Reykjavík - 14.07.1906, Blaðsíða 2
118
REYKJAYÍK
tekjumönnum þyki tillaga vor hörð
viðkomu.
Til skýringar hugum manna skul-
um vér geta þess, að maður með
2000 kr. tekjum greiddi alveg sama
atvinnuskatt sem nú, þ. e. IO kr.
Af 3000 kr. atvinnutekjum yrði skatt-
urinn 40 kr. (nú 25 kr.); af 4000 kr.
100 kr. (nú 45), af 5000 kr. 200 kr.
(nú 70), af 8000 kr. 800 kr. (nú 175
kr.), af 10,000 kr. árstekjum 1450
kr. (nú 270 kr.) o. s. frv.
Enginn efi er á því, að ekki er
nærri eins tilfinnanlegt að greiða
1450 kr. af 10,000 kr. árstekjum af at-
vinnu, eins og að greiða 10 kr. af
2000 kr. eða 25 kr. af 3000.
Raddir almennings.
Smá hafskip. — Herra ritBtj. — 21.
f. m. fékk ég eftir pöntun frá Noregi uý-
smíðaðan fiskibát 32 f. 5 þ. langan, 11 f.
breiðan, 6 feta djúpan. Var hann pantaður
bjá hr. Andr. Bolstad í Egersund í Noregi,
og sigldi hann honum hingað sjálfur.
í bátnum er 10 hestafla Hoffmanns-mótor,
sem náði 7s/4 (danskra) milna hraða á vöku
(=4 klst.), og er ég í alla staði ánægður
með hann. Vélin lítur mjög vel út og
virðist vafalaust gerð úr bezta efni. Mik-
ill sparnaður er að því, að gera má að-
rensli steinolíunnar öriitið. Mig iðrar þess
ekki að ég tók þessa gerð fram yfir allar
aðrar, sem hér eru á boðstólum. Þvi hefi
ég nú aftur keypt annan 8 hestafla Hoff-
nianns-mótor, sem á að setja i opinn bát,
og 3 pantanir aðrar fóru héðan samtímis
til verksmiðjunnar; af þeim var einn 16
hestafla, og á að setja hann í kúttara í
staðinn fyrir Dan-mótor, sem áður hefir
verið notaður. — Ég get að öllu samsint
því sem annar mótomotandi, hr. Kristian
Thord Torbensen í Ringkpbing segir um
Hoffmanns-mótorinn, að hann mun ryðja
sér til rúms af sjálfum sér, hvar sem menn
kynnast honum.
Vestm.eyjum, 9. Júli 1906.
Magnús Pórðarson.
Meðal annars!
Strandfcrðirnar. — Ekki kemur
svo póstur úr nokkurri átt, að ekki
berist oss bréf, sem krossbölva strand-
ferðunum í ár og allri þeirra tilhög-
un. — Það er mál, sem þingmenn
fá væntanlega að heyra orð um á
þingmálafundum næsta vor.
Engin gerð síðasta þings er jafn-
óvinsæl, og mælist jafn-illa fyrir, hjá
öllum almenningi, án alls tillits til
fiokka.
„Dagfari44 hefir aftur og aftur
verið að vitna í aðskilnaðar-áskoranir,
sem ég hafi samið og sent út (1888?).
— Eg skal nú fræða »Dagf.« um,
að ég hefi ekki samið áskorun þá,
sem send var út þá, og það var
ritstjóri »Fjallkonunnar«, Valdemar
Ásmundsson, sem sendi þær út um
land. Þó minnir mig, að ég sendi
3—4 kunningjum mínum.einum vestra
og 2—3 eystra, blöð þessi.
Hitt er satt, að mér vóru sendar
áskoranirnar fyrir þing 1889 með
mörgum undirskriftum, til flutnings.
Eg flutti þær þó ekki inn á þing,
er til kom, af því að þess þurfti
ekki með. Þær vóru þá búnar að
vinna það hlutverk, sem frumkvöðl-
ar þeirra ætluðu þeim, en það var:
að sýna íslenzkum og dönskum and-
stæðingum stjórnarbaráttu vorrar,
hvert rekið gæti, ef svo þvert væri
tekið fyrir sanngjarnar kröfur íslend-
inga, sein áður hafði gert verið.
Þær hófdu áhrif. Þær áttu sinn
mikla þátt í, að konungkjörnir og þjóð-
kjörnir þingmenn tóku höndum sam-
an 1889 um að heimta landstjóra-
fyrirkomulag („miðlunin" svo nefnda
1889).
Að síðar kom afturkippur í málið,
var annað mál. Eg var þá ekki hér
á landi. En hefði stjórnin haldið á
fram að skella skolleyrum við kröf-
um vorum um fyllra sjálfsforræði og
ekki látið undan 1903, þá hefði að
líkindurn margur orðið »aðskilnaðar-
maður«. En þar sem engin krafa
er nú fram komin af Alþingis hendi,
sem ekki er uppfylt, þá sé ég ekki
ástæðu til skilnaðar.
