Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.10.1905, Qupperneq 3

Reykjavík - 25.10.1905, Qupperneq 3
REYKJAVÍK 199 hraðskeytafæri landssjóðs, er getur um í 1. gr., og samningum verður ekki komið við um kaup á henni, skal hún eftir ráðstöfun ráðherra íslands tekin eignarnámi, gegn endurgjaldi eftir mati óvilhallra dómkvaddra manna. — Landssjóður skal og bæta skaða á landi manna, húsum og öðrum mann- virkjum, sem hlýzt af lagningu og viðhaldi ritsíma eða talsíma lands- sjóðs. Ef samningum verður eigi við komið um skaðabæturnar, skulu þær metnar af óvilhöllum dómkvöddum mönnum. — 13. gr. — Brot gegn á- kvæðunum í 10. og 11. gr., varða sekt- um til landssjóðs alt að 200 kr., ef brotið á ekki eftir eðli sínu undir 297. gr. inna aimennu hegningarlaga. Með mál, er út af þessu rísa, skal farið sem almenn lögreglumál, en mál skal því að eins höfða, að ráðherra íslands mæli svo fyrir. — 14. gr. — í leyfis- bréfum, sem gefin verða út samkvæmt 2. gr., má svo ákveða, að fyrirmæli þau um ritsíma, talsíma og önnur hraðskeytafæri landssjóðs, er standa í 9., 10., 11. gr. 1. stafl. og 12. gr. skuli að öllu eða nokkru leyti og með þeim afbrigðum, er þurfa þykir, ná tii ritsíma þeirra, talsíma eða annara hrað- skeytafæra, sem leyfisbróf hijóðar um. 3. kafli. — UmþagnarsJcyldu starfs- manna o. fl. — 15. gr. — Embætt- ismenn og sýslunarmenn við ritsíma, talsíma og önnur hraðskeytafæri landsins, sem um ræðir í 1. gr., eru skyldir, bæði meðan þeir eru í em- bætti eða sýslan og eftir að þeir hafa látið af þeim, að halda leyndu fyrir öllum út í frá, efni hraðskeyta þeirra, sem koma eða fara, að þau hafi kom- ið eða farið, svo og hver hafi fengið þau eða sent. Á sama hátt eru þeir skyldir að þegja yflr taisimasamtöl- um og nöfnum þeirra, sem talast hafa við, gegnum símann. — Þeim sem brýtur á móti þessu, skal vikið frá nefndu enrbætti eða stöðu, og auk þess skal hann, hafl það verið af ásettu ráði, sæta fangelsi og, ef mikl- ar sakir eru, betrunarhúsvinnu, en sektum eða einföldu fangelsi hafi hann af óvarkárni brotið á móti nefndri launungar og þagnar skyldu. — Ef embættismaður eða sýslunarmaður við ritsíma lar.dsjóðs afásettu ráði ónýtir, skýtur undan eða aflagar hraðskeyti, sem afhent er til flut.nings með §ím- unum, eða ef hann víssvitandi liðsinn- ir öðrum í þess konar athæfi, þá skal hann sæta hegning þeirri, sem ákveðin er i 139 gr., sbr. 34. og 145. gr. inna almennu hegningarlaga. — 16. gr. — 1 leyfisbréfum, er ráðherra íslands gefur út samkvæmt 2. og 4. gr., má leggja þá skyldu á starfsmenn við hraðskeytusambönd, sem leyfls- bréfið hljöðar um, að þeir gæti inn- ar sömu launungar- og þagnarskyldu sem heimtuð er samkvæmtnæstu grein á undan af starfsmönnum iandsjóðs- Símanna. Sá starfsmaður, er brýtur á móti þessari launungarskyldu sinni, skal sæta sektum eða einföldu fang- elsi; honum skal vikið úr þjónustu stofnunarinnar, ef ráðherra íslands krefst þess. — 17. gr. — Lög þessi öðlast gildi þann dag, sem skýrt er frá staðfesting þeirra í B.deiid stjórn- artíðindanna. aiiiLU's! —:o:— Yilja ekki atvinnu? Hvað eftir annað hefir góð og áreiðanleg verzl- un auglýst hér í bl. eftir verzlunar- manni. Tilboð á að senda hingað á skrifst. biaðsins, en — ekkert tilboð heflr enn komið. Þó eru margir, sem sækja um liverja sultarstöðu við verzl- un í Reykjavík. Um það er oss fullkunnugt. Yilja efnilegir menn virkilega ekki þiggja góða atvinnu ut- an Rvíkur? Blindni má það heita, ef svo er. í þessu blaði prentum vér ritstma- lögin — öll, heil, eins og þau eru! Yér gerum það svo að þeir sem skrifað hafa undir áskoranirnar gegn þessum lögum og heimtað þingrof og öll ósköp — geti sóð, hvað það er, sem þeir hafa verið að afbiðja. Þetta voru þau einu ritsimalög, sem fyrir þingi lágu. Nein önnur ritsímalög gat ekki umtalsmál verið að ieggja fyrir konung til staðfest- ingar. Yér biðjum menn að athuga, að samkv. 