Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.10.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.10.1905, Blaðsíða 2
198 REYKJAVÍK Áreiðanleiki loftritunarinnar. „Reykjav." gat þess um daginn, að hingað hefði komið frá Chicago hr. Arnór Árnason málmhreinsunar- maður. Kom hann hingað með „Ceres“ kring um land (en ekki með „Laura“,-eins og ranglega stóð í blað- inu). Hr. Arnór Árnason er sonur séra Árna heitins Böðvarssonar og bróðir séra Helga í Ólafsvík og þeirra systkina. Hann kom við á ísafirði á hingað- leið og þar átti ritstjóri „Vestra" tal við hann. „Vestri" segir svo frá : „Meðal annars, sem hann gat um, þegar hann var að segja oss frá ferð sinni, var eitt atriði, er vér viljum skýra frá, af því að það snertir eitt af þeim málum, sem nú eru efst á dagsskrá hjá oss og mest er skrifað og skrafað um. — Hann skýrði frá því eitthvað á þessa leið: ,Af því að ég hafði heyrt, að hrað- skeyti væru send upp til íslands frá Skotlandi, datt mér í hug, er égkom til Edinborgar, að senda hraðskeyti npp til Rvikur, bæði til gamans og til að reyna þetta nýja samband. og af vana frá Ameríku, því hraðskeyti sendir maður þa.r oft til að gera boð á undan sér. Ég spurði upp skrif- stofu Marconífélagsins þar í borginni, og fór þangað og bað um að senda skeyti til Rvíkur, en fékk það svar, að félagið sendi ekki nein skeyti fyrir „prívat“-menn, vegna þess, að það gæti ekki ábyrgst að þau kæmu fram, þetta væri að eins tiiraun, og mörg af þeim skeytum, sem send hefðu verið til Islands í sumar, hefðu ald- rei komið fram' Þannig segir nú Marconífél. sjálft frá, hvernig skeytasendingarnar til Reykjavíkur hafi gongiö í sumar; það er dáhtið á aðra léið en ísafold&Co.“ Ritstj. „Rvíkur" fann í fyrra dag hr. Arnór Árnason að máli, sýndi hon- um þessi ummæii „Vestra" og spurði hann, hvort þetta væri rétt eftir hon- um haft. Hann kvað svo vera og bætti því við, að þetta gæti hann sannað hvenær sem vildi. Vér skulum bæta hér við fám at- vikum, sem öll eru óræk og sann- anieg. Landar vorir í Winnipeg halda ár- léga íslendinga-dag hátíðlegan 2. Ágúst, sama daginn sertr vér höldurn þjóð- hátíðina árlega hér i Reykjavík. — l sumar sneri forstöðunefnd hátíða- haldsins í Winnipeg sér til Marconí- félagsins með tilmælum um að fá, fyrir borgun, senda kveðju til hátíð- arinnar hér í Reykjavík með loft- skeyti. En því var þveineitað. Hr. Thor. E. Tulinius skýrði oss frá í sumar, að hann hefði farið fram á, að fá loftskeyti sent frá Bretlandi til Reykjavíkur; en Marconifélagið þverneitaði um það. Dr. Valtýr Guðmundsson þóttist í sumar hafa fengið tvö loftskeyti frá útlöndum, og þrátt fyrir alkunna ann- marka á sannsögli doktorsins, skul- um vér ails ekki véfengja að svo hafi verið. En aftur er hitt órækt, að einni stærstu verzlun þessa bæjar vóru send í sumar tvenn loftskeyti hingað. Ann- að skeytið kom skýrt og skilmerki- lega til skila, en annað kom aldrei fram. Enda hafði félagíð tekið fram, að þótt þáð gerði það af velvild sinni að senda þessi skeyti, gæti það alls ekki ábyrgst að þau kæmu til skila. „Það er alls engin tryggÍDg fyrir því, að helmingurinn af þeim skeyt- um, sem send