Reykjavík

Issue

Reykjavík - 25.10.1905, Page 4

Reykjavík - 25.10.1905, Page 4
200 REYKJAÍYK STANDARD er bezta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið. Það stendur óhrakið. Eitt af þeim félögum, sem vill keppa um það, er félagið Dan, en þegar þau eru borin saman verður það þannig, að maður, er kaupir eiris ódýra lífsábyrgð og er unt í báðmn félögunum borgar fyrir 1,000 kr. lífsábyrgð á ári: 35 ára: 36 ára: 37 ára: 38 ára: 39 ára: 40 ára: f Standard: 22.80. 23.50. 24.40. 25.20. 26.10. 27.00. I Dan .... 23.58. 24.46. 26.36. 36.36. 27.40. 28.49. Þetta ætti að nægja til þess að sýna, hve miklu ódýrara er að tryggja sig í Standard; það sem Standard mælir sérstaklega með er tvöföld lífsá- byrgð og fjárábyrgð, sem er sérstaklega hentug en þó ódýr. Ekkert ann- að félag hér hefir hana. Útvegið yður sem fyrst upplýsingar um það efni. Standard borgar meiri bónus en önnur félög. Sérhver sá, er hugsar um framtíð sina eða sinna, ætti sem fyrst að tryggja sig í Standard, þvi með því getur hann séð sér og sínum borgið á ellidögunum. Dragið það ekki til morguns. Pííur X ó p Ii ónías§ o n. Bergstaðastræti 3. (Heima 4—5 síðd.). inn að því að kryfja þjóðræðið og frelsið þessara hrópanda. Ég hefi það fyrir víst og satt að hór um sveit (nokkurn hluta hennaij hefir einn sendifarinn rölt bæ frá bæ með eitt- hvert skjal til undirskriftar; hvað í skjali þessu stendur, veit ég ekki — líklega uppmálaður úlfaldi í bjarndýrs- ham við endastöð væntanlega ritsím- ans, til þess að skjóta mönnum skelk í bringu og gera menn fúsari til að krota nöfn sín undir áskorun eða bænarskrá. Ég veit ekki hvað það er, því ég hefi ekki sjálfur séð um- ferðarsnepilinn — um að ritsímalög- in verði ekki staðfest. Þarna undir þessum skjölum á viiji þjóðarinnar að koma í Ijós. Nú skulu refarnir skornir og óp karlsins við Þjórsá og mannanna við stjórnarráðshliðið að áhrínsorðum verða: „Niður með ráð- herrann". Um það er að hugsa. „Á einu ríður mest“: „niður með ráðherrann". Það er auðsætt iífs- takmark stjórnfjendanna, að vinna að því og engu öðru. Undirskriftirnar skulu hafa það! En hvernig fara þeir svo að? Heiðarlega mætti ætla? Nei, alt annað. Eða verður það kallað heiðarlegt að taka menn óviðbúna, greiðvikna meinleysismenn, og knýja ,þá til að skrifa undir skjal, s'em þeir bera enga kend á? Eða er það heiðariegt, ef sendillinn er spurður, hvers vegna þessi maður ekki standi undir, að Ijúga því þá upp, til að villa sjónir fyrir hinum, að hann ætli að skrifa undir þegar hann komi til hans aftur, — maður sem þó er bú- inn að þver- og margneyta að Ijá nafn sitt undir það. Er nú þetta ekki að gera. menn að þrælum? Og eru for- kólfarnir ekki þrællyndir, þ. e. fýknir í að ráða yfir þjóð sinni sem þræl- um? Kemur þarna með þessu fargani þjóðarviijinn í ijós? Hvað segja þeir, sem nöfn sín hafa léð? „Ég sagði honum, að ég hefði ekkert vit á þessu, en ég gerði það fyrir karlrýjuna". Eða: „Ég kærði mig ekkert". Eða þeir ansa engu, en iðiunarsvipur er á þeim aug- sýniiegur. Þarna er nú þjóðarviljinn, piltar! Há er á marga fiska! Aðferðin þætti víst góð og gild, ætti heimastjórnar- flokkurinn hlut í slíkri grautargerð? — Það hefir lengi verið talið ljótt að hneyksla smælingjana. En svona fara þeir með þá, sem ekki hafa vitsmuni til að sjá við brögðum þeirra, eða þá áræði til að hrinda þeim frá sér. Með þetta er generalinn víst ánægður. Hann kvað eiga „bindara" góðann; hann þyrfti að láta binda hönd sína fasta, svo að hann geri enda á þessu aulasparki. Því enginn má ætlast til að hann láti hann binda stein um hálsinn — með því ynni generalinn þó þarft verk, því þá hætti hann að hneyksla og tæla þjóð sína. Hafi hann nú að minsta kosti þau ráð, þó heimskur kenni, að af- hlæðast bjarnarfeldinum, ræða svo um menn og máiefni, eins og heiðvirðum manni sæmir. Hann ætti að hætta að blekkja alþýðu — hún fer að gæta að sér — hún tekur þá ekki framar undir með honum eða Indriða, eða Pétri eða Páli, heldur syngur sinn eigin sannfæringartón: „Lifi ráðherr- ann“. Á meðan sakargiftir fjendanna reynast- léttari en fis á metunum, með öðrum orðum meðan ráðherrann vinnúr verk sinnar köllunar með allri samvizkusemi og umhyggju fyrir þjóð sinni, þá getum við ekki sem dreng- lynd þjóð kveðið við annan tón, en „lifi ráðherrann". En þá megum við iíka gæta að okkur og láta engan stjórnfjenda-general eða sendiseppa tæla okkur til þess, sem öllum — allri þjóðinni — er til skaða, sjálfum okkur til háðungar — en óþokkunum einum til gleði og fagnaðar. Svínin virðast ánægðust, þegar þau hafa mestan saurinn að velta sér upp úr. Þjóðræðisgeneralinn getur velt sér upp úr foræði haturs og vél- ráða eftir eigin vild, en við eigum ekki að demba okkur út í forina með þeim honum og hans nótum.