Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.09.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 23.09.1905, Blaðsíða 2
178 R EY KJAVÍK Lagastaðfestingar og lög’speKi Taltýinga. Þeir vórn ekki lítið gleiðir yfir því í sumar Valtýingar, og mál- tólin þeirra, að staðfesting toll- laganna væri allsendis ólögmæt, þar sem konungur ritaði undir þau utan ríkisráðs, án þess að ráðherrann (sem ritaði undir þau fyrir fram um leið og hann sendi þau út) bæri þau upp fyrir hon- um samstundis í ríkisráðinu. Yfirdóms-landvarnarspekingur- inn sagði þeim, að engin lög væru gild, nema þau væru undirskrif- uð í ríkisráðinu að ráðherra ís- lands viðverandi og á sjáandi; annars væri enginn vitundarvott- ur(!) að undirskrift konungs. Þetta höfðu þeir svo eftir, bæði Skúli — sem líklega hefir vitað betur — og Jóhannes sýslumað- ur, Vallýr og Ísafoldar-Björn og Fjallkonu-maðurinn, sem sjálfsagt hafa ekki vitað betur. Ráðherrann benti þeim á, eða skýrði þeim frá, að konungur ski'ifaði aldrei undir nein lög í ríkisráðinu, þó að þau væru bor- in þar upp fyrir honum. Lögin væru venjulega send konungi að afstöðnum rikisráðsfundi, og síð- an undirskrifaði konungur þau án þess að neinn ráðgjafi væri við þá athöfn, sendi þau svo aft- ur ráðgjafa þeim sem í hlut á. En ráðgjafinn gæti undirskrifað hvort heldur á undan konungi eða á eftir. Hann benti og á það, sem satt er, að í stjórnarskránni stendur að vísu, að ráðherrann beri upp fyrir konungi »í ríkisráðinu« öll mikilsvarðandi málefni, þar á meðal lög'. En þar stendur ekk- ert um, hvort lögin skuli svo fram borin áður en þau eru stað- fest eða síðar. Auðvitað vóru toll-lögin kgl. frumvarp og því borið upp fyrir konung fyrir fram. Ráðherrann skýrði og frá, að það væri altízka í ríkinu, að kon- ungur skrifaði undir lög ulan rík- isráðs og áður en þau væru hor- in þar upp. Síðan væru þau borin upp í ríkisráðinu á eftir, og væri samþykki það, sem kon- ungur þá léti í ljós, kallað »cor- roboratioiui. Þetta lýsli Dr. Valtýr o. fl. hlátt áfram ósannindi. Vér getum nú upplýst, að á síðustu 22 árum hafa að minsta kosti 14 lög verið staðfest af kon- ungi á þennan hátt: Lög um gagnfræðaskóla á Akur- eyri 10/n 1903. Lög um heimullegar kosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum 10/n 1903. Lög um hfsáhyrgð fyrir sjómenn á þilskipum 10/u 1903. Ekkert af þessum þrem laga- hoðum hafði verið horið undir konung fyrirfram sem frumvarp. Enn fremur: Fjárlögin fvrir 1884—85, þann 8. Nóv. 1883. Fjáraukalög f. 1880—81, s. d. 1883. Lög um að stjórn. veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarð- ir s. d. og s. á. og 7 önnur lög' sama dag og ár. Vegalögin 10. Nóv. 1887. Og vel má vera að fleiri sé, þótt oss sé ekki kunnugt um. Þá má geta þess, að ekki ó- merkari tög í Danmörku, en sjálf fjárlögin dönsku, eru alloftast stað- fest á þennan hátt. A þessum dæmum, sem hér eru til færð, eftir órœkustu vitneskju, geta nú allir séð, hvorir hafa reynt að blekkja menn í þessu efni, Valtýingar eða stjórnin. Vér segjum: blekkja, því að það er kunnugt, að allmargir kaupmenn hér ætluðu að táta narrast til að fara í mál við stjórn- ina út af tollgreiðslunni og byggja þá ílasför á fullyrðingum mál- gagna eins og ísaf, og Fjk. Nú kváðu þó allir inir hygg- nari kaupmenn, sem út í það leiddust, vera fallnir frá þessari fyrirætlnn, sem auðvitað gat ekki orðið þeim til annars en íjártjóns, en lítils virðingarauka. Kostnaðar-áætlanirnar og reynslan. »Reynslan er sannleikur.« Jón Repp. Það gekk ekki lítið á fyrir »ísa- fold« og allri halarófu stjórntjenda- blaðanna í vor og sumar, að tetja almenningi trú um, að áætlanir stjórnarinnar (eða verkfræðinga þeirra, er hún studdist við) væru svo fráleitlega vitlausar, að þær »næðu engri átt.