Skilnaður væri það neyðar-úrræði
að mínu áliti, sem engum greindum
og reyndum manni ætti að detta í
hug fyrir alyöru, ef með nokkru móti
er þolanlega vært í sambandinu. Og
mér virðist nú vel vært, og ekki
fyrirsjáanlegt að neitt muni fyrir
koma, sem knúið geti oss til öyndis-
úrrœða.
J Ó.
Landshornanna milli.
Talsíminn milli Eskifjarðar og Seyðis-
fjarðar xnun kosta um 30,000 kr. Af því
fé leggur hr. Thor E. Tulinius til s/4, en
til var ætlað að Múlasýslurnar legðu í sam-
eining 1/4 (7500 kr.) til, og höfðu sýslu-
fundir beggja tekið líklega í það í vor.
En er til kom, skarst Norður-Múlasýsla
alveg úr leik og neitaði að leggja einn
eyri til. Suður-Múlas. bauð fram 4000 kr.
Líklega verður það hr. Thulinius og S,-
Múlasýsla, sem koma til að eiga þráðinn.
Auðvitað er þetta in mesta skammsýni
af Norðmýlingum. Þeirra verður sannar-
lega engu minni þágan en Sunnmýlinga
að lagning hans; síld og fiskur sjáumþað.
En eins og nú horfir er áatæða til, að eig-
endur símans ieyfi engum að talast við
sjálfir í símanum, heldur láti menn afhenda
skrifleg skeyti, eins og við ritsíma, og
geta þeir þá neitað að flytja allar fregnir,
er Norður-Múlas. megi að haldi koma,
eða mönnum þar búsettum, eða þá sett á
þær geipiverð, og þannig negtt Norðmýl-
inga til að leggja fram sinn hlut, ef þeir
vilji jafnrétti ná.
Slík hreppapólitik sem þessi er mjög
skammsýn og hlýtur að verða Norðmýling-
um dýrust. Annars ætti síminn að geta
borgað sig.
Aflabrögð vóru ágæt á Austfjörðum
um miðjan f. m., segir Dagf. Mótorbátar
fengu um 1200 af vænum fiski á 14 klukku-
stundum. Mótorbátur frá Svínaskála fékk
hátt 2. þúsund. aðfaranótt 15. Júní. — 2
mótorbátar Konr. Hjálmarssonar kaup-
manns á Brekku í Mjóafirði fengu 45 skpd.
á S—9 dögum. — Síldarvart orðið í Reyð-
arfirði. 2 Norðmenn hafa þar staurkvíar
við Hólmaland.
Brezkur varakonsúll á Seyðisfirði
er orðinn Einar Hallgrímsson.
Nlannslát. Þórun Þorláksdóttir á Hól-
um í Nesjum, ekkja Jóns snikkara, en
móðir Þorleifs á Hólum, -j- 1. Júni 74 ára,
merkiskona.
Ritsíminn. Formaður sæsímastöð-
varinnar á Seyðisfirði J. P. Trap-Holm kom
til Seyðisfj. 19. t. m. Segir byrjað verði
seint í Júlí að leggja sæsímann, og verði
lokið um miðjan ágúst; 1. Sept. verði sam-
band á komið milli Seyðisfj. og útlanda.
En ekki verður síminn til almennings af-
nota fyrri en landsstjórnin ákveður, en það
verður undir eins og landsímalagningunni
verður lokið. Eru allar horfur á, að það
verði heldur fyrir áætlaðan tíma.
Ritsimararnir íslenzku koma til íslands
í Ágúst, Reykvíkingarnir tveir hingað 23.
Ágúst.
Aurskriða hljóp úr Hólmatindi 24. f.
m., meiri en nokkur man dæmi til; féll
út, í Eskifjörð, og varð af svo mikið boða-
fall, að sjór gekk á land í kaupstaðnum,
hinum megin fjarðar, svo að bát hvolfdi
þar við bryggju, en annar brotnaði. Einn
talsímastaur féll og varð undir skriðunni.
Á annan kom stór steinn, en staurinn sak-
aði ekki.
Reykjavík og grend.
Bókmenfafélagið hélt ársfund hér
9. þ. m. kl. óll2, nákvæmlega á þeírri stund
er þingmenn vóru að safnast saman á
bryggjunni til að fara um borð. Virðist
það undarlega til stilt, að hafa ekki fund-
inn fyrr um daginn, er svona stóð á. —
Stjórnin var endurkosin. 13 nýir menn
gengu í félagið. — Samþykt að styrkja
útgáfu ritsins „Norsk-Islándska dopsnamn
frán medeltiden“ (Norsk-islenzk skírnar-
nöfn frá miðöldum) með 1000 kr., ef Carls-
berg-sjóður tekur að sér að gefa út þjóð-
lagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar, og
selur Bókm.fél. 500 eint. á 75 au. hvert.
Rekin eru lik 4 skipverja af „Ingvari",
er fórst í Viðeyjarsundi í vor: Alberts
Eirikssonar, Kláusar Jónssonar, Sigurðar
Jóhannessonar og Stefáns Gestssonar.
