Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.09.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 23.09.1905, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 179 Skófatnftðarverzlun W. Schiifer’s & €o. í Kaupniannahöfh býr til al!s konar skóAtnað, sem er viðurkendur að gæðum og með nýtízku sniði og selur hann með injög; lágu verði. Af Þessum góða skófatnaði eru úrvalsbirgðir í Reykjavik hjá herra, Þorst. Sieurðss3 ni Laugaveg 5. hvenœr sem ég fœ tœkifœri til þess, flyt ég inu tiáci þingi innilegt þakk- lœti með ósk um velgengni, heill og hamingju íslandi til handa. Virðingarfyllst Schack höfuðsmaður i sjóliðinu, fijrv, foringi varðskipsins nllckUm. Til ReykjavíkurMa. Með því að mér er öldungis ó- mögulegt að þakka skriflega hver- jum einstökum, ftyt eg hér með hjart- anlegar þakkir öllum þeim, sem rituðu undir ávarp það frá íslenzk- um borgurum, sem mér hefir verið sent. Mér er það innilegt gleðiefni að komast að raun um, að borgar- ar Islands hafa verið ánœgðir með starfsemi mina sem formanns varð- skipsins, og ég fullvissa þá alla um, að það hefir verið mér mesta ánœgja að geta unnið fyrir lieill þess lands og þeirra borgara, sem ég ber svo hlýjan hug til. Ef mér skyldi oftar auðnast að vinna eitt- hvað fyrir Island, mega þeir treysta þvi, að ég mun beita öllum kröft- um ag ástundun til að vinna að lieill landsins. Með þessum orðum sendi ég öllum hjarlanlega kveðju og innilega þölck með ósk um vel- gengni, heill og hamingju Islandi fil handa. Virðingarfyllst Sc h ack höfuðsnmður i sjóliðinu, fyrv. foriiuji varðskipsins »llekla«. tteitrtsendanna tniUi. —:o:— Með „Vestu“ bárust oss blöð til 14. j>. m. Noregur og Svíj>jóð. Þær ganga illa samnn sættirnar í Karlstad. 13. þ. m. var enn mjög tvísýnt að sam- an gengi, en þó var það flestra von. Um helgina áður höfðu sænsku samningamennirnir brugðið sér til Stokkhólms og inir norsku til Krist- íaníu, og þótti Norðmönnum sem þeir Svíarnir væri öllu harðari i horn að taka, er þeir komu aftur. Það sem á milli ber, er aðallega krafa Svía um, að Norðmenn rífi niður varnarvirki þau með landamær um fram, er þeir hafa reist in siðari árin til varnar gegn árásum af Svía hendi. Norðmenn segja, sein er, að virkin sé til varnar að eins og eng- um geti verið geigur að þeim, ef Svíar ætii að halda frið. Þó eru Norðmenn ekki ófúsir til að rífa virk- in til fátta og samkomulags, ef Svíar viiji þá jafnframt gera samning við Noreg á þá leið, að bæði ríkin skuld- bindi sig til, að leggja í gerðardóm sérhvern ágreining, er upp kann að koma þeirra milli. Þessa trygging gegn ófriði segjast, þeir verða að hafa áður en þeir rjúfi varnarvirki sín. Svíar taka að vísu ekki illa undir þetta, en segjast ekki geta gert slík- an samning við Noreg fyrri en eftir að Svíþjóð hafi viðurkent Noreg sem sjálfstætt ríki. En það verði ekki fyrr en Noregur hafi rifið virkin. En Norðmenn segja, að geti Svíar ekki samið við sig nú um gerðar- dóm, þá geti þeir ekki heldur samið við sig um niðurlagning virkjanna. En engin fallbyssa verði þaðan flutt og enginn steinn rifinn, fyrri en Svi- þjóð hafi ritað undir samning um geiðardóm. Loftskeyti í gær segir, að Karl- stads-fundurinn hafi nú írestað sam- komum að sinni, en ekkert látið uppi um, hvað samningum líði; þó sé það mál manna, að eitthvert samkomu- lag muni hafa orðið um mestu á- greiningsefnin. [Ætla mætti, að það væri vegur, að Svíþjóð skuldbindi sig til að gera gerðardómssamning við Noreg, og Noregur skuldbindi sig til að rífa virkin undir eins og samning- ur sá sé undirskrifaður — og upp á þá skilmála viðurkenni Svíar sjálf- stæði Noregs. — Ritstj. „Rvíkur"]. llúsland. Þar er alt í uppnámi enn. Fyrir skömmu strandaði skip fyrir utan Helsingfors í Finnlandi, og var það hlaðið skotvopnum. Toll- þjónar rúsneskir komu um borð; en skipsmenn, er töluðu ensku, ráku þá frá borði með skammbyssur í hönd- um, stigu síðan í skipsbátana og réru í land, fengu þar hesta og flýðu upp í sveitir og hefir ekki til þeírra spurst siðan. En skipið höfðu þeir sprengt í loft upp, og sprakk það rótt eftir að þeir lögðu frá borði. Rúsar hafa tekið frá Finnum þar í grendinni 5000 byssur, er talið er að L land hafi verið komnar áður en skipið strandaði. Róstur og óeirðir eru um alt Rús- land, en verst þó í Kákasus. Loft- skeyti í gær segir ískyggileg tíðindi frá Batum, og búist