Reykjavík - 30.06.1906, Blaðsíða 1
1R e $ kí & vifc.
VII. 28.
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yftr 3000.
Laugardaginn 30. Júní 1906.
Áski ifendur
yKir
í b æ n u m
900.
VII, 28.
Oína Og eldavélar setar Kristján Þorgrímsson.
Ofnar <>a eldavélar
„REYKJ A¥ÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; orlendis
kr. 1,60—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. Júlí.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33J/3°/o hærra. —
Afsláltur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
•Tón Ola.ísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Rit8tjórn: ---„ stofunni.
Telefónar s
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Landsstjóri.
i.
Hvert var takmark það sem menn
vildu ná, er menn börðust fyrir lartds-
stjórafyrirkomulaginu fyr meir? —
Því er ekki vandsvarað. Menn börð
ust fyrir rótti og valdi þjoðarinnar
til þess að ráða því sjálf, hvernig
sér væri stjórnað.
Þá réðu hægri menn lögum og
lofum í Danmörku, og var þá ekki
til neins að nefna þingræði hér; það
hefði verið sama sem að sýna blót-
neyti rauða dulu, því að hægri menn
hötuðu þingræðið eins og svarta-
dauða — alveg eins og umskiftinga-
blöðin hata sannleikann. Því urðu
menn að reyna að flnna annan veg
til að tryggja þjóðinni ráðin.
Það sem mest var oss tilflnnanlegt,
meðan vér höfðum ekki sérstakan
ráðgjafa, vóru inar sífeldu staðfest-
ingarsynjanir á lögum þingsins, sem
oft stöfuðu af vanþekkingu á högum
vorum, oft líka af viðleitni Dana til
að halda löggjöf vorri í kjölfari danskr-
ar löggjafar; stundum líka af því að
ábyrgðarlaus umboðsmaður stjórnar-
innar lagði á móti staðfestingunni.
Annað meinið, sem oss varð mjög
tilfinnanlegt, var það, að umboðs-
maður stjórnarinnar vissi ekkert um,
hvernig stjórnin mundi snúast við
því eða því máli, og gat því ekki
sagt neitt, um undirtektir hennar í
því, en af því leiddi aftur, að mikið
af tíma og starfskröftum Alþingis
eyddist til ónýtis. Þá var það enn
eitt meinið, að alt í einu gat skift
um ráðgjafa fyrir ísland án þess vér
ættum þar neinn þátt í eða væri þar
nokkur þökk á eða þægð í, stundum
einmitt ið gagnstæða.
Á þessu átti að reyna að ráða bót
með landsstjóra-fyrirkomulaginu. Auð-
vitað hefði það ekki orðið nein full
meinabót, sem með því hefði unnist;
en mjög hefði það stutt að þvi, að
draga valdið inn í landið og án efa
getað með tímanum orðið til þess
að koma á þingræði, ef landsmenn
hefðu haff, þrek og stillingu til að
nota það liðlega og hyggiiega og ekki
látið alt tillit til velferðar föðurlands-
ins víkja fyrir valdafýsn æstra flokka.
Takmarkið, sem að var kept, var
þingrœðið, — það og ekkert annað.
Þingræðið er í því innifalið, að hver
sú stjorn fari frá völdum, sem ekki
hefir fylgi og traust meiri hluta þings,
og að þá komi sú ein stjórn til valda
í hinpar stað, sem nýtur þessa fylgis
og trausts. Þegar svo er stjórnað,
nýtur þjóðin ins fylsta sjálfsforræðis.
Þingrceðið er frelsið. Því keppa all-
ar þjóðir að þingræðinu.
Nú höfum vér fengið þingræðið,
þótt ekki höfum vér fengið lands
stjóra. En þar sem landsstjórinn
átti að vera vegurinn til þingræðis-
ins, sem átti að vera taJcmarkið, þá
höfum vér komist að takmarkinu
aðra leið.
Yér þurfum því ekki lengur að þrá
lnndsstjóra-fyrirkomulagið sem veg til
þingræðisins, úr því að það er feng-
ið. En þá er á hitt að líta, hvort
landsstjóra-fyrirkomulagið sé þess eðl-
is, að það só eftirsóknarvert sem tak-
mark eitt út af fyrir sig. Sé það
ekki, þá er auðvitað hógóminn ein-
ber að vera að elta þann skugga
lengur. En sé það fyrirkomulag
eftirsóknarvert, án tillits til þess, að
vér höfum þegar fengið þingræðið,
þá er sjálfsagt að leitast við að koma
því á. Þetta er sannlega íhugunar-
vert mál.
Fýrst er þá að gera sór grein fyrir
því, hvað landsstjóri er. Það kann
nú að virðast óþarft að spyrja svo;
en reynslan sýnir, að hugmyndir
manna um það eru harla óljósar,
sumra hverra, svo sem sjá má á því,
er menn eru að flmbulfamba um á-
byrgð landsstjórans gagnvart Alþingi!!
