Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 25.11.1905, Síða 2

Reykjavík - 25.11.1905, Síða 2
220 REYKJAVÍK Jlæstu b!ðð: I*riöjti<l. 28. j>. m. Laugard. 2. Des. Auglýsingar í þessi blöð verða ekki teknar, nema þær komi inn á Mánudag og Fimtudagskvöld. jyiinnisverð háðung. „Fyr má nú rota en dauðrota.“ Viti menn! — Loks lagði gener- alinn upp í leiðangur í Reykjavík. Honum var ekki vært fyrir ásök- unum þeirra, er orðið höfðu ginn- ingarfífl hans til að rita undir áskor- unina um frestun á staðfesting rit- símalaganna — sem þeir vissu ekk- ert, um hvað vóru, er þeir skrifuðu undir. Það hafa dunið á honum hörð á- mæli frá þeim, síðan „Rvík“ og „Þjóð.“ komu því upp um strák, að hvorki hann né séra Eínar í Hjá- leigunni né neinn maður annar hér í bæ hefði skrifað undir. Svo stóðst hann ekki mátið, en fór að safna undirskriftum undir þessa áskorun hér í Reykjavík. Legát- ar vóru sendir út um bæinn með fimm eintök af áskoruninni, til að safna undirskriftum undir hana. Og viti menn! Eftir 2 mánaða róður komu þeir að aftur legátarnir, og höfðu fengið samtals 42 nöfn (að forsprökkunum og sjálfum sér með- töldum). Kjósendur vóru hér laOO í fyrra, en eru nú vafalaust 1300. 42 af 1300! Ekki 3 af hundraði! Hvar er nú alt þjóðræðisJiðið i Reykjavík? Er það farið að týna tölunni? Eða hefir það gert upp- reist gegn generalnum? 42 af 1300! Fyrr má nú rota en dauðrota! [Niðurl.[. — Ekki hefir vart við orðið, að slökkviliðsstjórinn, sem nú er, hafi haft nokkra æíing með slökkviliðinu, síðan hanu tók við starfa sínum. En sagt er oss, að hann hafi fyrir nokkru tekið slökkvidælurnar út úr húsi og reynt pær, komist þá að því, að vænsta dælan var í ólagi, en látiö hana svo inn í hús aftur ásamt hinum án þess að gera að henni — geymdi það, karl- inn, þangað til eldur var upp kominn og á henni þurfti að halda! Þá stóðu þeir sem áttu að þjóna hcnni, tugur eða tylft manna, höggdofa yfir henni í þrjár stundarfjórðir, og skröfuðu og skeggræddu um, að liún »væri víst ó- nýt«, hún »væri í ólagi dælu-skrattinn«. Bjargliðið sást varla, að örfám und- anskildnm. Af vatnsberum slökkviliðsins unnu sárfáir verk sín. Það vóru kandídatar, stúdentar, skólapiltar, embættismanna- dætur, kaupmannafrúr. unglingar og börn, er mest unnu að vatnsburðinum. Það var vatnsdæla, sem Ólafur Hjaltested hefir fundíð upp og Pétur bróðir hans kom með óbeðið og sjálf- krafa, sem langbezt dugði, miklu betur en nokkur útlend dæla hefir dugað hér. En þessar íslcnzku dælur kaupir bæj- arstjórnin ekki — af þvi að þær eru islenzkar ? Óhlýðni slökkviliðsins hér kenna margir bæjarfógetanum. Peir segja, að þótt slökkviliðsstjórar áður hafi gefið honum skýrslur um, ao hinir og þessir mætti ekki við æfingarnar, hafi hann aldreí sektað nokkurn mann fyrir ó- hlýðni eða skylduvanrækt.