Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 15.09.1906, Síða 2

Reykjavík - 15.09.1906, Síða 2
158 REYKJAVÍK 'd o vrH GQ _« CD a vcð 0 -P 0 ffl og bendingar vorar teknar til greina. Þá fyrst, ef þetta ber engan árangur, er ástæða til þyngra dóms. Hvað form verzlunarskýrslnanna snertir, viljum vér leyfa oss að skjóta því til stjórnarinnar, hvort það mundi nokkurt óráð að bera væntanlegar umbætur á því undir álit kaupmanna- ráðsins. Einn aðaltilgangur þess er sá, að láta stjórninni í té eftir föng- um ráð og bendingar í þeim málum, verzlun viðkomandi, sem hún finnUr ástæðu til að bera undir álit þess. Marconi-skeytin, Það gleður oss að Samein. eimskipa- félagið átti ekki skilið það ámaeli, er vér og aðrir lögðu á það fyrir það, að það hefði ekki haft hirðu á að senda hingað loftskeyti um „Ceres," strandið. Af bréfi afgreiðslumanns þess hér, sem birt er í blaðinu í dag, sést, að sam fél. hefir undir eins sent leftskeyti, svo sem vænta mátti. En skeyti það hefir farið sömu leiðina sem svo mörg önnur loftskeyti hing- að — aldrei komið fram — horfið sporlaust út í himingeiminn. Vér höfum áður getið nokkurra loftskeyta hingað, sem aldrei hafa til skiia komið. Nú bætist þetta við. Svo gvtum vér í dag nefnt þrjú önn- ur, sem aldrei hafa fram komið: eitt slíkt sendi Stgr. Matthíasson læknir í vor frá Khöfn Guðmundi Björnssyni hér. Tvö hafa haft sömu forlög, send til Eyrarbakka-verzlunar. ísland í útl. blöðum. — Frankfurter Inselligenzblatt flytur 3, f. m. grein um „óskir fslendinga." Er þar rétt skýrt frá kröfum þeim er fram komu af þingmanna hendi á sam- fundi alþingismanna og ríkisþingsmanna. — „800 íslendingar ( Álaborg“. Svo er fyrirsögnin á grein í „Aalb. Amts- tid." 4. f. m. En þessir 800 „íslendingar'1 eru reyndar h e s t a r, sem e/s „Frithiof" var að flytja þar á land. Liðugur helm- ingurinn átti að verða þar eftir, keyptur af Dönum, hver hestur á 100 til 150 kr. Úrtíningurinn átti að fara þaðan með skip- inu til Skotlands; „nokkrir af þeim eru ekki einu sinni 75 kr. virði", sögðu hesta- prangararnir dönsku. Farminn allan höfðu þeir átt Zöllner kousúll í Newcastle og Vestergaard hrossakaupm. í Kaupmanna- höfn. Skipið varð að fara fyrst til Dan- merkur, af því að Danir vildu fá sína hesta fyrst (velja úr?). Blaðið segir, að gæzlumenn hestanna í hestaréttunum í landi hafi barið þá og farið illa með þá, og hrakið burt með illyrðum börn, sem kendu í brjósti um hestana horaða og hungraða og komu með fangið fult af heyi og vildu gefa þeim, en fengu ekki; „þeir yrðu bara óstýrilátari við það,“ sögðu gæzlumenn. Sjö höfðu sálast á leiðinni í hafi. Gefið er í skyn, að ekki mundi van- þörf á eftirliti dýravendunarfélags með meðferð á hestunum. — Um danskar fiskiweiðar wið ísland rita nú margir Danir í blöðum, tímaritum og víðar. Þar á meðal dr. Schmidt í riti sínu um „fiskirannsóknir við ísland og Færeyjar sumarið 1903.“ Getur hann þess, að af öllum útl. þjóðum, sem við ísland fiski, kveði lang-minst að Dönum, sem þó staeði næst að nota þann „forrétt, sem þeir hafi um fram aðrar þjóðir, að mega fiska í landhelgi." Um það getur hann ekki, hvaðan Dön- um komi sá réttur. Yfir höfuð virðist of mikið af því hjali, sem heyrist nú í Danmörku um að „hjálpa atvinnuvegum Islands", fela þá einu hugs- un í sér, að koma Dönum til að draga sér gull og gróða úr landhelgi vorri. Um hitt, að oss íslendingum verði meira úr þeirri auðsuppsprettu, heyrist minna. Ekki er þó ljóst, hversu þ a ð ætti að efla velvild vora til vorra dönsku bræðra, að þeir leggist á eitt með öðrum útlendingum að ræna oss landhelgis-veiði. — Fyns Social-Demokrat fiytur 10. f. m. góða grein um atvinnuvegi vora með fyrirsögn: „Á að svíkja af Islendingum arðinn af fiskveiðunum ?