Landsstjóri er auðvitað umboðsmað-
ur og ímynd konungsins — og ekk-
ert annað. En eins og konungur er
ábyrgðarlaus og friðheilagur, eins
verður ímynd hans, landsstjórinn, að
vera. Enginn getur eðlilega krafið
hann ábyrgðar, nema konungurinn
einn. Þetta ætti að vera öllum auð-
skilið mál. Ráðgjafar landsstjóra verða
að bera alla ábyrgð af öllum stjórnar-
athöfnum.
Af þessu leiðir aftur eðlilega það,
að eigi ætti það að þurfa að verða
neitt vafamál, hvaðan landsstjóri ætti
að fá laun sín. Þau eiga óefað að
greiðast úr ríkissjóði, eins og lífeyrir
konungs. Því að svo verður á að
líta sem með aðskilnaðinum á fjár-
hag íslands og Danmerkur hafl verið
tekið fult tillit til þess við skiftin,
er árgjaldið úr ríkissjóði var ákveðið
svo lágt sem gert var, að ísland yrði
með því skoðað leggjandi sinn fulla
skerf fram til móts við Danmörku,
er svo miklu var eftir haldið af því,
sem íslandi bar að réttu lagi, eftir
því sem skuldaskiftum landanna hafði
verið farið.
Samkvæmt stöðulögunum leggur
ísland ekkert til sameiginlegra mála;
lífeyrir konungs er sameiginlegt mál,
og því á ísland ekkert til hans að
leggja; landsstjóri er ímynd konungs
og því er sama máli að skifta um
laun hans sem um lífeyri konungs.
Kostnaðar-grýlan þarf því engan að
fæla, sem á annað borð álítur lands-
stjóra-fyrirkomulagið oss hagfelt eða
nauðsynlegt.
En er það oss nú hagfeldara en
en það stjórnarfyrirkomulag, sem vér
höfum nú? Þá er því skal svara, er
á tvent að líta: hver áhrif það muni
hafa á sérmálastjórn vora innanlands,
og hver • áhrif það gæti haft eða væri
líklegt að hafa á afstöðu vora í sam-
bandinu við alríkið.
Á sérmálastjórn vora innanlands
er eigi sýnilegt að það geti haft nein
veruleg eða stórvægileg áhrif beinlínis.
Því að það eitt, að ferðir ráðherrans
til Danmerkur verði eitthvað litillega
færri við það, getur varla í alvöru-
máli talist neitt stórvæilegt atriði,
auk þess sem þeim ferðum væntan-
lega fækkar eitthvað hvort sem er
við símasambandið milli landanna.
En sú spurning vaknar að sjálf-
sögðu undir eins í þessu máli, með
hverjum kjörum eða tilhögun þetta
fyrirkomulág geti fengist. Auðvitað
er slík breyting á stjórnarskrá vorri
sérmál vort að lögum. En þó snertir
það svo mjög samband vort við al-
ríkið, að óhugsandi er annað en að
konungur ráðfæri sig við alríkis-ráða-
neytið um það mál áður en hanu
ræður því til lykta — staðfestir það.
Eins og allir vita, er ráðherra ís-
lands óháður Ríkisþinginu danska
með öllu og ber enga ábyrgð fyrir
því, heldur að eins fyrir Alþingi.
Það er ekki annað en blekking að
vera að reyna að telja mönnum trú
um annað. Þar sker svo afdráttar-
laust úr skýlaus yfirlýsing forsætis-
ráðherrans danska í rikisþinginu í
vetur, er hann lýsti yflr því í nafni
alls ráðaneytisins, að hann og dönsku
ráðgjafarnir bæru einir ábyrgð fyrir
Ríkisþinginu á boðskap konungs til
Alþingis, en ráðherra íslands bæri
ábyrgðina á boðskapnum gagnvart
íslendingum.. Þetta er í fylsta sam-
ræmi við alt, sem konungur og Dana-
stjórn hafa í ljósi látið um það efni
fyr og síðar. — En af þessu leiðir
það, að þar sem ráðherra vor er á-
byrgðarlaus gagnvart Ríkisþinginu,
þá verður alríkið að eiga það undir
konungi, að hann láti ekki ráðherra
íslands leiða sig til að staðfesta neitt,
það er eigi getur samþýðst stöðu Is-
lands í ríkinu. Og með því að kon-
ungur er sjálfur ábyrgðarlaus, þá er
því svo fyrir komið, að konungur
lætur forsætisráðherra sinn fá til yfir-
lesturs þau lög, er íslandsráðherra
hefir sent konungi og ætlar að bera
upp fyrir honum í ríkisráðinu.
Af þessu er nú auðsætt, að það
er formsatriði eitt, hvort ráð-
herra vor ber málin upp fyrrir kon-
ungi í ríkisráðinu eða annarstaðar,