Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.12.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.12.1905, Blaðsíða 2
234 REYKJAVÍK Heimsendanna milli. Loftskeyti ígærhermam. a. þetta: Rlíslaml. Ástandið eins og áður. Uppreistarkona ein skaut til bana Sackaroff, er fyr vai hermáfaráðherra. i>að gerðist á heimili fylkisstjórans í Saratoff, en þangað hafði Sackaroff verið sendur til að bæla niður bærda- uppreisn. — Forstjórar einka-bank- anna í Pétursborg hafa tilkynt fjár- málaraðherranum, að bankarnir verði að hætta störfum, ef verkfalli póst- símanna finni ekki bráðlega. París. Senatið (efri málstofan) hefir samþykt aðskilnað rikis og kyrkju. írland. Þjóðfundur bjóðernis- flokksinshefir. undir forsæti Rédmonds. samþykt, að veita ekki lið neinum flckki, sem ekki ta.ki heimastjórn íra upp í stefnuskrá sína. Bretland. C.-Bannei mann neit- aði að þiggja lávarðs-tign, en vill vera foringi flokks síns í neðri mál stofu. En þá neitaði Grey að verða i ráðaneytinu, og veikir það stjórn- ina að mun. Japan. Oyama marskálkur hefir nú haldíð sigur innreið sína í Tokio, og var honum fagnað með jafnmik- illi dýrð og Togo aðmirál áður. Br é f til herra ritstjóra Skúla Thoroddsen. Þér hafið, herra ritstjóri, bæðí nú og áður við og við hreytt í mig ónotum í blaði yðar, án þess, að ég lxíin fluktiu cxotcAjuu Lu, nu rtKiitd iiici af því. En í þetta sirm get ég ekki stilt mig um, að,,^^gja yðui' opin berlega, að mér var sönn ánægja að þvi, að lesa greinarstúf yðar til inín í 48. bl. Þjóðviljans þ. á. Og ánægjan var fólgin i því, að eg sá þess Ijósan vott, að grein mín i „Austra" um ávarp Þjóðræðisflokks- ins hefir komið við kaun yðar sem meðiims (eða formanns?) þessa virðu- lega flokks, eins og ég ætlaðist til. Þér eruð að vísu að reyna að bera yður karlmannlega, og segið að eng inn muni trúa fjarstæðum þeim, sem ég slái fram í grein minni. En þór eruð svo greindur rnaður og athug- ixll, að þér'sjáið vel og vitið, að sauð- argæran er nú óðnm að flettast af flokki yðar, svo að innan skamms mun hann standa frammi fyrir þjóðinni að eins klæddur sinni eiginrii alþektu úlfsgæru. Og þér vit.ið að grein min í Aústra bjálpar — þó lítið sé — til að iosaum það, sem eftir er af sauðargærunni; því er yður svo illa við hana og því er- uð þér að reyna, að draga úr áhrif- um hennar með þvi, að slá fram því, sem þér sjálfur vitið að er ósann- indi, því nefnilega, að eg skrifi af því, að óg sé neyddur til þess, svo ég haldi stöðu minni.. En yður er ekki til neins, að slá fram þessum ósannindum, því yður | verður ekki trúað. í fyrsta lagí vita menn það. að ég skrifaðí í blöð og dæmdi atferli flokks yðar á sama hátt og nú, á meðan ég að engu leyti gat átt stöðu undir velvild eða óvild landstjórnarinnar1). Og í annan stað vita menn það- líka, að þeir menn, sem nú stjórna hér, eru langt um meiri sæmdarmenn en svo, að þeir mundu reyna að neyða mig til að skrifa á móti sannfæring minni, þótt þeir gætu það, sem auðvitað ekki er. En ef til vill ætlist þér til, að þessi ummæli yðar séu mér bending um, hvers ég megi vænta, þá er þér og yðar flokksbræður sóu seztir að völd- um. Slíkt væri auðvitað í fylsta samræmi við yðar eiginn göfugmann- lega(!) hugsunarhátt, en flokksbræðúr yðar flesta vildi ég hafa undanþegna.: Og hvort sem er, þá vil ég fullvissa yður um, að þetta heflr alls engin áhrif á mig. Ég mun eftirleiðis eins og að undanförnu hafa gætur á að- förum flokks yðar, og víta þær opin- berlega þá er mér virðist ástæða til þess. Að lokum að eins eitt. Ég mun kunna yður þakkir fyrir, að þér látið mig sjálfan annast um virðingu mína og minn siðfeiðislega mann, eins og. ég hefl gert hingað til. Það mun líka vera nokkurn veginn almennt álit, að yður hafi eigi tekist þetta svo vel, hvað yður sjálfan snertir, að þér sóuð fær um, að vera leiðtogi arinara í þeim efnum, og að minsta kosti vil óg ekki vera lærisveinn yðar. Rvík, 6. Des. 1905. 