þar við árnóta uppreisn eins og í Baku. Jarðskjálftaruir í Ítalíu héldu enn áfram 14. þ. m., og vóru þá taldir dauðir af þeim völdum 450 manns, en á annað þúsund meiddir og húsviltir. Bjargarleysið er þar hörmulegt. Japan. Þar hefir það slys orðið, að laust eftir miðnætti aðfaranótt 10. þ. m. kviknaði í vigskipinu „Mikasa", er Togo aðmíráll stýrði. Það lá í höfn og hann var ekki um borð. Stundu eftir að i því kviknaði, sprakk púður í því og setti gat á skipshlið- ina, en við það sökk skipið. — Tal- ið er að auðið verði að ná því upp og gera það jafngott. Lið af öðrum herskipum, er nærri lágu, dreif að til að reyna að slökkva og bjarga, en er sprengingin varð, gerðist mann- tjón mikið: 5 dóu, 251 „hurfu“ (hafa drukknað), en 313 særðust. l.andshomanna tnilU. DsUn er 14. þ. m. húsfreyjaKristín Sigurðardóttir Sighvatssonar fyrv. I alþm. (f. 1873), kona Einars hreppstj. Einarssonar í Yestri Garðsauka í Hvolhreppi. Hennar verður að líkindum nánar minst síðar. Jón í Múla flytur nú af Seyðis- firði alfarinn til Akureyrar. Seyðfirð- ingar héldu honum heiðurssamsæti af því tilefni. Látin á Seyðisfirði 11. f. m. frú Guðrún Gunnlaugsdóttir, húsfreyja Sigui ðar Sveinssonar múrara og kaup- manns á Búðareyri. Bátur fórst í fiskiróðri á Seyðis- firði 20. f. m. Formaður var Sigurjón Arnbjarnarson frá Keflavík; hásetar: Geir Magnússon, Hæðarendaí Grinda- vík; Jóhann Kristjánsson, Yatnsleysu- strönd og Guðm. Y. Guðjónssou, Garð- húsum. Tveir þeir síðustu ókvæntir. Afli góður á Seyðisfirði. TRe\)fíjat>ífí og ovenö. „Yesta“ kom frá útlöndum í gær- kvöldi. Trúlofanir þessar i sumar og haust hefir „Rvík“ gleymt að geta um: Ungfreyja Sigriður J. Olafsson (ritstjóra) og magister Agúst Bjarna- son. Ungfr. Sigríður Eríendsdóttir (gull- smiðs Magnússonar) og verkfræðingur Þorkell Þ. Clemenz. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Siörísi Björnsdóttur. 1905 Sept. Loftvog millim. Hiti (C.) -«-s *o & rG *o o > ð fcc cö a 2*5 m Úrkoma millim. Pi 14. 8 754, l 9,8 SE 1 10 0,6 2 7 10,6 9 753,1 8,3 WNW 1 3 Fö 15. 8 757,9 7,8 W 1 5 0,2 2 759,5 9,0 W 1 6 9 759,2 7,6 sw 1 10 Ld 16. 8 753,3 9,6 s 2 10 2 747,4 11,6 ENE 2 10 0,7 9 748,8 7,7 SW 1 3 Sd 17. 8 747,9 6,9 SSW 2 9 12,4 2 747,7 7,5 WSW 1-2 9 9 747,7 7,3 ssw 2 10 Má 18. 8 748,3 6,8 SE 1 10 5,0 2 747.1 7,6 SSE 1 10 9 743,1 6,6 SE 1 10 Þr 19. 8 739,9 8,7 E 1 6 11,2 2 742,2 10,6 NW 1 4 9 746,1 8,5 sw 1 10 Mi 20. 8 756,5 8,2 sw 1 5 6.5 2 757,2 6,9 SE 1 9 9 755,3 6,0 SE 2 10 Verzlunarskólinn í Reykjavik. Iíaupmannafélagiö i Reykjavik og; Verzlunarfélagið í Rvík bundust fyrir það í fyrra vetur að reyna að koma upp viðunanlcgum verzliinarskóla i Reykjavík. Nefnd, sem félögin kusu til pess, sótti um styrk til Alpingis lianda skólanum. En pingið var nízkt við hann í petta sinn; veitti einar 1400 kr. hYort órið. Sá misskilningur rikti hjá allmörgum pingmönnum, að petta væri aðallega pægð kaupmanna í Reykjavík. — En pví fer fjarri. Auðvitað er pað allri verzlunarstétt landsins hagur — og öllum landsmönnum engu síður —, að verzlunarstétt vor sé vel mentuð. En nánasta haginn hafa nemendurnir. Verzlunarstétt Reykjavíkur ætlar nú samt að reyna að leggja frampaðsem á skortir að skólinn geti orðið að gagni, pótt í smærri stil verði, en til var ætlað. Udirbúnings-deild verður par fyrir pá sem skortir pekkingarskilvrði til inntöku á sjálfan verzluuarskólann, er á að liafa 2 vetra námsskeið. Sjálf- ur skólinn verður pví enginn barna- skóli, beldur nerzZimar-skóli, enda er pað skilyrðið fyrir, að hann geti feng- ið styrkinn úr landssjóði. Þaö er auðvitað, að kenslan muni löguð eftir verzlunarháttum hér á landi, og verða þannig pjóðlegri, en kensla í útlendum skólum og því koma ís- lenzlcum verzlunarmönnum að meiri notum. Sjálfsagt skilyrði fyrir því, að skól- inn geti náð ætlunarverki sínu, er það, að til skólastjórnar verði fenginn mað- ur, sem hefir verzlunarmentun og kann að íslenzkri verzlun, en að starfið verði ekki gert að atvinnubitling handa ein- hverjum verzlunar-ófróðum fimbul- fambara. Dagleg iðkun guðrækninnar. Morgunbæn Jóns Jónssonar. Itle§§aður sé Ben. S. I’ór. björg sem þyrstum veitir næga, því hann selur bcztau l»jór og breiinivíniö þjóðarfricga. ..K eykjavi k.“ Þeir sem senda oss 25 au. fá blaðið til Nýárs (alt frá Ágúst- byrjun, meðan hrekkuij.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.