Vóru jarðsett, hér 10. þ. m. — Ófundin
eru enn lík 5 manna af skipinu.
Alþingismenn héðan af suðurlandi
fóru með „Bot,nia“ 9. þ. m., svo og Sig.
Jensson próf. úr Flatey. Einu þingm.
héðan, sem ekki fóru, vóru Björn Krist-
jánsson kaupm. og séra Magnús á Grils-
bakka (var veikur). Skúli ‘Thoroddsen
fer á skip á ísafirði. Séra Einar Þórðar-
son fer ekki (nýkominn úr utanferð) og
vafasamt um Þórarínn á Hjaltabakka.
Allir aðrir er búist við að fari.
Steingr. Matthíasson læknir gegnir
embætti Guðm. Björnssonar meðan hann
er burtu.
Við Landsbankann er Kristján
assessor Jónsson settur bankastjóri, en
kaupmennirnir konsúl C. Zimsen og Ás-
geír Sigurðsson gæzlustjórar meðan þing-
menn eru ytra.
Mannalát. 3. þ. m. Elín Guðmunds-
dóttir, húsfreyja Þorvaldar Björnssonar
frá Þorvaldseyri. — 6. þ. m. ekkjan
Kristín Björnsdóttir, móðir Sigurbj. Ást-
valdar Gíslasonar trúboða.
E/s Oceana , um 8000 tons, frá
Hamborgar-Ameríku-línunni, kom í fyrra-
morgun og fór aftur næstu nótt. Ferðin
er ger frá Hamborg til Hjaltlands, Fær-
eyja, Reykjavíkur, Akureyrar, Spitzbergen,
Noregs. — Sama skip fer aftur frá Ham-
borg 2. Ágúst og kemur hingað 12. s. m,;
fer þá héðan á Raufarhöfn og þaðan til
Noregs.
„Ziethen11, þýzkt, heræfinga-skip, kom
hingað í fyrradag; fer aftur eftir helgina
til Leith.
E/s „Botnia“ kom 7. þ. m. frá Leith;
fór aftur 9. þ. m. með þingmenn vestur
og norður um land.
„Hólar“ komu í fyrradag að austan.
Með því kom Björgvin sýslum. Vigfússon
með frú og séra Pstur Jónsson á Kálfa-
fellsstað.
Veðurathuganir
í Reykjavik, eftir Sigbíbi BjÖKirsnÓTTUB.
Júní 1906 Júlí Loftvog I millim. Hiti (C.) 4 *o -8 0 *o o> > g> 1 G0 cð . 11
Fö 6.8 751,1 10,6 SE l 10 3,9
2 750,6 11,3 SE 1 9
9 746,1 10,7 SE 2 10
Ld 7. 8 737,8 11,7 E 1 10 9,9
2 735,9 11,9 SE 1 10
9 735,9 11.3 N 1 5
Sd 8.8 740,6 10,7 0 10 9,0
2 742,9 11,7 0 10
9 745,1 11,8 SW 1 10
Má 9.8 748,1 10,4 0 10
2 750,4 11,0 w 1 4
9 754,1 11,8 NNE 1 10
Þr. 10. 8 760,5 10,4 W 1 10
2 762,3 w 1 10
9 7
Mi 11.8 762,7 12,0 S 0 10
2 760,8 12,6 SE 1 10
9 756,5 11,5 E 1 10
Fi 12.8 756,1 9,6 SW 1 10 17,1
2 753,5 11,5 SE 1 10
9 752,8 10,5 SW 1 10
Fyrirspurn.
Vel væri það gert, ef einhver, sem
til þekkir, vildi svara eftirfylgjandi
spurning, sem „Rvík“ hefir verið
beðin að flytja:
'Vill einhver heima á Islandi, er
veit, hvar Þórunn Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, frá Skeggjastöðum í Svartár-
dal í Húnavatnssýslu, sem seinast frétt-
ist til á Staðarstað í Snæfellsnes-
sýslu, á heima, — láta systur hennar,
Elizabetu Sigurðardóttir í Winnipeg,
Manitoba, vita það sem allra lyrst.
Bréf þessu viðvíkjandi sendist til
Heimskringlu, 727 Sherbrooke st.,
Winnipeg, Manitoba.
Næsta blad
kcmur á
lorgii
— Auglýsingar til þess verða
að koma fyrir hádegi á Fimtu-
dag.
Ef þið viljið kaupa vönduð
og ódýr vagnhjól, þá skoðið þau á
Laugavi'gi 38.
Guðm. Egilsson.
Reiðliestur til sölii.
Ritstj. ávísar.
Einatt er verzlunin „G0DTHAAB“ að bæta
við nýfum tegundum í álnavörudeildina. Þar á
meðal nýkomið:
50 tegundir af kjóla- og svuntudúkum, ensk
vaðmál, alklœði og margt fleira.
Allar eru vörurnar mjög vel vandaðar að
gœðum og verðið svo afarlágt, að óhœlt er að
fullyrða að hvergi fœst nú eins góð og ódýr
álnavara og í verzluninni
GODTHAAB
u