0. F. Davídsson. Símastauraflutningurinn. Hr. ritstjóri »Reykjavíkur«! Rér báðuð mig um að láta yður í té s'.ýrslu um ferðalag mitt í haust í símaerindiiti;' en ég býst ekki við að hafa að sinni tíma til þess. Hefl svo margt að gera til að bæta upp burtveru mína. Sendi yður hérmeð bréf, sem ég ritaði ritstj. »Norðurlands«. í því felast nokkurar upplýsingar um árangur ferða- iagsins. Hr. ritstj. »Norðurlands«! Þá er ég um síðastl. mánaðarmót var staddur á Akureyri, fór ég tvisvar til fundar við yður, en hitti bæði skiftin svo illa á, að þér vóruð ekki heima. Nú sá ég á blaði yðar, er 4. þ. m. flytur fá orð um »símastaurana«, að það er eftir- sjá í því, að við gátum ekki fundizt; því ég hefði getað gefið yður réttar upplýsingar. Svo hefir nefnilega atvikazt, að ég hefi orðið meira við þessa símaefnisflutningasamn- t) Það á hr. Ó. F. D. heldur ekki enn. Maður, sem allir játa, að sé stöðu sinni svo ágætlegá vel vaxinn, og rækir hana svo prýðilega, eins og hr. 0. F. D., k ekki stöðu sína að neinu leyti undir samvizkll- samri landsstjóm. Ritstj. inga riðinn, en nokkur annar, og er þeim þess vegna kunnugri en aðrir. Má og að miklu leyti kenna mér um, hvernig þeim ráð- stöfunum er hagað, a. m. k. milli Seyðis- fjarðar og Holtavörðuheiðar. Yður þykir tvent »einkennilegt við þenna stauraflutning«, og vil ég leyfa mér að minn- ast fyrst á síðara atriðið, það, að »almenn- ingi hafi eigi verið gerður kostur á að keppa um þetta starf«, eins og bæri að gera með það, sem vinna á fyrir opinbert fé. Hér hafi »þessari höfuðreglu ekki verið fylgt, þótt hún sé trygging fyrir lægsta verði«. »Vinn- unni hafi aðallega verið skift upp á milli höfðingjanna í heimastjórnariiðinu«. Rá er við Forberg í síðari hluta Ágústmán. fórum símaleiðina milli Rvíkur og Seyðis- fjarðar létum við, að fyrirlagi stjórnarráðsins, berast þá fregn alstaðar þar sem við fórum, og fengum sýslumennina til að auglýsa það, þar sem hægt var að ná til þeirra (Húnav., Skagafj., Eyjafj.), að kostur gerðist að bjóða í flutninginn, og gert ráð fyrir að ég tæki við tilboðum í heimleiðinni. Þá kom ég til allra þeirra manna, er ég frétti um að tilboð vildu gera, og eigi höfðu þegar sent þau með pósti, og spurði ég engan um skoðanir han* í pólitík; því það kom mér ekki við. Tók ég því tilboð hvers manns, er bauðst, og feng- ust þau meira en nógu mörg (á fyrnefndum kafla), og að flestra dómi sæmilega lág. Margir, er tilboð höfðu ætlað að gera, hættu við það, er þeir fréttu um lægri boð frá öðrum. Ekkert skal ég um það dæma, hvort þessi aðferð var rétt eða »regluleg«; en bágt á ég með að skilja, hvað unnið hefði verið við, að auglýsa þessa vinnu annarsstaðar um landið en á símalínusvæðinu og í nánd við það. »Lægsta verð« — ef það væri aðalatriðið -— er eigi líklegt að fjarbyggjar hefðu boðið. Þá er »uppskiftingin milli höfðingjanna«. Menn þeir, á fyrnefndum kafia, er álitleg- ust boð komu frá, og flutninginn fá, eru: 1. kaflinn: Seyðisfj,—Heiðarbrún. St. Th. Jónsson, Seyðisf. (Seyðfirðingar). — Hærri boð á sama kafla gerðu: Jón Bergsson, Egilsstöðum, Rorst. Jónsson, Borgarfirði og Þórarinn Sölvason, Ormarsstöðum (ó- ákveðið, miðað við þyngd). 2. Heiðarbrún Beinavarða. Sigfús Hall- dórsson, oddv., Sandbrekku, fyrir hönd Hjaltastaðaþínghárbúa og bænda í Fellum. Hærra: Jón á Egilsst. Björn á Rangá og nokkurir bændur í Fellum. 3. Sama kafla, kassana: Jón Sfefdnsson, Hreiðarsstöðum. 4. Beinavarða—Hólsfjöll, 16 kilóm. Jón Jónsson og Sig. P. Sivertsen, Vopna- firði, fyrir hönd Vopuafjarðarhreppsbúa. — Óaðgengilegri boð (styttri kafla), tveir bændur í sömu sveit. 