1. gr hljóða lögin að eins um firðritasambönd á Islandi og í land- helgi við Island. Þau snerta í engu sambandið landa milli (milli ísl. og útlanda). í^jóðræðismars. Sunginn í Iðnó í Agústm. s. 1. Teymum í hlaðið hestana, sveinar, heimanað ríðum í árdegis mund. Þjórsár við brúna bíður vor Einar, bændum hann safnar á þjóðræðisfund. Þó að oss vanti nú vistir og tjöld, verður oss hugðnæmt í Bárunni’ í kvöld; þar sitja bændur í framsóknarfesti fjötraðir saman við landvarnarbörn, ólafur málbein og Arnór á Hesti, Eínar og Skúli og Valtýr og Björn1). Hver mun þá spyrja: Hvað á að gera? Hamingjan veit, oss er kunnugt um það; tillögur ýmsar upp skal þar bera, alt á að samþykkja þegar í stað. Ráðlausum þingmönnum ryðjum vér brott, ráðherra skifta nú teljum vér gott. Lárus á þingi ei lengur má sitja, lævis er Jónki og sannast er það, Eggert á kviktrjám vér ætlum að flytja austur um sveitir að Breiðabólstað. Það er svo margt, sem þörf er að laga; það er svo margt, sem á glapstigu fer. Óstjórn i landi yfir má klaga, „undirskrift ráðherrans“ dæmalaus er; þá er og rítsiminn tímanna tákn, tröllslegra finst ekkert veraldarbákn; undir hans iargi vér eigum að búa, auðvaldsins drottna svo verðum nú fórn. Hvilikir tímar! Ó hver skyldi trúa, heimurinn ætti svo rangláta stjóru? Ástvaldur komi og yfir þeim syngi, andlegar bænir og Mariu vers ‘) Vondi-Björn, en ekki Skinna-Björn. Höf. syndugum mönnum, er sitja á þingi svo að þeir iðrist — já biðjum nú þess, andleg svo verði þeir ættjarðarbörn innvortis hvit eins og Skúli og Björn, sannleikans leiti, er stjórnarbraut stikla, staurum og símum þeir varpi úr mund. Þjóðræðis yrði þá „óhæfan“ mikla, inndælt oss væri að lifa þá stund. Engu ef megnar Astvaldur karlinn; annara leitum vér ráða i stað, Stor-Johann sækjum; liann stígurá pallinn, stjómin mun efalaust bugast við það; hann er svo kunnur um himin og jörð, með helvíti sjálfu hann drepur í skörð, alla burt harðsnúna anda hann særir, öllu hann mælir sin hæfileg gjöld; stjórn vora nú ef til hlýðni hann hrærir, hugðnæmt oss verður i Bárunni’ i kvöld. Teymum i hlaðið hestana, sveinar heimanað riðum og kveðjum vor sprund; Þjórsár víð brúna bíður ’ann Einar, bændunnm safnar á þjóðræðisfund. Látum nú fólkið í Flóanum sjá fari þar burgeisar kotunum hjá, iákana knýjum, svo spretti úr spori, sprengríðum suður og finnumst í Vík, ekki sem hrafnar í holti á vori, heldur sem bændur i stórpólitík. Plausor. „Tælir þjóð og þvælir.“ Þar sem þjóðkjörið alþingi er til, skilst mér að hvert kjördæmi afhendi þingmanni sínum ráð sín til með- ferðar á alþingi eftir beztu samvizku og þekkingu í þeim málum, sem fyrir koma þar, og þeim ráðum beiti liann (þingm.) svo, eftir því sem hann álítur ekki að eins kjördæmi sínu, heldur þjóðinni í heild sinni hollast í hverju einu máli, níl. með atkvæði sínu. Atkvæði þingm. verða í það og það skifti að vera atkvæði kjör- dæmis hans. Enda hefi ég þekt það áður á þingmálafundum, að í ýms- um vandasömustu málunum hafa kjósendur falið þingm. sínum (eða þingmönnum) að stuðja að því, að þeim yrði til lykta ráðið á sem heilla- vænlegastan hátt; frekar yrði ekki unt að binda atkvæði hans eða þeirra. Það er líka einatt alls kostar rétt. Þingmaðurinn er úrval en ekki úr- kast kjördæmis (eða þá aðfenginn), honum treyst að hafa vitsmuni og þekking til að bera. En kjósendur (meiri hlutinn) hafa oft og títt ekki föng á — sumir ekki t.