefndarmenn upp í stjórnar- hús, en lýðurinn beið á meðan á Lækjartorgi, og fremstir fyrir utan hliðið Björn general og Indriði slag- síða við hiið honum, svínkaður mjög. Nefndin fann svo ráðherrann að máli, og sögðu nefndarmenn svo sjálfir frá, að hann hefði tekið þeim ]júf- mannlega og kurteislega og tjáð þeim, að það væri álit sitt að undirskrift forsætisráðherrans hefði engin áhrif á skipun íslands ráðherra og oss stæði engin hætt.a af nafni hans; þessa skoðun sína hefðu stjórnarskiftin í Danmörk í vetur styrkt, er engin á- hrif höfðu á stöðu ísiands ráðherr- ans; og enn meiri trygging í þessa átt liefði yfirlýsing konungs gefið, sú er konungur lét birta Alþingi í þing- byrjun. Hvað ritsímamálið snerti, þá kvaðst hann þekkja alt, sem fram hefði kom- ið í því máli, öll tilboð o. s. frv., en þetta mundi ekki geta verið þeim kunnugt alt. Og hann kvaðst þess öruggiega sannfærður, að samningur sá er hann hefði gert samkvæmt vilja fyrirfarandi Alþinga, vsitti íslandi bæði öruggara, ódýrara og notadrýgra hrað- skeyta-samband, heldur en kostur hefði á gefist á neinn annan hátt. Af Þórði í Hala hafði aftur runnið krankleikinn og koin hann upp í stjórnarhús skömmu eftir að nefndin var géngin á tal við ráðherrann; en sóra Jens hafði að sögn lagt svo undir, að honum yrði ekki hleypt inn. svo að ekki yrðu tveir tígul- kongar í spilinu úr Rangárvallasýslu. Hann sást því tvístígandi í anddyrinu meðan hinir vóru inni. Þá er nefndin hafði fengið andsvör, kom hún út og hélt ofan eftir, og Þórður í humátt á eftir. Séra Jens gekk í broddi fylkingar og hólt á mislitum tóbaks vasaklút í hægri herdi, svo sem spannarlangt fram af nafla sínum, eins og sorgarfána í hálfa stöng; gekk hann þannig þung- búinn og álútur niður að hliðinu; hneigði sig þar djúpt fyrir general- num og kom út nokkrum orðum um, að hann ætlaði að skýra frá andsvör- um ráðherrans. „Það er óþarfi", sagði generalinn; „við vitum það fyrirfram". Svo hóf generalinn, Björn ritstjóri Jónsson — hann og enginn annar — upp rödd sína og æpti hjáróma: „Niður með ráðherrann!“ Enginn tók undir, en krakkar, sem stóðu þar nærri, fóru að skellihlægja að röddinni. Generalinn brýndi þá raustina í annað sinn: „Niður með ráðherrann!" ýtti í handlegg Indriða slagsiðu og sagði í hljóði: „Nú, takið þór undir, Indriði!" Indriði varð við þeim t.ilmælum og drafaði eitthvað talsvert í honum. Þá varð vart við Þorstein Thoraren- sen, bónda á Móheiðarhvoli, að hann var að draga vasabók upp úr fikka sínum. Hann tók upp úr henni miða (með hönd generalsins — en hún er ill aflestrar) og fór að stauta: „Niður — með — þá —þá — stjórn, — sem — virðir — þjóðarviljann — að vetl — vet — vett—u—gi — vettugi!" Þorsteinn var drukkinn og ias því illa, enda hefir hann að likindum ekki skilið síðasta orðið. Þennan lestur þiútók hann, og heldur hljótt, en misti þá miðann. Þá æpti hann hátt, og nú allsnjalt, er hann var ekki bundinn við mið- ann: „Niður með pástjórn, semekki vill lúta þjöðarviljanum! Niðurmcð ráðherrann!" Nú húrraði generalinn, séra Einar í Hjáleigunni og alliraðrir götustrákar. — Dr. Yaltýr Guðmunds- son hafði þá og kveðið við, og þó heldur lágt og lúpulega: ,;Niður með ráðherrann!