“ Þar er bent í líka átt og vér höfum gert í línunum hér rétt að framan. Síðan víkur blaðið að öðrum atvinnu- vegum vorum, einkum landbúnaði, og bend; ir á, hver breyting sé þar á að verða, og gæti brátt meiri orðið, ef oss skorti eigi fé til framkvæmda. Því sé eðlilegt, að vér viljum fá greitt af hendi það fé, er vér eigum inni í ríkissjóði og fáum nú að eins vöxtuna af. — Nordjylland Social- Demokrat flytur grein um ísl. eftir fregnrita, er blaðið þykist hafa sent hingað. Hann getur þess m. a., að tveir franskir verkfræðingar hafi reiknað út, að ( fljótum Islands sé „1000 milíóna hesta öfl“. — Nlynd af frú Thoru Melsted ungri er í „Hjemmet" 12. f. m., er getur um þessa „fyrstu íslenzku konu, er sæmd hefir verið heiðursmerki." — Í „Nationaitidende" hafði einhver hr. X. áður skýrt frá kröfum alþingismanna vorra í fararlok, og þótti honum þær all- ar „takandi í mál“ („om alle disse Ting kan derforhandles"). En 16. f. m. ritar svo hr. Y. aftur gegn honum og spyr: „Á að rjúfa danska alríkið?" Honum þykir Deunzers-ráðaneytið hafa drýgt stór-afglöp með því að hafa frum- kvæði að stjórnarskrárbreytingunni 1903 — eða líða Albertí það, því að honum kennir höf. þettamest. Þykir honum lög þessi ríða heldur en ekki í bág við stöðu- lögin 1871 og við stjórnarskrá Dana [hvað kemur hún oss við?]. Hann er svo lög- stirfinn, að hann sér ekkert nema tómar mótsagnir. „Er hr. Hafstein d a n s k u r ráðherra? Því neita íslendingar allir harð- lega. En með hvaða rétti á hann þá sæti í danska ríkisráðinu? Og hvernig sam- rýmist það við stjórnarskrána dönsku? Og sé hann meðlimur dönsku stjórnarinnar, ber hann þá ekki ábyrgð gagnvart ríkis- þinginu? Og hvernig getur hann þá setið kyrr í embætti, þó að fonsætisráðherrann beiðist lausnar fyrir alt ráðaneytið? Og er sérhvert komandi ráðaneyti skyldugt til að hafa hr. Hafstein fyrir meðlim ?“ Alt þetta þykir höf. hreinasta ráðgáta. Ef honum væri svarað: Hr. H. er ekki danskur ráðgjafi. Hann „á“ ekki „sæti“ í ríkisráðinu, en mætir þar að eins til að bera upp í s 1 e n z k mál fyrir konungi. Hann er ráðgjafi konungs (fyrir Island), en ekki meðlimur dönsku stjórnárinnar, og ber því enga ábyrgð fyrir ríkisþinginu — af því að þau mál, sem hann fer með eru því óviðkomandi með öliu. Því held- ur hann og embætti, þótt alt danska ráða- neytið fái lausn — eins og raun hefir á orðið í framkvæmdinni. Ekkert danskt ráðaneyti hvorki nú né síðar er skyldugt að hafa h a n n fyrir meðlim. En sérhvert danskt ráðaneyti verður að viðurkenna sem embættisbróður ráðherrann fyrir Island, hvort sem hann heitir Hafstein eða ann- að — ef hr. Y. yrði svarað þessu, þá skildi hann ekkert í þvi. Hann er úr þeim gamla svartaskóla, sem skilur ekki annað en fræðikerfisorð gömlu bókanna, en gætir þess ekki, að fræðikerfi ríkisréttarins er til orðið sem búningur eða lýsing þess ástands, sem fræðimennirnir hafa fyrir hitt. En „rás viðburðanna", lífið sjálft myndar nýtt ástand frá ári til árs, og sprengir af sér gömlu fræðikerfin, svo að önnur ný verða að myndast, því að fræði- kerfin verður að sníða eftir lífinu, en ekki steypa lífið í mót fræðikerfanna. Hr. Y. kemst að þeirri niðurstöðu, að ef kröfum þingmana vorra yrði framgengt, þá yrði ekkert sameiginlegt með Dan- mörku og Islandi, nema „konungurinn og flaggið", og flaggið óttast hann að ekki yrði sameiginlegt lengi. En hann gætir þess ekki, að enn yrði margt sameigin- legt fleira: peningaslátta, utanríkisstjórn o. s. frv. Og þótt peningasláttan yrði sér- stök hjá oss síðar, eins og frímerkin, þá yrði oss, ef vér fáum að ráða oss óheftir af Dönum, eitt nýtt mál sameiginlegt, þýð- ingarmesta málið — sem ekki hefir á- valt verið samaiginlegt —, en það er bróðurhugur tveggja skyldra, frjálsra þjóða, sem sprettur af því, að hvorugur vill ásælast annan eða gera öðrum rangt. Hr. Y. þykir einsætt að halda ekki lengra út á inn breiða glötunarveg frek- ari eftirgefni við íslendinga; illu heillu hafi Deunzer og Alberti sagt A, nú sé að var- ast að segja líka B, því að þá fylgi bæði C og D og alt hitt stafrófið á eftir, unz Island