Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.06.1906, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.06.1906, Blaðsíða 2
110 REYKJAVÍK í ríkisráðinu er ekkert um málin rætt; ráðherran flytur erindi sitt fyr- ir konungi og sVo segir konungur til, hvort hann felst á tillögu ráðherrans eða ekki. En auðvitað er konungur búinn að ráða það við sig áður en í ríkisráðið kemur, hverjar undirtektir hann ætlar að veita. Svo að svarið yrði nákvæmlega það sama, hvort heldur hann gæfi það í ríkisráði eða annarstaðar. Eftir því sem áður er sagt, gætu Danir ekki komið neinni ábyrgð fram á hendur Islands-ráðherra, þótt hann fengi konung til að staðfesta eitthvað, sem hallaði rétti Dana, og því verða þeir að eiga aðgang að forsæt.isráð- herra sínum í því efni. En þó að ráðherra vor kæmi aldrei í ríkisráð, en bæri málin upp fyrir konungi úti í eyðiskógi, þar sem enginn lifandi mað- ur annar væri við staddur, þá gæti enginn varnað konungi að ráðfæra sig fyrst við forsætisráðherra sinn eða hvern annan, sem honum kynni að þóknast, svo að *alt kæmi fyrir eitt. Raddir almennings. Húsabyggingar. — Út af ummæl- um Högna í síðasta tbl. „Rvíkur“ um framtíðarfegurð bæjarins þætti mér vænt um að mega skjóta tillögu einni til veganefndarinnar um það, hvernig baga skuli húsum og götum, þegar farið verður að byggja á túnum bæ- jarins. Yæri þá ekki ráðlegast að fylgja reglu þeirri, að hvert hús stæði 10—15 álnir, ef ekki meira, frá göt- unni beggja vegna? Við það ynnist þrent eí ekki fernt. Þá yrði miklu meira ljós og loft í bænum. Hver húseigandi gæti haft ofurlitla grastó eða blómgarð framundan húsi sínu. En þegar að því ræki, að breikka þyrfti göturnar, þyrfti ekki að hrófla við húsunum né rífa þau, heldur mætti þá taka af tónum beggja meg- in við göturnar. Og loks yrði hrein- lætið og heilnæmið í bænum miklu meira en nú er og bærinn mun skemtilegri. Hefði þetta verið gert áður, þá hefði bærinn verið mun þokkalegri og skemtilegri en hann er nú. Það sem tapaðist á lóðum með því að hafa húsin svo fjarri götun- um, mætti aftur vinna upp með því, að hafa húsin áföst hvert við annað, en þá yrði auðvitað að hafa garða eða „port“ að baki hverju húsi. Öllu þessu mætti koma fyrir á inn hagan- legasta hátt með því að skifta bygg- ingarlóðunum með inum ákveðnu götum og hússtæðum fyrir fram niður í ferhyrninga, svo að tvær húsaraðir, er sneru bökunum saman' með mátulega löngu millibili, rúmuð- ust í þessum ferhyrningum. Þetta er gert svo víða annarsstaðar, eink- um í ameríkskum bæjum, og gefst hvarvetna vel. Og hví skyldi það þá ekki geta geflst eins vel hér, eí nóg er fyrirhyggjan? En þá mætti auðvitað ekki leyfa að byggja ofan í götur þær eða gangstéttar, sem búið er einu sinni að afmarka, eins og gert hefir verið á innanverðri Hverfis- götunni, þessari nýjustu götu-ómynd bæjarins, og ekki mætti reka síma- staura né aðra staura niður í miðjar gangstéttarnar. En það er nú von- andi, að verkfræðingur bæjarins fari að láta fyrri skyssur sér að varnaði verða, svo að þær komi ekki oftar fyrir. Annars gæti „verkhyggni* hans orðið bænum of dýr að lokum. Hjörtur. Rennur. Mikið væri heilbrigðisnefndin í Rvík væn, ef hún athugaði sorprennuna sunnan við Spíþalastígínn hér i bænum. Rennu þessarar verða víst flestir aðnjótandi í bæn- um, til að draga það loft að sér, sem frá henni streymir. Óvíða í heiminum mun vera slíkt. Hvort rennan er til viðvörunar eða fyrirmyndar, vona ég að in heiðraða heilsuverndunar-nefnd í Reykjavík athugi. Æskilegt væri, að skoðunin drægist ekki í marga raánuði, ef hiti væri mikill. «>/„—’ 06. Lifhrœddur. Lífsháski i bcenum. í gær var stúlka við póstinn milli Laufásvegar og Lækjargötu, að sækja vatn. Þ4 reið meira en hnefaatór steinn rétt við vangann á henni — straukst við hárið hjá eyranu, og í sama bili féllu nokkrir steinar niður við póstinn. Þá var verið að sprengja klöpp sunnan við húsið nr. 2 á Laufásv. Hefði