5. Hólsfjöll— Jökulsá: Kristján Sigurðs- son, Grímsstöðum (Axfirðingar, Hólsfjalla- búar). 6. Jökulsá Laxá: Bændurnir 3í Reykja- hlið, Einar, Jón og Ilhugi: (Reykhverf- ingar, MývetningarSmargir). 7. Laxá—Ljósavatn: Haraldur Sigurjöns- son, Einarsstöðum (Reykdælir og bændur fleiri sveita). 8. Ljósav.—Eyjafj.á: Hannes Einarsson, Skógum og Jón Tómasson, Kaupangs- bakka, (Fnjóskdælir, Eyfirðingar). 9. Glerá—Hörgá: Porst. Daníelsson, Skipa- lóni. — Hærra: Kolb. & Ásgcir kaupm. Oddeyri. 10. Hörgá—Hámundarstaðaháls: Stef. Stef- ánsson, Fagraskógi og Vilhjálmur Einarsson, Bakka. 11. Hámundast.háls—Heljardalsheiði: Gisli Jónsson, Hofi, og Sigurhjörtur Jó- hannesson, Urðum, (Svarfdælir). 12. Heljardalsh.—Austur-Héraðsvötn: Geirf. Tr. Friðfinnsson, Hólum (Hjaltdælir, Kolkdælir o. fl). 13. A.-Héraðsv.—Laxá á Kolugafj.: Sigfús Dagsson, Hofstaðaseli o. fl. — Hærri: Flóv. Jóhannsson, Sjávarborg, Jónas Sveinsson, Sauðárkróki, Björn hreppstj. á Veðramóti. 14. Laxá—Blanda: fíjörn Kristófersson, Sauðanesi og Pórarinn Jónssori, Hjalta- bakka. — Hærra: Sig. Sigurðsson, Húns- stöðum. 15. Blanda—Víðidalsá: Magnús Jónsson, Sveinsstöðum o. fl. — Hærra: Sigurður á Húnsstöðum. 18. Víðid.á—Miðfj.á: Sig. Jónsson, Lækja- móti, og Sig. Jónsson, Ásgeirsá. 17. Miðfj.á—Hrútafj.á: fíögrw. H. Lindal, Litlutungu, Hetgi Guðmundss., Tjarnar- koti og Guðtn. Theódórsson, Reykjum. Þeir, sem pekkja menn þessa betur en ég, geta nú dæmt um, hverju »liði« þeir tilheyra og hversu hátt þeir standa þar. Eg hefi haft það fyrir augum — næst og jafnframt því að velja lægstu tilboðin — að koma sem flestum dugandi mönnum að starf- inu, þeim sem standa bezt að vígi á hverjum kafla, til tryggingar framkvæmd verk.sins. Hitt atriðið, sem þér áteljið, er, »að farið sé að kvisast að staurarnir sé þyngri en meiri hluti á þingi vildi láta þá vera«, og að »því sé þó náttúrlega haldið leyndu eftir því sem hægt er«. Um fyrra liðinn er það að segja, að þetta er ekkert »kvis«; það er altalað, »flýgur eíns og fiskisaga«, en ýkt og aflagafært, eins og gerist. Væri fróðlegt að vita. hverir hafa reynt að leyna þvi. Ég hefi skýrt frá því alstaðar, eins og ég hefi vitað sannast. Og mér virðist þessi meiri meðalþungi stauranna, en Alþ. gerði ráð fyrir, ofur-eðli- legur (— ég á svo bágt með að ætla mönn- um ódrengshátt að óreyndu —). Þingnefndin reiknar alla staurana með því máli, sem pantað heflr verið eftir, en útlátendur (leveran- dörer) hafa ekki nógu marga mátulega, í svo stóra pöntun (16,000), láta því suma gildari (engir mega vera rýrari) og það hækkar meðalþyngdina. Af þeim sem ég hefi séð og veit um, eru flestir líkt og gert er ráð fyrir, en nokkrir töluvert gildari, og pað gerir mun- inn. (Auk þess eru þeir mjög viðgóðir og þvi eðlisþungir). Stjórnina ætla ég ekki að verja, pví ég skifti mér ekki af pólitík, og staurarnir naum- ast heldur. Ég hefi viljað hlynna að verkinu eins og hverjum heiðarlegum landsmanni ber að gera, úr því það verður að hafa framgang, án tillits til hvernig litið er á fyrirtækið. Ég vil og skýra rétt frá, og mega trúa því að blaði yðar sé Ijúft að flytja sanna skýrslu. Virðingarfyllst p. t. Stað, 18. Nóv. 1905. JBjörn Bjarnargon. Aths.: Til varúðar skal ég geta þess, að lítilsháttar orðamunur getur verið á afriti þessu og frum- bréflnu, sem væntanlega birtist í »Norðurl«. B. B. ■k * * Til viðauka við framanritaða skýrslu, má hér geta þess, að á svæðinu: Holtavörðu- heiði—Sveinatungu hefir hr. Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu tekið að sér flutninginn. — Asvæðinu: Sveinatungu—Hvítá, Jósep Björns-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.