Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.07.1906, Blaðsíða 1

Reykjavík - 14.07.1906, Blaðsíða 1
1R e v kj a vtk. VII. 30. Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardaginn 14. Júlí 1906. Áskrifendur í b æ n u m yfir 900. VII, 30, AÍ.T FÆST í THOMSEHS MAGASlRL *=S23É Oína Og eldavélar sotar Kristján hjrgríasson. Ofaar og eldavélar Timburm. Svtíinn Jónison frá Vestmannaeyjum annast útsölu á 0|num og €líavélum í fjærveru minni, meðan ég fer til útlanda. Ofnarnir og eldavélarnar eru svo góðir, að menn mega skila aftur, ef ástæða er til að líki ekki. Jul. Schau. MLaupið einu sinni brent og malað ka||i i' " <Jcs aEimsen, og þér munuð framvegis ekki vilja annað kaffi. [ah.-36. „RRYKJAVÍK" Árg. [60 —70 tbl.] kostar tnnanlands 1 kr.; erlendis kr. 1,60—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglgsingar innlendar: 4 1. bls. kr. 1,26; & 2. bls. 1,16; 4 3. og 4. bls. 1,00 [4 fast4kveðnum stað 4 3. og 4. bla. 1,15]. — Útl. augl. 3S*/a°/« hserra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri: •Tón Ólaísson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranu». Ritstjórn: ---* stofunni. Telefónars 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. Sumar-næturvaka. Hver er alt of uppgefinn eina nótt að kveða’ og vaka, — láta óma einleikinn auðveldasta strenginn sinn, — leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hillu taka? Hver er alt of uppgefinn eina nótt að kveða’ og vaka? Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim sem heyra vilja; þeim óg lék til þóknunar, þegar fundum saman bar. — Ég gat Hka þagað þar þeim til geðs, sem ekkert skilja. Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim sem heyra vilja. Nú skal strjúka hlýtt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum, grípa vorsins þrá og þrótt þungafult, en milt og rótt, úr þeim söng, er sumarnótt syngur djúpt í lækjarniðnum. Nú skal strjúka hlýtt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum. Það er holt að hafa átt £ heiðra drauma vöku-nætur, séð með vinum sínum þrátt sólskinsrönd um miðja nátt, aukið degi’ í ævi-þátt, aðrir þegar stóðu’ á fætur. Það er holt að hafa átt heiðra drauma vökunætur. Birtan sezt ei sjónum manns; svona næturkvöldin þrauga. Norðrið milli lofts og lands línu þenur hvítabands; austur rís við geisla-glans glóbrún dags með Ijós í auga. Birtan sezt, ei sjónum manns; svona næturkvöldin þrauga. Skamt er að syngja sól í hlíð, sumarblóm í mó og flóa. — Hvað er að víla’ um vökustríð! Yaktu’ í þig’ og hóraðs-lýð vorsins þrá á þeirri tíð, þegar allar moldir gróa. Skamt er að syngja sól í hlíð, sumarblóm í mó og flóa. Úti grænkar lauf um lyng, litkast rein um akra sána. — Ég í huga sé og syng sumardrauma alt um kring út að fjarsta alda-hring, yztu vonir þar sem blána. Úti grænkar lauf um lyng, litkast rein um akra sána. Út í daginn fögnuð frá frá, fullum borðum, söng og ræðum. Nóttin leið í ljóði hjá — ijósi er neyð að hátta frá! Vil ég sjá, hvað vaka má, vera brot af sjálfs míns kvæðum. Út í daginn fögnuð frá, fullum borðum, söng og ræðum. Vini kveð ég, þakka þeim þessa sumar-næturvöku! Úti tekur grund og geim glaða sólskin mundum tveim. Héðan flyt ég fémætt heim: íagran söng og létta stöku. Vini kveð ég, þakka þeim þessa sumar-næturvöku! Stephan