hafa verið, hafi kom- ið hingað", sagði 4. kkj. þingmaður á þingi í sumar (Alþtíð. B, 621), Ætli þau orð hafi verið svo mikil fjarstæða? Það sem frá er skýrt hér að fram- an, eru alt atvik, sem ekki tjáir að véfengja. En þau sýna ómótmælan- lega,hveóáreiðanleg ogóábyggileg loft- ritunin er á langri fjarlægð enn sem komið er, og hvilik fjarstæðu-heimska og ósannindi það eru, sem meðhalds menn hennar hér hafa borið á borð fyrir almenning. Lög um ritsíma talsima o, fl. I. kafli. — Um einharéttindi lands- ins. — 1. gr. — Landinu er áskil- inn einkaréttur til þess að stofna og starfrækja ritsíma sambönd og mál- þráða, svo og hvers kyns önnur raf- magnssambönd, til skeytasendinga á íslandi og í landhelgi við ísland. — 2. gr. — Ráðherra íslands getur veitt einstökum mönnum eða félögum leyfi til að stofna og starfrækja sambönd þau, sem um ræðir í 1. gr. Leyfið skal vóitt um ákveðið árabil, þó eigi lengra en 20 ára í senn, með þeim skilyrðum og kvöðum, sem ástæða þykir til í hvert skifti. í leyfisskrám skal þó jafnan tekið fram, að ráð- herrann ákveði hámark skeytisgjalda fyrir alt að því !í ár í bili áð minsta kosti, og að leyfishafi sé skyldur til samvinnu bæði við hraðskeytasam- bönd landsins og einstaka leyfishafa með þeim skilmálum, sem ráðherr- ann tiltekur, og að tízku skuli fylgt i starfiækslu allri. Ennfremur skal í leyfisskrá tiltekið um umbótaskyldu og aukning á tækjum, og afgjalds upphæð ákveðin, ef afgjald skal greiða. — Áður leyfi er veitt, skal leita álits bæjarstjórna, hreppsnefnda og sýslu- nefnda á þeim stöðum, þar sem verk- svið fyrirtækisins verður. — Þegar leyfistími er á enda, á landið rétt á að fá sér afhent öll tæki þess fyrir það verð, er tilkvödd nefnd ákveður. Miða skal matsupphæðina við þá fjárhæð, er ætla má að slík tæki mundu kosta af nýju, þogar afhend- ing fer fram, með hæfilegu tilliti til slits þess, er á þeim er orðið. — í matsnefnd skulu vera 3 menn; einn þeirra tilnefnir ráðherrann, og er sá formaður nefndarinnar. Annan til- nefnir landsyfirdómurinn. Inn þriðji skal dómkvaddur af undirréttardóm- aranum í þeirri dómþinghá, þar er leyfishafi á varnarþing. — 3. gr. — Einkaréttur landsins samkvæmt 1. gr. nær eigi til: — a.) hraðskeyta- tækja, sem sveitarstjórnarvöld nota eingöngu í sveitarþjónustu innsveitis eða innanbæjar, svo sem við slökkvi- liðsþjónustu, vatnsveitu eða því um líkt; — b.) hraðskeytatækja, sem notuð eru innan tákmarka húseignar eða jarðeignar, eða milli húseigna eða jarðeigna, er lúta sama eiganda eða atvinnurekstri, svo framarlega sem skeytaleið liggur ekki yfir land- helgissvæðið, alt með því skilyrði, að tækin séu eingöngu notuð í þarfir eiganda sjálfs, og eigi gegn þóknun, beinlínis né óbeinlínis; — c.) hrað- skeytatækja, sem einstakir menn, eigi fleiri en 10, koma sér upp og nota sín á milli, eingöngu til eigin þarfa, án endurgjalds á nokkurn hátt, svo framarlega sem skeytaleið liggur ekki yfir landhelgissvæðið, og fjarlægð er ekki yfir 5 mílur milli endastöðva, alt með því skilyrði, að ekki séu fyrir á þessu svæði, þegar tækin eru upp sett, hraðskeytatæki, sem landið á eða leyfishafar, og hlutaðeigendur gætu