stefna steinanna, sem flugu í ioftinu, orðið til veBturs í staðinn fyrir suður, hefðu þeir getað drepið menn og skemt hús i Lækjargötu, einni af fjölförnustu götum bæjarins. Guðs mildi var, að stúlkan við póstinn var ekki drepin. Hver á að hafa eftirlit með grjótspreng- ingum inni í baenum ? Föðurbróðir stúlkunnar. Meðal annars! —:o:— Að mætast. Ég tek eftir því, og rek mig einatt óþyrmilega á það, hve ótítt það er hér, að menn fylgi nokkurri reglu um að víkja úr vegi, er menn mætast. Mæt- ist menn á stræti, þá víkja stundum báðir í sömu áttina og vita svo ekki af fyrri en þeir rekast á og stangast eins og hrútar, Enn verra er ef menn mætast riðandi á harða spretti og báðir víkja í sömu átt. Dæmi eru til þess að hestar hafi rotast og menn meiðst við slík atvik. Yerst farinn er þó hver sá sem ekur í vagni eða kerru. Mæti hann skreiðarlest, er það nærri segin saga, að tveir af hver- jum þrem lestamönnum vikja til vinstri handar — ef þeir annars víkja úr vegi. En stundum virðast þeir hafa gaman af að gera þeim sem ekur ófært að komast áleiðis. Reglan í öllum löndum mun vera sú, að þá er menn mætast, víki hvor um sig til hœgri handar. Ef allir fylgdu þessafi ein- földu reglu, þyrftu menn aldrei að rekast á. Það ,er hverjum manni sjálfum til þæg- inda, af því að það er öllnm til þæginda, að fylgja þessari reglu: Hvar sem tveir mætast, víki hvor um sig til hægvi handar. Komi vagn aftan að áburðarhesta-lest, er það eðlileg skylda lestamanns (þess er lestina teymir), að halda hesti sínum og þar með lestinni sem næst götubarminum öðrúffi, svo að ökumaður geti koinist leið- ar sinnar fram hjá. Þetta gerir og hver alœennilegur maður. En til et -svo sem 1 af 100, sem þykist sýna mikilmensku sina í því að storka ökumanni með því að þræða miðja götuna, svo að vagninn eða kerran komist ekki fram hjá. Kunni ökumaður vel að stýra hestum, þá er vandaiaust að lækna slíka náunga. Einu sinni i fyrra eða hittiðfyrra var ég á ferð á vagui við fjórða mann, og var tveim hestum fyrir beitt. Við vórum á heimleið aftur ofan í bæinn. Við náðum langri lest og kallaði ég til lestamanns (annar reið laus við hlið hans): „Yiljið þér ekki gera svo vel að halda lestinni öðrum megin á götunni, svo að við getum komist fram hjá?“ Hann leit við okkur, tók upp pelann og fór að súpa á og rétti svo samferðamanni sínum. Hann sýndi ekkert mót á að víkja úr vegi. „Viljið þér ekki víkja lestinni til, mað- ur minn?“ Nú tók hann upp tóbaksbaukinn og setti á trýni sér og rétti svo hinum. , „Ég held ég eigi jafnmikinn rétt á göt- unni eins og þú, iapm! Hún er víst jafnt fyrir alla,“ sagði hann. „Það er rétt“, svaraði ég; „húnerjafnt fyrir okkur báða. Því eigið þér rétt að hálfri götunni, og ekki meira, og ég að hálfri“. Hann hélt áfram miðja götu löturhægt sem áður. „Ætlið þér ekki að vikja til hliðar?“ kallaði ég nú enn. „Og ég ætla nú að hafa það eins og mér sýnist“, sagði hann. Ég stöðvaði hesta mína, svo að góður spölur varð á milli, hleypti þeim svo á brokk, og stefndi vagnstönginni nákvæm- lega á lendina á aftasta hestinum, og er ég var rétt að homum kominn sló ég í mína hesta, svo að þeir ruddust á með afli. Hesturinn hraut út af akbrautinni (sem var allhá þar) og slitnaði aftan úr. Lestamaðurinn stökk af baki og kom hlaupandi með reidda svipu. Einn okkar stökk ofan og móti honum. Hann gekk bölvandi til hestsins, sem aftan úr slítnaði. „Viljið þér nú ekki teyma lestina til hliðar?“ „Ég held þið getið gert það sjálfir!11 „Við erum ekki hestadrengir yðar, maður minn“, sagði ég og stýrði á lendina á næsta hestinum, og fór alt sem áður, nema hvað nú hrukku baggarnir af klökkunum, er hesturinn skrunaði niður af brautinni. Hann beið nú ekki lengur, en hljóp fram með lestinni og teymdi hana til hliðar öðrum megin á götunni, en við ókum fram hjá. Ekki vóru það blessunarorðin, sem hann tónaði á eftir okkur, heldur eitthvað annað. Báðum okkur hefði hann sparað tima og ómak með þvi að hegða sér eins og almennilegur maður. Hann vann ekkert við að koma fram sem hrottalegur óþokki, Ég or viss um, að hann kann betri manna siði í anuað sinn. Atvinnurógur „ísafoldar“. Eins og vór gátum um í síðasta blaði, hefir útg. „ísaf.