klofni alveg úr og segi skilið við Dani. Slíkar ritgerðir sem þessi munu fremur til þess lagaðar, ef nokkurt mark væri á þeim takandi, að vekja hér skilnaðaróskir en samhug. Aarhus Stiftstidende 17. f. m. get- ur þess, að alþingismenn ætli að gefa út bók um ferðina til Danmerkur, myndum prýdda, og „útbýta henni gefins [?] um alt ísland". var fæddur 26. Jan 1853 í Stykkis- hólmi og var sonur ins mikla og merka manns Páls amtmanns og síð- ari konu hans frú Ingileifar Jónsdótt- ur Bachmann. Eftir dauða föður síns fluttist hann með móður sinni hingað og ólst hér upp hjá henni. Plann fór í latínuskólann og lauk þaðan prófi með 1. einkunn 1873; fór til Hafnar og tók heimspekipróf við háskólann. Hætti síðar við nám þar og kom hingað og fór á lækna- skólann, en hætti líka við það, er hann sá, að heilsa sín mundi ekki leyfa sér að gegna læknisstörfum. Hann varð þá aðstoðarmaður við landsbókasafnið, kendi jafnframt um tíma við latínuskólann (stundakensla), en við fráfall Jóns Árnasonar varð hann bókavörður við Landsbókasafn- ið, og var það síðan til dauðadags. Hallgrímur var vel geflnn maður, skilningur góður og smekkur næmur. Hann var sögumaður og sagði vel frá; var yndi að heyra hann segja frá sögulegum merkisatburðum, þá er honum tókst upp. Eftir hann liggur á prenti Fornaldarsaga, er Bókmentafélagið gaf út nýlega. Ritað hafði hann og Miðalda- sögu, og er handrit hennar hjá Bók- mentafélaginu og von á að það gefi hana út. Ekki munum vér í svip að annað liggi eftir hann á prenti, nema fáeinar greinir, flestar undir gervinafni eða nafnlausar, í „Skuld“, „Þjóðólfl" (1883—85) og „Reykjavík“. Tæplega mun bókvörzlu-starfið hafa verið honum að öllu lagið eða geðfelt starf, þótt hann yrði að hafa það að at- vinnu, enda var það illa launað. En alt reyndi hann að rækja það eftir megni með stundvísi og samvizku- semi. — Hann var ókvæntur alla ævi, enda aldrei heill maður heilsu eftir að hann kom frá Höfn. Hallgrímur var maður vel ment- aður, fjölfróður um margt, og inn skemtilegasti í viðræðum. Hann var ráðvandur og góðhjartaður; viðkvæm- ur í lund, innilega hlýr sínum vin- um og trygðatröll; sanngjarn og um- burðarlyndur í dómum um aðra menn, óáleitinn við alla, og þó ríkur í skapi. Hans mun af mönnum því hlýjara minst sem þeir þektu hann betur. Reykjavík og grend, Ofsarok á suðaustan gerði hér á Miðkudagskveld um kl. 11. Vitlausra- spítalinn á Kleppi var nýreistur (grindin); en í rokinu varð vitlausra- spítalinn vitlaus og fauk, svo varla var spýta eftir. Væntanl. reka trén hér inn með sjónum. Hr. Emil Sehou bankastjóri heflr tilkynt forstöðunefnd verzlunarskól- ans, að hann borgi skólagjald fyrir einn nemanda á verzlunarskólanum í vetur, þannig, að sá sem reynist beztur við próf í vor, fái endurgoldið skólagjald sitt (er hr. Schou gefur).— Þessu sæmdardæmi er vonandi að fleiri af verzlunarstétt vorri fylgi. Það er hvatning og stuðningur fyrir skólann. Reynslan sýnir, að skóli þessi er að bæta úr verulegri þörf, og gæti gert það mun betur, ef féleysi haml- aði ekki svo tilflnnanlega. Verzlunarskóliun hefir kenslu- stundirnar að morgni, eins og í fyrra. Landshornanna milli. —:o:— Skip strandaði á Sauðárkróki aðfaranótt 13. þ. m., var oss símað í fyrra dag. Það hét „Emanuel" og var frá Björgvin, kolaskip til Stefáns kaupm. Jónssonar; var affermt að mestu, ein 40 tons eftir í því. Afspyrnurok á Grund í Skorradal í fyrradag; varla stætt veður. Sama að frétta þá alt norður í Skagafjörð. Hefði verið gott veður þann dag, hefði símalagningunni líkl. verið lokið þá. Heimsendanna milli. —:o:— Söngvara-fáni til íslands. Hauga- sunds-blöð (í Noregi) geta þess 17. f. m., að næstu daga verði sendur til íslands skrautlegur silkifáni til minn- ingar nm heimsókn fyrsta söngflokks frá íslandi til Noregs (1905). Gjöfin Silkidúkar silkislipsi nýkomið í verzl. Godthaab. IHHKKHKH}

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.