—Hvort þetta er rétt, er oss ókunnugt, en það er svo altalað, að vér höfum álitið rétt að hreyfa því, svo að auðið sé að bera það til baka, ef það er ekki á rökum kygt- Vér höfum ekki fyrri heyrt jafn-al- menna megna gremju yfir neinu bæ- jarmálefni, og nú á sér stað yfir á- standinu á brunamálum bæjarins. Bæjarstjórnin má eiga það vist, að verði ekki tafarlaust gerð gangskör að þvi, að bæta hér úr skák, þá láta bæ- jarmenn betur til sín heyra, en hér er vandi til. Leikhúsið. ,,Vestmannabrellur“. Leikur i 4 þáttum. Eftir Victorien Sardous. In virðingarverða viðleitni Leik- félagsins in síðari ár til að sýna hér góða sjónleika hafði komið oss á þá trú, að skrípaleikanna tíð væri hjá liðin hjá því félagi — nema þá kannske í hæsta lagi einþættir smá- leikar til uppfyllingar stuttum leikum af betra tæi. En sú von hefir brugðiat. Því að þessi leikur Sardous er hreinn og beinn skrípaleikur, og, það sem verra er, andstyggilegur skripaleikur. Þessi leikur er ekki háðleikur. Tii þess að eiga það nafn með réttu, má það sem sýnt er, ekki fara fjær fyrirmynd sinni í lífinu en svo, að líking nokk- ur sjáist með leiknum og fyrirmynd- inni. En það á sér engan stað í þessum leik. Það sem leikur þessi sýnir, er jafn-hugsanlegt, eða, réttara sngt, jafn- óhugsanlegt, að fram færi í hverju öðru menningarlandi heimsins eins og í Ameríku. Fyrsti þáttur fer fram í 1. farrými á Atlantshafsfari miklu, sem er að koma til New York. — Það er nú auðvitað leikfél. að kenna, en ekki höfundi leiksins, að káetan er á stærð eins og kafli af 2. káetu á Láru, og snauðleg og ólík káetu að útbúnaði öllum, þar sem slíkar káetur á At lantshafs-skipunum eru inir skraut- legustu hallarsalir, sem á sæ fljóta. Innanmynd af aumustu torfkyrkju á landinu væri margfalt líkari dóm- kyrkjunni í Reykjavík. heldur en þessi afmán er 1. káetu á Atlantshafs-skipi. Hict er höfundinum að kenna, að á veggjunum eru látin hanga spjöld, sem með stóru letri er prentað á: „ Varist vasaþjófa!“ Það er merki- legt, að Reykvíkingar skuli ekki vera farnir að skreyta veggina í samkomu- sölum hér, t. d. veizlusölunum í iðnaðarmannahúsinu, með slíkum að- vörunar-spjöldum. Þau mundu þó hvorki vekja meira hneyksli né hlátur hér, heldur en þau mundu vekja á 1. káetu á Atlantshafs-skipi, enda sennilega ámóta mikil ástæða til slíkra aðvarana á báðum stöðunum. Farþegar á skipinu eru meðal ann- ara frakkneskur aðalsmaður og frakk- neskur fiðlumeistari, og hefir höfund- ur auðsjáanlega viljað sýna þessa landa sína sem vel siðaða, mentaða heiðursmenn, auðvitað í gagnstæði við Vestmennina eða Ameríku-fólkið, sem alt er, að einni konu, frú Bella- my, undantekinni, tómir mentunar- lausir bófar, skríll og skækjur. Milíóna-eigandi amerískur er um borð með dætrum sínum tveim og bróður- dóttur og vínkonum þeirra. Ymsar þjóðir gefa þjóðerni sínu persónugervi og nafn og einkennileg- an búning. Englendingurinn heitir t. d. Jón boli; Rúsinn heitir Bessi; Danskurinn Sorensen, og er í dugg- arapeysu og hefir nátthúfu á höfði; Airieríkumaðurinn heitir Uncle Sam (Samúel frændi) og er í bláu vesti með hvítum stjörnum, langröndóttum buxum rauðum og hvítum, og hefir pípuhatt á höfði. Slíkan búning er milíónarinn látinn bera í þessum leik, og er það ámóta og ef danskur auð- maður og etazráð væri sýndur með nátthúfu og í duggarapeysu. — Þegar dæturnar og bróðurdóttirin heyra, að de Rochemore sé frakkneskur aðals- maður, láta þær utan um hann eins og skækjur. Og í bróðurdótturinni verður franski aðalsmaðurinn skotinn, er hann kem- ur í land, og biður hennar á hnján- um. Hún lítur hýrt til hans annað slagið, en er milli hverrar setningar hans að spyrja hann, hvort hann sé nú í rauninni aðalsmaður, hvort hann sé auðugur, hvað