“ sent út róg- bréf, sem byrjar svo: „Mér hefir borist til eyrna á skotspón- um, að blaðamaður einn hér, hafi átt að gera heyrum kunnugt, að kaupendur ísa- foldar hér i bæ væri ekki fleiri en 360, um leið og hann skýrði frá, að hann hefði hér 800 kaupendur að sínu blaði; og fylgdi það sögunni meira að segja, að dæmi væri þess, að einhver trúnaður væri lagður 4 þá skýrslu. Því munu þó flestir átta sig á, með ofurlítilli umhugsun, að hvorki getur téður blaðamaður vitað neitt um kaupenda- tölu „ísafoldar11 hér í bæ, né heldur virð- ist hann vera líklegur til að hafa nokkurn vilja á að segja öðruvís en rangt frá hon- um, þ. e. segja hann miklu minni en er. Auglýsinga-skiftavini blaða varðar tölu- vert um kaupenda-fjölda þeirra, en aðra lítið. Því blað parf hvorki að vera betra né verra til gagns og fróðleiks fyrir les- endur síua fyrir það, hvort það hefir marga lesendur eða fáa. En auglýsendum er ó- hagur að auglýsa i óvíðlesnum blöðum. Því geta það verið svik við þá, ef ýktur er kaupenda-fjöldi blaða, sem þeir auglýsa í. Og eins virðist hitt hljóta að varða við lög, ef keppinautur eða keppinautar blaða skrökva til um, að það hafi miklu færri kaupendnr en er. Þá fer útg. að tjá mönnum, „að kaupendatala [ísaf.] í bænum geti naumast verið minni en 680 eint.“(!!!). Auðvitað vitum vór ekki gerla um kaupendatölu „ísaf.“ hér í bænum. En það „hyggjum vér oss vita fyrir víst,“ að fyrir svo sem tveim mánuð- um hafi ekki verið borið út um bæ- inn af blaðinu yfir 400. Vér óskum blaðinu,' að það megi eins vel njóta sinnar skyndilegu kaupenda fjölgunar, eins og hún er áreiðanleg. Þá segir útg., að „hitt segi sér kunnugir, að langflestir muni“ bæjar- kaupendur „vera hjá ísafold". Þetta segir útg. varla satt. Enginn kunn- ugur getur hafa sagt honum þetta nema hann hafi verið að skrökva í hánn. Um áskrifenda-fjölda sins eig- in blaðs veit hann ekki ákveðnara en svo, að hann gizkar á eða ályktar, að hann „geti naumast verið’- minni en svo eða svo. „Reykjavíkur" áskrifendur í bæn- um hafa þetta ár verið yfir 900; eru sem stendur naer 920. Samkvæmt vottorði póstmeistar- ans1) hafa verið send út af „Rvík“ innanlands með póstum frá 1. Jan. þ. á. til 28. þ. m. 1268 ® 90 kv. — Og með því að eitt eintak af þeim 27 tbl., sem send eru á þessum tíma með póstum, vegur 73 kvint, þá sam- svarar þetta 1738 eintökum. Þar sem þau 42 tbl. af ísaf., sem send hafa verið með póstum á sama tíma, vega 1 ® 33 kv., þá ætti að hafa verið sent út af henni á þessum tíma í1/!——28/6 þ. á.) 2311 pd. 54 kv., pf jafnmörg eintök hafa verið send af henni sem af „Rvík“. Oetur útg. Isaf. lagt fram vottorð póstmeistara um, að svo hafi venð? Gteri liaim þaft ekki, geta allir skilið, hvernig í því liggur. Auðvitað er meira sent út af blöð- unum utanbæjar, heldur en það sem skýrsla um vigt sýnir. Bæði er sent mikið atan pósta í nágrennið og 1) „Samkvæmt póstkvittunarbók fyrir blöð og tímarit hefir verið seut hóðan út um land samkv. 11. gr. e. í póstlögunum af blaðinu „Reykjavík11: Árið 1906 ------— 1813 pd. 36 kv. — 1906(ulþeMsadags)1268 „ 90 „ Þetta vottast eftir beiðni. Póststofan í Reykjavík, 29. .Júní 1906. Sig. fíriemf [póstmeistari]. 0-OC»C»-0'-0-0-tE»ilÉ*-0“C>-0~0"0-0~C»- © 0 Einatl er verzlunin „Ci0l)TIIAAB“ að bœta við nýjum tegundum i álnavörudeildina. Þar d u) meðal nýkomið: t 50 tegundir af kjóla- og svuntudúkum, ensk I vaðmál, alklæði og margt fleira. B Allar eru vörurnar mjög vel vandaðar að H gæðum og verðið svo afarldgt, að óhætl er að ® fullyrða að hvergi /œst nú eins góð og ódýr h dlnavara og í verzluninni ð „GODTHAAB“. 5 -O-O-O ©

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.