íma, aðrir ekki vit eða þekking til — að íhuga flókin og þýðingarmikil lands-mál. Alþingi er samsafn af þðssum þjóð- kjörnu mönnum (auk konungkjörinna þingm.). Hvað virðist þá skiljan- legra, en að þjóðræði í þessu tilliti sé sama sem þingræði, þ. e. ráð, sem ráðin eru á alþingi af mönnum frá þjóðinni = þjóðar ráð? En ég býst nú við að allir samþykkist ekki þetta. — „Sínum augum lítur hver á silfrið," sem von til er, en undir því komið þó livernig á það er litið. Að minsta kosti er svo að sjá eftir prógrammi stjórnfénda-flokksins — hvort það nefnist Yaltýska ísafoldar- flónska eða hver þremillinn það er — og aðförum þeirra, að þjóðin þurfi nú ekki lengur að hlíta gerðum síns eigin þings. Þjóðræðið á nú að vera í öðru fólgið, ettir því sem mér skilst. Mér skilst að prógrammið þeirra for- kólfanna sé það, að tæla þjóðina og þrælbinda hana við þeirra eigin vilja, uppblásinni eins og hafróti í ofsa- stormi af ólgu og ofsa fjandskapar við ráðherrann. Generalinn og undir- tyllurnar hamast og öskra, svo að undir tekur í björgum þessa fjalla lands, öskra um frelsi, æpa og æpa: „ætlið þið að láta ráðherrann teyma ykkur eins og dýr til slátrunar leitt? Viljið þið verða þrælar um aldur og æfi, en ekki frjálsir menn?“ Og við sem heyrum þenna fagra(!)söng — þetta krumma krunk neðan úr djúp- um dölum efst upp á fjallatinda, — er það furða þó að á okkur geti runnið tvær grímur og við hugsað á þessa leið: Já, mikið æpa þeir. Skyldi ráðherrann annars vera svona bölvaður? Þeir segja hann sé það; er okkur ekki óhætt að trúa því? Nei, þræll vil ég ekki vera. Ég víl þjóðræði! Bezt líklega að ég taki undir með kallinum, sem hrópaði við Þjórsá í sumar, er verið var að hóp- ast saman til bændafundarins sæla: „Hann (ráðherrann) skal niður!“ Reyndar heflr nú karl sá líklega ekki haft hugmynd um fyrir hvað hann skyidi „niður.“ Gætum nú að okk- ur! Ekki sæmir okkur að gera okk- ur að fíflum og flónum, þó að okkur þyki þjóðræði og frelsi fögur nöfn og hljómi vel i eyrum. Geta nú ann- ars stjórnfjendurnir ekki gert okkur að þrælum, ef við dönsum eftir þeirra höfði og spilum eftir þeirra nótum? Það sjáum við ljósast ef við athug- um aðfarir þeirra. Það er nefndur general þjóðræðis-flokksins — er það ekki hjálpræðisstjóri okkar aumu þrælbundnu(H) þjóðar, Björn(inn) við Austurvöll, með hvert hár úfið, — sjálfsagt af helgri sannleiksást og hreinum þjóðarkærleika, — en það slær þó út i fyrir tetrinu, svo menn verða ekki varir við mikið annað en ósannindavef og bjarndýrslega grimd og árásir á eihstaka menn, sem til heimastjórnarflokksins teljast. Hvað hefir þá þessi general gert þjóð sinni til frelsis og frama? Hvað aðhefst höfðingí sá á þessum síðustu tímum? Ekki er hann að lesa lög, því með lögleysu ætlar hann sér að byggja landið og líklega að verða „ráðgjafi" í óstjórnar ríki, ef ég hygg rétt, svo lítur út að minsta kosti. Eða er hann ekki general fyrir undir- skriftaförum um sveitir víða? Hann var general bændafundarins 1. Ágúst s. 1. og hann er það líka fyrir þessu undirskriftafargani. Þá er ég kom-

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.