“, en séra Einar tautaði eitthvað, og heyrðist ekki glögt, hvort það var „amen“ eða „hallelúja“. „Höldum til Austurvallarl." grenjaði nú generalinn, og var því boði hlýtt. Nú var haidið á Austurvöll. Götu- strákarnir fylktu sér um nefndina, en bændur yfirleitt drógu sig heldur úr þeim hóp til hliðar og utan við. Allmikill fjöldi áhorfenda fylgdist með álengdar. Á Austurvelli talaði séra Jens; er hann málstirður og óáheyrilegur og stendur hvert orð fast í hálsi hans. Á löngum tíma gat hann þó kreyst út frásögn um, hverju ráðherrann hefði svarað sendinefndinni. Þá tók Þorsteinn frá Móheiðarhvoli enn að hrópa, og mælti nú hátt og hiklaust, en dálitið loðmæltur: „Nið- ur með þá stjórn, sem ekki vill þjóð- viljann!" Þá húrraði skríllinn allur, en bændur flest.ir þögðu; létu ýmsir þeirra í Ijósi, að þeim þætti minkun að þessum ólátum; þeir hefðu ekki komið til Reykjavíkur til að taka þátt í sliku. Generalinn hélt því næst ræðu. Þá hélt og ráðunautur ráðherrans í mentamálum, Guðm. Finnbogason, æsingarræðu og lofaði mjög þá einurð og dugnað, sem lýsti sér í því, að íslenzkir bændur kæmu suður til Rvíkur um hásláttinn til að hrópa niður ráðherrann [sem þeir fáir eða engir tóku þátt í]. — Fyrv. bæjar- fógeta-umboðsmaður Guðm. Guð- mundsson mælti því næst nokkur orð, þess efnis, að bezt væri að fara inn í þinghúsið og taka þessa h....s alþingisinenn og kasta þeim út. — Þá talaði séra Stephán Stephensen eitthvað, en karlinn var svo grogg- aður, að enginn skildi, hvað hann sagði. Af og til var verið að syngja og spila — íslendingabrag, helzt erindið: „En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja og flýja í lið með niðingafans." Var séra Einar þar forsöngvari að og sæt- kendur læknaskólapiltur, Guðmundur Tómasson. Ekki virtust þeir, er þar sungu mest, hafa neitt hugboð um, hvernig þessi orð tæku sig út i þeirra munni — þeirra sem eru að reyna að nið- urbrjóta sjálfsfórræði þjóðarinnar og ganga í lið með þeirn óaidarflokki, er vill reyna að bæla niður vilja og rökstudda skoðun löglegra fulltrúa þjóðarinnar á þingi með æsingum ósvífinna lyga-blaða og ólátum götu- skríls — og kalla svo þetta þjóð- rœði!!! Tveir bændur gengu til generals- ins og séra Jens, og spurðu, hvað gott þeir héldu leiða mundi af svona ólátum. En guðsmaðurinn svaraði þeim, að þetta mundi hafa ómetan- lega þýðingu, og þessi dagur verða mesti merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Ýmsir alþingismenn gengu út á loftsvalir þinghússins, til að horfa á gauraganginn; meðal þeirra Guðlaug- ur bæjarfógeti Guðmundsson. Þáfóru götustrákar nokkrir (ekki þó gener- alinn né sóra Einar) að hrópa: „Sko hann með dauska krossinn!" Guðlaugur svaraði þeim stillilega, ' að kross sinn væri þýzkur, en ekki danskur. Þá gerðu þeir óp mikil og æptu ókvæðisorðum að þingmönnum. Einhvern tima, er hlé varð milli ræðna, hrópaði einn öldrukkinn horn- leikari: „Niður með Alþingi!“ Fyrir því var og húrrað, og tók að minsta kosti einn þingmaður (afdankað ráð- herraefni flokks síns) undir það. En svo langt stóð hann frá, að líkindi eru til, að hann hafi ekki heyrt, hvað horna-Mósesinn sagði, en tekið ósjálf- undir með húrra-hrópunum. Einn maður, er gekk um strætið utan við völlinn, benti staf sínum inn yfir hópinn og kallaði: „Niður með landráðamennina!“ Þá setti götuskrílinn agndofa; horfði hver

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.