notað. — 4. gr. — Nú eiga einstakir menn eða félög hraðskeyta- sambönd, sem á stofn eru komin og og starfrækt hafa verið fyrir 1. Júlí 1905, og er þá rétt, að þeim sé haldið áfram eins og að undanförnu, ef eig- endur óska. Hafi sérstakir samning- ar verið gerðir um það við lands- stjórnina, ber að fylgja þeim skilyrð- um, er þar hafa sett verið. — Nú vilja eigendur framhalda starfrækslu hraðskeytatækja,- og skulu þeir þá innan þriggja mánaða eftir að lög þessi öðlast gildi, skýra ráðherra ís- lands frá þvi og ákveður hann þá staðartakmörk fyrirtækisins, um leið og hann veitir viðurkenning fyrir tilverurétti þess. Þessi viðurkenning veitir eigendum engan frekari rétt en þeir áður höfðu, og er því eigi til fyrirstöðu, að landsstjórnin stofn- setji eða veiti öðrum leyfisskrá til þess, að stofnsetja hraðskeytasam- bönd innan starfrækslutakmarka þeirra. — Ef eigendur eldri hrað- skeytasambanda óska þess, getur ráð- herra veitt þeim leyfisskrá samkvæmt því sem fyrir er mælt í 2. gr. — 5. gr. — Nú eru síma- eða önnur hraðskeytafæri sett upp án heimildar samkvæmt 2.—4. gr., og skulu þá þau tæki, sem sett hafa verið upp í heimildarleysi, upptæk og fellur and- virði til landsjóðs; auk þess má dæma eiganda eða eigendur í alt að 400 kr. sekt, er rennur í landssjóð. Mál, sem út af þessu rísa, skulu rekin sem almenn lögreglumál, en því að eins skal mál höfðáð, að ráðherra íslands mæli svo fyrir. — I leyfis- bréfum, sem gefin verða út sam- kvæmt 2. og 4. gr., má kveða svo á, að framanskráð hegningarákvæði skuli einnig ná til þess, ef einhver, án þess heimilt sé samkvæmt 3. og 4. gr., stofnsetur eða starírækir hrað- skeytasambönd, sem um ræðir í 1. gr., á því svæði, þar sem leyfishafi hefir einkarétt til þess. Andvirði inna upptæku hraðskeytafæra fellur þá til leyfishafa. Með mál, er út af þessu rísa, skal farið sem almenn lögreglumál, en mál má því að eins höfða, að ráðherra íslands veiti sam- þykki sitt. til þess. — 6. gr. — Nú vill landsstjórnin fá landssjóði til handa hraðskeytasarnbönd, sem einstakir menn eiga, án þess svo sé ástatt, sem segir i 3. hluta 2. gr., og má þá, ef samkomulag næst ekki, taka þau eignarnámi gegn endurgjaldi, sem ákveðið skal af matsnefnd, er til skal kvödd samkvæmt 2. gr. Eignarnámið skal ná til allra tækja og útbúnaðar fyrirtækisins, nema eigendur samþykki, að einungis nokkur hluti þeirra sé tekinn. — Þegar meta skal endur- gjaldið, skal eigi að eins taka tillit til verðs þeirra tækja, sem tekin eru, heldur einnig til þess arðs, sem ætla mætti, að fyrirtækið gæfl af sér, með hæfilegri starfrækslu og skeytagjöld- um, þó svo, að ekki sé gerður meiri arður en fyrirtækið í raun og veru hefir gefið af sér. — 7. gr. — Eig- endur hraðskeytasambanda, sem eigi eru landsins eign, eru skyldir til, hve- nær sem þess er krafist, að láta lands- stjórninni í té skýrslur um fyrirtækið. Séu þær eigi gefnar innan hæfilegs frests, er stjórnarráðið tiltekur, má knýja þær fram með dagsektum, er renna í landssjóð. — 8. gr. — Ráð- herra'nn ákveður gjaldskrár fyrir not- kun hiaðskeytasambanda landsins, og ’oreytir þeim, þegar þörf þykir, nema þær séu settar með