O. Stephansson. [,,Lögberg“]. Tekjuskattur af atvinnu. Lög um tekjuskatt ('4/i2—’77) kveða svo á, að af tekjum af verzl- an, sjóferðum [ekki fiskveiðum], iðn- aði, veitingasölu, handiðn, og hver- jum öðrum hjargrœðisvegi; af tekjum af embœttum og sýslunum (föstnm launum, aukatekjum og hlunnindum), hiðlaunum, lífeyri, eftirlaunum, og tekjum af alls konar vinnu andlegri og líkamlegri (að undantekuum bein- um tekjum af landbúnaði og sjávar- útvegi) — skuli greiða skatt. Skattur þessi er þannig á kveðinn í lögunum, að af inu fyrsta þúsundi króna greiðist ekkert; af 2. þúsund- inu (1050—2000 kr.) greiðist 1 af hundraði hverju; af 3. þúsundi greið- ist i1/2 af hundraði, og þannig áfram, að skatturinn hækkar um >/2 af hundr. við hvert þúsund. Frumregla laga þessara er góð, sú er atvinnuskattinn snertir, að láta fyrsta þúsundið vera gjaldfrftt, og að lata skattinn vaxa eftir því sem tekj- urnar hækka. En þótt frumreglan sé góð, þá hefir framkvæmdin orðið öllu miður. Stigning skattsins stend- ur ekki í neinu hæfilegu hlutfalli við vöxt teknanna. Vitaskuld má lengi um það deila, hver sé hœfileg eða réttlát stigning skattsins. Það getur jafnan verið álitamál. Enda alls eigi auðið að ná þar fullu réttlæti í hverju tilfelli, því að tveir menn með jafnháum tekjum geta haft mjög misþungt fram að færa, og á annan hátt þurft að hafa misjafnan kostnað, án tillits til sjálfsatvinnurekstrar-kostnaðarins.sem ávalt dregst frá skattskyldu upphæð- inni. En um hitt þarf varla að deila, að það er miklu léttara að greiða 15 kr. af 3. þúsundinu og 20 kr. af 4. þúsundinu, en að greiða 10 kr. af 2. þúsundinu. Sömuleiðis verður til- tölulega léttara að greiða 25 kr. af 5. og 30 kr. af 6. þúsundinu. Með öðrum orðum: skatturinn stígur ekki nándarnærri nóg í lilut- falli við tekjurnar. Oss sýnist vafalaust, að þessum lögum þurfi að breyta ið bráðasta. Um það vonum vér allir verði oss samdóma. En hvernig? Um það er hætt við að sitt sýn- ist hverjum — einkanlega af þeim sem hæstar hafa atvinnutekjurnar. Það er á þjóðfélagsins kostnað, að að menn hafa aðgang til að græða stórfé á atvinnuvegum. Því er sann- gjarnt að þjóðfélagið taki bróðurpart- inn af ákaflega háum tekjum, því fremur, sem alt of mikið auðmagn er hvorki holt einstaklingunum, sem eiga það, né þjóðfélaginu. Hins vegar má ekki fara svo langt, að ekki verði einlægt eftir næg hvöt hjá einstaklingunum til að auka tek- jur sínar enn meira. Ef vér hugsuðum oss nú 1. þús. skattlaust; af 2. þús. 1%, af 3. þús. 3°/o, af 4. þús. 6°/o, af 5. þús. io°/o, af 6. þús. 15, af 7. þús. 20, af 8. þús. 25, af 9. þús. 30, af 10. þús. 35, af 11.—15. 40, af 15.-25. þús. 50% og svo 55°/o, af 25.—30. þús., og 6o°/o af 30.—35. þús., 65°/o af 35.—40. þús., og svo 5% hækkun við 5. hvert þúsund, unz skatturinn næði 80% og héldist í því upp úr, þá virðist það stórum réttlátara en það sem nú er, mundi engum aftrá frá að reyna að græða sem mest, en auka tekjur landssjóðs að stórum mun. Vérskulum ekki fara hér út í ýmis smærri atriði þessa máls. Þeim verð- ur ætfð vegur til að koma fyrir. En oss hefir þótt rétt að hreyfa þessu máli til íhugunar í tæka tíð. Það er þess vert að ræða það og hugleiða fyrir þingmálafundi að ári. Vér búumst við að ýmsum stór-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.