—Þetta kann nú að þykja nokkuð svæsið. En er ekki sárgrætilegt að vita menn, sem að öðru leyri eru beztu menn flekaða til að skrifa nöfn sín undir það sem þeir all-flestir hafa ekkert vit á, meina ekkert með — en stefn- ir þó til svívirðingar og skaðræðis ? Og eithvað hefir einum suðurreiðar- manninum fundist til um aðfarirnar í sumar á bændafundinúm góða, því á heimleið sagði hann, að þetta væri sú langversta ferð, sem hann hefði nokkurn tíma farið og var hann þó ekkert barn að aldri enda líklega „marga hildi háð“. Ekki stemmir það vel við þann ógleymanlega sig- ursöng, sem generalinn og hans fé- lagar kváðu á eftir. Nú lítur svo út að suðurfarinn sé búinn að gleyma því ferðalagi, enda fær máske för þá bætta með þóknun fyrir röltið. Fleira væri þörf á að skrifa um þetta undirskriftafargan, en nú legg ég pennann frá mér, því „oft másatt kyrt liggja". 29/9—’05 Prestur, heimastjórnarvinur. P. S. Ef skjalberinn hér í sveit hefði verið svo vandaður að sýna okkur skjalið á opinberum fundi, má full- yrða að enginn einasti hefði skrifað undir nema hann sjálfur. sami. Heimsendarma milli. —:o;— Koiningsboftskapurinn til Alþingis og Rikisþingift danska. Kaupmh. 14. Okt. 1905. í gær urðu þau tíðindi í fólksþing- inu, að hægrimaður einn (Dr. Birck) fór að gera að umtalsefni konungs- boðskapinn til Alþingis í vor. Þótti honum konungur hafa slept alt of mjög tökum á oss íslendingum og gengið miklu framar en vera hefði átt með þvi að heita oss þingræði hér, því að öðruvís yrði það eigi skilið, er yfir því væri lýst, að stjórn- málastefna Danmerkur skyldi engin áhrif hafa á stjórn vora. Þótti hon- um ráðherra íslands hafa gengið á hlut Danmerkur með því að verða valdur að þessum konungsboðsknp. Forseti þingsins taldi þetta íslenzkt sérmál, er ríkisþinginu væri óvið- komandi, og tók orðið af ræðumanni og bannaði umræður um það. Þetta vakti megna óánægju meðal stjórnarandstæðinga á þinginu, og varð svo mikill gauragangur úr, að forseti sagði af sér. Kmh., 17. Okt. Nú er uppþotinu út af konungs- boðskapnum til Alþingis lokið í fólks- þinginu. Forseti var endurkosinn með m.eiri hluta atkvæða; hinir (50) greiddu ekki atkvæði. Andstæðingablöð stjórnarinnar hér eru sár við hana yfir þvi, að ráð- herra íslands skuli vera sérstæður og óliáður í ríkisráðinu. Hægri menn eru nú farnir að fylgja fram (eftir innblæstri íslenzkra stjórnarandstæð- inga hér?) þeirri skoðun, að ráðherra íslands hefði átt að verða danskur grundvallarlaga-ráðgjafi. Því hneyksl- ast blöð þeirra nú mjög á því, að hann sitji í sæti, sem honum er ætlað, í stúku útlendra sendiherra, þá er hann vill hlýða á hvað fram fer á ríkisþinginu. Þau vilja að hann mæti á þinginu sem danskur ráðgjafi. Það er víst sár sorg stjórnarandstæð- ingunum íslenzku, að konungur vor og stjórn Danaveldis heldur þannig fast fram skilningi vor heimastjórn- armanna á sjálfstæði ísl. ráðherraog fullri óhá hans af þingi Dana. Án efa gleður þá, að hafa þó feng- ið danska hægri menn á sitt mál um skilninginn á stöðu ráðherra vors að lögum. Það er ætlun margra hér, bæði íslendinga og Dana, að hr. Birch hafi komið hér fram eftir innblæstri ís- lenzkra stjórnfjenda í Höfn. Noregur. Karlstads-samningurinn er nú samþyktur af stórþinginu norska og ríkisþinginu sænska. TRqiftjaxnfí op grenö. Embættaveitingar. 14. f. m. er Steingrími Thorsteinsson R. Dbr, veitt i ektorsembættið við alm. mentaskól- ann ; adj. Geir T. Zoéga yflrkennara- embættið við sama skóla, og cand. theol. Jóhannesi Sigfússgni 5. kenn- araembættið. 1 „Kong Tryggve“ kom í nótt, er leið, frá útlöndum með eit.thv. 12 farþegja og fullfermi af vörum. kostar til naesta Jtýárs eina 25 M11. Nýir kaupend- ur f á f rítt blað- ið frá 1. Ág’úst (2 3 tbl. upp g-engin) meðan upplag hrekk- ur. pantið þegar! Prcntsmlöjan Gutenberg. Pappírinn fráJóni Olaí'ssyni.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.