Reykjavík - 15.09.1906, Side 1
e y> fc í a v í k.
VII. 40
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardaginn 15. September 1906.
:rifendur í b æ n u m
yfir 900.
VII., 40,
m FÆST 1 THOMSENS MACASfW,
4 ttlia Og íavblar ælar Kristján Þorgrimsson.
Ofnajr og eldavélar
„EDINBORG".
$tur er kolaskip komið.
Pegar vér auglýsum, að hver skiftavinur fái
full 320 dönsk pund í skippundinu, þá er það ekki
af því að neinum hafi dottið í hug að véfengjavigt
vora, heldur af því, að sumir hafa spurt oss,hvort vér
vægjum iíka pokana með. Það gerum vér ekki, og
þurfum því ekki að geta þess, hvort þeir sé þungir
eða léttir.
Dálítið af
Cokes
er enn ópantað.
Verzl. Edinborg*.
oooooooooooooooooooooooooooooooooc
c/luglýsing
um að sýslanirnar sem skólastjórar við ina fyrirltuguðu bændaskóla
séu lausar, og um rekstur skólabúanna.
í næstkomandi fardögum verða settir á stofn samkvæmt lögum nr.
48 frá 10. nóvbr. 1905 tveir bændaskólar, annar á Hólum í Hjaltadal og
hinn á Hvanneyri f Borgarfirði.
Umsóknir um sýslanirnar sem skólastjórar við hvorn af skólum þess-
um verða að vera komnar til stjórnarráðsins fyrir 1. desbr. næstkomandi.
Laun skólastjóra eru 1500 kr. á ári og leigulaus bústaður í skóia-
húsinu.
Hver sem sækir um skólastjórasýslanina, verður að taka það fram í
umsókn sinni, hvort hann vilji takast á hendur að reka fyrir eigin reikn-
ing hæfilega stórt bú á skólajörðinni.
Aðrir, sem kynnu að óska að reka fyrir eigin reikning bú handa
skólunum á jörðum þessum, verða að hafa sent tilboð um það til stjórn-
arráðsins einnig fyrir 1. desbr. þ. á.
Stjórnarrád Islands, 7. seftbr. 1906.
Átvinnu
geta duglegir drengir og
stúlkur fengið frá 1. Okt.
við að selja daglega (virka
daga) dagblaðið »Reykjavík.«
— Stöðug, dagleg ársatvinna
fyrir þá sem dugur er í. —
Lysthafar snúi sér sem fyrst
til afgreiðslunnar.
„REYKJAVÍK“
Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,60—2 8h.—60 cts. Borgist fyrir 1. .Túlí.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33*/s*/o hærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
«J6n Ólttísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritatjórn: ---„ stofunni.
Telefónari
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Hagskýrslur landsstjórnarinnar,
—0 —
II.
Eitt átakanlegt dæmi þess, hve
óábyggilegar og meinvitlausar sumar
skýrslur þessar eru, má sjá í verzl-
unarskýrslnaheftinu af Landshags-
skýrslum ný-útkomnum, töflunni G,
skýrslu um skipakomur 1904, bls. 97.
Þar segir, að til Reykjavíkur hafi það
ár komið 67 gufuskip, samtals 23,276
tons, og 16 seglskip, samtals 1046
tons. Þeim sem slíkar skýrslur semja
og gefa út, kemur auðsjáanlega aldrei
til hugar að hugsa, skygnast á bak
við dauðu tölustafina og hugleiða,
hvað þeir eiga að tákna, hverju þeir
lýsa. Annars hlytu þeir að sjá, að
þetta er hringlandi endileysa, sem tii
einskis er að vera að skrifa upp, því
síður eyða pappír og prentsvertu tii
að gefa út. Ef vér deilum tonnatölu
eimskipanna (23,276) með tölu eim-
skipanna (67), þá sjáum vér, að eim-
skipin hafa átt að vera að meðaltali
3472/5 tons, þau er til Rvíkur komu.
Þetta nær engri átt. Vafalaust má
vel telja á fingrum sínum (ef ekki á
fingrum annarar handar) þau eim-
skip, er hingað koma svona smá.