hann hafi í árs- tekjur o. s. frv. Og slíkar skepnur eiga að geta veitt mentaða og gáfaða menn af göfugustu ættum Norðurálfunnnar! Franski aðalsmaðurinn hefir 180.000 franka í árstekjur af fasteignum sin- um, svo að ekki þarf hann að selja sig fyrir peninga. Hve fjarstætt annars er, að lýsa amerísku kvenfólki á þennan hátt, ekki sizt milíónaradætrum, skilst mönnum líklega, er þeir fá að vita, að yfirleitt er einmitt kvenfolk hvergi í heimi jafn-mentað og vel siðað sem í Bandaríkjunum. Curzon lávarður síðasti varakonungur á Indlandi, Chamberlain stjórnmálagarpurinn frægi, og margir aðrir mentuðustu og gáfuðustu og auðugustu Bretar af tignustu ættum, eru kvæntir dætr- um amerískra auðmanna, og munu fæstir af þeim hafa kvænst til fjár. En það er óvinnandi verk að rekja hér fleira af fjarstæðum leiksins; hann er allur éin fjarstæða frá upp- hafi. til enda. Hins vegar er hann ritaður með fjöri og bregður fyrir í honum fyndni á stöku stað. En það sem er andstyggilegt við leikinn er það, að hann er svívirði- legur, bakmáll rógur um heila þjóð, göfuga þjóð og mentaða. Fáfrótt fólk, sem ekki veit stórt annað um Ameríku, en að það sé stórt land hinurn megin á hnettinum, það hlýtur, er það sér slíkan leik, að hugsa, að svona sé Vestmönnum rétt lýst, og fá andstygð og hatur á þjóðinni. Vér erum hársárir íslendingar fyrir sjálfa oss. Hvernig mundi oss þykja, að oss væri lýst ámóta fallega og sanngjarnlega og þetta, og að menn, sem þektu sannleikann, færu að sýna slikan leik um oss? Það er gott að stinga hendinni í sjálfs sín barm. Þeir sem standa fyrir leikavali Leikfélags Reykjavíkur, geta ekki haft það sér til afsökunar, að þeir sé svo fáfróðir, að þeir viti ekki, hve ílt verk og ranglátt þeir vinna. Frú Stefanía leikur snildarlega að vanda í þessum leik, enda er frú Bellamy, sem hún leikur, eina mann- eskjan í leiknum, sem er með öllum mjalla án þess að vera betrunarhúss- matur. Flestallir leikendurnir leika vel, sumir prýðisvel, eftir því sem auðið er um jafn-vitlausleg hlutverk- Ið mentaðra fólk hér mun varla horfa tvisvar á leik þennan, en til er hér sem víðar fáfrótt fólk og ung- lingar, sem jafnan hefir mest gaman af öllum afkáralegum skrípaskap, og því má vel. vera að félagið íái hús- fylli nokkur kvöld að leiknum. En tæplega mun það tilgangur þings eða bæjarstjórnar að st.yðja slikan leikaraskap af almannafé. Fólagið ætti að gæta þess, eins og það annars hefir gert yfir höfuð, að styrkur af almannafé leggur því nokkrar siðferðislegar og iistlegar akuidbindingar á herðar. Vleimsendarma milli. Eftir Marconí-skeytum í fyrrakvöld. Rúsneskir fangar, 500 tals, vóru íluttir á rúsnesku flutningsskipun- um Vladimi'r og Voronegs frá Tokíó og áttu að fara til Vladivostok, og var Rossjdjestvenski aðmíráll á Voronegs, en japönsk tundurskip fylgdu þeim. I5á er skipin komu til Nagasaki, bólaði á samsæri eða uppreisn meðal fanganna, og varð að fá aðstoð lögregluliðs frá landi, svo að tókst að sefa óróann. Kórea og Japan liafa nú gert skrifiegan samning sín á meðal á þá leið, að utanrikisstjórn Kóreu ilyzt til Tokíó, og heflr Japana- stjórn hana á hendi fyrir liönd Kóreu-keisara i hans umboði, en Japanar skulu senda til Kóreu yfir-

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.