« Stjórnin átti að leggja fram tóm- ar fals-áætlanir, til að gabba þing og þjóð út í þá ráðleysu að veita fé til landsimans, — fé, sem svo á eftir reyndist margfaldtega ónógt. Þeir sátu við og reiknuðu og reiknuðu: Björn Jónsson og Valtýr, sem hvorugur kann að reikna rétt, og Björn Kristjánsson kófsveittur, sem kann að reikna rangt. Sérstaklega lögðu þeir alúð við staura-flutninginn. Fyrst komust þeir að þeirri niðurstöðu, að land- flutningurinn á hverjum staur mundi að meðaltati verða um 20 kr. — í atlra minsta lagi 15 kr. — fyrir hvern staur. Þegar á þing kom, lækkaði þó nokkuð áætlun þeirra félaga, niður í 10—15 kr. Það komustþeir kumpánar tœgst, að reikna (í nefndaráliti minni lilut- ans) áætlun stjórnarinnar 9á,500 kr. of lága! Stjórnin hafði áætlað, að flut- ningur stauranna á landi mundi kosta 43,000 kr. Meiri hluti nefnd- arinnar, sem fór mjög varlega í allar áætlanir, vildi hækka þessa áætlunarupphæð stjórnarinnar um 4,250 kr., eða upp í 47,250 kr. alls. En minni hlutinn vildi hæltka á- ætlun atjórnarinnar um 94,500 kr., eða færa kostnaðinn við flutning stauranna á landi upp í 137,500 kr. Hverjir skyldu nú liafa haft rétt- ast fyrir sér: stjórnin, meiri hluti simanefndarinnar eða minni hluti hennar? Regnstan ein er ólyginn dómari um það. Hún ein getur skorið hér svo úr, að engum tjái að rengja. Og luin hefir þegar að mestu legti gert það. Nú eru bindandi tilboð komin til stjórnarráðsins uin allan staura- flutninginn austan frá Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu og vestur að Hrútafjarðarbotni (að Holtavörðu- lieiði). Á þessu bili eru öll örðug- ustu og dýrustu flutningssvæðin. Og liver verður kosfnaðurinn á þessu svæði (inu örðugasta og dýr- asta) ? Hann verður meir en 4,800 kr. lœgri, á þessu svæði, heldur en Al- þingi (eða meiri hluti sfmanefndar- innar) hafði áætlað. Með öðrum orðum : Á langerfiðasta flutningssvæðinu hefir sparast, frá áætlun meirihluta simanefndarinnar, meiri upphæð en sú, sem liún hækkaði áætlun stjórn- arinnar um. Hvar nær svo heima áætlun minnrhlutans, Valtýinganna eða ísfyldinganna, sem töldu áætlun stjórnarinnar um stauraflutninginn 94,500 kr. of lága ? Hvorir luifa þá regnt að segja þjóðinni samvizkusamlega satt, og hvorir liafa regnt að btekkja hana um þelta atriði? Reynslan hefir nú skorið úr því. Og á sama hátt mun hún skera úr öllum öðrum öfga-ósannindum »ísafoldar« og hennar blaðahala- rófu. Þjóðin — almenningur — hlýtur þó að ganga úr skugga um annað eins og þctta. Þeir hljóta að vera grátlega blindir og vilja ekki sjá, sem aug- un opnast nú ekki á. Fyrirmyndar-orðbragð. Þeir sem vilja læra prúðmannleg- an, drengilegan og sómasamlegan blaðamanna-rithátt, þurfa ekki annað en fá sér eitthvert eitt tölublað af „ísafold.“ Héma er sýnishorn af ummælum hennar um meirihluta fulltrúa þjóð- arinnar, rétt úr síðasta blaðinu einu. Hún nefnir þá þar: „Leigutól“ „Skósveina“ „ Gorgeirsfulla Bakkabræð ur “ „Dana-sleikjur“ „Skriðdýr" „Ið þýlynda ráðgjafalið" Enn fremur segir hún um þá: „Þeir svíkja þjóðina í trygðum“ „Blaða skriðdýr þeirra ausa auri og ólyfjani, lygum og fúkyrðum." Ámóta þessti er í hverju blaði. Do do og ná-ná! Birni Jónssyni rangt gert. Óviljandi hefir oss orðið það, að gera Birni Jónssyni ritstj. rangt í síðasta blaði, og skulum vér ótilkvadd- ir hraða oss að leiðrétla það. Þar er sagt (á 175. bls., 1. dálki, 9. 1. a. n.), að hr. Bj. J. bafi selt landsstjórninni pnppírinn í Stjórnar- tíðindin fyrir 14 kr. 40 au. rísið. Þetta er rangt. Það var fyrir 1200 eintaka upplag af hverju tölublaði (Va örk) að hann tók 14 kr. 40 au. fyrir pappírinn. En þar sem 1200 hálfarkir eru af rísi, þá hefir hann að eins tekið kr. 11,52 fyrir rísið — ekki útaf helmingi meira en sá pappír er annars seldur. Það er nóg samt, sem hann hefir flegið landssjóðinn fram undir 20 ár, þótt ekki sé þar um neitt ýkt. Þakklætiskveðja frá C. G. Schack sjóliðsforingja. Alþingismenn i sumar sendu yfirforingjanum á »Heklu«, kapt. C. G. Schack, skrautritað ávarp með þakklæti lyrir inn franiúr- skarandi dugnað hans gagnvart hotnvörpungum. Og um sama leyti sendu 230—40 borgarar hér í bæ honum annað ávarp líks efnis. »Reykjavík« hefir verið heðin að llytja þessi þakkarorð aftur: Til Alþingis íslemlinga. Hér með legfi ég mér að senda öllum meðlimum Alþingis lslendinga hjartanlega og innilega þökk fgrir þakkarávarp það, sem þingið hefir sent mér. Mér er það mesta á- nœgjuefni að sjá, að ið háa þiug hefir verið ánœgt með það starf, sem ég hefi rœkl fgrir lsland svo vel sem mér var auðið, og það er sá mesti sómi, sem mér gat verið sgnd- ur, að fá slíka einróma viðurkenn- ingu frá inu þjóðkjörna þingi lands- ins. Um leið og ég heiti því, að beita öllum mínum kröftnm og á- stundun til að vinna að heill Islands,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.