lögum. Hann setur og reglur um starfrækslu þeirrar viðhald og eftirlit. Leggja má sveitar- stjórnarvöldum landsins á herðar störf og skyldur, er að þessu lúta. 2. kafli. — Urn lagning síma, vernd hraðsheytatœhja o. ft. — 9. gr. — Hver landeignndi er skyldur að leyfa, að ritsímar og talsímar lands- sjóðs séu lagðir um land hans, yfir það eða í jörðu, og að efni það, er þarf til lagningar þeirra og viðhalds, svo sem grjót, möl o. s. frv., sé tekið þar sem næst er; svo er og hver eig- andi húss eða annars mannvirkis skyldur að leyfa, að símar þessir séu: lagðir yfir þau, á eða undir þeim. Verði því við komið,skal þó taka til- lit til 1 ess, hvar eigendur eða not- endur mannvirkja æskja eftir að sím- arnir séu lagðir, þar sem þeir snerta eign þeirra, og það þótt þetta hefði nokkurn kostnaðarauka við símann í för með sér. — Mönnum, sem í þjón- ustu landsins eru að starfa að lands- sjóðssímum eða hafa umsjón með- þeim, skal heimilt tálmunarlaust að fara um land manna og hús, svo framarlega sem það er nauðsynlegt vegna þessara staifa. Um hús, sem búið er í, mega þeir þó ekki fara nerra á daginn, og einungis þá leið, sem vísað er, og því að eins að það- sé óþægindalaust fyrir íbúana; að íveruherbergjum liafa þeir eigi aðgang.. — 10. gr. — Þar sem símar lands- sjóðs eru fyrir, má engar byggingar gera eða jarðrask eða aðrar ráðstaf- anir, er af kann að geta hlotizt ó- regla eða skemdir á símunum, nema það sé tilkynt skriflega eða munn* lega forstöðumanni næstu símastöð- var landsins mánuði áður eða, ef svo stendur á, að óvæntur atburður hefir gert það óhjákvæmilegt að framkvæma ráðstafanirnar tafarlaust, þá svo fljótt sem auðið er, í síðasta lagi samtímis og byrjað er á þeim. — Nú krefst landeigandi, að landssími sé fluttur af lóð hans um stundarsakir eða fyrir fult og alt, og skal hann þá fá því framgengt, ef sannað er, að flutning- urinn sé nauðsynlegur til að koma í framkvæmd slíkum ráðstöfunum, sem á undan getur, éða til þess að lóðin geti orðið eiganda að tilætluðum not- um. Verði samningum ekki komið- við, skal gert út um það með lögmætri skoðunargerð, hvort nauðsyn sé á að flytja landssjóðssíma um stundarsakir eða fyrir fult og alt. — 11. gr. — Nú vilja einstakir menn, bæjarfélög eða sveitarfélög leggja talsíma, rit- síma eða leiðsluþræði fyrir rafmagn til vinnu, lýsingar o. s. frv., á þeim stöðum, þar sem fyrir eru landssjóðs- símar, eða önnur hraðskeytafæri hansr er getur um í 1. gt\, og skal þá leiðsluþráðum þessum svo fyrir komið,. að eigi geti af þeim hlotist bagi eða óregla á símum eða hraðskeytafæium landssjóðs. Ef samningum verður eigi við komið um þetta, sker ráðherra úi\ — Nú detta leiðsluþræðir þessir niður og valda þannig baga eða óskunda við notkun landssímanna eða annara hraðskeytafæra landsins, og skal þá næsta embættismanni eða sýslunar- manni, sem yfir landssímann er settur, heimilt að gera á kostnað eigenda þær ráðstafanir viðvíkjandi leiðsluþráðum þessum, sem með þurfa til þess að koma í veg fyrir baga þann, er af þeim hefir orsakast. — 12. gr. — Ef afla þarf lóðar undir ritsíma, eða önnur

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.