Ailur hávaðinn er stærri, flest miklu
stærri. Auk þess er hér varla talinn
meira en helmingur skipanna. „Hólar"
og „Skálholt" hafa t. d. komið hvort
um sig 1 sinn frá útlöndum (=2 skip),
og bæði til samans 13 sinnum úr
strandferð frá Akureyri (13 + 2
= 15). Þessi tvö skip gera
þannig 15 skip. Og ef öll skip
samein. fél., sem koma beint frá út-
löndum, eða kring um land, eða vest-
an af ísafirði, eða úr Hafnarfirði eða
af Akranesi, sem þau oftast fara héð-
an á (annan eða báða staðina) eru
öll talin, aðalferðir og aukaskip, í
hvert sinn, eins og vera ber, skyldi
þá ekki vera farið að saxast upp í
þessi 67 eimskip, sem embættis-
skýrslan telur? Og hvað verður þá
eftir fyrir Thore-fél.-skipunum, sem
líka eiga að teljast í hvert sinn, eða
„Reykjavíkinni", sem alt af er á
skjöktinu, og öllum öðrum skipum,
„ísafold", hrossaskipum, kolaskipum
og öðrum vöruskipum?
Sér ekki hver maður, hve fjarri
allri átt og einskis nýtar að slíkar
skýrslur eru?
Eins að sínu leyti mun skýrslan
reynast um seglskipin. Hún telur
þau það ár hafa komið hingað ein 16,
samtais 1046 tons, eða 65s/8 tons
hvert. Smærstu seglskipin, sem hingað
koma, eru kúttararnir, sem keyptir
eru frá Bretlandi. En sárfáir þeirra
munu svona smáir, því síður smærri.
Auk þess munu þeir alls ekki taldir
hér með, fremur en fiskiskipin; heldur
munu hér að eins talin farmskip ein.
En flest þau farmskip, er hingað
koma, eru svo stór að hundruðum
tonna skiftir hvert um sig (timbur-
skip, alm. vöruskip). Að seglskipin
öll, sem hingað koma, séu að eins
653/8 tons hvert að meðaltali, nær
því engri átt. Það má sjálfsagt tvö-
falda, þrefalda eða fjórfalda þá tölu.
Lögreglustjórarnir, sem eiga að
semja aðrar eins skýrslur og þessar,
hljóta að kasta alveg höndum til
þeirra (e/ þær eru svona frá þeirra
hendi), þar sem þær bersýnilega ná
engri átt; og stjórnarráðsskrifstofan,
sem hér á hlut að máli, hlýtur að
nota einhverja skynlausa samlagn-
ingar-vél, en ekki hugsandi mann,
til að semja og gefa út þessa endi-
leysu. Annars hlyti hún að sjá, hve
vitlausar frumskýrslurnar eru, og
mundi þá senda höfundum þeirra þær
heim aftur og halda þeim til að gera
bragarbót.
En í þess stað fer hún að semja
og gefa út vísdómslegt hugleiðinga-
fimbulfamb og samanburð á ’sigling-
um fyrrum og nú, skipa og tonna
tölu, fimbulfamb, sem ásamt skýrsl-
unum er ekki virði eins pennadropa
af bleki.
Annaðhvort ætti landsstjórnin að
gera gangskör að þvi, að slíkar skýrsl-
ur sé svo rétt og nákvæmt gerðar,
sem kostur er á, eða hætta alveg
við að safna þeim.
Hitt er óverjandi meðferð á fé
landssjóðs, að verja því til prentunar,
pappírs og ritlauna fyrir annan eins
staðleysu-þvætting, sem að eins er
til spotts og athlægis öilum, sem vit
hafa á, en skapraunar einnar hinum
öllum, er þurfa að afla sér þeirrar
vitneskju, sem í skýrslunum ætti að
mega finna, en finst þar álls ekki.
Alt þetta, sem vér höfum fundið
hér að hagskýrslum stjórnarinnar,
með hlífðarlausuro orðum, er svo sem
ekkert nýtt. Hirðulausri vanafestu
og hugsunarleysi er einatt hætt við
að fá hefð á sig með árunum á öll-
um stjórnarskrifstofum. Með því
getum vér afsakað vora íslenzku
mandarína, og ritum því ekki þetta
svo mjög til að sakast um orðinn
hlut, eins og til að reyna að stuðla
til þess, að bót verði á þessu ráðin